Nýja dagblaðið - 07.10.1937, Blaðsíða 1
Geríst kaupendur
Nýja dagblaðsíns
strax í dag!
rWJIA
IDA.Gr IB ILAJÐ II \Ð
5. ár. Reykjavíb, fimmtudaginn 7. október 1937. 232. blað
ANNÁLL
280. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 6.52. Sólarlag kl.
5.38. Árdegisliáflæður í Reykjavík kl.
6.45.
Næturlæknir
er í nótt Ólafur Þorsteinsson, D-götu
4, sími 2255. — NæturvörSur er í lyfja-
búðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 6.05 að kvöldi til 6.25 að
morgni.
Skemmtanir og fundir.
Gamla Bíó: Gimsteinaránið mikla.
Nýja Bíó sýnir kl. 9: Sýðasti Mohikan-
inn. — Framsóknarfélögin halda
skemmtifund að Hótel Borg kl. 8.30.
Skipafregnir.
Esja var á Sauðárkróki í gærkvöldi.
Súðin fór frá Vestmannaeyjum í gær
tO Hornafjarðar. — Lyra fer kl. 7 í
kvöld í leið til Bergen. Nova var á Ak-
ureyri í gær.
Píanóhljómleikar.
Rögnvaldur sonur Sigurjóns Markús-
sonar, helt í gærkvöldi hljómleika í
öðru kvikmyndahúsinu fyrir fullu húsi.
Rögnvaldur er aðeins 19 ára, en virðist
vera búinn að ná óvenjulegum þroska
sem píanósnillingur. Áheyrendur fögn-
uðu leik hans hvað eftir annað með
miklum fagnaðarlátum. Þóttust marg-
ir finna glöggt ættarmót með Rögn-
valdi og frænda hans, Markúsi heitn-
um Kristjánssyni. Verður síðar sagt
frá hljómleik þessum hér í blaðinu.
Ingrid krónprinsessa
var meðal gesta á íslenzku garðyrkju-
sýningunni í Kaupmannahöfn fyrir
nokkrum dögum.
Stærstí saltfísksmarkaðurínn er í Portúg
en portúgalskír togarar eru nú að koma
af veiðum frá Nýfundnalandí
í lok seinasta mánaðar voru salt-
fisksafurðabirgðirnar í öllu landinu
um 14.000 smál. Af þeim er fyrirfram
selt um 600—800 tonn til Suður-Ame-
ríku og verður það flutt út smám-
saman á næstu mánuðum. Einn skips-
farmur, 1200—1300 smál., verður send-
ur tl Ítalíu í þessum mánuði. Að öðru
leyti mun ekki neitt víst um sölu á
þeim fiskbirgðum, sem voru hér 1 lok
sl. mánaðar.
Gert er ráð fyrir að Portúgalar verði
stærstu saltfiskskaupendurnir á næst-
unni, en ekki er enn vitað með vissu
hvenær þeir muni byrja fiskkaup sín.
Skip þeirra eru nú sem óðast að koma
frá Nýfundnalandi og fer það eftir því,
hversu mikið þau hafa aflað, hvenær
þeir þurfa að hefja fiskkaup frá öðrum
löndum að nýju.
Litlar vonir eru um það, að hægt
verði að selja fisk til Spánar á næst-
unni. í sumar var reynt að selja einn
farm til stjórnarinnar, en samningar
tókust ekki, vegna þess að hún gat
ekki sett næga tryggingu fyrir borg-
uninni.
Útflutningurinn á þessu ári.
Fyrstu níu mánuði ársins hefir verið
selt af þessa árs framleiðslu eins og
hér segir:
Til Ítalíu 5350 smál.
— Portugal 4500 —
— Englands 11000 —
— Frakklands 410 —
— Danmerkur 500 —
— Cuba 620 —
— Brazilíu 500 —
— Argentínu 270 —
— Egyptalands 300 —
— Bandaríkjanna 30 —
Samtals 13580 smál.
Af fyrra árs framleiðslu hafa verið
seld á þessu ári um 6000 smál. til Por-
tugal, 2700 smál. til Ítalíu, 900 smál. til
Spánar og um 1000 smál. til Ítalíu og
víðar.
Verð á saltfiskinum má heita alveg
óbreytt frá því, sem var á síðastl ári.
Ræða Roosevelts vekur
athyglí um allan heím
Henni er líkt við ræðuna, sem Wilson
flutfi áður en Bandaríkin sögðu Þjóð-
verjum stríð á hendur 1917
Isfiskssala.
