Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 1
AÐAL ÁSTASAGA árslns er MELEESA rwjiA ID/V5MBII/MÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, sunnudaginn 24. október 1737. 247. blað ANNÁLL 297. dagur ársins: Sólarupprás kl. 7.40. Sólarlag kl. 4.35. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 8.30. Ljósatími bifreiða er frá kl. 5.15 að kvöldi, til kl. 5.10 að morgni. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Bankastræti 11, sími 4348, en næstu nótt Ólafur Helgason, Bárugötu 22, sími 2128. — Sunnudagslæknir er Alfred Gíslason, Ljósvallagöu 10, sími 3894. — Nætur- vörður er þessa viku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Útvarpið í dag. 9.45 Morguntónleikar: Lög um eldinn (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Há- degisútvarp. 13.00 Enskukennsla, 3. fl. 13.25 íslenzkukennsla, 3. fl. 14.00 Guðs- þjónusta í útvarpssal (Ræða: séra Helgi Konráðsson). 15.30 Miðdegistón- leikar frá Hótel Borg (stj. B. Monshin). 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Erindi Búnaðarfélgasins: Vetur og sumar (Páll Zophóníasson ráðu- nautur). 19.40 Auglýsingar. 19.50 Frétt- ir. 20.15 Erindi: Forvitni mannsandans (Guðmundur Friðjónsson skáld). 20.40 Hlj ómplötur: N orðurlandasöngvarar. 21.00 Upplestur: Saga (Kristmann Guðmundsson rithöf.). 21.25 Hljóm- plötur: Rósamundulög eftir Schubert. 21.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfregn- ir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veöur- fregnir. 18.45 íslenzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi. Landmælingar úr lofti (Steinþór Sig- urðsson magister). 20.40 Einsöngur (Hermann Guðmundsson). 21.00 Um daginn og veginn. 21.15 Útvarpshljóm- sveitin leikur alþýðulög. 21.40 Hljóm- plötur: Lög eftir Stradella og um Stra- della. 22.00 Dagskrárlok. Félagið Orri hefur vetrarstarfsemi sína í dag. Verður fundur haldinn að Hótel Borg, herbergi nr. 110 og hefst hann kl. 1.30. Félagar eru beðnir að mæta á réttum tíma. Hjónabönd. í gær voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Svein- björg Jónsdóttir og Helgi Ámason til heimilis á Grundarstíg 11, og ungfrú Þórunn Sveinsdóttir og Þorsteinn Sveinsson stud. jur. Þá gaf séra Frið- rik Hallgrímsson saman í hjónaband ungfrú Helgu Hannesdóttur, Karlagötu 12 og Ólaf Ólafsson frá Vestmannaeyj- um. Ennfremur ungfrú Soffíu S. Lár- usdóttur og Rögnvald Þórðarson bílstj. Heimili þeirra verður á Eiríksgötu 15. KÍNVERJAR HERÐA VÖRNINA í NORÐUR-KÍNA Sókn Japana hnekkt á þrem stöðum. LONDON: Frá þremur vígstöðvum í Norður- Kína berast fréttir um að Kínverjum hafi tekizt að hnekkja framsókn jap- anska hersins. Kínverska stjórnin skýrir frá því, að flugvélar hemiar hafi gert árás á tvær herflutningalestir Japana, sem voru á leiðinni frá Peiping til vígstöðvanna norðan við Cheng-te og hafi eyðilagt báðar lestirnar. Ennfremur hafi kín- verska hernum tekizt að rjúfa járn- brautarsamgöngur Japana á sjö stöð- um. Austar í landinu hafa Kínverjar rif- ið niður flóðgarða og hleypt vatni yfir allstór svæði, til þess að stemma stigu fyrir framsókn hersins, sem sækir suður á bóginn frá Tientsin til Pukow. Loks halda Kínverjar því fram, að hersveitum þeirra í Shansi