Nýja dagblaðið - 12.10.1937, Side 1
ID/^GilBIL^MÐIHÐ
5. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 12. október 1937. 236. blað.
ANNÁLL
285. dagur ársins.
Sólaruppkoma er kl. 7,10. Sólarlag
kl. 5,18. — Árdegisháflæður í Reykja-
vík kl. 10,10.
Næturlæknir
er í nótt Björgvin Finnsson, Vest-
urgötu 41, sími 3940. — Næturvörður
er í Ingólfsapóteki og Laugavegs-
apóteki.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 6,05 að kvöldi til kl. 6,25
að morgni.
Veðrið.
Hæg vestanátt og góðviðri var uin
allt land í gær. Hiti yfirleitt frá 8—9
stig. Úrkomulaust að mestu.
Veðurútlit fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Suðvestan eða sunnan gola.
Úrkomulaust að mestu.
Útvarpið.
19.20 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Óþrifnaður
og ókurteisi (Pétur Sigurðsson erind-
reki). 20.55 Hljómplötur: Létt lög.
21.00 Garðyrkjutími. 21.15 Hljómplöt-
ur: Nútímatónlist. 22.00 Dagskrárlok.
Hjónaband.
Á sunnudaginn voru gefin saman
í hjónaband af sr. Garðari Þorsteins-
syni ungfrú Svafa Bernharðsdóttir
og Guðmundur Bergmann Magnús-
son.
Ný ljóðabók.
bók eftir Guðmund Frímann. Bókina
nefnir hann: Störin syngur. Árið 1933
kom út ljóðabók eftir Guðmund Fri-
mann, en þá gekk hann undir gerfi-
nafninu Álfur frá Klettstíu, og bókina
nefndi hann Úlfablóð. Þessi nýja ljóða-
bók verður gefin út i litlu upplagi, að-
eins 500 eintök tölusett. í bókinni eru
nokkrar pennateikningar eftir höf-
undinn.
Dvöl,
7.—8. hefti yfirstandandi árgangs
hefir blaðinu borizt. Flytur það nokkr-
ar stuttar skáldsögur eftir erlenda og
innlenda höfunda, ritgerð um þrjá
einyrkja, eftir Jónas Jónsson alþings-
mann og aðra eftir Árna Óla blaða-
mann, er heitir: Hvers vegna urðu ís-
lendingar strádauðir á Grænlandi?
Einnig er grein um spil, eftir Sigurjón
í Snæhvammi, kvæði eftir Guðmund
Böðvarsson, Stefán Thorarensen og
„Vestur-Húnvetning“, ferðasaga eftir
Lindberg, Á víð og dreif, kýmnisögur
o. s. frv. Þessi hefti mæla með sér sjálf,
ekki síður en Dvöl venjulega.
Prentarinn,
3.—4. tölublað þessa árs, er nýkom-
inn út. í fyrstu greininni er nokkrum
orðum vikið að heilsuvernd í prent-
smiðjunum, en eins og mörgum mun
kunnugt, eru störf í prentsmiðjum
fremur óholl og víða er aðbúnaðinum
talsvert ábótavant, svo heilbrigðisör-
yggið er ekki slíkt, sem það gæti verið.
Tæring og fleiri sjúkdómar hafa verið
algengir meðal prentaranna og má ef
til vill rekja það til slæmrar loftræst-
ingar og annarra aðstæðna á vinnu-
stöövunum.
Skipafréttir.
Gullfoss var í gær á leið til Leith
frá Vestmannaeyjum. Goðafoss er í
Reykjavík. Brúarfoss fór til útlanda
í gærkvöldi. Dettifoss í gærkvöldi frá
Hull til Hamborgar. Lagarfoss var á
Siglufiröi í gærmorgun. Selfoss er á
leið til Antwerpen. Esja var væntan-
leg til Skaftáróss í gærkvöldi. Súðin
var á Akureyri í nótt. Lyra er í
Bergen. Nova er í Reykjavík. Drottn-
ingin er í Kaupamannahöfn.
U. M. F. Velvakandi
heldur fund í Kaupþingssalnum í
kvöld og hefst hann kl. 9. Þetta er
fyrsti fundur félagsins í haust, og
verða lagðir fram reikningar frá síð-
asta starfsári. Félagar eru beðnir að
fjölmenna.
