Nýja dagblaðið - 23.10.1937, Page 3
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
8
Málastuldur
Morgunblaðsmenn
reyna enn að eigna
sér Sundhöllina og
t T L Ö JV D :
Styrjöldin
í Norður-Kína
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
þór&rinn þörarmsson.
Ritstjómarskrifstofumar:
Hafnarstr. 10. Sími 8823.
Aígr. og auglýsingaskrifstofa
H&fnarstr. Ið. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
f laus&sölu 10 aura rdnt.
Prentsm. Edda h.f.
Sirni 394«.
Sparnaðartal
og sparnaðarviljí
Almenningur er því ekki ó-
vanur að heyra svokallaða
Sjálfstæðismenn og þeirra
fylgifiska barma sér út af
þeirri gífurlegu „eyðslu“, sem
nú eigi sér stað á ríkisfé — og
að ríkið sé að „sökkva dýpra og
dýpra í skuldafenið". Sannleik-
urinn er þó sá, að skuldir ríkis-
ins hafa ekkert aukizt síðustu
árin, og má það áreiðanlega
teljast viðunandi á þeim
krepputímum, sem yfir landið
hafa gengið. Ef Reykjavíkur-
bær eða öll helztu fjármála-
fyrirtæki íhaldsmanna hefðu
sömu sögu að segja, mætti það
teljast gleðilegt samanborið við
staðreyndirnar.
Nú neitar því vitaskuld eng-
inn maður, að útgjöld ríkisins
séu há og að einhversstaðar
mætti spara, ef vel væri leitað.
En hitt er víst, að niðurskurð-
urinn er erfiðari en margur
hyggur. Mikill hluti af gjöldum
ríkisins er lögbundinn, og ekki
auðvelt að fá fram lækkanir
með breytingum þeirra laga. Ef
t. d. launalögin eru tekin sem
dæmi, þá eru uppi sífelldar
kröfur frá starfsmönnum ríkis-
ins um hækkun launa, og hætt
við, að erfitt myndi reynast að
standa móti sumum þeirra, ef
launalögin yrðu „opnuð“ á
* annað borð. Og gæti þá svo
farið, að sparnaðarviðleitnin
snérist upp í allt annað en til
var stofnað.
Það mun því vera nokkurn-
veginn sameiginlegt álit
flestra þeirra, er í fjárveitinga-
nefndum Alþingis hafa átt
sæti, að ef verulegur niður-
skurður yrði framkvæmdur, þá
myndi það verða niðurskurður
á framlögum til verklegra
framkvæmda og atvinnuveg-
anna eða aðrar greiðslur til
almennra umbóta, sem ekki
eru alveg eins fastbundnar og
þær greiðslur, sem áður voru
nefndar.
En hvernig myndi slíkur
sparnaður ganga. Ekki verður
annars vart en að stjórnarand-
stæðingar — þrátt fyrir allt
sitt eyðslutal — vilji eiga full-
komlega sinn hluta af heiðrin-
um fyrir framkvæmd flestra
þeirra nauðsynjamála, sem
vinsæl eru af almenningi, þrátt
fyrir þau miklu útgjöld, sem
þetta hefir í för með sér. Þessir
menn þykjast áreiðanlega, þeg-
ar þeir tala við kjósendur, hafa
lagt drjúgan skerf til að auka
framlög til vega, símalagninga,
hafnagerða, strandferða, jarð-
ræktar og bygginga i sveitum,
alþýðufræðslu, sjúkrahjálpar
o. s. frv. En það er lítið sam-
ræmi í því að þykjast hafa
verið með öllu þessu en fjand-
skapast síðan út af því að það
kosti peninga. Og það ber vott
um næsta lélega ábyrgðartil-
finningu, að ljá lið sitt svo að
segja hverri fjárkröfu, sem
fram kemur á hendur hinu op-
inbera, en gera síðan óp að rík-
isstjórninni í hvert sinn sem
Herra ritstjóri!
