Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritatjórí: þórarinn þörarinsaon. Ritstjómarskrifstofumar: Hafnarstr. 18. Simi 2823. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Simi 2353. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura ednt Prentsm. Edda h-f. Simi 3848. Nýtt andlit ÞaS má með sanni segja, að skrif íhaldsblaðanna hér í bæn- um séu með nokkuð einkenni- legum blæ um þessar mundir. Og flestir munu geta þess til, að þetta standi eitthvað í sambandi við samkomulagsumleitanir þær, er nú fara fram milli Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins. Það er alveg bersýnilegt, að forráðamönnum Mbl. og Vísis er mjög illa við, að þessir samning- ar takist. Þeir myndu vafalaust vilja talsvert á sig leggja, til að svo yrði ekki. Jafnframt virðast þeir hafa grun um það, að innan Alþýðuflokksins séu einhverjir þeir.menn til, sem gjarnan vilji samkomulagið feigt. Á þessa menn líta íhaldsblöðin sem sína liðsmenn að þessu leyti. Og þess- um mönnum eru þau að gefa vopn í hendur með ýmsum skrif- um sínum síðustu daga. í gær skrifar t. d. Morgunblað- ið á þessa leið: „FramsóJcnarflokkurinn virö- ist ekki þurfa að kvíða neinni þrjózku frá þeim samstarfsflokki sem rennir niður í einni munn- fylli allri starfsskránni, öllum á- greiningsatriðunum, allri sinni pólitísku fortíð.“ Þessar hugleiðingar og aðrar slíkar, eru ætlaðar verkafólki og öðrum fylgismönnum Alþýðu- flokksins hér í Reykjavík. Þær eiga að fylla þá „réttlátri reiði“ gegn þeim fulltrúum Alþýðu- flokksins, sem geti hugsað sér að ganga að svo auðmýkjandi kost- um. Og síðar, þegar and- stæðingar samkomulagsins, inn- an Alþýðuflokksins, endurtaka ummæli Mbl., á fundum flokks- stjórnarinnar, jafnaðarmanna- félagsins og verkamannafélag- anna, er ætlast til að þau falli í nýjan og betri jarðveg! En hvað myndi ísafold segja um þessi sömu mál, þegar hún leggur leið sína út á landið til bændanna og annarra fylgis- manna Framsóknarflokksins? Hún segir áreiðanlega alveg það sama — bara með einni breyt- ingu, þeirri, að Alþýðuflokkurinn mun þar settur í stað Framsókn- arflokksins og Framsóknarflokk- urinn í stað Alþýðuflokksins. Við Framsóknarflokksmenn í sveit- unum mun því, ef að vanda lætur, verða talað eitthvað á þessa leið: „Alþýðuflokkurinn virðist ekki þurfa að kvíða neinni þrjósku frá þeim samstarfsflokki, sem rennir niður í einni munnfylli allri starfsskránni, öllum ágrein- ingsatriðunum, allri sinni póli- tísku fortíð.“ Það er þetta ísafoldarandlit, sem Framsóknarmenn úti um landiö kannast við frá undan- förnum árum. Og ef þeir sæu Morgunblaösandlitið hérna í Reykjavík, myndi þeim áreiðan- lega sýnast það nýtt andlit! En reynslan mun sýna það, hvort lánuð Morgunblaðsslagorð fá einhverju áorkað um það, að torvelda samkomulag Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins, og hvort sá barnalegi metnaður, sem þau eiga að kynda undir, verður settur ofar málum þjóð- arinnar. Fjárlagaræðan I gær (Framhald af 2. síðu.) lagafrv. það, sem hér liggur fyrir. Frv. þetta er að mestu leyti samhljóða fjárlagafrv. því, er lagt var fyrir síðasta Al- þingi, en þó ber þess aö geta, að greiðslur samkv. frv. eru um 270 þús. kr. hærri en samkv. frv., er lagt var fyrir síðasta þing. Er það aðallega vegna greiðslna, sem fjárveitinga- nefnd fyrir sitt leyti var búin að samþykkja áður en þing var rofið. Ennfremur hefi ég hækk- að áætlunarfé til vegaviðhalds um 100 þús. kr. samkv. reynzl- unni. Frumvarpið gerir ráð fyr- ir greiðsluhalla, er nemur um 730 þús. kr„ en ég skal taka það fram, að láðst hefir við samn- ingu frv. að leiðrétta áætlun vaxtaútgjaldanna, sem þarf að hækka um 150 þús. kr„ þannig að raunverulegur greiðsluhalli á frv. er um 900 þús. kr. Eru þá tekjurnar áætlaðar mjög svip- að og þær