Farþegar
með e.s. Goðafoss frá útlöndum á
sunnudaginn: Bjarni Ásgeirsson og
frú, Matthías Þórðarson og frú,
Thor Thors, Ingimar Sigurðsson,
Bíelga Thorlacius, G. Lynge, Elín
Lynge, Ingólfur Ásmundsson og frú,
Guðni Einarsson og frú, Regína
Benediktsson o. m, fl.
Forsetakosningar í sameinnðu
þingi og deiidum
Synír Mussolínís
og tengda-sonur
Þrír þíngllokkar hafa nú forsefa
úr sínum hópi
Á fundi sameinaðs þings í gær fóru
fram kosningar á varaforsetum og
skrifurum.
Fóru þær kosningar þannig:
Fyrsti varaforseti var kosinn Magn-
úr Guðmundsson með 16 atkv., Emil
Jónsson fékk 8 atkv., 24 seðlar voru
auðir.
Annar varaforseti var kosinn
Bjarni Ásgeirsson með 18 atkvæðum,
Emil Jónsson fékk 8 atkv., 22 seðlar
voru auðir.
Skrifarar voru kosnir Bjarni
Bjarnason og Jóhann Jósefsson.
Að loknum þessum kosningum var
valið til efri deildar. Verður hún
þannig skipuð á næsta kjörtímabili:
Bernharð Stefánsson,
Einar Árnason,
Hermann Jónasson,
Ingvar Pálmason,
Jónas Jónsson,
Páll Hermannsson,
Páll Zophoniasson,
Jón Baldvinsson,
Sigurjón Ólafsson,
Bjarni Snæbjörnsson,
Guðrún Lárusdóttir,
Jóhann Jósefsson,
Magnús Jónsson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Brynjólfur Bjamason.
Hefir Framsóknarflokkurinn því 7
þingmenn í efri deild, jafnaðarmenn
2, íhaldsmenn 6 og kommúnistar 1.
Nýir þingmenn í efri deild eru Páll
Zoph., Bj. Snæbjörnsson, Jóh. Jós. og
Brynjólfur. Koma þeir í stað Harald-
ar Guðmundssonar, Þorsteinn Briem,
Jón Auðuns og Pétur Magnússon, en
tveir þeir síðarnefndu eiga nú ekki
sæti í þinginu.
í neðri deiid hefir Framsóknar-
flokkurinn 12 þingmenn, jafnaðar-
menn 6, íhaldsmenn 11, Bænda-
flokkurinn 2 og kommúnistar 2.
Unglíngur stelur
tveimurbifreiðum
Á aðfaranótt sunnudagsins var
stolið hér í bænum tveimur bifreið-
um. Fannst önnur þeirra, RE 792,
ofan í skurði suður hjá olíugeymum
Shell, en hin RE 163, með brotna
skiptistöng sunnan við Kópavog.
Að stuldum þessum báðum var
valdur fimmtán ára gamall piltur
héðan úr bænum, sem hafði verið á
dansleik í Iðnó um nóttina, en með
honum var 16 ára gömul stúlka úr
Hafnarfirði. Mun hann hafa ætlað að
sjá henni og sjálfum sér fyrir far-
kosti suður í Hafnarfjörð með þessu
móti, en þar sem pilturinn kunni lítt
til aksturs og var auk þess ölvaður,
tókst ekki betur til en þetta.
Bandaríkjamenn
vilja ekki að Roose-
velt taki á móti syni
Mussolinis
KALUNDBORG:
Vittorio, sonur Mussolinis, er kom-
inn til Washington. Hefir hann í
hyggju að fara fram á, að Roose-
velt Bandaríkjaforseti taki opinber-
lega á móti honum sem fulltrúa föð-
ur sins. Andstæðingar fasismans f
Bandaríkjunum fara þess á leit með
áskorunarskjölum að forsetinn neiti
að taka á móti honum, vegna þess
að hann hafi persónulega tekið þátt
í því að skjóta á saklausa borgara
í Abyssiníu styrjöldinni. Ekkert er
ennþá kunnugt um það, hvað Roose-
velt gerir, en málið lítur út fyrir að
geta orðið allmikið æsingamál í
Bandaríkjunum. FÚ.
Kosningar
í neðri deild.
í neðri deild fóru kosningar þann-
ig:
Jörundur Brynjólfsson var kosinn
forseti með 17 atkv.., 15 seðlar voru
auðir. Einn þingmaður, sr. Svein-
björn Högnason, var fjarverandi.
