Nýja dagblaðið - 23.10.1937, Síða 1

Nýja dagblaðið - 23.10.1937, Síða 1
AÐAL Astasaga árslns er MELEESA ID/^GfIBILPUÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, laugardaginn 23. október 1937. 246. blað Gomal hjón fórust í eldsvoða ÍSLENZK KONA í HEIMSÓKN EFTIR FIMMTÁN ÁRA 00 DVOL I KINA Frú Oddný Sen ásamt tveímur bðrnum sínum kom híngað í í fyrrakvðld Hun heidur að Japanir hafi nú lagt heitnili sitt í rustir Með Selfossi í fyrrakvöld kom hingað íslenzk kona, sem búsett er í Kína, á- samt tveimur börnum sínum. Er það frú Oddný Sen, dóttir Erlendar bónda á Breiðabólsstöðum á Álftanesi, en systir dr. Jóns E. Vestdal. Tíðindamaður blaðsins hitti frúna á heimili bróður hennar í gærdag. Sen-fjölskyldan. ANNÁLL 296. dagur ársins. Sólarupprás kl. 7.37. Sólarlag kl. 4.39. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 7.48. Veðrið. (í gærkvöldi kl. 5). Vindur allhvass NA um allt land. Norðan lands er nokkur snjókoma og 2—4 st. frost. Veð- urútlit í Reykjavík í dag: NA-kaldi. Léttskýjað. Ljósatími bifreiða er frá kl. 5.15 að kvöldi til kl. 5.10 að morgni. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfis- götu 39, sími 2845. — Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Kaupmannahöfn. Goðafoss fer til Hu'll og Hamborgar í kvöld kl. 10. Brú- arfoss er á leið til Leith frá London. Dettifoss kemur til Vestmannaeyja í fyrramálið. Lagarfoss er á leið til Ber- gen frá Djúpavogi. Selfoss er í Reykja- vík. — Esja fór frá Seyðisfirði id. 4 í gær áleiðis til Þórshafnar. Súðin er í Búðardal. — Lyra er á leiö til Bergen. — Drottningin fór frá Akureyri í gær- kvöldi. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson. í Laugarnessskóla kl. 2. Garðar Svavarsson (Vetrarkoma). í Dómkirkjunni kl. 5, séra Garðar Svav- arsson. Við þessar guðsþjónustur allar gefst mönnum tækifæri til að leggja fram frjálsar gjafir til þess að standast kostnað við kirkjulegt starf í úthverf- um bæjarins. Útvarpið. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Vetrardag- skrá útvarpsins (Formaður útvarps- ráðs). 20.40 Leikrit: „Útvarp á bænum", (Brynjólfur Jóhannesson, Anna Guð- mundsdóttir, Bjarni Björnsson, Gunn- þórunn Halldórsdóttir). 21.15 Útvarps- kórinn syngur íslenzk lög. 21.45 Dans- lög. 24.00 Dagskrárlok. Tímarit iðnaðarmanna, 4.—5. hefti, er komið út. Mest af efni þess fjallar um iðnþingið síðastliðið sumar. Þá eru birtar þar reglur gerðar- dóms Landssambands iðnaðarmanna og lög sambandsins. Síðasta greinin er um rannsóknarstofnun háskólans og fylgja henni myndir af húsinu og nokkrum starfsmönnum stofnunarinn- ar. Nýja Bíó hefir að undanförnu sýnt mynd að nafni „Gullgrafararnir". Þar eru skammbyssurnar lausar í loftinu og allt gengur í eltingaleikjum og erjum. — Aukamyndir eru teiknimynd og af endasleppu brúðkaupi. Botten Soot og sonur hennar, Svend von Diiring, halda fyrsta skemmtikvöld sitt í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Skemmtiskráin er fjölbreytt. Aðgöngumiðar fást í Hljóð- færahúsinu og 1 bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fyrsti vetrardagur. í dag er fyrsti vetrardagur og fer skólasetning fram í mörgum af héraðs- skólunum í dag. í þetta skipti vill svo til, að frost og kuldar ganga einmitt í garð í sama mund sem talið að vetur- inn byrjar. Hér sunnanlands eru þetta fyrstu frostin, sem teljandi eru. Húsbruni. íbúðarhúsið Hjarðarholt í Glerár- þorpi í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, brann til grunna fyrir miðaftan í fyrradag og varð engu af innanstokks- munum bjargað. Hús þetta var eign hjónanna Guðrúnar Jakobsdóttur og Árna Árnasonar. Ókunnugt er um, hver upptök eldsins hafi verið. Á Hólmavík hefir verið slátrað um 7500 fjár í haust. Meðalþyngd dilksskrokka hefir reynzt 16 kg., en vænstir hafa