Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ »»»»»iw>ii«itt»»»»iiiww>iw>iii>i>»»»i>i>i>ii«>>i>' M E L E E S A Afar spennandi og æfintýra- rík ástarsaga eftir James Oliver Curwood. Sagan gerist í frumskógum Norður-Ameríku óg er, ásamt því að vera mjög hugnæm ásta- saga, jafnframt atburðarík og merkileg ferðasaga. Meleesa fæst í næstu bóka- verzlun og á afgreiðslu Nýja Dagblaðsins. o Tíi Keflavíkur, Gards O \\ og Sandgerðis daglega ;; $ tvisvar á dag. o | Steíndór, símí 1580« || |ttMM.................. II Gula bandið er bezta og ódýrasta *mjörlíkið. í hoildBölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Slml 1080 ........-...................... VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I OÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Viötækjaverzlunin veitlr kaupendum viötækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækj- unum eöa óhöpp bera að höndum. Ágóða Viötækjaverzlunarinnar er iögum samkvæmt eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiöslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert helmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. Samkvæmt fræðslulögunum eru öll börn, fædd 1924— 1930, að báðum árum meðtöldum, skólaskyld á árinu, sem er að byrja. Aðstandendur barna á þessum aldri, búsettir í umdæmi Reykjavíkur, sem ekki hafa þegar sent börn sín í skóla, eru alvarlega áminntir um að gera það tafar- laust. Þeir, sem óska að fá að hafa skólaskyld börn í tíma- kennslu eða heimakennslu, þurfa að senda skriflega um- sókn til hlutaðeigandi skólanefndar, þar sem gerð er grein fyrir ástæðum. Valdi sjúkleiki fjarvistum frá skóla, ber að senda skýrslu ásamt læknisvottorði til skólastjóra. ATH. Stamandi börn og málhölt munu fá kennslu við sitt hæfi á vegum skólanna. SKÓLASTJÓRARNIR. M U N I Ð að tilkynna BÚSTAÐASKIPTI um leið og pér greiðið I Ð G J Ö L D yðar til SJÚKRASAMLAGS REYKJAVÍKUR. Frásögn V. Tanners, Sorseta Alpjóðasambands samvinnumanna Á þingi Alþjóðasambands samvinnumanna í París í haust, flutti V. Tanner, forseti sam- bandsins, mjög ítarlega rœðu um aðbúnað samvinnufélaga í einrœðisríkjunum. Fer hér á eftir þýðing á einum kaflanum í rœðu hans, en í nœsta blaði birtist sá kafli rœðunnar, sem fjallaði um Rússland. ITALIA Ítalía er elzt kapitalistisku einræðisríkjanna í Evrópu. Hin fasistiska bylting var gerð þar árið 1922. Ýmsir atburðir og ó- reiða í landinu sjálfu veldur því, að fasistaflokkurinn náði völdunum í sínar hendur, en í honum bar mest á fjandmönn- um verklýðshreyfingarinnar úr millistéttunum, sérstaklega í Norður-Ítalíu, verksmiðjueig- eigendum og hermönnum, er barizt höfðu. í heimsstyrjöld- inni. Fasistarnir snérust brátt önd- verðir samvinnuhreyfingunni, þar eð hún var vinsamleg verk- lýðsfélögunum. Á árunum 1921 —1924 brenndu þeir, rændu og eyðilögðu mikinn fjölda kaup- félagsbúða, myrtu forvígis- menn margra félaganna og brutu önnur félög undir sig með ofbeldi. í nóvember 1925 var hinum sjálfstæðu samtökum samvinnufélaganna greitt banahöggið. Nálægt tveimur ár- um síðar gengu í gildi lög, þar sem kveðið var á um aðstöðu f yrirtækj a samvinnuf élaganna og þeim breytt í fasistiska starfsemi. í þessu augnamiði