Maí seldi afla sinn í Grimsby í gær,
980 vættir fyrir 1084 sterlingspund.
Smygl.
Nýlega fundu tollþjónarnir fjórar
flöskur áfengis og nokkur hundruð
vindlinga, sem ætlunin hafði verið að
smygla í land, um borð í togaranum
Ólafi. Málið hefir verið fengið í hend-
ur lögreglunni til rannsóknar og dóms-
álagningar.
Leikfélag Reykjavíkur
er að hefja leikstarfsemi sína og
verður fyrsta sýning þess í kvöld. Mun
það sýna skopleikinn ,Þorlákur þreytti'
eftir Femer og Neal. Emil Thoroddsen
hefir staðfært leikinn. Leikstjóri er
Indriði Waage, en aðalhlutverkið leik-
ur Haraldur Á. Sigurðsson.
Ægir.
September-hefti Ægis er nýkomið út.
Fyrsta greinin er um svifrannsóknir
í þágu fiskiveiðannna, rituð af dr.
Finni Guðmundssyni, sem ráðinn hef-
ir verið starfsmaður við fiskideild At-
vinnudeildar Háskólans. Aðrar greinar
í ritinu fjalla um fiskirannsóknir, á-
höld til fiskileita, síldveiðarnar, At-
vinnudeildina, dragnótaveiðarnar og
margt fleira.
Húsmæðraskólinn
á Laugalandi í Eyjafirði var vígður
og settur síðastliðinn sunnudag að við-
stöddum miklum mannfjölda. Athöfn-
in hófst með guðsþjónustu, er Benja-
min Kristjánsson flutti. Davið Jónsson
á Kroppi rakti sögu skólamálsins.
Kristján Eggertsson flutti ræðu. Einar
Árnason minntist hin eldra Lauga-
landsskóla og forstöðukonu hans, Val-
gerðar Þorsteinsdóttur. Sigrún Ingólfs-
dóttir setti skólann og talaði til náms-
meyja. Gegnir hún forstöðustörfum,
unz Valgerður Halldórsdóttir frá
Hvanneyri tekur við. Vígslusöngur og
skólasöngur var fluttur af blönduðum
kór. Voru lög eftir Björgvin Guð-
mundsson, en textar eftir Friðgeir H.
Berg. Skólinn hefir fengið nýjan hús-
búnað. Eru húsgögn öll smíðuð í hús-
gagnavinnustofu Ólafs Ágústssonar.
Eru þau vönduð mjög og öllu hagan-
lega fyrir komið í skólastofum og
svefnherbergjum. Námsmeyjar eru 28.
— FÚ.
Úr Suður-Þingeyjarsýslu
er skrifað að heyafli muni vera í
meðallagi. Sláttur byrjaði seint og hey-
skapartíð vaY erfið í júlímánuði. Töðu-
fengur var í minna lagi. í ágústmánuði
og fyrstu viku septembermánaðar var
hagstæð heyskapartíð, náðist því mest-
ur hluti útheys með góðri verkun. En
síðasti heyskapurinn hefir hrakizt og
sumstaðar er ekki fullhirt enn. Þó
komu góðir þurrkar 27. og 29. septem-
ber og munu þeir hafa dugað flestum.
LONDON:
Roosevelt forseti er nú á ferðalagi
um helztu stórborgir Bandaríkjanna
og flytur erindi um stjórnmál allsstað:
ar þar sem því verður við komið. í
fyrradag flutti hann ræðu, sem vakið
hefir heimsathygli og talin er einn
merkasti atburður, sem gerzt hefir í
alþjóðastjórnmálum undanfarið. í
sumum blöðum er þessari ræðu líkt við
hina frægu ræðu, sem Wilson forseti
flutti rétt áður en Bandaríkjamenn
lýstu yfir þátttöku sinni í heimsstyrj-
öldinni.
í ræðu sinni niinntist forsetinn á
það, að nauðsynlegt væri að koma á
sameiginlegum átökum til þess að
kveða niður þau öfl, sem eru á vegi
með að granda vestrænni menningu.
Jafnframt lýsti hann samúð Banda-
ríkjannna við alla þá viðleitni, sem
miðaði að því að varðveita samhjálp
og samábyrgð þjóðannna.
Heimsblöðin hafa rætt mikið um
þessa ræðu Roosevelts. Telja brezk
blöð aö hún geti haft mikla þýðingu
og með henni sé bundin endi á ein-
angrunarstefnu Bandaríkjanna. Þýzk
blöð segja fátt um ræðuna og í Ítalíu
er aðeins sagt frá henni í 5 línum á
öftustu síðu í einu blaði Rómaborgar.