Vegna þess að jafnan reynist
ókleift, að fá leiðréttar eða
bornar til baka missagnir og
bein ósannindi Alþýðublaðsins,
varðandi Ríkisútvarpið, leyfi
ég mér að biðja yður um, að
birta í heiðruðu blaði yðar eft-
irfarandi athugasemdir:
í Alþbl. 18. þ. m. birtist smá-
grein um söngvarann Sig.
Skagfield, og er þar meðal ann-
ars komizt svo að orði, að Skag-
field muni ekki syngja í út-
varpið „vegna ósamkomulags
við útvarpsstjóra“.
Eins og flestum mun vera
kunnugt um, eru ákvarðanir
um dagskrá að öllu leyti í
höndum útvarpsráðs og fer út-
varpsráðið um ákvarðanir
varðandi tónlist eftir tillögum
tónlistarstjórans, herra Páls
ísólfssonar, tónskálds. Og hefi
ég ekki, hvorki til eða frá,
hlutast til um það, hvort Sig.
Skagfield syngi í útvarpið.
Enda mun bæði útvarpsráði og
tónlistarstjóra vera ljúft að
votta það, að ég hefi ekki á
undanförnum árum gert til-
raunir til, að leggja stein í götu
Sig. Skagfield né annara lista-
manna, sem útvarpið hefir haft
skipti við.
Þá hefir Alþbl. 20. þ. m. talið
innlendum fréttum útvarpsins
harla ábótavant og væri gott
eitt til þess að segja, að blöðin
flyttu gagnrýni meiri, en nú
tíðkast, á dagskrá útvarpsins
yfir höfuð, ef ætla mætti að sú
gagnrýni væri byggð á viti og
sanngirni. Nú er svo háttað, að
skilyrði fyrir því, að unnt sé að
segja fréttir, eru fyrst og fremst
þau, að eitthvað fréttnæmt
gerist. Ríkisútvarpið hefir
fréttaritara í hverjum kaup-
stað og hverju héraði lands-
ins, sem hafa fengið mjög
nákvæm og ítarleg fyiúrmæli
um það, að greina frá hvers-
konar viðburðum, sem, eftir þar
um settum reglum, geta talizt
fréttnæmir. Hitt er ekki á valdi
Ríkisútvarpsins, né neinnar
annarar fréttastofnunar, að sjá
fyrir þvi, að viðburðir gerist og
fer því eftir atvikum frá degi
til dags, hversu fréttir verða
miklar að vöxtum og frétta-
gildi.
Drýldni Alþbl. í þessari smá-
grein er því furðulegri, sem það
er kunnugt, að blaðið er að
kalla má algerlega upp á Ríkis-
útvarpið komið um fréttabirt-
ingar sínar og fær fréttirnar
fyrir sáralítið gjald. Þó verður
það enn furðulegra að í þessu
sama blaði, sem birtir ókurteis-
hún þarf að afla nýrra tekju-
stofna.
Einhverjir, sem hlustuðu á
ræðu fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, Magnúsar Jónssonar,
við fjárlagaumræðuna á dög-
unum, munu e. t. v. hafa gert
sér í hugarlund, að Sjálfstæðis-
mönnum myndi nú loksins vera
alvara og að þeir hefðu tekið
rögg á sig að bera fram tillög-
ur um sparnað og til þess að
öðru leyti að hindra skulda-
söfnun hjá rikinu.
En sjón er sögu ríkari.
Síðan Magnús hélt ræðuna,
eru Sjálfstæðismenn á Alþingi
búnir að flytja tillögur um að
hækka ríkisútgjöldin um 530
þús. kr. og lækka ríkistekjurn-
ar um 2 millj. 750 þús. kr. Sam-
tals myndi þessi hækkun út-
gjalda og lækkun tekna þýða
nýjan halla á fjárlögum, sem
næmi nokkuð á fjórðu milljón
króna!
