Nýja dagblaðið - 23.10.1937, Qupperneq 2
2
N Y J A
D A GBLAÐIÐ
Norðlenzkt
dilkakjöt
í heílldsölu og smásölu
Svið og mör.
Geríð kjötinnkaupm sem fyrst,
Þér fáiö pað vænst hjá okkur.
Kj ötverzlunin Herðubreið
Fríkirkjuvegi 7. Sími 4565.
Matargerðín, Laugavegí 58
Býður yður í sunnudagsmatinn:
glænýtt folaldakjöt og' nautakjjöt
í buff og gullash.
Elnnlg léttsaltað folaklakjöt, dllka-
kjöt o. fl.
Hringið í síma 3827.
Höfum landsíns mesta úrval ai nýjum bíl-
umíbæjarakstur. - Opíðallansólarhríngínn
BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS
Sími 1540 (þrjár línur).
Nú er kalf og vetur
að ganga í garð.
Fyrirliggjandi gott úrval af hlýjum og góðum vetrar-
fataefnum. Fötin frá kr. 125.00.
Sömuleiðis svart og blátt sparifataefni.
Klœ&averzlunin (iu&m. B. Vihar.
Sími 3245. — Laugaveg 17.
M.s. Dronning
Alexandrine
fer mánudaginn 25. þ. m. kl. 8
síðd. til Kaupmannahafnar (um
Vestmannaeyj ar og Thors-
havn).
Farþegar sæki farseðla fyrir
kl. 3 e. h. í dag.
Tilkynningar um vörur komi
sem fyrst.
Jes Zimsen
Skipaafgreiðsla
Tryggkgöíu. Sími 3025
K I 1
a&eins Loftur.
Góð gjöf:
Þœíííp úr sögu Reykjavíkur
Pæst hjá bók8ölum.
Úrvals spaðkjöt
í faeílum, hálium og kvart tunnum
nýkomið.
Pantið sem iyrst, meðan úr nógu er að velja
Samband ísl. samvinnuiélaga
Sími 1080.
Til Keflavíkur, Garðs
og Sandgerðís daglega
tvisvar á dag.
Steindór, sízni 1580.
♦♦♦♦♦♦♦<
H0W TO "KEEP EDUCATED’’
Read Daily the World-wide Constructive News in
The Christian Science Monitor
An lnternational Daily Newspaper
It gives all the construclive vrorld news but does not exploit crimo and
scandal. Men liko the column, "The World’s Day”—news at a glance for
the busy rcadcr. It lias intcresting fcature pages for all the family. A
Weekly Magazino Scction, written by distinguished authorities on eco-
nomic, social and political probloms. gives a survey of world affairs.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Please enter my subscription to The Christian Science Monitor
for a period of
□ 1 year $9.00 □ 6 months $4.50 □ 3 months $2.25 Q I month 75c
Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $-2.60; 6 issues 25c
Name
Address________
SAMPLE COPY ON REQDEST
Við, sem enn erum ung, en
munum þó 15—20 ár aftur í
tímann, minnumst þess, að hafa
heyrt hinar ægilegustu og ótrú-
legustu sögur um lífið á Siglu-
firði. Þeir, sem dvalið höfðu
sumarlangt í síldinni, töluðú
margt, er þeir voru komnir það-
an. Okkur var ságt frá bardög-
um milli heilla skipshafna, eða
á rnilli Norðmanna og íslend-
inga. Með hrollkaldri hrifningu
hlustuðum við á frásagnir um
lífið í „brökkunum“, um laus-
lætið, drykkjuskapinn og knæp-
urnar, um hlaðafla af síld og
ótrúlega hátt kaupgjald. Það
var einhver spennandi æfintýra-
blær yfir flestum þessum sögum,
allir þessir útlendingar, öll þessi
skip, hinar ótrúlegu fjárhæðir,
sem hægt var að afla sér á
skömmum tíma, fólksmergðin
og hið fjöruga, slarkfengna
skemmtanalíf. Já, þó að þessar
sögur væru allægilegar, langaði
okkur mörg áreiðanlega til að
fara til Siglufjarðar í síldina. ;
En hafi eitthvert okkar gengið
svo langt að fara til mömmu j
og pabba og biðja um leyfi til j
þess, hefir svarið, a. m. k.
fyrst, verið það sama hjá flest-
um. „Nei, barnið gott, þangað
hefir þú ekkert gott af að
fara“. Sum okkar fengu því ekki :
að fara og hafa aldrei verið í j
síld á Siglufirði. Önnur fengu I
óskir sínar uppfylltar og dvöldu j
margsinnis sumarlangt í þess- ;
um æfintýrabæ. Hvort þau hafa I
öðlast þar gull og 'gæfu, eru þau
ein til frásagnar um. En eitt
er víst, að mörgum fannst eins
fljótlegt að eyða peningunum ;
og afla þeirra, og gæfan .hverf-
ul og dutlungafull — — eins
og síldin.
Lífið á Siélufirði
Blaðinu hefir borizt meðfylgjandi grein frá ung-
um menntamanni, sem dvalið hefir á Siglufirði. Til-
lagan, sem hann kemur fram með, hefir talsvert verið
rædd og undirbúin af áhugamönnum á Siglufirði, en
fleiri og fjársterkari aðilar verða að koma til sög-
unnar, ef af framkvæmdum ætti að geta orðið. Væri
ekki rétt að síldarverksmiðjurnar og aðrir atvinnu-
rekendur, sem láta stunda þar atvinnu á sumrin,
legðu fram skerf til þessarar framkvæmdar?
