Nýja dagblaðið - 22.10.1937, Page 2

Nýja dagblaðið - 22.10.1937, Page 2
2 N Y J A DAGBLAÐIÐ sem eigi hafið eigur yðar BRUNATRYGGÐAR gerið það fyr en seinna. — sem hafið eigur yðar BRUNATRYGGÐAR, athugið hvort tryggingarupphæðin er hsefileg. — Sjóvátryggingaríél. Islands h.f BRUNADEILD. Eímskip, 2. hæð. Sími 1700. Ný bók: f er í langferð. Þýðíng eftir Síg. Skúlason. Innb. kr. 6.50. Heft kr. 5,00. Aðalútsala hjá: barnabl. ,Æskan‘. Tíl Keflavíkur, Gards og Sandgerðis daglega tvisvar á dag. Stemdór, sími 1580« Til tækifærisgjafa: Schramberger heimsfræga Keramik, Handsk. kristall. — Fyrsta fl. postulín Hvergi meira úrval. Hvergi lægra verð K. Einarsson & Björnsson, Bankastræti 11. Gód gjöf: Þætfipúpsögu Reykjavíkup Pæst hjá bóksölum. Kjötverzlanir Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastöðín, Reykjavík. Sími 4241. Tilkynningar þær um leik- samkeppni, sem formaður Leikfél. Reykjavíkur hefir verið að smábirta í sumum dagblöð- um höfuðstaðarins undanfar- ið,_ hafa vakið nokkra undrun. í fyrradag kveður eitt þeirra upp úr með þessa undrun, — og gerir þessa ráðabreytni Leikfé- lagsstjórnarinnar að umtals- efni. Beinir greinarhöfundur mj ög eftirtektarverðum ásök- unum til Leikfélagsins í heild, fyrir bæði þetta og annað, á síðustu árum. Þessi grein í Þjóðviljanum gefur mér ástæðu til að skrifa þessar línur, — annars hafði ég nú ekki hugsað mér að gera þessa eða aðrar ráðstafanir nú- verandi Leikfélagsstjórnar að umtalsefni, — en ég vil taka það skýrt fram, að ég vissi ekk- ert um þessa ráðabreytni fyr en ég sá um hana í blöðunum, og þar sem ég ekki hefi átt kost á að segja álit mitt um þetta, finnst mér ekki úr vegi, — jafn- vel ekki afsakanlegt, — að taka ekki þessa „athyglisverðu til- raun“ til nokkurrar athugunar. Ég verð þá líklega fyrst að svara greinarhöfundinum því, að ég álít ekki sanngjarnt, að saka Leikfélagið í heild um það skilningsleysi á lelkhús- málum, og menningargildi leik- listar, sem hann telur að komi fram í þessari tilkynningu stjórnarinnar. Hún ein ber á- byrgð á því. Hitt er annað mál, að mér fór eins og fleirum, að ég varð all- hissa, þegar ég las þessar til- kynningar. Ekki vegna þess, að um leiksamkeppni væri að ræða, — þó að það fyrirbrigði sé all-óalgengt, þar sem þessi listmenning getur talizt á sæmilegu stigi. — En hitt undr- aðist ég, hvað formaðurinn opinberaði ógætilega, — ég vil segja glannalega — fyrri al- þjóð, — skilningsskort sinn á því, sem heitir leikhúsmál, og leikmennt. Samkvæmt aðstöðu sinni og aldri hlýtur Leikfélag Reykja- víkur að teljast fremsta leikfé- lag landsins. — Það getur því ekki réttlætt það, að gangast HARALDUR BJÖRNSSON: Sfefna Leikfélagsíns fyrir opinberum leiksýningum, með óvöldum kunnáttulausum byrjendum úr öllum áttum. — Markmið þess félagsskapar hlýtur og á að vera það, að gera leiklistina sem fullkomn- asta, — koma henni í það horf, að hún geti einhverntíma orð- ið það, sem hún á að vera, og það sem hún er, þar sem hún er skilin og virt, og þar sem að henni er hlúð, af alvöru og kunnáttu, — einn áhrifaríkasti og veigamesti menningarþáttur þjóðanna. — Það getur hún aldrei orðið hér, ef þeírri stefnu er haldið, sem Leikfé- lagið fylgir, — sem sé að halda áfram með að blanda af handa hófi i leikendahóp sinn, lítt völdum kröftum, kunnáttulaus- um, og alóvönum. — Gagnger breyting í því var nauðsynleg fyrir löngu. Ég kem enn þá að því, sem ég hefi svo oft og mörgum sinnum tekið fram áður, bæði í ræðu og riti, og margir aðrir hérlendis, að eins og allir aðrir listamenn, hljóta leikararnir, sem íslenzk leiklist á að byggj- ast á í framtíðinni, — að afla sér hinnar nauðsynlegu undir- búningsmenntunar. Leikfélag- ið . hlýtur . að . heimta . þessa menntun . af . nýliðum . sínum, áður en komið getur til greina, að þeir fái hlutverk hjá félag- inu. Það er alkunnugt, að margir, — einkum unglingar, — hafa gaman af að fást eitthvað við listir. — Málaralist, — hljóm- list, — og þá auðvitað líka, og ekki sízt, við leiklist En hvað ætli hefði orðið um þessar listagreinar menntálandanna, ef þeir sem fremstir þóttust standa, — við skulum segja músikháskólarnir, — beztu leik- húsin — akademiið fyrir mál- aralist o. s. frv. — hefðu sópað saman öllum — undantekning- arlaust öllum sem við þetta vildu fúska, — opnað fyrir þeim hlið sín, til einhverrar al- kunnáttulausrar samkeppni í „list“? Svari því hver sem vill og getur. Og svo er annað. — í Hvernig fara menn eiginlega að því, að