hafi tekizt að hrekja Japani aftur úr herstöðvum þeim, sem þeir höfðu tekið í fjallahér- uðunum þar. — FÚ. Heimssýningin í New-York Nefndarálit um pátt- töku íslendinga Samkvæmt tilmælum ríkisstjórnar- innar, tilnefndu Fiskimálanefnd, S. í. S. og Verzlunarráö íslands þá Júlíus Guðmundsson, Jón Árnason og Garðar Gíslason í nefnd, sem skyldi, undir forustu Stefáns Þorvarðssonar fulltrúa, gera undirbúningsathuganir viðvíkj- andi þátttöku af íslands hálfu í heims- sýningu í New York árið 1939. Hefir nefndin nú skilað áliti sínu og athug- unum til ríkisstjórnarinnar og gert það að tillögu sinni, að ísland taki þátt í sýningunni. Sýningu þessari verður þannig hátt- að, að sýningarnefndin sjálf lætur byggja skála mikla, þar sem þjóðunum gefst þess kostur, að fá til umráða 1000 fermetra stórt sýningarsvæði hverri án endurgjalds, en þær þjóðir, sem þar finnst of þröngt um sig, fá lóð til þess að byggja sína eigin skála á. Einsætt viröist, að 1000 fermetra sýningarsvæði mundi nægja íslandi. Nefndin reyndi að gera sér greín fyr- ir því, hver kostnaður mundi leiða af þátttöku íslands í sýningunni, og telur, að hann muni aldrei verða minni en 250 þús. kr. Kemur þar bæði til greina starfsmannahald, skreyting svæðisins, samningagerðir og flutningskostnaður og fleira. Á móti þessu myndi að vísu koma nokkrar tekjur, en þær eru harla óvissar. Ef til þess kæmi, að ísland tæki þátt í sýningunni, virðist nefndinni eðlilegt, að ríkið bæri ekki eitt allan kostnað, sem af því myndi leiða, heldur að ýms fyrirtæki bæru hann að nokkru, sér- staklega þar sem hagnaður sá, sem nást mundi eftir á, gengi ekki beint til ríkisins, heldur dreifðist á ýmsar hend- ur. Þóí í hlulleys- isnefndínni Fulltrúar elnræð- Isríkjanna stofna til nýs ágreinings. LONDON: Á fundi hlutleysisnefndarinnar á föstudaginn náðist ekki samkomulag um það, hversu marga sjálfboðaliða skyldi vera búið að flytja í burtu áður en aðiljum yrðu veitt hernaðarréttindi. Fulltrúar ítala og Þjóðverja vildu ekki lofa því fyrirfram, að sætta sig við þá tölu, sem nefndin kynni að ákveða, en fulltrúi Rússa vildi að hernaðarréttindi yrðu ekki veitt, fyrr en búið væri að flytja alla sjálfboðaliðana burtu. Fundum hefir nú verið frestað til þriðjudags. Vilja Bretar koma því til leiðar, að allir aðilar sætti sig við það, að hlutlaus nefnd fái vald til að ákveða hversu margir skuli fluttir burtu áður en hernaðarréttindi séu veitt. í ræðu, sem Negrin hélt í Madrid á föstudagskvöldið, sagði hann, að það væri augljóst, að Þjóðverjar og ítalir ætluðu enn að halda áfram að tefja störf hlutleysisnefndarinnar. — FÚ. við ainræðurnar um tekju- hallaírumvörp íhaldsíns Kommúnistar óttast að íhaldíð muni „yiir- bjóða“ þá í ábyrgðarlausum „tillögum“! Fimmtán flóita- mannaskíp kom- ast frá Gíjon á síðnstn stundu Frá umræðum í neðri deild í gær Vapnfærlr Spán- í neðri deild risu í gær tals- verðar umræður út af frv. því, sem íhaldsmenn flytja um styrk til niðursuðuverksmiðja. Sam- kvæmt frv. skal ríkið greiða y4 stofnkostnaðar við slík fyrirtæki ef félög útgerðarmanna, sjó- manna eða bænda eiga í hlut. Samkv. frv. getur ríkið ekki veitt slíka hjálp til fyrirtækja og ein- staklinga, og virðist það benda til að