Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 1
AÐAL r^miA
ASTASA6A ársius er MELEESA ID/^GdBIL^IÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, laugardaginn 16. október 1937. 240. blað
Fjárlagaræðan
r
I fjárlagaræðunní í gær, sem bírtíst hér á
eítír í heilu lagi, ræddí Eysteinn Jónsson
fjármálaráðherra um rýrnun tollteknanna,
ríkisútgjöldín á síðustu 10 árum,ríkísskuld-
ir, ríkisábyrgðir og gjaldeyrísmál
Vorutollurmn heSir lækkað um 800 pús. kr.
og verðtollurinn um 1 nsilljón síðan árið 1925
Af hækkun ríkisútgjaldanna síðasta áratug er
meginhlutinn vegna iramkvæxda í págu at-
vinnuveganna og almennings í landinu
á Alþíngi í gær
100 stjórnarflugvéiar
gerðu árás á flugAÖllinn
í Saragossa
ANN ÁLL
289. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 7,22. Sólarlag kl.
5,04. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
2,20.
o’&ii* ímmm
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 5,40 að kvöldi til kl. 6,50
að morgni.
Skipafréttir.
Gullfoss var í gær á leið til Kaup-
mannahafnar frá Leith. Goðafoss kom
til Siglufjarðar í gær. Brúarfoss er á
leið til London. Dettifoss er í Hamborg.
Lagarfoss var á Akureyri í gær. Selfoss
kom til Leith í gærmorgun.
Æskan,
októberhefti er nýútkomið. Á forsíðu
blaðsins er litprentuð mynd frá
Straumey í Færeyjum. Aðalgreinin er
ferðaminningar frá Stóru-Dímun eft-
ir Aðalstein Sigmundsson og fylgja
henni allmargar myndir frá Færeyj-
um. Segir hann þar frá því, er hann
heimsótti eitt hið afskekktasta heim-
ili Evrópu, bóndabæinn á Stóru-
Dímun, eina bæinn á eynni.
Stúdentaráðskosningar
fara fram í Háskólanum í dag.
Komið hafa fram þrír listar, A, B og C.
A-listinn er listi nazista. B-listinn er
listi róttæka stúdenta, þ. e. allra
vinstri manna í Háskólanum. C-listinn
er listi stúdentafélagsins „Vöku“, þ. e.
sjálfstæðismanna. Efsti maður B-list-
ans er flokksbundinn Framsóknarmað-
ur, og er því einsýnt, að allir Fram-
sóknarmenn kjósi þann lista. Baráttan
verður um það, hvort róttækir stúd-
entar eða breiðfylking íhalds og naz-
ista eigi að ráða málefnum stúdenta á
næstunni. a.
Á kennaraþinginu,
sem haldið var í Austurbæjarskólan-
um í sumar, voru kosnir í stjórn kenn-
arasambandsins þau Aðalsteinn Sig-
mundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sig-
afur Þ. Kristjánsson, Guðjón Guðjóns-
urður Thorlacius, Pálmi Jósefsson, Ól-
son og Arngrímur Kristjánsson. Stjórn-
in hefir nú nýlega skipt með sér störf-
um og verður Sigurður Tholacius for-
maður sambandsins, Aðalsteinn Sig-
mundsson varaformaður, Pálmi gjald-
keri og Guðjón ritari.
Telpnaflokkar
Glímufélagsins Ármann æfa í vetur
eins og að undanförnu í Fimleikasal
Menntaskólnas. 9—11 ára telpur verða
á miðvikudögum og laugardögum kl.
7—8 og verður kennari þeirra Jens
Magnússon. Sigríður Sigurjónsdóttir,
sem kenndi þeim flokki 1 fyrra, mun
hafa félagslega umsjón með honum.
12—15 ára telpur æfa á mánudögum og
fimmtudögum kl. 7—8 og er kennari
þeirra Vignir Andrésson.
Lögþingið í Færeyjum
ákvað fyrir nokkrum árum að gera
skyldi ráðstafnair til þess að skrifuð
skyldi saga þingsins frá upphafi. Fær-
eyiskir fræðimenn voru ekki neinir til,
sem töldu sig við því búna að takast
þetta verk á hendur og var það því
falið Norðmönnunum prófessor A. W.
