Nýja dagblaðið - 12.10.1937, Page 3
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
3
Um kaninurækt hér á
landi og annarsstaðar
Karl Bjarnason húsvörður í Arnarhvoli segír irá
Vígsluljóö
Flensborgarskólans
Hér er risin höll á bjargi,
heilsteypt listaverk,
há til lofts og víð til veggja,
vegleg, djörf og sterk.
Hún ber svipinn frónskra fjalla,
fögur, línuhrein,
máttugt afrek huga og handa
— hugsjón greipt í stein.
Minnumst hans, er hugsjón þessa
hóf með starfi og gjöf —
kvað sig stóran, eins og Egill
yfir sonargröf,
treysti meira á fjöldans frama,
en fárra auð og völd.,
— Alþýðunnar mennt og menning
mat hann sonargjöld.
Þessi höll skal vörn og vígi
vorhug fólksins Ijá,
frjálsri hugsun, háum kröfum
heitri vaxtarþrá.
Hér skal eld á arni finna
œska þessa lands:
Trú á lífið, trú á manninn,
trú á þroska hans.
Örn Arnarson.
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgeíandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjórl:
þórarinn pörarinseon.
Ritstjómarskriístofumar:
Haínarstr. lð. Simi 2323.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Simi 2353.
Áskriítargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura cdnt
Prentsm. Edda h.f.
Slmi 3948.
Ihaldíð, rafmagns-
verðíð og suðu-
áhöídín
Afstaða Sjálfstæðisflokksins
í rafmagnsmálinu er nú óðum að
skýrast, og má til hægðarauka
greina hana í þrennt, afstöð-
una til rafmagnsverðsins, af-
stöðuna til verðs á suðuvélum
og afstöðuna til verðs á suðuí-
látum, sem notuð eru á raf-
magnsvélar. Og til frekari skiln-
ings á þessari þreföldu afstöðu,
er vert að hafa það í huga, að
Reykj avíkurbær selur rafmagn-
ið, Raftækj aeinkasala ríkisins
suðuvélarnar og kaupmenn hér
í bænum ílátin.
Um rafmagnsverðið er búinn
að standa styr allan síðara
hluta sumars. Þar hafa verið
uppi tvö andstæð sjónarmið:
Annarsvegar sjónarmið Sjálf-
stæðisflokksins, að bærinn eigi
að reyna að græða, sem mest á
Sogsvirkjuninni og fá þannig
eyðslueyri í hinu sítóma og stór-
skulduga bæjarsjóð. Hinsvegar
sjónarmið Framsóknarfloksins,
að meira sé um það vert að láta
rafmagnið verða að notum sem
fyrst heldur en að skapa verzl-
unargróða auk þess, sem þarf til
að stöðin beri sig. Framsóknar-
flokkurinn hefir jafnan deilt á
þá stefnu bæjarstjórnarinnar að
selja lífsnauðsynjar eins og gas,
vatn og rafmagn langt fram yfir
kostnaðarverö. En Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir verið mjög svo
tregur til að yfirgefa okurstefn-
una.
Tillögur bæjarráðs, sem fram
komu fyrir stuttu síðan, virtust
þó bera þess vott, að ganga ætti
inn á sjónarmið Framsóknar-
flokksins að verulegu leyti, og
hefir óttinn við almenningsálit-
ið og bæjarstjórnarkosningarnar
vafalaust átt þar sinn þátt. En
nú eru komnar fram nýjar
breytingatillögur frá íhaldinu,
sem draga úr því, sem áður hafði
á unnizt að því er við kemur
fátækara hluta bæjarbúa. Þetta
sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar ekki fyr en í fylla hnef-
ana að gefast upp á okurstefn-
unni í sölu rafmagnsins.