voru skip- aðir sérstakir menn til að end- urskipuleggj a hreyfinguna og hafa umsjón með allri starf- rækslu hennar. Forystumenn landssambandsins máttu þeir einir verða, sem starfandi voru í fasistaflokknum eða honum nátengdir. Á síðustu árum má að vissu leyti telja, að samvinnufélögun- um í Ítalíu sé skapaður nýr möguleiki til viðreisnar. Þau hafa óskert leyfi til að taka inn nýja meðlimi og verðákvörðun- I in nær aðeins til heildverzlana. I Þau hafa því nokkra aðstöðu til þess að byrja að vinna sig upp á ný. Þeim er heldur ekki bannað að hefja iðnrekstur, en verða raunar á því sviði að beygja sig fyrir íhlutun og af- skiptum hins fasistiska eftirlits. En samvinnuhreyfingin er því engu að síður bundin þeim tak- mörkunum, sem ríkjandi þjóð- skipulag setur, og vanmegnug að skapa meira réttlæti í þjóð- félaginu. ÞÝZKALAND Ósigurinn, sem Þjóðverjar biðu í viðureigninni við Banda- menn og þau þungbæru ár, sem þá fóru í hönd, sköpuðu ofstæk- isfulla þjóðernishreyfingu, er sérstaklega greip um sig meðal millistéttanna og jafnvel verka- lýðsins líka. Nazisminn ávann sér æ fleiri fylgismenn og loks tók Hitler við völdum árið 1933. Iðnaður, landbúnaður, verzl- un og aörar atvinnugreinar voru bundnar nánari tengslum og menn skipaðir til umsjónar, á- byrgir gagnvart stjórn landsins. Meðal stuðningsmanna Hitl- ers var mjög margt verzlunar- manna, enda hafa vígorð þeirra um að samvinnuhreyfingin væri marxismi, borið ávöxt. — Marg- ir forvígismenn samvinnu- hreyfingarinnar voru settir í fangabúðir og illa leiknir, rúð- ur voru brotnar í húsakynnum kaupfélaganna, varningurinn eyðilagður og forstöðumenn sumra fyrirtækjanna reknir burtu. Að síöustu neyddist rík- isstjórnin til þess að banna á- framhaldandi árásir. Nazistarnir sviptu samvinnu- félögin óðara sjálfstæði sínu og æðsta umboð þeirra var fengið í hendur nazista. Upphaflega höfðu þeir hugs- að sér að leysa félögin upp og leigja kaupmönnum búðirnar. En þeir urðu þess bráðlega var- ir, að samvinnuhreyfingin átti of mikil ítök til þess að slíkt væri unnt. Næsta ráðagerð var að sam- eina ýms verzlunarsambönd. Landssamband samvinnufélag- anna fékk góðlátleg fyrirmæli um að mynda „ríkissamband“ ásamt smásalafélögunum í Köln og Hamborg. Forysta þessa nýja sambands var að sjálf- sögðu fengin nazista í hendur.. Árið 1935 voru gefin út lög, sem mjög hafa torveldað starf- semi samvinnufélaganna og lagt um 80 þeirra, þar af sum hin umfangsmestu, í rústir. Umsetningin hefir minnkað um helming og um 60% af eignum þeirra hefir farið forgörðum. Kaupfélögin í Þýzkalandi voru áður undanþegin skattgreiðsl- um, en með nýjum lögum, er sett voru 1934, voru þau beitt mesta harðræði og ranglæti i þessu efni. AUSTURRÍKI í Austurríki má sjá þriðja dæmið um afstöðu almennings- samtakanna í fasistisku einræð- isriki. Þar var einræði komið á einu ári síðar heldur en í Þýkalandi. Dollfuss hrifsaði til sín stjórnartaumana eftir þá sorglegu atburði, sem áttu sér stað í febrúar 1934. Einræðisstjórnin í Austurríki var að vísu hlynnt samvinnu- félögum landbúnaðarins, en önnur félög áttu við heldur örð ug kjör að búa, þótt kosti þeirra Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.