Þannig er umhyggja „sparn-
aðarmannanna“ fyrir ríkis-
sjóði, þegar á reynir.
lega tilslettni um fánýti út-
varpsfréttanna, birtist ítarleg
frétt eftir Ríkisútvarpinu um
síldarverksmiöjuna á Húsavík,
þar sem felld er burt úr frétt-
inni sjálf heimildin fyrir birt-
ingunni. Þetta er eins og allir
munu sjá, gert til þess, að dylj-
ast um það, hvaðan fréttin er
fengin. Þannig hafa þessir for-
ráðamenn blaðsins kosið að
hnupla frétt, sem þeir telja
merkilega, frá þeirri stofnun,
sem þeir í sama blaði átelja
fyrir ófullnægj andi fréttir. Auk
þess, sem hér er um að ræða
skýlaust brot á ákvæði í samn-
ingi milli Ríkisútvarpsins og
blaðsins, og því beinn frétta-
stuldur, þá mun það verða að
dómi hvers manns, sem kann
skil á siðmenningu í blaða-
mennsku, ekkert annað en
háttur óvaldra dóna. Og þó að
það mætti vera Ríkisútvarpinu
harla ógeðfellt, að eiga samn-
inga og skipti við slíkan aðila,
þá er slikt þó miklu alvarlegra
fyrir þá menn og þann flokk,
sem ber ábyrgð á þessháttar
vinnubrögðum.
Reykjavík, 22. okt. 1937.
Jónas Þorbergsson
útvarpsstjóri.
Líiið á Sigluiirðí
Framh. af 2. síðu.
að einhverstaðar verði vondir
að vera. Þú ert kominn í hring-
iðuna. Þú hefir gefið litla fing-
urinn, svo að hendinni er hætt.
Það hefir ekki verið ætlun þín
að eyða miklum peningum, er
þú fórst í land, þú hefir ekki
ætlað þér að slarka og drekka.
Þú þarf þess heldur ekki en þú
ert breyzkur og veikur fyrir,
eins og svo margir nú á dögum,
þú fellur fyrir freistingunum.
Næsta morgun iðrastu eftir öllu
saman, en að kvöldi þess dags
fer ef til vill allt á sömu leið.
Þannig gengur það til á Siglu-
firði. Það aðkomufólk, sem
dvelur í landi, hefir sömu sögu
að segja. Flest af því býr
i „brökkum“ eða þá í frek-
ar óvistlegum herbergjum
úti í bæ hjá ókunnugu fólki. Það
helzt ekki heima á kvöldin og
verður svo hinu slarkfengna
skemmtanalífi að bráð. Margt af
þessu fólki hefir áreiðanlega
góðan vilja á því að spara og lifa
einhverskonar menningarlífi, en
því gefast engin tækifæri til þess.
Rætur meinsins liggja því í þeim
veikleika þess, að geta ekki stað-
izt freistingarnar, en þó engu
síður í þeim skilyrðum, sem það
hefir við að búa. Það er hvergi
velkomið nema í kvikmyndahús-
ið, kaffihúsin og á dansleikina.
Það er ekkert, sem laðar til hins
betra, allt til hins verra.
— Það sem gera þarf til þess
að fága og bæta lífið á Siglu-
firði er fyrst og fremst þetta:
Það þarf að koma á fót dval-
arstað fyrir aðkomufólk. Það
þarf aö eignast eitthvert at-
hvarf, þar sem það þarf ekki að
eyöa miklum peningum eða á
það á hættu að falla fyrir
þeim freistingum, sem læðast
við hvers manns fótmál. Þar
þarf að vera lesstofa og
skemmtibækur, lánaðar til
lestrar. Öll íslenzk blöð þurfa
að liggja þar frammi. Þar á að
vera hægt að skrifa bréf og
hlusta á útvarp, spila og tefla.
Með öðrum orðum, þetta þyrfti
að vera stórt og vistlegt heim-
ili, sem hægt væri að flýja til á
kvöldin og dvelja þar án þess
aö láta sér leiðast. Gjarnan
mætti selja þar kaffi, en
drykkjuskapur ekki liðinn og
Sogsvirkjuiima
Morgunblaðsmenn halda á-
fram að berja höfðinu við stein-
inn og eigna sér Sundhöllina og
Sogsvirkjunina. Þeir óttast að
vonum, að fyrri fjandskapur
þeirra gegn þessum málum muni
spilla fyrir þeim í bæjarstjórnar-
kosningunum í vetur.
