Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 16. OKT. 1937. 5. ÁRGANGUR — 240. BLAÐ DAGBLAÐIÐ IGamla BíóS „Þá ert mér alli“ Du bist tnein Gliich Stórfengleg og fögur söngmynd frá Bavaria Film, Miinchen. Aðalhlutverkið leikur frægasti söngvari heims- ins Benjamino GIGLI Hljómsveit og söngkór ríkisóperunnar í Miinchen aðstoðuðu við gerð mynd- arinnar. § LEiimu nnuivíui „þorlAkvr ÞREYTT I!“ Skopleikur í 3 þáttum Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Orgelkensla. Kristinn Ing- varsson, Skólavörðustíg 28. — Sími 4395. Kenni í vetur íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. — Garðar Svavarsson. Upplýsingar í síma 3726, kl. 12—2 og 8—9. 0 Átymaa Stúlka óskast. Runólfur Sig- urðsson, Leifsgötu 16. Góð gi'öh Þæffir úp sögu Reyk'iavikur Fæst hjá bóksölum. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. ‘ssst^ssssmaEss. Fata- og irakka- eínin komín. Andrés Andrésson Laugaveg 3. Útboð. Tilboða er óskað í gröit íyrír tveggja km. langaa jarðstreng í Hafnarfirði. Uiboðslýsinga má vitfa á skrifstofu Raf- magnseftirlits ríkisins þann 16. þ. m. (í dag). Raímagnseftírlít ríkisíns. Norðlenzkt diikakjöt í heildsölu og smásölu. Lifur, hjörtu og mör Kjötverzlunin Herðubreíð Fríkírkjuyeg 7. Símí 4565- Reykjavík - Akureyrí Næsta ferð mánudag. Stemdór, símí 1580. I Nýja Bló Fósturdóltír vítavarðaríns (Kaptain January) fögur og skemmtileg ame- rísk kvikmynd frá FOX- félaginu Aðalhlutv. leikur undra- barnið: Shirley Temple ásamt skopleikurununi frægu, Silm Summerwille og Gny Kibbee. Sýnd í kvöld kl. 6 (barnasýðing) og kl.9 Aðgm. seldir frá kl. 4. ■ I 3\- H ’ 4 I rarftTm Esja austnr umtil Sigluf jarð- ar priðjudaginn 19. okt. kl. 9 síðd. Flutningi veittmóttaka í dag (til hádegis) og fram til hádegis á mánudag. uðeins Loftur. ÖRLAGAFJÖTRAR 61 svo hófst ráðstefnan. Jacobs hóf mál sitt. — Ungfrú Cavandish, bróðir þinn hefir sagt mér alla söguna. Mér skildist að Carew hefði komið með dálítið einkennilegt tilboð til þín í gærkvöldi. Hefir þú tekið ákvörðun? Hún hristi höfuðið. — Má ég vera svo djarfur, sem gamall vinur fjöl- skyldunnar að gefa þér ráðleggingu? — Ja-á. — Þú ættir að taka því. — Þú ráðleggur mér að giftast manni sem ég elska ekki, — og sem býður mér giftingu á þennan hátt? — Einmitt sökum þess að giftingin er boðin á þennan hátt, ráðlegg ég þér þetta. Þú veizt máske ekki hvernig sakir standa, en hann hefir aðstöðu til þess að senda Cyril í fangelsi. Svo hefir hann arf- leiðsluskrá sem veitir honum rétt til allra Cavan- dish-eignanna, svo þið hafið ekkert handa á milli. -----Þúþarft ekki að vera kona hans nema rétt að nafninu til. Hann getur sannarlega ekki gert meiri kröfu. — Ætlið þið ekki að verja ykkar mál, og reyna að halda eignunum? — Vegna þess, að það væri aðeins til að eyða tíma, — og peningym. Jacobs hristi höfuðið ákaft. — En hversvegna ekki? Hún laut höfði og var þögul stundarkorn. — En hvað er hæft í því sem hann sagði,----að honum hefði verið rænt, og hann settur á geðveikra- hæli? — Er það satt? Hún beindi spurningunni til Lukes, og Cyril og Margaret störðu á hann, og biðu svars. Luke reyndi að bera sig mannalega og neita þessu, en þegar hann mætti hinu ákveðna augnaráði þeirra allra, þá gretti hann sig og hneigði höfuðið til samþykkis því að ásökun þessi væri sönn. — En til hvers gerðirðu þetta, — hversvegna? spurði Blanche reiðilega. Cyril er þjófur, og þú ert annað verra. Ó, þetta er ómögulegt alltsaman. — Rannsakaðu bara, urraði í Luke. Kenndu mér um það alltsaman. Ég gerði þetta fyrir ykkur líka. Hvernig heldurðu að þér mundi líka að vera þjón- ustustúlka eða passa krakka. í bezta tilfelli hefðir þú getað lifað eins og fátæklingur í einu leiguher- bergi og-------- — Það er ekki satt. Ég hefi eignir, — — eða ég hafði það að minnsta kosti. En nú er þessi maður búinn að fá aðstöðu til að taka af okkur hvern eyri. Séreign okkar verður öll tekin til þess að borga fyr- ir það sem við höfum eytt af eigninni þennan tíma. — Ég get máske hjálpað ykkur svolítið, — mælti Margaret hálfkjökrandi. Ég fæ fimmhundruð pund á ári. — Fimm hundruð pund, sagði Luke hæðnislega. Til hvers er það. Nei, við þurfum ekkert að óttast ef að Blanche gerir skyldu sína. Ég hata þennan ná- unga, — en þrátt fyrir það, þá eru það peningar föður okkar, sem hann er að reyna að krækja í. Blanche á að giftast honum og gera honum svo líf- ið eins hábölvað og hægt er, sem endurgjald fyrir það hvernig hann hefir leikið okkur. Margaret var hneyksluð yfir því er Luke sagði, og Cyril virtist ekki falla það meira en svo í geð. En Blanche var búin að taka ákvörðun. — Já, ég ætla að ganga að því, mælti hún lágt. — Það er ágætt, mælti Jacobs brosmildur á svip og nuddaði hendurnar. Það er án efa það skynsam- legasta. Jacobs kvaddi litlu síðar og fór. Stundvíslega klukkan fjögur kom Kit, — og honum var vísað inn í stofuna þar sem hin niðurbeygðu systkini biðu hans ásamt frænku sinni. Luke var auðsjáanlega ævareiður, en hann hélt sér í skefjum, þar eð hann fann ósigur sinn. — Hver er ákvörðunin? Blanche mætti augnaráði hans örugglega. — Ég geng að því-------með einu skilyrði. — Það er alveg skilyrðislaust. Annaðhvort giftist þú mér eða ekki. Já eða nei. — Skilyrðið er að þú lofir mér að lifa út af fyrir mig. — Það er engin gifting. Ég ætlast til að gifting- unni fylgi öll réttindi og skyldur fyrir báða aðila. Annaðhvort það eða ekkert. Hún beit á vörina og blóðið hljóp fram í kinnar henni. Luke hélt að hún ætlaði að neita, — en hik hennar varaði stutt. — Ég — geng að því. En þú eignast aldrei virð- ingu mína hvað þá ást — Kannske ekki.sagði hann stuttaralega. Svo snérist hann á hæli og gekk út.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.