Fyrsti varaforseti var kosinn Gísli
Sveinsson meö 11 atkv., Finnur Jóns-
son fékk 8 atkv., Emil Jónsson 1
atkv., 12 seðlar voru auðir.
Annar varaforseti var kosinn Finn-
ur Jónsson með 18 atkv. 14 seðlar
voru auðir.
Skrifarar voru kosnir Vilmundur
Jónsson og Eiríkur Einarsson.
Kosningar í efri deild.
í efri deild fóru kosningar þannig,
að Einar Árnason var kosinn for-
seti með 9 atkv. 7 seðlar voru auðir.
Magnús Jónsson var kosinn fyrsti
varaforseti með 6 atkv. 9 seðlar voru
auðir .
Skrifarar voru kosnir Páll Her-
mannsson og Bjami Snæbjörnsson.
Eins og sjá má á framangreindu
hefir forsetakosningunum verið hag-
að þannig, að núverandi andófs-
flokkur ríkisstjórnarinnar fékk í
sinn hlut þrjá fyrstu varaforseta í
þinginu. Framsóknarflokkurinn fékk
aðalforseti í efri og neðri deild, og
annan varaforseta í sameinuðu þingi,
en Alþýðuflokkurinn aðalforseta í
sameinuðu þingi, og aðra varafor-
seta í efri og neðri deild. í þingum
nágrannaþjóðanna er það gamall sið-
ur að skipta forsetastörfum nokkuð
milli þingflokka, en það hefir aldrei
verið gert af ráðnum hug hér á
landi fyr en nú. Einn af helztu á-
hrifamönnum Alþýðuflokksins mun
hafa átt uppástunguna í fyrstu, en
er til kom var þó sá flokkur ekki til-
búinn að láta verða af framkvæmd
í þetta sinn.
Vígsla
Flensborgarshólans
fór fram á sunnudaginn að viðstöddu
miklu fjölmenni. Emil Jónsson vita-
málastjóri hélt aðalræðuna og rakti
allan gang málsins vel og skilmerki-
lega. Er hið mikla og góða hús varan-
legt minnismerki um þingmanns-
starf hans fyrir bæinn. Auk þess
töluðu þeir Haraldur Guðmundsson,
Ásgeir Asgeirsson og Lárus Bjarnason,
en söngflokkur Hafnarfjarðar söng
nokkur hátíða- og ættjarðarljóð.
Mikla eftirtekt vakti vígslukvæði eft-
ir Öm Arnarson skáld, sem birt er á
öðrum stað hér í blaðinu. Er það tví-
mælalaust bezta kvæði, sem birt hef-
ir verið hér á landi á árinu. Verður
þetta snjalla kvæði vafalaust skóla-
söngur Flensborgarmanna jafnlengi
og hin mikla skólahöll stendur. Er
í kvæðinu maklega minnst tveggja
mestu velgerðamanna skólans, sr.
Þórarins Böðvarssonar og Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara, sem
skapað hefir það listaverk, sem
skáldið dáir svo mjög.
Níu-velda-
ráðstefnan
verður í Bríissel
KALUNDBORG:
Niu-veldaráðstefnan um Kínamálin
verður að öllum líkindum í Brússel
ef stjórnin í Belgíu leyfir, eftir því
sem Reuters-fréttastofan í London
skýrir frá. Hafa allir aðilar bent á
Brússel sem líklegasta fundarstað.
— FÚ.
Synir Mussolinis vekja talsvert umtal um þessar mundir,
Bruno (til vinstri á myndinni) hefir nýlega stjórnað loftárás
á Valencia, en Vittorio (til hœgri) er á ferð í Bandaríkjun-
um og vill að Roosevelt taki á móti sér með mikilli viðhöfn. í
miðið er Ciano utaníkisráðherra, tengdasonur Mussolinis.
Sundmeístara mótinu
lauk á sunnudaginn var og voru þar
sett 5 ný met. Alls hafa þá verið sett
9 met á mótinu.
Úrslit urðu þessi:
400 m. bringusund, karlar: Fyrstur
varð Ingi Sveinsson úr Ægi á 6 mín.
33.2 sek. og er það nýtt met. Fyrra
met átti hann sjálfur og var það 6
mín. 39,1 sek.
200 m. bringusund, konur: Fyrst
varð Jóhanna Erlingsdóttir úr Ægi á
3 mín. 34,8 sek. og er það met. Fyrra
met átti Klara Klængsdóttir úr Ár-
manni á 3 mín. 37,5 sek.
