Nýja dagblaðið - 12.10.1937, Blaðsíða 2
2
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
Dömur
sem œtla uft láta sauma pelsa fyrir
jóliti, punti strax vinnu á þeim.
ANDRÉS ANDRÉSSON
LAUGAVEG 3.
Lögtak.
Eftir beiðni tollstjórans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði verða lögtök látin
fram fara fyrir ógreiddum tekju- og eigna-
skatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, hunda-
skatti, lífeyrisssjóðsgjaldi og námsbókagjaldi,
sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi 1937,
gjöldum til kirkju, sóknar og háskóla, sem féllu
í gjalddaga 31. desember 1936, kirkjugarðs-
gjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1937, bif-
reiðarskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vá-
tryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem
féllu í gjalddaga 1. júlí 1937, og vitagjöldum
og iðntryggingariðgjöldum fyrir árið 1937. Lög-
tökin verða framkvæmd að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 11. október 1937.
Björn Þórðarson.
o
o Til Kefilavíkur, Gards
O
I! og Sandgerðis daglega
o
|| tvisvar á dag.
Steindór, sími 1580.
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og
langa úr kindum, kálfum, nautum og
svínum.
M E L E E S A
Garnastöðín, Reykjavík,
Sími 4241.
S p a ð k j ö t
í heilum, hálíum og kvart tuunum
kemur í næstu viku
Tekíð á móti pontunum í síma 1080
Samband ísl. samvínnuíélaga.
Afar spennandi og æfintýra-
rík ástarsaga eftir James Oliver
Curwood.
Sagan gerist í frumskógum
Norður-Ameríku og er, ásamt
því að vera mjög hugnæm ásta-
saga, jafnframt atburðarík og
merkileg ferðasaga.
Meleesa fæst i næstu bóka-
verzlun og á afgreiðslu Nýja
Dagblaðsins.
Til tækifærisgjafa:
Schramberger heimsfræga Keramik,
Handsk. kristall. — Fyrsta fl. postulín
Hvergi meira úrval. Hvergí lægra verð
K. Eínarsson & Björnsson,
Bankastræti 11.
Frásögn.V. Tanners, forseta
Alpjóðasambands samvinnumanna
í eftirfarandi rœðukafla rekur V. Tanner í
stuttu máli, hvernig búið liefir veriö að sam-
vinnufélögunum í Rússlandi. Kommúnistar
hugöust í fyrstu að geta lagt samvinnufélögin
niður, en sáu von bráöar að þau voru þeim
ómissandi hjálp til aö ráða fram úr þeim miklu
öröugleikum, sem sköpuðust fyrst eftir bylting-
una. Nú þykjast kommúnistar því ekki þurfa
þeirra lengur viö, öll stœrstu félögin hafa ver-
ið látin hœtta störfum og eignir þeirra lagðar
undir ríkiö. í sveitunum hafa kommúnistar þó
enn elcki þorað að leggja félögin niöur.
FRAMHALD.
Sovét-Rússland
Sovét-Rússland er eina kom-
múnistiska ríkið í heiminum
og því mun næsta fróðlegt að
kynnast því hverjum kostum
samvinnufélögin eiga þar að
sæta.
Einræðismennirnir rússnesku
hafa að vísu að ýmsu leyti
hvikað frá hinum uppruna-
legu grundvallarkenningum
sínum og samvinnufélögin þar
hafa margháttuðum örlögum
sætt. Eftir að byltingin var um
garð gengin hófu fræðimenn
bolsévikkanna umræður sín á
milli um það hverjum tökum
bæri að beita samvinnufélögin
í þessu nýja ríki öreiganna.
Margir þeirra urðu á eitt sáttir
um það, að sú hreyfing væri
borgaraleg og ætti hvergi heima
nema í borgaralegu ríki. Lenin
virtist hinsvegar, að óhjá-
kvæmilegt væri að taka sam-
vinnuhreyfinguna, einkum
neytendafélögin, í þjónustu ör-
eigaveldisins. Og sú hafði skoð-
un hans verið allt frá því árið
1910, er sósíalistiska þingið var
háð í Kaupmannahöfn.