í Genf hefir þessi ræða Bandarikja-
forsetans haft mjög mikil áhrif. Hefir
hún vakið hjá mönnum þær vonir, að
Bandaríkin mundu nú standa algjör-
lega með Þjóðabandalaginu í ályktun-
um þeim, sem það tekur um helztu að-
kallandi vandamál, eins og styrjaldirn-
ar á Spáni og í Kína. — FÚ.
Afkoma hrezkra fisk-
veiða með lakasta
móti.
4 smálestir af kolum þurfti til
veiða á einni smálest af fiski.
LONDON:
Skýrslur um fiskveiðar Englendinga
á árinu 1936 hafa verið birtar. Sam-
kvæmt þeim varð afkoman með lak-
asta móti. Veiði var óhemju mikil, og
verð þar af leiðandi lágt, en kostnaður
mikill. Talið er að 4 smálestir kola
hafi þurft til veiða á einni smálest
fiskjar. — FÚ.
Simdmeistaramót
í. s. í.
Þrjú ný met
Sundmeistaramót í. S. í. hófst í
fyrrakvöld .og voru þá sett þrjú ný ís-
landsmet. Jónas Halldórsson úr Ægi
synti 100 m., frjáls aðferð, á 1. mín. 0.4
sek. Ingi Sveinsson úr Ægi synti 200
m. bringusund á 3. mín. 6.3 sek. Erla
ísleifsdóttir úr Vestmannaneyjum
synti 100 m., frjáls aðferð, á 1 mín. 22.5
sek., en hið fyrra met átti hún sjálf.
Sundmótið heldur áfram í kvöld og
mun fara fram:
400 m. sund, frjáls aðferð, karlar, 9
keppendur.
50 m. bringusund, telpur innan 14
ára, 6 keppendur.
25 metra sund, frjáls aðferð, drengir
innan 12 ára, 6 keppendur.
100 metra baksund, karlar, 3 kepp-
endur.
BÚIÐ AÐ SLÁTRA
ca. 257 pús ijár
í lok seinustu viku var búið að slátra
256.663 fjár á öllu landinu, þar af voru
243,834 dilkar.
Stendur slátrunin nú sem hæst yfir
á öllum helztu sláturstöðum landsins.
12 íslenzkir stúdentar
stunda nám í Svíþjóð
Útvarpið skýrði frá því í gærkvöldi,
að 12 íslenzkir stúdentar stundi nám
við sænska háskóla nú í vetur. Af þeim
eru 9 í Stokkhólmi, 2 í Uppsölum og 1
í Lundi. Er það Áskell Löwe, sá sem
hlaut gullpennaverðlaun Menntaskól-
ans í vor fyrir ritgerð um Hornbjarg,
og les hann grasafræði.
Búið að kjósa í kirkjuráð
Prestar kusu sr. Ásmund og sr. Þorstein Briem,
en Ólaíur Björnsson og Gísli Sveinsson voru
kosnir afi safinaðarfiulltrúum
Kosningar 4 fulltrúa til kirkjuráðs
hafa staðið yfir í sumar og voru niður-
stöður þeirra birtar í gær. Kusu hér-
aðsfundir safnaðarfulltrúa í 17 pró-
fastsdæmum. Ólaf B. Björnsson á
Akranesi með 146 atkv. og Gísla
Sveinsson sýslumann með 97 atkvæð-
um, en prestar þjóðkirkjunnar kusu
Ásmund Guðmundsson prófessor með
50 atkvæðum og sr. Þorstein Briem
með 38 atkvæðum. Biskup er sjálf-
kjörinn formaður kirkjuráðsins. Þetta
er í annað sinn, sem kosið er í kirkju-
ráð, en starfstímabilið er fimm ár. —
Kirkjuráðið hefir ráðgjafaratkvæði og
tillögurétt um þau mál kirkjunnar,
sem heyra undir löggjafarvaldið eða
sæta konungsúrskurði og samþykktar-
atkvæði og ákvörðunarrétt um guðs-
þjónustur kirkjunnar, veitingu sakra-
menta, kirkjulegar athafnir og helgi-
siði, en þó ekki fyrr en tillögur ráðs-
ins hafa verið samþykktar á presta-
stefnu. Að öðru leyti er starfssvið þess
að vinna að eflingu kikjulífs í land-
inu og styrkja menningaráhrif þjóð-
kirkjunnar.
Framsóknarmenn
halda satnkomuíkvöld
að Hótel Borg
Framsóknarfélögin í Reykjavík halda
skemmtun á Hótel Borg kl. 8.30 í kvöld.