efna til samkeppni í einhverju því sem þeir ekki kunna,- hvort sem það nú er einhver listagrein eða eitthvað annað? — Hvað mundi t. d. Félag hljómlistarmanna hér í Reykjavík, eða Tónlistarfélagið segja um það, ef nokkrir tugir manna, sem aldrei hefðu lært neitt á hljóðfæri, eða til söngs, — efndu til samkeppni í þeim listum, og leituðu aðstoð- ar þessara félaga. — Hvað myndu listmálararnir segja, ef einhver ráðandi maður úr þeirra stétt kæmi í alvöru fram með slíka uppástungu? — Hvernig mundi það taka sig út, ef menn, sem aldrei hefðu æft knattspyrnu, efndu til knatt- spyrnukappleiks, eða menn sem ekki þekktu reitina á taflborð- inu, efndu til kappskáka. Það mundi hlegið dátt að öllu þessu, og ekki að ástæðulausu. Og þó að leiklistin hér sé orðin langt á eftir öðrum íslenzkum listum, — allir vita hversvegna, — því þarf þó endilega að gera henni svona óendanlega miklu lægra undir höfði en öllu þessu sem hér hefir verið talið? Virða hana minna, og ætla henni minni undirbúningsþjálfun, en t. d. skauta- og skíðaíþrótt? Eða er það svo, sem svo marg- ir mæla nú, að stjórn L. R. skilji ekki tilgang og markmið þeirrar listar, sem félagið vill iðka? — En það verður henni þó að vera ljóst, hvað sem öðru líður, að þó einhverjir viðvan- ingsleikflokkar í einhverjum útkjálka héruðum vestur í Canada, — geri slíkar tilraunir sér til dægradvalar, hefir það sennilega ekki mikið með list að gera, og ekki víst, að það eigi endilega erindi inn á aðal- leiksvið íslands. Það er brosleg fjárstæða sem stendur í tilkynning u for- mannsins, að sú stefna sé að ryðja sér til rúms, að allur al- menningur, hver sem er, og hefir löngun til, eigi að stunda leiklist, sér til dægradvalar. Engin menningarþjóð, sem virðir sína leiklist, og skilur gildi hennar, lætur sér detta annað eins í hug. — Eins og allar aðrar listagreinar, — hef- ir leiklistin frá fyrstu tímum menningarinnar, — eins og leiklistarsagan sýnir — verið bundin við listamennina eina, — mennina, sem með langri og strangri undirbúningsmenntun, þjálfuðu og þroskuðu með- fædda hæfileika, þar til þeir voru orðnir verðugir boðberar þeirrar listar, sem þeir höfðu helgað líf sitt. Þannig hefir þetta verið — þannig er það, — og engar skynsamlegar líkur eru til að það verði öðruvísi. Annað mál er það, að sé Leik- félaginu nú farið að skiljast það, að það þurfi á ungum leik- urum að halda, — og vilji á þennan hátt afla sér þeirra, þá á sú leit og sú prófun að fara fram fyrir lokuðum tjöldum, og án þess að blanda eigi, eða megi, leikhúsgestum inn í það mál. Eftir að væntanlegir nýliðar hafa svo aflað sér nauðsynlegr- ar kunnáttu, og náð þeim list- ræna þroska, sem sjálfsagður er, koma þeir vitanlega fram á leiksviðinu og þá fá leikhús- gestir tækifæri til að dæma um það, hvort val þeirra hefir tek- izt vel eða illa. Sú ameríska uppfinding, að láta einhvern mann kveða upp dóm, um listhæfileika byrjend- anna, framan við tjaldið eftir leikslok, nær auðvitað engri átt. — Listahæfileikar, sizt al- gerðra byrjenda, verða aldrei vegnir eða dæmdir eftir eina kvöldstund, eins og slatti af einhverri vöru, af einhverjum og einhverjum, — kannske mis- völdum manni. Þessi leiksamkeppnistilkynn- ing er í raun og veru „typisk“ fyrir það listræna stig, sem Leikfélagið stendur nú á, ■—- „Leiklistin á að vera dægra- dvöl fyrir sjálfa leikendurna“. — í þessum orðum felst sá skilningur, sem núverandi for- maður félagsins virðist hafa á þýðingu íslenzkra leikhúsmála. Sumir íslenzku leikararnir virðast líka stundum haf sýnt það, að þeir hafa frekar verið að skemmta sjálfum sér á leik- sviðinu, en áhorfendunum. En ég vil álíta, að ef leiklist- in í höfuðborg íslands hefir ekkert annað markmið en að vera dægradvöl, — hefir engan annan boðskap að flytja leik- húsgestum, — þá sé hún dauða- dæmd. Ef leikhúsið er ekki menn- ingarstofnun, — og listastofn- un, — ef það ekki megnar að leggja sinn skerf til þeirra andlegu verðmæta, sem byggja eiga upp menningu þessarar þjóðar, eins og svo margra annara þjóða, — þá á það engan rétt á sér. Þetta verða þeir að reyna að skija, sem í svipinn veita Leik- félaginu forstöðu. — Annars gæti farið svo, að hinni réttu stefnu í íslenzkum leikhúsmál- um yrði framfylgt á annan hátt. Þetta, sem hér hefir verið gert að umtalsefni, hefir gefið ástæðu til að framtíð íslenzkr- ar leiklistar verði bráðlega rædd ítarlegar á öðrum vettvangi. Haraldur Björnsson.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.