dilkar reynzt frá Stóra-Fjaröarhorni, Ósi, Kirkjubóli og Húsavík, alls staðar um og yfir 18 kg. að meðaltali. — Eg hafði ráðið ferð mína hingað til ársdvalar, eftir 15 ára búsetu i Kína áður en ófriðurinn brauzt út í heima- landi mínu, sagði frúin. Og einmitt fyr- ir það, að ég fylgdi áætlun uin þetta ferðalag, þá munaði minnstu að ekkert yrði úr förinni. — Heimili okkar er á lítilli eyju sem heitir Amoy og er skammt undan ströndu Fu-Kien-fylkis í Suðaustur- Kína, gegnt Formosa, sem er mikið ey- land, er Japanir eiga, og ekki alllangt þar undan landi. Mánuði áður en ég lagði upp, var fólk tekið að flýja frá eynni Amoy, en þar er samnefnd borg, með á að gizka 200 þúsund íbúum. Utan við borgina er háskóli sem aðeins er 16 ára gamall, stofnaður af kínverskum auðmanni, sem einnig lagði honum til rekstursfé fyrstu árin. Við þennan háskóla starf- ar maðurinn minn. Hann er prófessor í uppeldis- og sálarfræði. En við kynnt- umst í Skotlandi, þegar hann stundaði þar nám, og fluttist ég með honum til Kína áriö 1922, þegar við giftum okkur. Viku eftir að frú Oddný lagði af stað með börnin, var árás gerð á Amoy. Þá komu 8 japanskar flugvélar og 3 her- skip, sem árásina gerðu. Býst frúin við að nú sé háskólinn illa kominn, þar eð Japanir viðast leggja sérstaka áherzlu á að eyðileggja háskóla og aðrar menn- ingarstofnanir Kínverja, en það, ásamt hinum óvenju grimmilegu loftárásum á varnarlaust fólk, hyggur frúin að sé gert með þeim ásetningi, að brjóta á bak aftur andlegt þrek kínversku þjóð- arinnar. Heimili Sen-hjónanna var í háskóla- hverfinu, en tvö vígi voru sitt hvoru megin við háskólann, en auk þess loft- skeytastöð skammt til annarar hand- arinnar og flugvöllur til hinnar. Með- fram af þessum ástæðum óttast frúin aö háskólinn og heimili hennar séu nú rústir einar, þótt ekki hafi hún fengið um það Ijósar fregnir. Hitt vissi frúin, að íbúunum á Amoy hafði tekizt að varna því, að Japanir næðu landgöngu á eyna í tveim fyrstu árásunum sem þeir hófu í því skyni. Ferðalagið heim — Frá Amoy lögðum við af stað 21. ágúst sjóveg til Hong-Kong. En þaðan héldum við með stóru, japönsku far- þegaskipi 30. ágúst og komum með því til Lundúna 3. október, eftir viðkomu á ýmsum stöðum. Eftir hálfsmánaðar bið í Englandi var Selfoss fyrsta skipið heim til íslands, og tókum við okkur far með því. Þegar til Hong-Kong kom, geysaði þar kólera, svo að fleiri hundruð manns dóu daglega. „Það var ég hræddust við,“ sagði frúin stillilega. Frúin lætur vel af dvölinni S Kína — Hvað segið þér mér um dvöl yðar í Kína? — Mér hefir liðið þar mjög vel. Hefir mér fallið jafnvel við hvorttveggja, landið og fólkið. Landið er fagurt og frjósamt, tvær lirisgrjónauppskerur á j hverju ári og a. m. k. ein grænmetis- | j uppskera að auki upp úr sama land- svæðinu, og þá um há-veturinn! Kín- verjar þeir er ég kynntist, voru kurt- i eisir, friðsamir, glaðlyndir, hreinskiln- j ir og orðheldnir. — En hvernig var með málið? I — Ekki glapti fyrir mér íslenzkan. Eg hefi aðeins einn íslending fyrir hitt, öll þessi ár. Það var frú Steinunn Hays, hún var gift amerískum trúboða, og það var strax fyrsta árið sem ég var í Kína. — Annars eru mállýskurnar margar, jafnvel margar í sama fylkinu, og frá- brugðnar, svo menn skilja ekki hvorir aðra, en ritmálið er sameiginlegt, og það heldur kínversku þjóðinni sam- einaðri. Eg þyki tala sæmilega Amoy- mállýsku, en ritmálið hefi ég hvorki lært að lesa né skrifa. Hinsvegar get ég bjargað mér í „alþjóðarmálinu“, en það nefnist „mandarin" og var upphaf- lega skyldunámsgrein opinberra starfs- ' manna, en þeir nefnast í Kína mand- arínar, en nú er þetta mál, með út- breiðslu skólanna.að verða almennings- eign. Annars er mandarin mállýska Peking-byggðarlagsins, en Peking var höfuðborgin. Miklar