íhaldsmenn séu orðnir meira fylgjandi félagshyggju en þeir hafa áður verið. Ólafur Thors hóf umræðurnar og talaði um nauðsyn þess að auka og styrkja framleiðsluna. Stjórnin hefði fylgt þeirri reglu undanfarið, sagði hann, að verja styrktarfé ríkisins til óarðbærra atvinnubóta, en ekki til hjálpar atvinnuvegunum. Þvert á móti hefði sjávarútveginum verið í- þyngt með auknum sköttum og tollum. Héðinn Valdemarsson hvatti til varfærni í þessum málum. — Sjálfstæðismenn væru hér að reyna að afla sér kjörfylgis með máli, sem þeir bæru ekkert skyn á. Áður en ráðist væri í dýrar framkvæmdir í þessum efnum, þyrfti a. m. k. að rannsaka fyrst, hvaða vörur ætti helzt að sjóða niður, hvort markaður væri fyrir hendi og hvort hægt væri að selja vöruna til markaðslandanna vegna tollmúra. í greinargerð frv. eða framsöguræðunni hefði ekki neitt komið fram, sem sýndi að flutningsm. vissu eitthvað að gagni um þetta. Fiskimálanefnd hefði haft rannsóknir með hönd um um þessi atriði og hjálpað til að koma upp rækjuniðursuðu- verksmiðju á ísafirði. Að þvi leyti væru íhaldsmenn ekki að uppgötva hér neina nýung, en það væri öruggast að rannsaka þessi mál vel, áður en ráðist væri í dýrar framkvæmdir. Eysteinn Jónsson sagði að það væri fullkomlega rangt hjá Ó. Th., að sjávarútveginum hefði verið íþyngt á undanförnum ár- um með auknum álögum. Þó ýmsar tolla- og skattahækkanir hefðu verið gerðar í tíð núv. stjórnar, hefði jafnan verið leit- ast við að láta þær ekki ná til at- vinnuveganna. Þvert á móti hefðu álögur á þeim verið lækk- aðar, eins og t. d. útflutnings- gjald á síld. Álögur á atvinnu- vegum myndu nú sízt hærri en í stjórnartíð íhaldsins, enda vissi Ó. Th. vel, að vandræði sjávarút- vegsins stöfuðu af allt öðrum á- stæðum. Það væri fullkomlega rangt hjá Ó. Th„ að ríkisstjórnin hefði fylgt þeirri stefnu að verja fé til atvinnubóta en ekki til styrktar atvinnuvegunum. Ríkið hefði al- drei varið jafn miklu fé í beina styrki til atvinnuveganna, eins og í tíð núv. stjórnar. Mætti þar m. a. nefna þá stóru upphæð, er Fiskimálanefnd hefir fengið til starfrækslu sinnar, og öll hefir runnið til sjávarútvegsins. Annars væri fróðlegt, sagði fjármálaráðherra, að fá það upplýst, við þessar umræður, hver væri hin raunverulega fjár- málastefna íhaldsins. Þingmenn þess væru nú búnir að bera fram tillögur um niðurfelling tekna og aukin útgjöld, sem myndu alltaf leiða af sér aukinn halla á ríkis- rekstrinum um 3V2 millj. kr., ef samþykktar yrðu. Hins vegar hefðu þeir engar tillögur borið fram um nýjar tekjur eða sparn- að til að vega á móti þessu. Hvað meina þeir með slíkum tillögum og hvernig ætla þeir að samræma þetta við sparnaðarhjal sitt? Einar Olgeirsson sagði að það væri bersýnilegt að íhaldið væri orðið ábyrgðarlaust, því það væri stöðugt að bera fram útgjalda- tillögur, án þess að benda á nokkrar tekjur til að mæta þeim. Slíkt hefði það ekki gert í tíð Jóns Þorlákssonar. Þetta væri hreint og beint lýðskrum. Mátti heyra á Einari, að hann óttaðist að íhaldið myndi bráðlega ganga svo langt að óvíst væri hvort honum heppnaðist að yfirbjóða það! Ólafur Thors talaði aftur og sagði að það væri hægt að gera það allt í einu, svipta ríkið tekjustofnum, auka útgjöldin