Á síðari árum hefir margt
breytzt um Siglufjörð. Bærinn
hefi smám saman stækkað og
prýkkað. Útlendinga gætir þar
miklu minna en áður, svo að
það er ekki lengur hægt að
kenna þeim um það, sem aflaga
fer. Síldveiðin hefir færzt yfir
á hendur íslendinga og er orð-
in einn hinn arðbærasti atvinnu-
vegur. Siglufjörður er ennþá
höfuðborg síldveiðanna og
lokkar til sín á hverju sumri
þúsundir manna og kvenna. Hin
seinustu ár hafa fleiri farið til
Siglufjarðar en nokkru sinni
fyr, og hafa nú margir haft
tækifæri til þess að dæma sjálfir
um sannleiksgildi sagnanna um
lífið þar. Við, sem dvaiið höfum
á Siglufirði undanfarin sumur,
höfum komizt að raun um, að
lífið hefir fágast á síðari árum,
ef sögurnar hafa verið sannar,
sem okkur voru sagðar í gamla
daga. Lífið þar er ekki eins
taumlaust og siðlaust og okkur
hafði verið sagt. En það er þó
svo slæmt, að margur ungur
maður og stúlka tapar áreiðan-
lega á veru sinni þar, jafnvel
þó að farið sé þaðan með þunga
pyngju. Það er óþarft að fjöl-
yrða um það, sem er á allra
vitorði, en það er mikill drykkju
skapur á Siglufirði, tryllt og
siðspillandi skemmtanalíf. Ekki
ósjaldan kemur það fyrir, að
menn fara „blankir" þaðan,
jafnvel þó að þeir hafi unnið
sér inn mikla peninga, en þeim
hefir þá verið eytt í vín og
skemmtanir. Þessi hlið málsins
: er alvarleg og sárgrætileg, en
hin er þó ennþá alvarlegri, að
margt ungt fólk, sem ef til vill
hefir farið í síldina beint úr for-
eldrahúsum, bíður þar tjón á
sálu sinni, týnir mörgu af sínu
dýrmætasta í drykkjuskapnum
og hringiðunni og finnst þetta
) vera eina lífið, sem vert sé þess
að lifa.
Sem betur fer eru ýmsir
farnir að sjá, að við svo búið
má ekki lengur standa og harma
það mjög, að slíkt þurfi endi-
lega að sigla í kjölfar eins af
af helztu atvinnuvegum þjóð-
arinnar. Þau skáld, sem skrifað
hafa um lífið á Siglufirði, hafa
aðeins lýst því með dökkum lit-
um, en ekki bent á nein úrræði
til hins betra. Góðtemplarar og
margir aðrir hafa bent á þá
leið að loka áfengisverzluninni.
En flestir láta þetta allt saman
í léttu rúmi liggja og hugsa að-
eins, að þetta síldarfólk og sjó- j
menn sé mesti trantaralýður, !
og þess vegna geti hegðunin
ekki verið öðruvísi. Það er vel
þess vert að reyna að gera sér
grein fyrir því hvort þetta sé
rétt, hvort rætur meinsins liggi
hjá fólkinu sjálfu eða einhverju
öðru.
Hugsaðu þér, lesari góður, að
þú sért á síldarskipi, sem legg-
ur upp á Siglufirði. Við skulum
gera ráð fyrir, að þið liggið inni j
vegna veðurs, eða eins og oft er,
að skipið sé fullt af síld og bíði
affermingar. Þú hefir frí og ferð
í þín beztu föt, þig langar í ein-
hverja upplyftingu, einhverja
tilbreytingu eftir sjóvolkið og
stritið. Þú helzt ekki við um
borð í grútarlyktinni og óþrifn-
aðinum, sem alltaf fylgir bless-
aðri síldinni. Þar er heldur ekk-
ert við að vera. Nei, þú ferð í
land og blandast fólksfjöldan-
um, sem reikar um götur Siglu-
fjarðar á sumarkvöldum og veit
ekkert hvað hann á af sér að
gera. Þú þekkir engan í bænum,
og nú verðurðu að ráða við þig,
hvað þú ætlar að gera, hvernig
þú ætlar að fara að því að láta
kvöldið líða notalega og skemmti
lega.
Geturðu nokkursstaðar feng-
ið að hlusta á útvarp og skemmt
þér við það?
Nei, það er hvergi hægt.
Er til nokkur lesstofa á Siglu-
frði, þar sem þú getur fengið
skemmtibækur og blöð til láns
og lestrar?
Nei, þú munt komast að raun
um að svo er ekki.
Ef til vll þarftu að skrifa bréf
til vina og vandamanna, hvar
geturðu gert það?
Hvergi.
Ef til vill þarftu að skrifa bréf
hverja félaga þína til þess að
spila „bridge“ eða tefla, hvar er
tækifæri til þess?
Hvergi.
Það er ef til vill rigning, eins
og oft á Siglufirði. Þú reikar um
göturnar og finnst það vera
fátt, sem hægt sé að gera, það
séu flestar bjargir bannaðar.
En svo að segja við hvert götu-
horn í miðbænum er kaffihús.
Þaðan heyrast dynjandi dans-
lög, þar er glaumur og gleði
fram á nótt. Áður en þú veizt
af ertu kominn inn á eitt þeirra.
Þú ert velkominn, og þér finnst,
Framh. á 3. síðu.