Það fjárhagslega hrun, sem
átti sér stað í Rússlandi meðan
kommúnistarnir áttu í höggi
við hvítu hersveitirnar, torveld-
aði sovétstjórninni nýja skipu-
lagningu á dreifingu nauðsyn-
javara meðal fólksins. Ekkert
annað ráð var fyrir hendi en
hverfa aftur til eldra skipulags,
kaupfélaganna. Þá komu menn
almennt auga á, að neytenda-
samtökin gátu a. m. k. hentað
hinu nýja stjórnarfyrirkomu-
lagi. Afleiðingin af þessu varð
sú, að þótt samvinnufélögin
væru lögð niður sem frjáls,
sjálfstæð og hlutlaus fyrirtæki,
voru þau endurreist sem ör-
eigafélagsskapur og tekin í
þjónustu byltingarinnar.
Lenin lýsti þvi yfir, að tak-
marki vefaranna frá Rochdale
væri ekki hægt að ná eins og
gömlu samvinnumennirnir
vildu láta í veðri vaka, en með
viðeigandi breytingum á starfs-
sviði og starfsaðferðum félag-
anna mætti hagnýta þau í þágu
„hins stéttlausa samfélags“.
Þetta varð viðhorf bolsévikk-
anna til samvinnuhreyfingar-
innar. Samvinnufélögin áttu
að annast dreifingu nauðsynja-
vara fyrir ríkið. Þau skyldu
skipta á landbúnaðarvörum og
iðnaðarvörum og fylgja fyrir-
skipuðu verðlagi.
Kaupfélögin voru þannig orð-
in kommúnistisk. Á árunum
1920—21 varð almennur vöru-
skortur, bændurnir sýndu
megnan mótþróa og akrarnir
stóðu ósánir. Ríkisstjórnin sá
sér ekki annað fært en slaka á
klónni og veita þegnum ríkisins
meira frjálsræði. Samvinnufé-
lögin voru að vísu áfram í mjög
nánum tengslum við ríkið og
stjórnað af embættismönnum
þess, en þó var þeim að ýmsu
veittur nýr stuðningur og
meira frelsi.
Fyrir tveim árum síðan var
afstöðu samvinnufélaganna til
ríkisins gerbreytt að nýju.
Neytendafélögin í borgum og
bæjum og allar eignir þeirra
voru lögð undir innanríkisverzl-
un sovétstjórnarinnar og því
borið við, að þau hefðu ekki ver-
ið þess umkomin að annast
vörudreifinguna þar, sem þétt-
býlt væri og að í framtíðinni
mundi fjárskortur hamla þeim
og verða þungur steinn í vegi.
Hinsvegar var þeim lögð sú
skylda á herðar, að beina allri
starfsemi sinni að hinum
strjálli byggðum. Er nú harla
lítið eftir af sjálfsákvörðunar-
rétti samvinnuhreyfingarinnar
innan rússneskra landamæra.
Á byltingarárunum var um
86% af rússnesku þjóðinni
bændafólk og landbúnaðurinn
varð eitt af erfiðustu úrlausn-
arefnum sovétstjórnarinnar.
Varð þá einkum horfið að því
ráði að stofna til samyrkjufé-
laga og síðan 1930 hefir stjórn-
in lagt sig alla fram til þess að
þvinga bændurna til þátttöku
í þeim. Þessi samyrkja ber að
mörgu leyti keim af samvinnu-
félagsskap en er þó háð marg-
háttuðum þvingandi ákvörðun-
um af hálfu stjórnarinnar
Afstaða sovétstjórnarinnar til
samvinnufélagsskapar á sviði
landbúnaðarins, er því ólíkt
vinsamlegri heldur gagnvart
kaupfélögum í bæjunum, sem
nýlega hafa verið leyst upp,
eins og áður hefir verið frá
skýrt, og búðirnar sölsaðar
undir útsölur ríkisins. Afleið-
ingin af þessum aðgerðum hefir
orðið sú, að meðlimum sam-
vinnufélaganna í Rússlandi
hefir fækkað úr 73 milljónum
manna niður í 36 milljónir.
Eins og sjá má af því, sem hér
hefir verið ritað, er samvinnu-
hreyfingin í kommúnistisku ríki
háð öllum þeim breytingum og
stefnuhvörfum, sem kunna að
verða meðal stj órnendanna. Á
baráttutímum kommúnismans
var kaupfélögunum fengið þýð-
ingarmikið og örlagaríkt verk-
efni í hendur. Vörudreifingin,
svo mikilvæg sem hún var, fór
algerlega fram á samvinnu-
grundvelli. En einræðismenn-
irnir hugðust bráðlega að
fylgja sinni stefnu fastar fram.
Og það skal líka játað, að ein-
ræði, er grípur inn á svið fram-
leiðslu og verzlunar, og sam-
vinnustefnan, er tvennt ólíkt
og á illa saman.
aðeins Loftur.