framSarir í Kína Annars hafa orðið alhliða framfarir hjá kínversku þjóðinni síðan byltingin varð 1911, enda miða Kínverjar tíma- tal sitt við byltinguna, segir frúin, nú er ártalið 26 í Kína. — Er komin á skólaskylda hjá ykk- ur? — Nei, en skólum hefir fjölgað geysi- lega, flest börn læra nú að lesa og skrifa og þá jafnframt fleiri náms- greinar. Og hafi einhverjir ekki notið fræðslu um tvítugt, þá er gengið í það, einkum af stúdentum, að uppfræða þetta fólk. — Það er talið, segir frúin, að ef Ja- panir hefðu frestað árásum sínum að- eins í tvö ár enn, þá hefðu Kínverjar reynzt óvinnandi fyrir þá. Svo stór- stígar hafa framfarirnar verið og al- hliða, einkum á allra síðustu árum. Kmversku Islendingamir — Signý litla, sem nú er 9 ára, og frúin kinkar kolli til litlu dótturinnar, Frh. á 4. síðu. JAPANIR drepa 30 amer- íska borgara LONDON: Bardögunum við Shanghai heldur áfram sleitulaust. Sprengjur úr flug- vélum Japana féllu í gær niður yfir þann hluta alþjóðahverfisins, sem telst til gæzlusvæðis Bandaríkjanna, þrjátíu amerískir hermenn voru drepn- ir, og allmargir særðust. Við Tazan, þar sem aðalorrustan á Shanghai-vígstögðunum fer nú fram, telja báði stríðsaðilar sig liafa sótt fram. Kínverska stjórnin segir, að her Kín- verja hafi neytt Japani til þess að draga saman lið sitt, og stytta víglín- una á þessum slóðum. — FÚ. hér í bænum ummiðjandag í gær Kl. um hálf þrjú í gær varð eldur laus í húsinu nr. 16 við Bergþórugötu. Eldurinn greip fljótt um sig og varð húsið al- elda á svipstundu og brann til kaldra kola áður en við nokkuð varð ráðið og fórust gömul hjón, sem bjuggu á efri hæð, án þess að við yrði gert. Tildrög þessa hörmulega slyss voru þau, að Lára Valdadóttir, sem bjó í austurenda neðri hæð- arinnar, hafði beðið dóttur sína, 9 ára gamla, að taka til íbúð- inni, en sjálf fór hún til vinnu úti í bæ að afloknum hádegis- verði. Tók dóttir hennar til að bóna gólfin og gekk jafnaldra hennar úr nágrannahúsi að því starfi með henni. Fannst telpunum, að ekki myndi nægja að bóna gólfin, heldur þyrfti að þvo þau. Ákváðu þær að velgja vatn í því augnamiði. Virtist þeim, sem dautt væri í eldavélinni og hugðust því að kveikja upp í henni, en raunverulega hafði Lára falið eldinn áður en hún fór út. Þar eð þær fundu engan eldspýtnastokk, fengu þær hann að láni hjá mæðgum, sem bjuggu í austurenda á efri hæö. í vesturenda uppi bjuggu gömlu hjónin sem inni brunnu, Ástríð- ur Jónsdóttir og Kristófer Bárð- arson, en auk þeirra var dóttir þeirra, Jónína, heima. Þegar telpurnar höfðu fengið eldstokkinn, vættu þær pappírs- blað í benzíni úr leirbrúsa sem geymdur var í skáp í eldhúsinu, og að líkindum hefir verið not- að til að hreinsa föt, og kveiktu í, en það fuðraði upp og virtist síðan ætla að kulna út. Þá hellti önnur telpan úr benzínbrúsanum og gaus nú skyndilega mikill blossi út úr eldavélinni og missti hún við það brúsann á gólfið. Komst loginn þegar í benzínið og læst- ist óðar um allt eldhúsið. Þó sluppu telpurnar út litt brennd- ar. Stúlkan, sem lánað hafði eld- spýturnar, heyrði óp telpnanna og kom hlaupandi niður, og móðir hennar á eftir. Hljóp stúlkan út til þess að gera slökkviliðinu aðvart, en móðir hennar reyndi að kæfa bálið, með því að kasta gólfmottum á eldinn. í þessum svifum kom Jónína, dóttir gömlu hjónanna, sem inni brunnu, niður af loftinu. Lagði logann út um opnar eld- hússdyrnar í áttina til stigans, og hamlaði henni að fara upp aftur, en er hún sá, hvar komið var, leitaði hún aðstoðar verka- manna, sem voru að vinna þar skammt frá, til að bjarga for- eldrum sínum. En þegar þeir komu á vettvang, var húsið tek- ið að loga og uppgangan alelda. Þó komst einn þeirra eitthvað upp í stigann, en varð frá að Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.