Brögger og Agerholt bókaverði að
semja ritið, en Brögger er einn þekkt-
asti sérfræðingur á Norðurlöndum um
allt það er lítur að sögu hinna nor-
rænu þjóða. — Fyrsti hluti þessa rits
er nú tilbúinn og hefir prófessor Brög-
ger samið hann. Fjallar sá hluti um
landnám Norðmanna í Færeyjum. Rit-
ið er gefið út á færeyisku og prýtt
mörgum myndum. — Bókáverzlun Ja-
cobsens í Þórshöfn í Færeyjum gefur
ritið út. — FÚ.
Fiskveiðar Færeyinga
við Grænland á síðastliðnu sumri
heppnuðust að ýmsu leyti betur en
búizt hafði verið við. Færeyingar höfðu
komið sér upp nokkurskonar sölumið-
stöð fyrir fiskaflann, sem lagður var á
land í Færeyingahöfn og hefir tekizt
aö selja meirihluta hans til Ítalíu og
Grikklands. — FÚ.
„Aviso Grille“ í Azureyjum
Þýzki hershöfðinginn Blomberg kom
í gær til Azureyja á þýzku snekkjunni
„Aviso Grille". Var honum forkunnar
vel tekið af Þjóðverjum þeim, sem á
Azureyjum búa. Höfðu allir Þjóðverjar,
sem vetlingi gátu valdið safnast saman
til þess að taka á móti honum. FÚ.
RÆÐAN:
Þessi framsöguræða fjárlag-
anna hlýtur að verða með nokk-
uð öðru móti en venja er til. Yf-
irlit hefir nú þegar verið gefið á
þingi því, er haldið var í vetur,
um afkomu ríkissjóðs á árinu
1936 og er í rauninni engu sér-
stöku við það að bæta, en geta
má þess þó hér, að bráðabirgða-
uppgjörið, sem þá var lagt fram,
hefir staðizt því nær alveg. —
Gjöldin á rekstursreikningi hafa
við endanlegt uppgjör hækkað
um ca. 150 þús. en gjöldin um
227 þús. Tekjuafgangur á rekstr-
arreikningi er endanlega rúml.
5 þús. kr., eða gjöld og tekjur
standast á. Landsreikningurinn
fyrir árið 1936 verður lagður
fram síðar á þessu þingi.
Reikmngsafkoma
árauna 1936 og 1937.
Flesta þá, sem nú eiga sæti á
Alþingi, mun reka minni til þess,
að gert var ráð fyrir því í fjár-
lagafrv. fyrir árið 1936 og 1937
(yfirstandandi ár) að rekstur
ríkissjóðs yrði greiðsluhallalaus
og tekjuafgangur þar a.f leiðandi
allríflegur bæði árin til greiðslu
á föstum, samningsbundnum af-
borgunum. Einnig munu menn
minnast þess, að fjárhagsaf-
koman 1936 varð því miður ekki
með þessum hætti. í stað þess að
tekjuafgangur átti að verða um
680 þús. kr. og skuldir að lækka
um ca. 1 millj. kr., varð tekjuaf-
gangur ekki teljandi, þótt jöfn-
uður næðist á rekstrarreikningi
og skuldir stóðu því sem næst í
stað. Að vísu hefir þetta almennt
verið viðurkennd sæmileg út-
koma eftir ástæðum, en því ber
ekki að leyna sjálfa sig eða aðra,
að hún var ekki eins góð og við
var búizt fyrirfram samkvæmt
tekjuvonum ríkissjóðs. Um af-
komu yfirstandandi árs er of
snemmt að fullyrða nokkuð, eins
og sakir standa. Tekjur verða að
vísu eitthvað hærri en í fyrra,
en þó alls ekki í neitt svipuðu
hlutfalli við það, sem viðskiptin
hafa aukizt almennt og vöruinn-
flutningur. Ríkissjóður hefir
jafnframt orðið fyrir þungum á-
föllum á þessu ári, ekki sízt af
völdum fjárpestarinnar, sem
geysað hefir, og þykir mér því
ekki líklegt að afkoma hans
verði betri en síðastliðið ár. Áður
en gengiö er frá afgreiðslu fjár-
laganna á þessu þingi, er ákaf-
lega nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir því, í hverju það hefir
legið, að fjárlögin fyrir 1936 ekki
gáfu jafn góða raun og almennt
var álitið fyrirfram, bæði af
stjórnarandstæðingum og þeim
sem stjórninni fylgdu. Stafaði
það af því, að umframgreiðslur
væru meiri, en búast hefði mátt
við? Eða stafaði það af hinu,
að tekjur ríkissjóðs reyndust
minni en gera hefði mátt ráð
fyrir?