Það er alveg rétt til getið hjá
Morgunblaðsmönnum. Starf-
ræksla Sogsvirkjunarinnar og
Sundhallarinnar mun sanna al-
menningi það betur en orð fengu
gert áður, hversu mikla bölvun
íhaldið hefir gert með því að
tefja framkvæmd þessara mála
svo árum skipti. Ekki bætir það
heldur úr skák, þegar ómerki-
legur stráklingur, sem engu nýti-
legu máli hefir gert gagn, er lát-
inn hnoða saman löngum blekk-
ingavaðli, í því skyni að eigna í-
haldinu þessi mál. Það sýnir bezt
að íhaldið telur sig sjálft ekki
hafa unnið neitt, sem sé því til
framdráttar, og ætli þess vegna
að draga fram sína pólitisku líf-
tóru með því að eigna sér verk
annarra.
í Nýja Dagblaðinu voru í gær
birt ummæli, sem einn bæjarfull-
trúi og þingmaður íhaldsins í
Reykjavík lét falla á þingi 1928.
Hann segir þá:
„Hitt þykist ég mega segja, að
bœjarstjórnin muni ekki veita fé
til byggingar sundhallar úr bœj-
arsjóði. Að minnsta kosti mun-
um við íhaldsmenn í bæjarstjórn
þeirrar skoðunar, að bœrinn geti
ekki veitt til sundhallar 200 þús.
kr.“, eins og áætlað var í frum-
varpi Jónasar Jónssonar. Þessi
ummœli. geta .ritstjórar. Mbl.
fundið á 1691. dalki i B-deild
þingtíðindanna þetta ár.
Dirfist stráksnáðinn, sem
skrifaði Sundhallargreinina í
Morgunblaðið, að lýsa Jón Ólafs-
son ómerkan að þessum orðum
sínum? Eða telur hann, að þessi
orð Jóns Ólafssonar sýni að það
hafi verið íhaldsmennirnir í bæj -
arstjórninni, sem áttu upptökin
að Sundhallarmálinu og beittust
fyrir framkvæmd þess?
Stráklingurinn verður látinn
spreyta sig á fleiri slíkum um-
mælum, ef hann heldur falsiðju
sinni áfram.
í Sogsmálinu skal látið nægja
að nefna það, að 23. febrúar 1933
lét íhaldið sig enn dreyma um ó-
fullkomna viðbót við Elliðaár-
virkjunina og felldi svohljóðandi
tillögu í bæjarstjórninni:
„Bœjarstjórnin telur beztu og
sjálfsögðustu leiðina til þess að
bœta úr raforkuþörf bœjarins,
að bœrinn sjálfur eða ríkið virki
og reki raforkustöð við Sogið.“
Þennan sama dag var Jón Þor-
láksson ekki einu sinni búinn að
átta sig á yfirburðum Sogsvirkj -
unarinnar, því hann skrifaði þá
í Morgunblaðið:
Pramh. á 4. síðu.
drukknum mönnum synjað um
inngöngu.
Þetta heimili yrði vinsælt og
mjög sótt af hinum heimilis-
lausu á Siglufirði. Um það
blandast engum hugur, sem
eitthvað þekkir til. Skemmt-
analífið myndi að vísu halda
áfram á svipaðan hátt, en þeir
yrðu færri, sem eyddu þar fé
og glötuðu mannkostum sín-
um. Og þegar fólkinu hefði
þannig verið gefinn kostur á
að eyöa tómstundum sínum á
siðsaman og saklausan hátt,
væri fyrst kominn tími til þess
að grípa til róttækra ráðstaf-
ana, eins og t. d. að loka á-
fengisverzluninni, en fyr ekki.
Slíkt heimili og starfræksla
þess myndi kosta talsvert fé
Þess var nýlega getið í útvarps-
fréttum, að sendiherra Rússa í
Nanking, Bogumolov, hefði far-
ið i skyndi til Moskva og setið
þar á ráðstefnu með Stalin.