reyndust árið 1936, en eins og gefur að skilja, þarf árið 1938 að verða betra tekju- ár en 1936, til þess að útkoma fjárlaganna verði eins og gert er ráð fyrir. Liggur það í því, að útgjöldin fara alltaf eitt- hvað fram úr áætlun, hvernig sem gegn því er barizt. Ég verð þó að líta svo á, að ef ekki verður veruleg breyting á til hins verra um tekjuvonir ríkis- sjóðs, þá sé áætlunin sæmilega varleg, en þó ekki varlegri en svo, að ekki getur komið til mála að tefla í því á tæpara vað. — að svipast eftir því, hvort ekki sé unnt að fella niður eitthvað af greiðslum, sem áður hafa verið inntar af hendi úr ríkis sjóði og nauðsynlegar hafa verið taldar, en verja því fé til hinna nýju verkefna, sem verða að teljast enn nauðsyn- legri. En þess verða menn þá vel að minnast, að til slíkra úr- ræða yrði gripið sumpart til þess að mæta þeim breytingum á tollamálunum, sem nú hefir þegar verið lýst og sumpart til þess að komast hjá stórfeldum niðurskuröi á framlögum til heilbrigðismála — menntamála — samgöngumála og framlög- um til beins stuðnings fyrir at- vinnuvegina: landbúnað og sjávarútveg. Að þeirri leið at- hugaðri til fullrar hlítar, er vitaskuld ekki um annað að ræða en auka tekjur ríkissjóðs frá því sem nú er. Ég ætla ekki að fara út í það að sinni með hvaða móti slíkt myndi verða gert, en tek það þó fram, að þar sem beinar skattálögur eftir efnum og ástæöum eru nú mjög háar orðnar, þá mun varla um þaö að ræða, að veruleg upp- hæð fáist með hækkun þeirra einna. Enginn vafi leikur þess vegna á því, að grípa yrði til hækkunar á þeim almennu gjöldum, sem nú eru á lögð eða leggja á ný með tilliti til breyt- inganna, sem orðið hafa í við- skiptum okkar. Ríkisábyrgðir. nauðsynlegar framkvæmdir sé að ræða. Þá hefir sú venja tíðk- azt, að ábyrgjast allt andvirði þeirra stórfyrirtækja, sem ráðizt hefir verið í. Þetta nær engri átt. Ef ríkissjóður á að ganga í á- byrgðir fyrir fyrirtæki, þá má það ekki vera nema að vissum hundraðshluta, t. d. ekki yfir 75 —80% af kostnaðarverði. Alþingi hefir ekki á hverjum tíma full- komna aðstöðu til að meta það, hvort fyrirtæki, sem sótt er um ríkisábyrgð fyrir, eru raunveru- lega lífvænleg og réttmætt að rétta þeim hjálparhönd. Þeir, sem um slíkar ábyrgðir sækja, verða því að sýna trú sína á fyrirtækin með því að leggja sjálfir fram áhættufé. Það eru engin eða lítil takmörk fyrir því hverskonar fyrirtækjum yrði komið hér á fót ef þeirri reglu yrði framfylgt, að ábyrgj- ast allan stofnkostnaðinn fyr- ir hlutaðeigendur. Þá verður þess ekki síður að gæta að ríkis- ábyrgð sé ekki veitt nema henn- ar sé full þörf og að það sé eðli- legt að fé fáist ekki til fram- kvæmdarinnar með öðru móti. En fyrst og fremst verða menn þó að skilja það, þótt þeir hafi áhuga fyrir framgangi ýmissa mála, að ekki er mögulegt að gera allt í einu og að það er ó- hugsandi að lítið land eins og ísland geti fengið nema tak- markað fjármagn að láni er- lendis, jafnvel þótt það sé ætl- aö til nytsamlegra fyrirtækja; fyrirtækja, sem út af fyrir sig gætu staðið undir sjálfum sér. Gjaldeyrisástandið, sem ég mun fara um nokkrum orðum, sýnir það, að enda þótt atvinnuveg- irnir hafi gengið betur á þessu ári en áður og meiri peningar séu í umferð manna á milli, þá er engu síður ástæða til var- færni en áður í öllu því er snert- ir nýjar skuldbindingar þjóðar- innar út á við. Hversvegna iimflutn- Ingur liefir hækkað á árinu 1937, þrátt fyrir höftin. Þá sé ég ástæðu til að minn- ast á gjaldeyrishorfurnar. Sam- kvæmt síðustu skýrslu um inn- flutning og útflutning til loka septembermánaðar, nemur inn- flutningur og útflutningur hvor um sig ca. 40 millj. kr. og hefir verzlunarjöfnuði því sem næst verið náð. Á sama tíma í fyrra stóðu þessi mál þó nokkuð bet- ur því að þá var verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður um rúmar 2 millj. króna, en hins ber þá jafnframt að geta, að í landinu liggja nú mun meiri vörubirgðir en á sama tíma í fyrra. Virðast allar líkur benda til þess, að greiðslujöfnuður muni nást á þessu ári ef vörur þær, sem ó- seldar eru, seljast svo sem við má búast. En hitt er ljóst, aö innflutningurinn hefir hækkað svo verulega á árinu, eða um 9 millj. kr„ að um verulegan afgang verður ekki að ræða. Af hverju stafar þá þessi hækk- un á innflutningnum? Er það vegna þess aö neyzla erlendra eyðsluvara hafi aukizt, og að raunverulega hafi þannig verið linað á innflutningshöftunum. og því eigi sparast sá gjaldeyrir, sem ætla hefði mátt? Þessu má hiklaust svara neitandi. Að vísu liggur ekki fyrir yngri sundur- liðuð skýrsla um innflutning- inn en frá ágústmánaðarlokum þ. á. Þá var heildarinnflutning- urinn orðinn rúmum 8 millj. kr. meiri en í fyrra um sama leyti, en þá voru eítirtaldir 5 vöruflokkar hærri en í fyrra sem hér segir: Byggingarvörur höfðu hækkað um kr. 1,325 þús. Útgerðarvörur höfðu hækkað um kr. 3,334 þús. Rafmagnsvörur höfðu hækkað um kr. 595 þús. Skip og vélar höfðu hækkað um kr. 683 þús. Landbúnaðarvröur höfðu hækkað um kr. 310 þús. eöa samtals um kr. 6,200 þús. Ástand saltfisksölinm- ar krefst áframhald- amli, strangra inn- flutningshafta. Það er þessvegna ljóst: að hækkandi innflutningur hefir stafað af aukinni síldarútgerð, af auknum framkvæmdum í byggingum, sérstaklega verk- smiðjubyggingum og vélaaup- um til þeirra, af auknum inn- flutningi rafmagnsvara, og þó er þar ekki meðtalinn innfluftn- ingur, sem gengur beint til raf- veitanna sjálfra. Það sem er eftir ótalið af innflutningshækk- uninni er bein afleiðing af verð- hækkun á vörum á erlendum markaði. M. ö. o. eða þátt fyrir svipaða framkvæmd innflutn- ingshaftanna og undanfarin ár, þá hefir innflutningurinn hækk að af framangreindum ástæð- um 9 millj. kr. það, sem af er árinu, og ekki sýnilegt, að gjald- eyrisafgangur verði frá árinu, sem neinu nemur í áslok. Ein meginástæðan enn til þess að þetta yfirstandandi ár nær ekki að verða það góðæri í verzlun okkar út á við, sem allar venju- legar ástæður bentu til, er vit- anlega örðugleikinn, sem er á fiskútflutningi. Fiskverðið hef- ekkert hækkað og útflutningur- inn á fiski virðist tæpast muni ná sömu fjárhæð og síðastl. ár, og þó var hann þá það lægsta sem orðið hefir um fjölda ára, eða 9 millj. kr. lægri en árið 1933 t. d. Þá er ennfremur þess að geta að verð á saltsíld hefir ekkert hækkaö og þannig hefir verðhækkunin ekki náð til fisks- ins eða síldarinnar, sem venju- lega hafa náð því að vera helm- ingur alls útflutningsins. Verð- hækkun mun hinsvegar undan- tekningarlítið hafa náð til alls innflutningsins. Að þessu at- huguðu er engin ástæða til neinnar sérstakrar bjartsýni um viðsiptin út á við, þótt á- stand atvinnuveganna hafi batn að allverulega á þessu ári. Af þeim tölum, sem ég hefi nefnt, verður að draga þá ályktun, að ekki sé unnt að slaka til á inn- flutningshöftunum í næstu framtíð — því miður. Sú fullyrð- ing, sem menn heyra daglega, að hægt sé, vegna batnandi ár- ferðis, að veita þennan eða hinn innflutninginn fremur nú en áður, á sér því miöur e n g a stoð í veruleikanum. „Við vcrðum að fara varlega“. Enda þótt síðasta ár hafi mátt teljast gott ár yfirleitt, þegar frá eru talin þau stórfelldu óhöpp, sem leitt hefir af fjárpestinni, þá má ekki gleyma því að enn hefir ekkert rætzt úr um markað fyrir þá vöru, sem fram á árið 1934 var aðalútflutningsvara landsmanna, saltfiskinn, og við megum ekki gleyma því þótt síldin hafi reynzt vel í ár, að á meðan svo stendur um fisk- markaðinn að öðru leyti eins og nú er verðum við að fara var- lega. £ a i p i ð mam朜œæœuœæœœœísuœ* Skuldir ríkissjóðs