Tolltekjur ríkisins
hafa brugðist.
Umframgreiðslur urðu að vísu
nokkrar, en ég fullyrði, að þær
urðu ekki meiri en svo, að fyrir-
fram hefðu allir búizt við því, að
umframtekjur ríkissjóðs myndu
vega upp á móti þeim. Aðalá-
stæðan til þess, aö útkoman árið
1936 varð lakari en gert var ráð
fyrir, og að útkoman árið 1937
verður sennilega einnig lakari en
búizt var við, er áreiðanlega sú,
að tekjur ríkissjóðs hafa brugð-
izt vonum manna, jafnvel þótt
þær hafi farið lítilsháttar fram
úr áætlun. Eg gerði í fjárlaga-
ræðu minni síðastliðinn vetur
nokkuð ítarlega grein fyrir þessu
en ætla hér að bæta við nokkrum
atriðum og sýna fram á til upp-
lýsingar, þær breytingar, sem
orðið hafa á vörutolli og verð-
tolli undanfarin ár, en það eru
þeir tveir almennra tolla, sem
mestar tekjur hafa gefið ríkis-
sjóði. Eg ætla fyrst aö taka vöru-
tollinn:
Árið 1925 nemur vörutollurinn
kr. 2.176 þús.
Árið 1930 nemur vörutollurinn
1.949 þús.
Árið 1934 nemur vörutollurinn
1.702 þús.
Áriö 1936 nemur vörutollurinn
1.384 þús.
Árið 1936 hefir hann þvl num-
ið um 800 þús. kr. lægri fjárhæð
heldur en árið 1925, og hefir far-
ið stöðugt lækkandi hin síðustu
ár, þangað til nú í ár, að hann
hækkar eitthvað lítilsháttar frá
í fyrra. Þessi lækkun vörutollsins
á sér aðallega þrjár ástæður hin
allra síðustu ár: 1) Minnkandi
heildarinnflutning til landsins,
og einkum minni innflutning
þeirra vara, sem koma í hæstu
vörutollflokkana (vefnaðarvara
o. s. frv.). 2) Lækkun eða niður-
Framh. á 2. síðu.
LONDON:
í gærmorgun gerður 100 ílugvél-
ar spönsku stjórnarinnar óvænta
árás á hernaðarflugvöll uppreisnar-
manna í grennd við Saragossa og til-
kynnir stjórnin að 30 flugvélar upp-
reisnarmanna hafi verið eyðilagðar.
Þetta segir stjórnin, eru einu frétt-
irnir frá Aragoníu-vígátöðvunum í
gær.
Stjórnin segir einnig frá því, að
uppreisnarmenn hafi í gær varpað 100
sprengjum yfir Gijon og ennfremur
gert loftárás á Infiesto. í Gijon biðu
40 menn bana, en 50 særðust.
Loks skýrir stjórnin frá loftárás er
uppreisnarmenn hafi gert á Cartha-
Höiðíngleg gjöi
- tíl dýiaverndunar
Ólafur Ólafsson kaupmaður hefir
nýlega gefið 2000 krónur, sem leggist
í sjóð, er beri nafn Jóns heitins Ólafs-
sonar bankastjóra, og sé varið til efl-
ingar dýraverndunarstarfsemi í land-
inu. Þessi gjöf lýsir lofsverðri viðleitni
til að stuðla að mannúðlegri meðferð
á dýrum heldur en átt hefir sér sum-
staðar stað. Verður að játa, með kinn-
roða að meðferð íslendinga á skepnum
hefir stundum tæpast verið sæmandi
menningarþjóð, þótt mjög hafi breytzt
til batnaðar í því efni hina síðari ára-
tugi. Færi vel á því, að fleiri yrðu til
þess að efla mannúðina á svipaðan
hátt og Ólafur.
í tilefni af þessari gjöf mun Dýra-
verndarinn koma út í dag, 16. október,
sem er fæðingardagur Jóns Ólafssonar.
HlutleysísneSndín
kemur saman í dag
LONDON:
Fulltrúar hinna 9 þjóða, sem eiga
sæti í undirnefnd hlutleysisnefndar-
innar munu allir sækja fundinn,
sem á að hefjast klukkan 10,30 í
dag. En þær þjóðir eru: Bretland,
Frakkland, Ítalía, Þýzkaland, Rúss-
land, Portúgal, Belgía, Svíþjóð og
Tékkósrlóvakía. M. Corbin sendiherra
Frakka í London, fór í morgun á fund
Plymouth lávarðar í utanríkismála-
ráðuneytinu, og ræddu þeir um mál
þau, sem liggja fyrir fundi undir-
nefndar hlutleysisnefndarinnar í dag.
