Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Qupperneq 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 3 Bann. Rjúpnaveiði og annað villifugladráp er stranglega bannað á öllu Þingvallalandi., jafnt utan sem innan girð- ingar um friðlýsta landið. Byssur og önnur skotvopn, sem höfð eru til fuglaveiða, ennfremur dauða fugla, er mönn- um fyrirboðið að bera með sér um bannsvæðið, eða geyma þar. Brotum á banni þessu verður vísað til aðgjörðar lög- reglustjóra. Umsjónarmadur Þingvalla. Skiðalélagf Reykjavíkur heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 12. október kl. 8.30, í Oddfellow-húsinu niðri. Fundarefni samkvæmt félagslögunum, og auk þess lagabreytingar. STJÓRNIN. Flensborgarskólinn NÝJA DAGBLAÐBÐ Útgeíandi: BlaOaútgáían h.f. Ritstjóri: pórarinn pórarinsson. Ritstjómarskriístofnraar: Haínarstr. 18. Síxni 2323. Afgr. og auglýsingaskriístofa Hafnarstr. 16. Sími 2353. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura ednt. Prentsm. Edda h.f. Sími 8048. Ný árás heíldsalanna á kaupíélögín Björn Ólafsson stórkaupmað- ur og Morgunblaðið hafa enn einu sinni farið á stúfana til að krefjast þess að innflutnings- höftunum sé beitt þannig, að þau stöðvi allan vöxt samvinnu- félagsskaparins í landinu og gefi þeim kaupsýslumönnum, sem fengust við verzlun fyrir nokkrum árurn, einskonar ein- okunaraðstöðu með innflutn- inginn. Bæði í fyrradag og gær hafa verið langar greinar í Morgun- blaðinu um þetta efni og það m. a. kallað „svartastá ranglætið“ að vöxtur kaupfélaganna skuli ekki hafa verið stöðvaður með lögþvingunum. Það hefir verið gert svo oft áður hér í blaðinu, að þess ger- ist naumast þörf einu sinni enn, að sýna fram á réttmæti þeirrar stefnu, að neytendum sé það í sjálfsvald sett, hvort þeir verzla heldur við kaupmenn eða kaupfélög og innflutningn- um sé úthlutað í samræmi við það. Með þessu eina móti er hægt að tryggja fullkomið jafn- rétti milli þessara aðila. Séu innflutningsleyfi til kaupfélaga og kaupmanna hinsvegar byggð á viðskiptum þeirra fyrir mörg- um árum, hlýtur það jafnan að leiða af sér ranglæti, því þeim aðilanum er þá meinað að vaxa eðlilega, sem neytendurnir vilja frekar skipta við. Þegar þeirri reglu er fylgt, sem Björn Ólafs- son kallar „höfðatölureglu“ með mikilli fyrirlitningu, hafa kaup- menn aðstöðu til að geta aukið innflutning sinn, ef þeir standa sig betur í samkeppninni en kaupfélögin og þau missa fé- lagsmenn af þeirri ástæðu. Líki neytendum hinsvegar betur að skipta við kaupfélögin, er naumast hægt að fremja meira ranglæti en að stöðva vöxt þeirra. Slíkt myndi hindra það algerlega, að nokkur heilbrigð samkeppni milli kaupmanna og kaupfélaga gæti átt sér stað. Það er því harla einkennilegt, að heyra slíkum kröfum hreyft hjá þeim, sem sérstaklega telja sig málsvara samkeppnisstefn- unnar. Að öðru leyti gefa reiðióp Björns Ólafssonar og Morgun- blaðsins ekki tilefni til frekari hugleiðinga. í þeim koma ekki fram nein ný rök, sem ekki hafa verið marghrakin áður. Það eina, sem á þeim verður grætt, er að þau sýna jafnvel betur en áður, hversu mikið hatur til kaupfélaganna býr í brjóstum þessara manna. Þeim er aug- ljóst, að meðan heilbrigð sam- keppni helzt milli kaupfélaga og kaupmanna, hlýtur hlutur þeirra fyrrnefndu stöðugt að halda áfram að vaxa. Skilning- ur neytenda á þýðingu kaupfé- laganna vex og það einlcum á erfiðum tímum, þegar menn hugsa meira um það en ella, að fara sparlega með fé sitt. Heild- salarnir sjá því engin önnur úr- ræði, en að ríkisvaldið skerist í leikinn og beit þvingunum til að I. Um undanfarin þrjú ár hefir verið unnið að endurbyggingu Flensborgarskólans í Hafnar- firði. Nú er verkinu lokið og á klettahæð við bæinn gnæfir nú ein hin fegursta og fullkomn- asta skólabygging, sem nokk- urntíma hefir verið reist á ís- landi. Flensborgarskólinn er rúm- lega hálfrar aldar gamall. mikla skörung og umbóta- Hann var stofnaður af hinum manni, sr. Þórarni Böðvarssyni í Görðum á Álftanesi. Hann gaf fé til að stofna skólann til minningar um son sinn er hann missti á æskuskeiði. Um mjög langan tíma voru Möðruvalla- og Flensborgarskólinn hliðstæð- ar stofanir. Sunnlendingar sóttu menntun sína í Flensborg, en Norðlendingar að Möðru- völlum. Fyrir gjafafé sr. Þórarins Böðvarssoar var keypt gömul húseign sunnanvert við höfnina í Hafnarfirði. Þar var aðal- heimili skólans og bústaður skólastjóra. Löngu síðar var byggður lélegur bárujárnskum- baldi, ein hæö, með þrem kennslustofum á hinni rúm- góöu lóð skólans. Húsakostur- inn var í samræmi við alla að- búð skólanna í landinu þar til áhrifa ungmennafélaganna fór að gæta um húsagerð skólanna. Loks var það fyrir fáum árum, að ganria Flensborgarhúsið brann. Átti skólinn þá ekki annað eftir af húsakosti sínum en bárujárnsskúrinn við höfn- ina. Aðrar eignir voru hálf jörðin Hvaleyri og skólalóðin, sem getur síðar orðið mikils virði, ef Hafnarfjörður gerir hafnarmannvirki þeim megin fjarðarins. II. Flensborg var þannig i hinu ömurlegasta ástandi um húsa- kost og aðbúnaö. Þa hafði ver- ið að mestu látið staðar numið við hina stórmannlegu byrjun Þórarins Böðvarssonar. En margir mjög dugandi menn höfðu stýrt skólanum og verið þar kennarar. Aðsóknin hafði jafnan verið mikil, og skólinn jafn þýðingar mikill sem menntastofnun, eins og hann van vanræktastur um alla ytri aðbúð frá mannfélaginu. Eftir stjórnarskiptin 1927 var af hálfu Framsóknarmanna hafizt handa um menntun æskumanna í landinu. Akur- eyrarskólinn var gerður að menntaskóla, og mennskólinn í Reykjavík endurbættur á marga vegu. Sett var löggjöf um gagnfræðaskóla í öllum kaupstöðum landsins, og um héraðsskóla fyrir sveitirnar. Þar sem konur höfðu áhuga á húsmæðramenntun og vildu einhverju fórna í því skyni voru reistir myndarlegir húsmæðra- skólar. Með löggjöfinni um hina nýju gagnfræða- og héraðsskóla byrjaði nýtt tímabil í skóla- sögu landsins. Byggingar þær, sem reistar hafa verið handa þessum skólum eru meðal hindra vöxt samvinnufélag- anna. Með ofbeldi vilja þeir láta stöðva vöxt samvinnufélaganna, þegar það er ekki auðið á ann- an hátt. Þær kröfur sýna bezt, hvers samvinnufélögin hefðu að vænta, ef heildsalarnir fengu stjórn landsins í sínar hendur. Myndi þá hlífzt við að gera enn frekari ofbeldisráðstafanir gegn kaupfélögunum en þær, er heildsalarnir þora að hafa op- inberlega orð á, meðan þeir eru í minnihluta? hinna fegurstu, sem til eru í landinu. Skólahúsið á Hvann- eyri er talandi vottur um það, hve litla samúð forráðamenn þjóðarinnar höfðu með æskunni í landinu, áður en áhrifa gætti frá ungmennafélögunum og samvinnumönnum í landinu. Hin nýju hús héraðsskólanna, gagnfræðaskólanna og hús- mæðraskólanna, tala sínu máli sjálf. Þau bera vott um dirfsku og stórhug þeirrar kynslóðar, sem er að gera íslendinga að frjálsri nútímaþjóð. III. Um sama leyti, og byrjað var á endurbótum á húsakynnum Menntaskólans eftir stjórnar- skiptin 1927, boðaði ég almenn- an fund í Hafnarfirði um Flens- borgarmálið. Magnús Jónsson bæjarfógeti var fundarstjóri og stærsta samkomuhús bæj arins svo fullt, sem verða mátti. Eg benti á þá hættu, sem bænum og sýslunni stafaði af hinni lé- legu og úreltu skólabyggingu og hvatti Hafnfirðinga og gamla nemendur skólans til að hefjast handa um fjársöfnun til nýrrar byggingar. Var sett nefnd í mál- ið og voru í henni ýmsir áhrifa- menn, svo sem auðugasti maður bæjarins, Einar kaupmaður Þorgilsson, sem var gamall nemandi. í viðræðum þeim, sem ég átti við leiðandi menn í Hafnarfirði um þetta mál, benti ég á að mikil prýði væri að því, að byggja skólann út á Hvaleyri. Skólinn átti hálfa jörðina og ef fögur bygging væri reist á þeim stað, þá gæti þar orðið hið feg- ursta umhverfi og húsið yrði prýði fyrir bæinn við innsigl- ingu á höfnina. Heldur tóku Hafnfirðingar þessu treglega, og þótti Hval- eyri langt frá, þó að staðurinn væri fagur. En þessi tillaga hafði þá þýðingu, að nú vaknaði áhugi um það, að bæta úr mis- fellum er orðið höfðu við bygg- ingu þjóðkirkjunnar og barna- skólans á staðnum, þar sem þeirra gætti ekki við að setja svip á bæinn. Ríkið átti um þessar mundir land á bak við Hafnarfjarðarbæ sunnanverðan, þar á meðal hina fögru klettahæð þar sem Flensborg er nú reist. Alþingi heimilaði ríkisstj órninni að selja þetta land, og féll það í minn hlut að framkvæma söl- una. Eg setti Hafnarfirði það skilyrði í sölusamningnum, að á Hamrinum og í hinni grasgefnu tungu, sem er uppi á hæðinni, yrðu aldrei reistar byggingar einstakra manna, heldur yrði hæðin til opinberra afnota fyrir kaupstaðinn á ókomnum tím- um. En sunnan við hamarinn var pokkurt land, sem vel var fallið til að vera almennar byggingarlóðir, og hafa þar ver- ið reist mörg myndarleg hús. Hafnfirðingar komu sér nú saman um að endurreisa Flens- borg upp á hamrinum og hafa nú gert það. Úr því ekki þótti framkvæmanlegt að reisa hina nýju höll á Hvaleyri, þá er þessi staður hinn prýðilegasti, og svo einstakur í sinni röð, að leitun mun vera á byggingu hér á landi, sem nýtur svo vel að- stöðu á hæð yfir þéttbýli. Veturinn 1930 tókst mér að koma gegnum þingið frv. um gagnfræðaskólana, þar á meðal að* Flensborg kæmi undir þau lög. Var Emil Jónsson, sem þá var talinn forvígismaður verka- manna í bænum, tilnefndur sem formaður skólanefndar, en úr flokki hans voru í nefndinni Davíð Kristjánsson og Kjartan Ólafsson. Hafa þessir þrír menn beitt sér fyrir endurbygging- unni og verið þar samtaka og stórhuga, svo sem raun ber nú vitni um. Gjöf Þórarins Böðvarssonar, Flensborgareignin sjálf, var nú með vissum hætti orðin hús- bóndalaus, er bærinn og ríkið tóku að sér byggingu og rekstur skólans. Eg breytti þá reglugerð um eignina. Skyldi féð vera sér- stakur sjóður, og vextir af því renna árlega til gagnlegra að- gerða fyrir nemendur og skól- ann, utan við framlög ríkis og bæjar. Stjórn sjóðsins var falin þrem mönnum: Sýslumanni í Gullbringusýslu, bæjarstjóra í Hafnarfirði og landlækni í Reykjavík. Þótti sennilegt, að þess embætti yrðu jafnan svo vel skipuð, að vel væri séð fyrir hag sjóðsins, og mun reynslan hafa orðið sú, þau ár, sem liðin eru síðan hið nýja skipulag tók til starfa. Sr. Sveinbjörn Högnason var skólastjóri Flensborgar hinn fyrstu vetur, eftir að gagn- fræðaskólalögin gengu í gildi. Hann er, svo sem kunnugt er, þrekmaður og kappsfullur um framkvæmd mála, er hann vinnur að. Sótti hann fast við skólanefnd og áhugamenn í Hafnarfirði, að hafizt yrði handa urn nýja byggingu og sýndi fram á, hvílík minnkun það væri fyrir Hafnarfjörð, að ala börn sín upp í svo kotungs- legum húsakynnum. Skóla- nefnd var honum sammála og byrjaði fyrir sitt leyti að undir < búa málið og fól Guðjóni Sam- úelssyni húsameistara að gera frumdrætti að skólabyggingu á klettahæðinni, þeirri sem ríkið hafði selt bænum. Meðan stjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar sat að völdum, færðist svefn yfir málið og heyrðist þess ekki getið, að öðru leyti en því, að húsameistari lauk við upp- drátt, sem var að mörgu leyti mjög glæsilegur, og er mörgum kunnur af mynd í Samvinnunni frá þeim tíma. En eftir kosningarnar 1934 færðist nýtt líf í málið. Emil Jónsson varð þingmaður Hafn- arfjarðar, og sótti fast á um framkvæmdir. Eg var þá í tvö ár form. fjárveitinganefndar og hafði aðstöðu til að styðja það. Fylgdust að í þrjú ár fjárveit- ingar til tveggja glæsilegra skólabygginga: Flensborgar og Laugalands. Var talið, að annar skólinn kæmi meir við verka- mönnum, en hinn sveitafólki. Mér voru báðar framkvæmdirn- ar jafnkærar og studdi báðar, eftir því sem föng voru á. Hafn- arfjörður lagði fram fyrir sitt leyti mikið framlag úr bæjar- sjóði. Iðnaðarmenn í Hafnar- firði lögðu fram úr sjóðum sín- | um, til að hafa þar eina kenslu- 1 stofu, og sýslunefnd Gull- bringusýslu lagði fram álitlega fjárhæð, til þess að heimavist yrði í skólanum fyrir 20 utan- bæjarnemendur. IV. Húsameistari var ekki á- nægður með fyrstu teikningu sína, sem öðrum þótti góð, og breytti henni í nokkrum atrið- um, og enn til bóta. Flensborg gnæfiir hátt á klettahæðinni. Tvær miklar álmur, suðurhlið fyrir skólastofur, vinnusal og bókasöfn bæjarins, en vestur- álma fyrir heimavist nemenda, skólastjóraíbúð og kennslustofu iðnaðarmanna. Upp að húsinu liggja steintröppur, meiri og veglegri en að nokkurri annarri íslenzkri byggingu. Húsið er klætt með litsterkum íslenzkum bergtegundum, einkum hrafn- tinnu, samkvæmt hinni merki- legu aðferð Guðjóns Samúels- sonar, sem fyrst varð landskunn frá þjóðleikhúsinu. Bak við hús- ið er ágætur leikvangur. Emil Jónsson hefir látið grasklæða brekkuna framan við húsið og sléttuna sunnan við. Væntan- lega bæta Hafnfirðingar við nýju Hellisgerði í skjóli við skól- ann, suður að verkamannabú- stöðunum. Þegar komið er sunnan að Hafnarfirði, af hinum mikla framtíðarvegi milli Suðurlands og Reykjavíkur, gnæfir Flens- borg hátt, eins og nýtt Akropolis hafnfirzkrar menningar. Þang- að mun um ókomnar aldir leita mikið af hinni þróttmestu æsku, sem vex upp í Hafnarfirði og Gullbringusýslu. — Þórarinn Böðvarsson lagði þar grundvöll að merkilegri framtíðarstofnun. Og nú hafa Hafnfirðingar, með stuðningi Alþingis, sýnt í verki, að þeir hafa kunnað að meta stórhug og bjartsýni hins merkilega forgöngumanns, sem grundvallaði Flensborg sem menntasetur Suðurlands, fyrir rúmlega hálfri öld. Héðan af verður verki hans haldið áfram með þeim myndarskap, sem er samboðinn minningu hans. J. J. ZC a * pið

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.