En til þess aö draga athygli al-
mennings frá rafmagnsverðinu
fundu blöð íhaldsins upp á
nýju herbragði. Þau byrjuðu á
löngum bollaleggingum um það,
að eldavélar til rafsuðu væru
seldar óheyrilega háu verði, og
heimtuðu að rafveita bæjarins
fengi sölu þeirra i sínar hend-
ur til að lækka verðið. Það var
þeirra leið til að gera rafsuð-
una ódýra, og átti að líta vel
út. En tilgangurinn var auðvitað
fyrst og fremst sá, að snúa ó-
ánægjunni með rafmagnsverð
bæjarstjórnarinnar upp í ó-
ánægju gegn Raftækjaeinka-
sölu ríkisins, sem útvegar elda-
vélarnar. En þetta herbragð
varð skammgóður vermir fyrir
málstað bæjarstjórnarmeira-
hlutans. Því að með saman-
burði er búið að sanna það, að
einmitt rafsuðuvélar frá einka-
sölunni eru miklu ódýrari en víð
ast í öðrum löndum. Þannig
Karl Bjarnason húsvörður í
Arnarhvoli hefir undanfarið
lagt talsverða stund á kanínu-
rækt og heppnazt hún mjög vel.
Hefir tíðindamaður Nýja Dag-
blaðsins því náð tali af honum
og beðið hann um ýmsar upp-
lýsingar.
Hvers vegna fórst þú að fást
við kanínurækt? spyr blaða-
maðurinn.
— Af því, að sonur minn litli
eignaðist kanínupar og ég fór
þegar að gefa mig við þeim og
geðjaðist brátt svo vel að þeim
að ég fór af alvöru að fást við
þessa ræktun. Eg er líka veill í
maga og má því ekki éta kjöt,
nema með mestu gætni. Merkur
læknir sagði mér að éta kanínu-
kjöt, það mundi ekki skaða mig.
Þvi ráði hefi ég fylgt og orðið
gott af.
Er nokkur arðsvon af kanínu-
rækt, eða telur þú það svara
kostnaði?
Enginn vafi er á því, að hægt
er að hafa arð af kanínurækt, sé
hyggilega að farið. Hingaö til
lands er flutt mikið af útlend-
um skinnum, sem flest eru kan-
ínuskinn, ýmislega meðfarin,
svo þau séu sem fjölbreyttust og
girnilegust verzlunarvara. Slíkt
er þó óþarfa innflutningur, því
skinn þessarar tegundar er til-
tölulega auðvelt að framleiða
hér og það ekki lakari vöru en
hina erlendu. En okkur vantar
kunnáttumenn til að verka þau
á réttan hátt, að ekki þurfi
miklu að hleypa fram á verði í
skinnanna. Mest eru skinnin
notuð sem grávara (loðskinn),
en þykkustu skinnin eru einnig
notuð til skógerðar og jafnast
fyllilega á við kálfskinn og geit-
arskinn. Einnig mundi vera
talsverður innanlandsmarkað-
ur fyrir kjötið.
Fóðrun kanína
Eru kanínurnar ekki þurftar-
frekar og kostar ekki mikla fyr-
irhöfn og umstang að hafa þær?
Kanínan hefir lengi fengið
orð fyrir að vera á t v a g 1 og
fóðurskýrslur sýna að sá orð-
kostar nú eldavél með þrem
suðuplötum 245 kr. í búðum hér,
en í Noregi kosta sams-
konar vélar 324 kr. Engar
minnstu líkur eru til að þetta
verð myndi lækka, þó rafveita
bæjarins færi að verzla með
vélarnar — þvert á móti full
ástæða til að ætla að þær yrðu
notaðar, sem nýr skattstofn
fyrir bæjarsjóðinn eins og gas-
ið, vatnið og rafmagnið undan-
farin ár.
En svo er þriðja atriðið, sem
við kemur rafsuðunni. Það eru
suðuílátin, pottar, pönnur,
katlar, könnur o. s. frv., sem
fólk þarf að kaupa til að geta
soðið við rafmagn. Því að til raf-
suðu er ekki hægt að nota venju
leg suðuílát, a. m. k. ekki með
sæmilegum árangri. Það er því
ekki nóg að kaupa vélarnar. Það
þarf líka að kaupa sérstök raf-
suðuílát. Og þessi ílát munu
nehia um helmingi af verði
sjálfra suðuvélanna.