og hafa ríkisreksturinn tekjuhalla- lausan. Það væri meira að segja hægt án þess að koma fram með frumvörp um nýja tekjuöflun og sparnað! Ráðið til þess væri ekkert ann- að en að efla einkaframtakið. Þá myndi viðskiptaveltan vaxa svo mikið, að rikið fengi nógar tekjur af núv. tekjustofnum sín- um. Þetta myndi líka verða svona, ef frumvörp Sjálfstæðis- manna, sem fjármálaráðherr- ann hefði talið upp, yrðu sám- þykkt. Eysteinn Jónsson: Ólafur Thors sagði að umrædd frum- vörp Sjálfstæðismanna myndu auka viðskiptaveltuna svo mikið og þá jafnframt tekjur ríkisins, að ekki þyrfti að bæta við núv. tekjustofna, enda þótt tekjur yrðu minnkaðar og útgjöld auk- in um 3y2 millj. 'kr frá því sem nú er. Tökum nokkur af þessum frv. og athugum við hvað mikil rök þessi ummæli hafa að styðj- ast: Sjálfstæðismenn leggja til að bæjar- og sveitarsjóðir fái 2.150 þús. kr. af núv. tekjum ríkisins. Þessar álögur yrðu því á engan verjar í Frakk- laiitli sendir til Spánar. LONDON: í tilkynningu uppreistarmanna í gær segjast þeir hafa tekið 6000 fanga á svæðinu milli Oviedo og Gijon, bæði hermenn og óvígbúna, og mjög mikið af hergögnum. Þá segja þeir, að her- sveitir þeira séu nú á leiðinni til suður- hluta Astúrfuhéraðs sem stjórnarsinnar hafa enn á valdi sínu. Fyrrverandi foringi Astúríuhers stjórnarinnar kom í gær tli Frakklands, ásamt 600 manna liði. Voru þeir af- vopnaðir og verða síðan sendir til baka til þess hluta Spánar sem er í höndum spönsku stjórnarinnar. Það er sagt, að 15 skip hafi komizt frá Gijon með flóttamenn á síðustu stundu. Innanríkisráðherra Frakklands hefir mælt svo fyrir, að allir Spánverjar, á aldrinum 18—45 ára, sem dvelja nú í Frakklandi fari þaðan til Spánar inn- an 48 klukkustunda, en lengri frestur verður þó gefinn ef nauðsyn ber til FÚ. hátt afnumdar eða skertar, heldur aðeins fluttar til. Hvern- ig ætlar Ólafur Thors að sanna að sú millifærsla hafi í för með sér aukið framtak einstakling- anna, aukna viðskiptaveltu og auknar tekjur fyrir ríkissjóð? Sjálfstæðismenn leggja til, að auka kostnaðinn við landhelgis- gæzluna á annað hundrað þús. kr. árlega, án þess að nokkur trygging sé fyrir því að gæzlan verði betri, aðeins notuð dýrari skip. Hvernig verður það rök- stutt, að það myndi hafa í för með sér svo aukna viðskipta- veltu, að tekjur ríkisins ykust eitthvað að ráði við það? Sjálfstæðismenn leggja til, að auka styrk til bygginga sveita- bæja um 100 þús. kr. Þetta er gott og nauðsynlegt mál, en það mun þó tæpast hægt að sanna með nokkrum rökum, að slikt myndi auka viðskiptaveltuna svo verulega að það hefði áhrif á tekjur rikissjóðs. Þannig mætti lengi telja. Af öllum þessum frv. Sjálfstæðis- manna, eru það raunverulega ekki nema tvö, um niðursuðu- verksmiðjurnar og hraðfrysti- húsin, sem miða að því að styrkja framleiðsluna. En þó einhvers árangurs mætti vænta af slíkum framkvæmdum síðar meir, er það víst, að þær muni ekki svara neinum tekjum til ríkissjóðs á næstu árum. Það er því bláber blekking, að þessi frv. miði á nokkurn hátt að því að auka viðskiptaveltuna og afli ríkissjóði aukinna tekna á þann hátt. Þær röksemdir Ó. Th. sýna aðeins, að hann veit ekki Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.