Hefst hún með sameiginlegri kaffi-
drykkju og verður skemmt með ræðum
og söng meðan setið er undir borðum.
Að kaffidrykkjunni lokinni verður
dansað. Séu einhverjir, sem heldur
óska eftir að spila, verður þeim séð
fyrir spilum og húsrúmi til þess.
Framsóknarmönnum í Reykjavík og
flokksmönnum utan af landi, sem
staddir eru í bænum, er velkomið að
hafa með sér gesti. En þess er óskað,
að menn tryggi sér aðgöngumiða í
tíma, vegna veitinganna.
Aðgöngumiðar verða seldir á af-
greiðslu Nýja Dagblaðsins í dag til kl.
6 og við innganginn.
Vei'ður faríð að búa
til heymjöl hér á
landí?
Landbúnaðarráðherra hefir falið
Agli Thorarensen kaupfélagsstjóra,
sem nú er staddur erlendis, að kynna
sér nýjustu heyþurrkunaraðferðir með
vélum. Hefir ein aðferð þótt gefast
sérstaklega vel á Norðurlöndum, en
hún er í því fólgin að framleiða nokk-
urskonar heymjöl, sem siðan er gefið
með öðrum fóðurbæti.
Þykir líklegt að slík heyþurrlcunar-
aðferð geti komið að notum hér á
landi og sé vel viðráðanleg kostnaðar-
ins vegna, mun verða hafinn undir-
búningur af hálfu þess opinbera um
þaö, að gerðar verði tilraunir með
hana hér á landi næsta sumar.
Skiptar skodanir
um stjórnmálatHenn
Bjarni Benediktsson prófessor minn-
ist Jóns heitins Þorlákssonar í grein í
Morgunblaðinu í sambandi við Sogs-
virkjunina og telur Jón Þorláksson
verið hafa „mesta stjórnmálamann
sinnar samtíðar hér á landi.“
í nýrri bók eftir sænska rithöfund-
inn Thorsten Odhe, sem kynnt hefir
sér málefni íslands, hefir þessi fræði-
maður eftirfarandi ummæli um annan
íslenzkan stjórnmálamann
„Óhætt er að fullyrða að enginn nú-
lifandi íslendingur hafi orkað meiru
um að gera ísland að framfaralandi á
nútímavísu, en Jónas Jónsson." ....
„Síðan Jón Sigm-ðsson leið, hefir held-
ur enginn íslendingur vakið aðra eins
eftirtekt á landi sínu meðal Norður-
landaþjóða eða annarsstaðar, eins og
þessi gáfaði, menntaði og hagsýni
stjórnmálamaður, sem jafnframt er
óbifanlegur fylgismaður grundvallar-
stefnu norræns frjálslyndis."
Þessar skiptu skoðanir umræddra
fræðimanna, benda til að erfitt sé fyr-
ir samtíðarmenn að fella dóma um
stj órnmálamenn.
Hjartaslögum
útvarpað.
Sérkennileg útvarpstilraun
var gerð í enska útvarpinu fyrir
nokkrum dögum. Var hún fólg-
in í því, að varpa út hjartaslög-
um enska Olympíuhlauparans
Jack Lovelock til allra hlust-
enda brezka heimsveldisins. Til-
raunin heppnaðist ágætlega. í
Kapstad í Suður-Afríku heyrð-
ust hjartaslögin skýrt og greini-
lega, þrátt fyrir 1000 mílna
fjarlægð. Lovelock er talinn
hafa það, sem kallað er 100%
hjarta.
Hve stórar eru
haföldurnar?
Þegar talað er um stórsjó, er
venjulega sagt, að öldurnar séu
himinháar. Orðatiltækið er
náttúrlega óákveðið, en hve há-
ar eru þá öldurnar? Það er ekki
auðvelt að svara því. Á opnu
hafi hefir maður engan fastan
grundvöll til að mæla frá. Þýzk-
um haffræðingi, dr. Georg
Weinblum, við hafrannsókna-
deild í Berlín, hefir heppnazt
að mæla stærð aldanna með
ljósmyndamælingu. Á rann-
sóknarferð á Atlantshafi mæld-
ist ölduhæðin mest 18.5 m. og
öldubreiddin allt að 300 metrum,
þegar hvassast var. Maður getur
þvi ætlað að hæstu öldur komist
yfir 20 metra, sem er þriðjungi
hærra en hingað til hefir verið
haldið. Jafnvel öldubreiddin er
talsvert meiri en haldið hefir
verið.