En ílátin teljast ekki raf-
magnsvörur, og Raftækjaeinka-
salan hefir ekkert með sölu
þeirra að gera. ílátin eru í
„frjálsri verzlun“. Og á því er
enginn vafi, að verðlagið á
þeim er talsvert hátt.
rómur er ekki með öllu ástæðu-
laus, en þar með er ekki sagt að
hún fari illa með fæðuna, eða
verði lítið úr næringarefnunum,
eða gefi lítið á móti, þvi er yfir-
leitt öfugt varið. Hið mikla
þroskaeðli kanínunnar krefst
mikilla næringar. Undaneldis-
dýrin eru frjósöm og ungarnir
fljótir að þroskast. Á einum
mánuði framleiðir 3 kg. kanína
ungahóp, sem vegur 3—600 gr.,
eða 10—20 prc. af sinni eigin
vigt. Kýr, sem vegur 500 kg.,
framleiðir á 9 mánuðum 1 kálf,
sem vegur 35 kg. eða 7 prc. af
vigt móðurinnar.
Fyrstu 4 vikurnar getur unga-
hópurinn aukið vigt sína úr 3—
600 gr. í 2—3000 gr. — Kanínu-
ungi, sem við fæðingu vegur 60
gr., getur eftir 4 mánuði vegið
30—40 sinnum meira, eða 2—2,5
kg. eða meira. Á sama tíma ger-
ir kálfurinn ekki betur en að
þrefalda vigt sína. Það er því
ekkert undarlegt, þótt kanínan,
með svo gífurlegri framleiðslu,
þarfnist matár síns og engra
refja. Það er ekki nóg, að hún
fái mikiö fóður, heldur þarf að
sjá henni fyrir léttmeltanlegu
fæði, vítamínríku og með öllum
þeim efnum, sem líkaminn
þarfnast, að öðrum kosti er vís
afturför, frjósemi minnkar,
vaxtarskilyrði þverra, kjöt og
skinn verður rýrt o. s. frv. Of-
fóðrun á eggjahvítuefnum ein-
um, er líka varhugaverð. Fái
kanínan of lítið af mineralríku
fóðri, einkum um meðgöngu-
tímann, getur hún orðið mátt-
laus, vegna þess að hryggurinn
verður of veikur, skekkist, eða
jafnvel brotnar í sundur.
Eg hefi oft verið spurður um
það, hvernig á því stæði, að kan-
ínur virtust hafa nægilegt fóður
og vera í sæmilegum holdum,
yrðu máttlausar að aftan, fengju
„lömun“, eins og það er kallað.
Eg er enginn sérfræðingur í
þeim efnum, en ég geri fastlega
ráð fyrir, að lömun sé oftast ó-
fullkomnu fóðri að kenna, þótt
nægilegt virðist að vöxtum.
Á hvað leggur þú mesta á-
herzlu viðkomandi ræktinni?
Nú hafa socialistar í bæjar-
stjón stungið upp á því, að raf-
veita bæjarins yrði látin fá
einkasölu á þessum ílátum og
að hún yrði látin selja þau við
kostnaðarverði. Nýja dagblaðið
mun, ekki að þessu sinni ræða
um, hversu heppilegt það fyrir-
komulag sé í sjálfu sér. En eftir
það, sem á undan var gengið,
skyldi maður í fljótu bragði ætla,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
tekið glefsandi við þessari til-
lögu. Því ef ástæða var til að
rafveitan tryggði verðlækkun á
eldavélum, sem þó eru miklu
ódýrari en erlendis, þá var auð-
vitað ekki síður ástæða til að
lækka verðið á ílátunum, sem
allir vita, að eru seld nokkuð
dýrt.
En þegar minnst er á ílátin,
er eins og komið sé við hjartað
í Sjálfstæðisflokknum. Og skýr-
ingin er auðsæ. Flokkurinn er
ófáanlegur til að beita sér gegn
hagsmunum kaupmannanna,
sem ílátin selja.
Þannig standa sakir nú. Og
betur gat Sjálfstæðisflokkurinn
ekki afhjúpað óheilindi sín í
þessu stóra hagsmunamáli alls
almennings í þessum bæ.
