Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 24. OKT. 1937. NYJA DAGBLAÐIÐ 5. ÁRGANGUR — 247. BLAÐ |Gamla Bió| Sýnir kl. 9: í nefi lögreglunnar Afar spennandi og vel leikin amerísk leynilög- reglumynd. Aðalhlutverkin leika hinir ágætu leikarar MYRNA LOY og SPENCER TRACY. Börn fá ekki aðgang. Alþýðusýning kl. 7: Dansandi gegnum líffð! Hin skemmtilega dans- og söngmynd með Eleanor Powell. Alþýðusýning kl. 4 y2: B EN HUR og verður þetta allra síð- asta tækifæri til að sjá þessa heimsfrægu kvik- mynd. Kennsla LEKNELit EETEJITÍUK „þorlAkiir ÞREYTT I!“ Skopleikur í 3 þáttum Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Orgelkensla. Kristinn Ing- varsson, Skólavörðustíg 28. — Sími 4395. Kenni í vetur íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. — Garðar Svavarsson. Upplýsingar í síma 3726, kl. 12—2 og 8—9. HLUT A- V E L T A Iþrúttafílags Reykjavikur hefst i dag kl. 5 e. h. í K. R.-húsinu. Sjáíð vörusýníngar I. R. hjá Jóní Björnssyní og í Skemmuglugga Haraldar. I dag verður íólksstraumurinn í K.R.-húsið. Dynjandi musik allan dagfinn. Aðgangur 50 aura fyrír fullordna. en 25 aura fyrir Nýja Bió Intermezzo Afburðagóð sænsk kvik- mynd samin og gerð und- ir stjórn kvikmyndameist- arans GUSTAF MOLANDER Aðalhlutverkin ieika 4 frægustu leikarar Svía: Ingrid Bergman, Gösta Ekman, Inga Tidblad og Erik Berglund. Sýnd kl. 7 og 9: Fósturdóttfr vftavarðarms Hin skemmtilega mynd, leikin af undrabarninu Shirley Temple, verður sýnd á barnasýningum 1 dag kl. 3 og 5. Síðasta sinn. Fluttur í Garðattræt! 19. Guðm. V. Kristjánss. úrsmiður. UTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ ÖRLAGAFJÖTRAR 67 — Já, og ég ætla að drepa þig, hrópaði hún með rödd er var hás af geðshræringu. Hann stóð við arininn, og hvíldi annan handlegginn á arinhyllunni. Hann horfði gagntekinn og undrandi á andlit hennar. Hún, sem að hans áliti var köld eins og steinn og gjörsneidd öllum tilfinningum, stóð frammi fyrir honum, auðsjáanlega algjörlega á valdi hinna óstjórnlegustu tilfinninga. Brjóst hennar hóf- ust með andardrætti hennar, og svipurinn var trylltur, augnaráðið var villt og heitt og líkami hennar titraði. Hún svifti frá sér kápunni og hendi hennar kom í ljós. Hún hélt á skammbyssu. Án þess að hika við, þá lyfti hún byssunni og þrýsti á gikkinn. Hann heyrði ekki neinn hvell, — en hræðilegur sársauki fór um höfuð hans, og hinn stóri skrautlegi spegill yfir arninum brotnaði í þúsund mola. í gegn um reykinn sá Kit hvítt andlit, er horfði á hann með skelfingu, og svo varð hann þess var, að eitthvað volgt rann niður eftir andliti hans, — og hann fann til skjálfta í hnjánum. í gegnum blóðrauða þoku sá hann skammbyssuna falla úr hendi hennar og hún greip fyrri andlitið, rak upp lágt óp, og hljóp svo út um dyrnar. Hann steig fram á gólfið og beygði sig niður eftir byss- unni, en steyptist á höfuðið um leið. Hann fann skammbyssuna, og er þjónar hans komu til, þá hélt hann á byssunni. — Það er allt í lagi, mælti Kit veikri röddu. — Hvert fór hún, herra minn? — Hún, hver? Ó, þú hélzt — — — þú hélzt að hún hefði gert----------nei, nei. Ég var að hreinsa byssuna. Heyrirðu það. Ég var--------- