Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 10. OKT. 1937. 5. ÁRGANGUR — 235. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÐ jGamla Bfó| sýnir kl. 9: Stórborgín Sreístar Listavel leikin og skemti- leg amerísk talmynd. Aðalhlutverkin leika JANET GAYNOR og ROBERT TAYLOR. Kátír Sígaunar Söngvamyndin skemmti- lega með GÖG og GOKKE verður sýnd kl. 3 og 5 (barnasýningar) og á alþýðusýningu kl. 7. lEHNELM UTUJT „ÞORLÁKUR ÞREYTT I!“ Skopleikur í 3 þáttum eftir Neal .. og Ferner, í staðfærslu .. Emils Thoroddsen. Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. Leikstjóri: Indriði Waage. Sýning f kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Kennnla n Orgelkensla. Kristinn Ing- varsson, Skólavörðustíg 28. — Sími 4395. íslenzku, dönsku, ensku, verzlunarreikning, bókfærslu og vélritun, kennir Hólmfríðúr Jónsdóttir, Lokastíg 9. Viðtals- tími 8—9. Sími 1698. Samvinnufélögm í eínræðislöndunum Framhald af 2. síðu. væri ekki svo þrengt sem í Þýzkalandi. Kaupmannastéttin austur- ríska hafði hafið stríð gegn samvinnufélögunum, áður en valdataka Dollfuss átti sér stað, og hnekkt þeim að nokkru leyti. Siðan 1933 hefir þeim ver- ið bannað að stofna ný útbú. Þessar hömlur ná að vísu til allra verzlana, en upphaflega var þeim stefnt gegn kaupfélög unum. Verzlunarkerfið austurríska hefir eingöngu verið skapað með tilliti til framleiðslunnar, en hagkvæm innkaup almenn- ings hafa þótt litlu máli skipta. Hinsvegar var látið undan síga fyrir þrotlausri baráttu kaup- mannastéttarinnar og sam- vinnufélögin neydd til þess að ganga að mjög auðmýkjandi samkomulagi við hana. Tak- markanir voru settar við aug- lýsingum af þeirra hálfu og skorður settar við því, hve margir mættu gerast meðlimir félagana. Framleiðsla á vefnað- arvörum var gersamlega bönnuð og þar með voru samvinnu- félögin knúð til að selja allar slíkar verksmiðjur. Loks voru hömlur settar við verzlun með vefnaðarvörur. Síðar var þessum óvægilegu hömlum létt af samvinnufélög- unum og veturinn 1936 voru þau losuð við hið opinbera eft- irlit, sem þau höfðu alllengi verið háð. Samvinnuhreyfingin í Aust- urríki hefir hefir því mátt þola miklar þrengingar á síðustu ár- um. Lýðræði er þar að engu metið og ýmsar tilskipanir stjórnarvaldanna eru þving- andi og skaðlegar þróun þeirra. En nú hafa þau aftur frelsi til þess að ráða sjálf sínum málum og þá fyrst er þeim unnt að byrja að nýju að sækja upp brekkuna, sem þau hafa verið hrakin niður. $Í)Im$jOZO> aðeins Loftur. ÁtYÍUBft Stúlka óskast. Runólfur Sig- urðsson, Leifsgötu 16. Stúlka óskast í vist til Guð- mundar Kr. Guðmundssonar, Bergstaðastræti 82. Hóiel Borg í dag kl. 3—5. Sérstakír hljómleikar TVÆR HLJÓMSVEITIR Stjórnendur: BERNHARD og BILLY COOK Bernhard Monshin: FIÐLUSÓLÓ Leíkskrá lögð á borðín. A-n.na.<5 9 e.k IF'rjálst k-völd.. Kveníélag Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík HLUTAVELTA H A P P- DRÆTTI: 50 kr. 50 kr. 50 kr. 50 kr. 50 kr. Hálft tonn kol 1 tunna steinolía HálSt tonn kol í dag í K. R.-húsinu kl. 5. Af öllu því 8em þar er í boði má nefna: Kol, Saltiisk, Sykur, Hveiti, Kjöt, Olíu. • » 011 hugsanleg smávara. Mikið af fatnaði. Bílferð, Bíó og margt fleira. Ágœt hljómsveit. Engfin null. Inngangur 50 aura. Ðrátturinn 50 aura. a morgnn °S þridjudlag verður slátrað hjá oss úrvals fé úr Bískupstungum Dragið ekki að gera innkaup yðar á kjöti og slátri, par til pað bezts er búið. SláturSélag Suðurlands, sími, 1249. HaustmarkaðurK^^Ol^áJC. HLUTAVELTA lélaganna hefst í dag kl. 3 í húsi þeírra við Amtmannsstígf. Þar verða allskonar vörur, svo sem: Kol, Hveítisekkur, Matvara allskonar, Ljósakrónur, Búsáhöld, Hreinlætisvörur, Fatnaðarvörur, Glysvarningur, Sælgæti o.m.fl. Ennfremur ávísanir á: Kjöt, Fisk, Slátur, Bílferðir, Bíómiða, Veitingar, o. m. m. fl. Ekkert happdrættí! Engin núll! Inng. 50 au. (25 au. i. börn). Drátturínn 50 aura! Kl. 8,30: Almenn samkoma.— Fiðlusóló, kórsöngur, sr. Bjarni Jónsson talar. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur Nýja Bló HBH Við þrjú Stórmerkileg amerísk kvikmynd frá United Art- ists, er hvarvetna hefir vakið mikla athygli og umtal, og verið talin í fremstu röð amerískra kvikmynda á þessu ári. Aðalhlutverkin leika: MERLE OBERON, MIRIAM HOPKINS og JOEL McCREA. Sýnd kl. 7 og kl. 9. Síðasti Mohikaninn Indíánamyndin fræga, verður sýnd kl. 5. (Lækkað verð.) Á barnasýningu kl. 5 verður sýnd Skautadr ottní ngin, Sonja Henie. I Barnaheimilí Framhald af 1. síðu. Starfaði heimilið á heimavist- arskólanum í Brautarholti á Skeiðum. Nutu þar rúmlega 60 börn mánaðardvalar. — (tíma- bilunum var skipt) og voru langflest algerlega ókeypis. Kostnaður við starfið var ná- lægt 5 þúsund kr. Upp í það fékk nefndin styrk, 500 kr. frá ríkinu og 500 kr. frá Reykjavík- urbæ; að öðru leyti var fjárins aflað með beinum samskotum, bæði í vörum og peningum, — hlutaveltu, happdrætti, ókeypis bílum o. s. frv. Vill nefndin nota tækifærið og þakka öllum, sem hafa stutt hana og hjálpað bæði með beinum gjöfum og með margskonar aðstoð við söfnun- ina. Það er engum ljósara en þeim sem að þessu hafa starfað, hvað hverfandi lítill hluti þessi rúm 60 börn eru af öllum þeim fjölda sem þarf að komast í burtu úr bænum um sumarmánuðina, en hefir engan möguleika til þess, Treystir Vorboðinn því, að Reykvikingar muni í framtíð- inni reynast vel og verða skiln- ingsgóðir á, að hér er nauð- synjamál á ferðinni, sem ekki er að fullu leyst, fyrr en öll börn í Reykjavik eiga kost á að kom- ast burtu úr bæjarrykinu, að minnsta kosti 1—2 mánuði á hverju sumri. Nú er Vorboðinn með smá- happdrætti í gangi, sem stofnað var til í vor. Er ákveðið að dráttur fari fram 15. okt. — n.k. fimmtudag. — Á morgun verður gengið um bæinn til að selja happdrættismiða, sem kosta 50 aura. Heitir nefndin á alla góða menn og konur, að taka þessum seljendum vel og kaupa miða, ef þeir geta. Roosevelt þakkað fyrír ræðuna LONDON: Anthony Eden, utanríkismálaráð- herra Breta, tók í dag á móti fulltrú- anum við sendisveit Bandaríkjanna í London og lét í ljós ánægju sína yfir ræðu Roosevelts forseta. Sagði hann, að með þeim orðum, sem forsetinn hefði valið til þess að lýsa yfir afstöðu Bandaríkjastjórnarinnar til styrjaldar- innar í Kína, hefði hann lagt mjög mikilsverðan skerf til friðarmálanna. Enn hafa ekki verið teknar neinar ákvaðanir um það, hvar eða hvenær 9-velda-ráðstefnan verður haldin.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.