Eg legg mesta áherzlu á það,
að byrjendur fái gott kyn, valin
dýr til undaneldis og að gætt sé
fyllstu reglu um timgun og
fjölgun dýranna og að ekki sé
annað ætlað til lífs en gallalaus,
hraust og falleg dýr. Svo er og
umbúnaður allur, stór og rúm-
góð búr, birta, loft og hreinlæti
í allri umgengni og meðferð dýr-
anna.
í Svíþjóð er veittur
styrkur til að stofn-
setja kanínubú
Getur þú nokkuð frætt mig um
kanínurækt hjá nágrannaþjóð-
um okkar?
Um það mætti segja margt og
mikið, ef tími væri til. Annars
hefi ég áður skrifað alllanga
grein um þetta mál í „Nýja Dag-
blaðið', en þar sem nokkuð er
umliðið, skal ég drepa á stærstu
atriðin, sem mér eru kunn. —
Skandinavar hafa allir meiri
og minni kanínurækt. Munu
Svíar einna lengst komnir í
þeirri grein. Öll löndin, Dan-
mörk, Noregur og Svíþjóð hafa
hvort um sig landssamband fyr-
ir öll kanínuræktarfélögin og í
Svíþjóð er konungurinn formað
ur þess og styrktarmaður. Þar fá
byrjendur allt að 300.00 kr. styrk
til að koma upp kanínubúum.
Sýningar eru haldnar við og við
og landssýnigar hafa farið fram
og verðlaun verið veitt. Svíar,
sem eru víst stærsti framleið-
andinn, hafa þó ekki nærri því
getað fullnægt eftirspurn á
skinnum. Öll flytja þessi lönd
árlega mikið af kanínukjöti til
Englands, þrátt fyrir það, að
Englendingar og Skotar hafa
mikla kanínurækt heima fyrir.
Mundi kanínurækt ekki geta
átt framtíð hér á landi?
Um það er ekki gott að segja,
menn hér virðast ekki yfirleitt
enn hafa komið auga á nytsemi
slíkra dýra, en telja flestir, þeg-
ar bezt lætur, kanínur aðeins
sem leikföng barna og ung-
Framh. á 4. siðu.
Helga
Björgvinsdóttir
firá Efira-Hvoli
Hinn 13. des. 1903 fæddist
þeim hjónunum Björgvin Vig-
fússyni og Ragnheiði Einars-
dóttur austur á Hallormsstað
dóttir, sem var gefið nafnið
Helga.
Þessi dóttir fluttist barnung
með foreldrum sínum á Suður-
land, og ólst þar upp með þeim
og lengst af á Efra-Hvoli.
Þessi dóttir var ekki aðeins
eftirlæti foreldra sinna, heldur
allra hinna mörgu, er áttu þess
kost að kynnast henni og þá
ekki sízt íbúanna í byggöarlag-
inu. Hún var falleg en þó eink-
um hlý og góð, umhverfis hana
var birta og glaðværð. Þess-
vegna er hennar saknað um-
fram það, sem algengt er, nú
þegar hún hnígur að beði aðeins
33 ára gömul.
Fyrir tveim árum fluttist
Helga úr föðurgarði, er hún
giftist eftirlifandi manni sín-
um, Þórarni Þórarinssyni frá
Valþjófsstað, kennara við Eiða-
skólann. í síðastliðnum mán-
uði lagðist hún á sjúkrahús í
Reykjavík til þess að fá bót
ráðna á kvilla, sem hvorki hana
sjálfa né ástvini hennar grun-
aði að mundi fá þennan endi.
Andlát hennar bar að 27. sept-
ember. Líkið var flutt austur að
Efra-Hvoli til heimilis hinna
öldruðu foreldra, og verður
jarðsett í dag frá Stórólfs-
hvolskirkju við hlið bróður
hennar, Einars, sem lézt á
æskuskeiði og af öllum var tal-
inn hið álitlegasta mannsefni.
Mega eiginmaður og foreldr-
ar vera þess fullviss að þeim er
vottuð samúð og hluttekning
langt um fram það, sem sýni-
lega verður við komiö við and-
lát og jarðarför Helgu heitinn-
ar.