100 m. bringusund, drengir innan
16 ára: Fyrstur varð Magnús Krist-
jánsson úr Ármanni á 1 mín. 39,8
sek.
1500 m. frjáls aðferð, karlar: Fyrst-
ur varð Jónas Halldórsson úr Ægi á
22 mín. 06,2 sek. og er það nýtt met.
Fyrra met, sett af honum sjálfum,
var 23 mín. 10 sek. Annar varð Pét-
ur Eiríksson úr K.R. á 27 mín. 32,4
sek.
Á þessu móti setti Jónas einnig
met í 800 m. frjáls aðferð á 11 mín.
39.2 sek. og 1000 m. frjáls aðferð á
14 mín. 41,4 sek. Þá synti hann einn-
ig 500 m. undir meti eða á 7 mín. 09,0
sek.
Jónas Halldórsson hefir nú alls
sett 33 sundmet.
Spönsku skípi sökkt
í Míðjarðarhaíí
LONDON:
Það er nú staðfest opinberlega af
yfirflotaforingja Frakka í Miðjarðar-
hafi að tveir kafbátar uppreisnar-
manna hafi sökkt spönsku stjórnar-
skipi á sunnudaginn. Var skipið vopn-
að tveimur fallbyssum og svaraði á-
rásum kafbátanna fyrst í stað.
Uppreisnarmenn segja, að skipjið
hafi verið 18 þús. smál. og því eitt
af stærstu skipum spönsku stjórnar-
innar. Farmur þess hafi verið her-
gögn og flugvélar frá Rússlandi.
Einn maður fórst af áhöfninni.
Hinum var bjargað, en sex af þeim
særðust.
Franskt kaupfar var stöðvað af
einu herskipi uppreisnarmanna und-
an Majorca-ströndum á sunnudag-
inn. Sendi það frá sér neyðarmerki
og kom franskt herskip þá á vetvang
og var því þá sleppt leiðar sinnar.
— FÚ.
SKÁKMÓTIÐ
Á sunnudag var tefld önnur umferð
á haustmóti Taflfélagsins.
Fóru leikar sem hér segir:
MEISTARAFLOKKUR:
í þessum flokki varð biðskák á öll-
um borðum.
FYRSTI FLOKKUR:
Hafsteinn Gíslason vann Árna B.
Knudsen, Jón B. Helgason vann
Ingimund Guðmundsson, Kristján
Sylveriusson vann Víglund Möller.
Biðskákir urðu á tveim borðum, en á
þeim tefldu Óli Valdimarsson og Jón
Þorvaldsson, og Magnús Jónasson og
Sigurður Lárusson.
ANNAR FLOKKUR A:
Helgi Guðmundsson vann Þorstein
Gíslason, Hannes Arnórsson vann
Garðar Norðfjörð, Valgeir Sigurðsson
vann Sigurð Gissursson, Sigurður
Jafetsson vann Jóhann Bernhard,
Gunnlaugur Pétursson vann Sæ-
mund Ólafsson. Hermann Sigurðsson
sat yfir.
ANNAR FLOKKUR B:
Bolli Thoroddsen vann Friðrik
Björnsson, Ársæll Júlíusson vann
Pétur Guðmundsson, Axel Christin-
sen vann Otto Guðjónsson, Guðmund-
ur Ágústsson vann Viggo Gísiason,
Bjarni Grímsson gerði jafntefli við
Björn Björnsson. Guðjón Jónsson sat
yfir.
í gærkvöldi voru tefldar biðskákir
og fóru leikar sem hér segir:
MEISTARAFLOKKUR:
Einar Þorvaldsson vann Benedikt
Jóhannsson, Áki Pétursson vann Ein-
ar Þorvaldsson. Jafntefli gerðu Eyþór
Dalberg og Guðmundur Ólafsson,
Magnús G. Jónsson og Guðmundur
Ólafsson, Baldur Möller og Jón Guð-
mundsson, Magnús G. Jónsson og
Benedikt Jóhannsson.
FYRSTI FLOKKUR:
Magnús Jónsson vann Sigurð Lár-
usson. Jafntefli gerðu Hafsteinn
Gíslason og Óli Valdimarsson, Jón
Þorvaldsson og Óli Valdimarsson.
ANNAR FLOKKUR B:
Jafntefli varð milli Björns Björns-
sonar og Viggo Gíslasonar.
Þriðja umferð verður tefld á
fimmtudagskvöld í K.R.-húsinu
uppi.