— FÚ.
Ný hryðjuverk
f Palestinu
LONDON:
Snemma í gærmorgun var skotið
úr launsátri á lögregluvagna, þar sem
þeir voru á ferð í grennd við Hebron,
og voru tveir lögregluþjónar drepnir.
Að árásinni stóðu vopnaðir flokkar
Araba, og hófu skothríð á bifreið-
arnar samtímis beggja megin vegar-
ins. Voru Arabarnir reknir á flótta,
og álitið að allmargir þeirra hafi
verið skotnir á flóttanum.
Umferð er bönnuð um götur Jerú-
salemborgar eftir klukkan 6 á kvöldin
frá deginum í gær að telja.
Fjölda margir Arabar hafa verið
handteknir undanfarna daga, víðsveg-
ar um Palestínu.
gena, og hafi 10 menn farizt af völd-
um hennar en 20 særzt.
Uppreisnarmenn segja, að stjórnar-
herinn hafi nú látið af árásum sín-
um sunnan við Madrid, en stjórnin
segir aftur á móti, að hersveitir henn-
ar hafi gert enn eitt áhlaup í gær-
morgun, og ennþá bætt hernaðar-
aðstöðu sína. FÚ.
Nýlt iðnfyrirtæki
,LeðurídJaia‘
Fréttamönnum blaða var í gær boðið
að skoða iðnfyrirtæki, Leðuriðjuna, sem
hefir nú starfað í rúmt ár.
Verksmiðjan framleiðir allskonar
leðurvörur, svo sem kventöskur, seðla-
veski, peningabuddur, tóbakspunga,
lyklaveski, skólatöskur, skjalamöppur
og belti fyrir karlmenn og konur.
Eigandi verksmiðjunnar, Atli Ólafs-
son, dvaldi í hálft ár ásamt konu sinni
í Þýzkalandi og Danmörku og kynntu
þau sér rekstur slíkra fyrirtækja þar,
en Þjóðverjar eru sem kunnugt er
fremstir allra í þessari grein.
Með stofnsetningu þessarar verk-
smiðju sparast gjaldeyrir, sem nemur
tugum þúsunda á ári hverju og veitir
þegar átta manns atvinnu.
Bráðlega mun Leðuriðjan hefja
framleiðslu á ferðatöskum, og mun þá
atvinna skapast fyrir nokkra menn í
viðbót.
íslenzkar húðir og skinn eru frá
náttúrunnar hendi betri en þau er-
lendu, sé rétt með þau farið. Leðuriðj-
an notar þegar töluvert af íslenzku
efni með góðum árangri, þótt hins-
vegar sé ennþá nauðsynlegt að flytja
jafnhliða inn eitthvað af erlendu hrá-
efni.
Leðuriðjan hefir hingað til selt alla
sína framleiðslu samstundis og hefir
fram til þessa varla getað fullnægt
eftirspurninni. Telja eigendurnir áreið-
anlegt, að íslendingar geti framleitt
leðurvörur með svipuðu verði og út-
lendar vörur eru fáanlegar fyrir.
Innbrot
í fyrrinótt var innbrot framið í
skartgripaverzlun Guðna Jónssonar í
Austurstræti. Var rúða brotin í búðar-
hurðinni og skriðið þar inn og urðu
vegfarendur varir við þennan verknað
og gerðu lögreglunni aðvart og var
maðurinn að verki inni í búðinni og
hafði stungið á sig sex úrum, þegar
lögregluþjónarnir komu að.
Handsömuðu þeir hann þegar og
sömuleiðis tvo menn aðra, sem voru
þar á næstu grösum og þóttu grunsam-
legir.
Maðurinn, sem innbrotið framdi heit
ir Magnús Þórðarson, en hinir Karl
Guðmundsson og Magnús Gíslason, og
eru allir gamalkunnugir lögreglunni.
Óvenju vel sóttur
félagstundur
Fundurinn í Félagi ungra Framsókn-
armanna i gærkvöldi var prýðilega
sóttur og bættust 20 nýir meðlimir við
í félagið. Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra flutti aðalræðuna, rakti ýt-
arlega það viðhorf, sem nú er í stjórn-
málunum. Margir fleiri tóku tli máls.
— Næsti fundur verður haldinn í byrj -
un nóvember og verður það aðalfundur.