Ameriski blaðamaðurinn, H.
R. Knickerbocker, gerir þessa
ferð að umtalsefni í fréttaskeyti
sem hann sendi frá Shanghai,
og telur hann þar að hún geti
orðið mjög þýðingarmikil.
Þau tíðindi, sem Bogumolov
hafði að flytja einvaldanum í
Moskva, segir Knickerbocker,
voru mjög alvarleg. Vestur-
landaþjóðirnar hafa einkum
gert sér far um að fylgjast með
orrustum við Shanghai, vegna
þess hvað Kínverjar hafa staðið
sig vel þar og Japanir unnið lít-
ið á. Kunnugir menn hljóta þó
að telja, að þýðingarmestu
þættir þessa harmleiks gerist í
Norður-Kína. Þar hafa Japanir
unnið hvert héraðið á fætur
öðru, og takist ekki að hindra
sókn þeirra, verða þeir búnir
innan skamms að mynda þar
nýtt nýlenduríki, sem verður
bæði stærra og náttúruauðugra
en Manchukuo. Þótt Japanir
hefðu ekki meira en þetta upp
úr styrjöldinni, væri ávinningur
þeirra orðinn stórkostlegur. Þeir
væru búnir að skapa sér stórum
traustara aðsetur á meginlandi
Asíu og ná yfirráðum á mikils-
verðum auðlindum. Virðist það
vaka fyrir þeim, að þetta nýja
yfirráðasvæði þeirra nái að
landamærum Innri-Mongoliu,
og geri þeim þannig auðvelda
árás inn í lönd Rússa, ef þeim
biði svo við að horfa.
Rússar eiga því erfitt með að
sitja hjá, þegar slíkir atburðir
eru að gerast í Kína, því þó Ja-
pönum takist ekki að fram-
kvæma að sinni nema þennan
hluta af áformum sínum, er
hagsmunum Rússa í Asíu samt
stofnað i stórkostlega aukna
hættu. Þess vegna telur Knick-
erbocker vafasamt, hvort Rúss-
ar telji sig geta setið þegjandi
hjá, ef sigurför Japana heldur
áfram í Norður-Kína. Verði
Rússar afskiptalausir í styrjöld-
inni, hljóti það að vera sökum
þess, að þeir treysti ekki full-
komlega á her sinn, enda benda
aftökur á helztu herforingjun-
um til þess, að hann sé ekki eins
traustur og höfðatalan bendir
til.
Knickerbocker telur að Rúss-
ar hafi ekki enn veitt Kínverj-
um hernaðarhjálp svo nokkru
nemi og sögurnar um það séu
því mjög ýktar.
Ófarir Kínverja í Norður-
Kína telur hann að stafi ekki
sízt af því, að ýmsir hershöfð-
ingjar og landstjórar þeirra á
þessum stöðum hafi brugðizt
stjórninni í Nanking eða séu í
þann veginn að svíkja. Meðal
þeirra telur hann Chiang-
Hsheh-liang, sem handtók Chi-
ang-Kai-Shek á síðastl. hausti
og krafðist þá ákveðnari stefnu
á móti Japönum. Hann hefir
undanfarið stjórnað 70 þúsund
manna her sunnan við Tientsin
og ekki fengizt til að taka veru-
legan þátt í orrustum.
og verða ofviða bæjarfélaginu,
enda ekki sanngjarnt að það
bæri kostnaðinn. Ríkissjóöur
yrði að leggja féð af mörkum.
Þjóðíélaginu ber skylda til þess
að gera það sem gera þarf og
bregða skjótt við fyrir næsta
sumar. Þeir, sem þá hlusta á
síldarfregnir í útvarpinu,
mættu gjarnan hafa það á
meðvitundinni, að það sé hugs-
að um fleiri verðmæti en þau,
sem flutt eru út, og erlendur
gjaldeyrir fæst fyrir, og að ekki
sé látið skeika að sköpuðu um
allt annað. Aq.