standa í stað. Eins og drepið hefir verið á hér að framan, hefir ekki tek- izt undanfarin ár að greiða af- borganir af föstum, samnings- bundnum lánum ríkissj óðs, sem nú orðið nema um 1,4 millj. kr. á ári, af tekjunum, heldur hefir reynzlan orðið sú, að á móti þessum afborgunum hafa myndazt skuldir innanlands, aðallega í Landsbankanum. Þótt þetta geti í raun og veru talizt sæmileg útkoma, að skuldirnar standi í stað, þá verður ekki við það unað til lengdar, sökum þess hve erfitt er um lántökur innanlands til þessara greiðslna og neyðarúr- ræði að leita út fyrir landið með slíkar lántökur. Af þessu leiðir það, að skapa verður fullan greiðslujöfnuð á fjár- lögunum. Það má að vísu segja, að til mikils sé ætlazt að ríkis- sjóður lækki skuldir sínar um 1,4 millj. kr. á ári, en ég tel ekki hjá því komizt að setja markið þar. •Výjar kröfns* um opin- licrau síuðiiing liljóta að lciða af sér nýja tckjustofna. Nú er kunnugt, að áhugi mun vera fyrir því í þinginu, að styrkja ýmsar framkvæmdir á sviði sjávarútvegsmála í fram- haldi af því sem gert hefir verið í þeim málum og enn- fremur vitað, að fjárpestin, sem geysað hefir undanfarið, mun hafa áframhaldandi kostnað í för meö sér. Þá mun og vera áhugi fyrir að styrkja byggingar í sveitum og ein- stakir þingmenn munu vafa- laust bera fyrir brjósti ýms mál, sem kosta munu fé ef til framkvæmda koma. Þegar þetta er athugaö og þess gætt, að á fjárlagafrumv. er raun- verulega 900 þús. kr. greiðslu- halli, sem á að vega upp á móti, þá sjá allir, að það er örðugt verkefni að skapa fullan jöfn- uð á fjárlögunum, en það er verkefni sem verður að leysa. Að mínum dómi verður fyrst Eins og- kunnugt er, þá hefir þeirri stefnu verið fylgt um rík- ísábyrgðir undanfarin ár, að forðazt hefir verið að takast á hendur ábyrgðir fyrir erlendum lánum. Síðan á árinu 1934 mun ekki hafa verið tekin ábyrgð á neinu erlendu láni, nema til eins fyrirtækis,. rafveitu á ísafirði, sem áður hafði verið gefið loforð um. Hinsvegar hafa verið teknar nokkrar ábyrgðir á lánum inn- anlands. Ástæðan til þessarar stefnubreytingar var sú, að hin- ar mörgu ábyrgðir ríkissjóðs er- lendis voru farnar að hafa slæm áhrif á lánstraust landsins út á við, og eins og sakir stóðu um gjaldeyrisástandið, var mjög varhugavert að sækjast eftir er- lendum lánum yfirleitt. Fyrir undanförnum þingum hafa þó legið margar beiðnir um ábyrgð- ir á erlendum lánum, en af- greiðslu þeirra mála hefir verið frestað, ekki sízt með það fyrir augum, að sýnt yrði, hvort ekki yrði hægt að fá lán til nytsam- legra stórfyrirtækja hér án rík- isábyrgðar. Reynsla sú, sem fengizt hefir í þessu, verður hins vegar að teljast sú, að mjög erf- itt sé að koma slíku í kring, ekki sízt vegna þeirra gjaldeyriserfið- leika, sem við eigum við að búa. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að vel gæti það legið fyrir, að annaðhvort yrði að fresta þeim stórfyrirtækjum öll- um, sem nú eru á prjónunum, eða Alþingi gæfi kost á einhverj - um ábyrgðum. En hvað sem við kann að sýnast liggja, verður það að vera ljóst, að Alþingi hlýtur að sýna hina mestu gætni og festu í þvi að veita slíkar á- byrgðir. Það er alveg víst, að fyrir þetta þing munu koma margar á- byrgðarbeiðnir, og það er einnig víst, að ef nokkurt vit á að verða í afgreiðslu þeirra, þá verður að- eins unnt að sinna fáum þeirra. Það er ekki unnt að ráðast í einu í byggingar allra þeirra stórfyr- jj irtækja, sem nú virðast fyrirhug- uð í landinu, og á ég þar sérstak- lega við rafveitur. Það verður því að ákveða einhverja röð á þess- um framkvæmdum. Þjóðin verð- ur að gæta þess, að spilla ekki fyrir sér út á við með því að fær- ast of mikið í fang á erfiðum tímum, jafnvel þótt um góðar og

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.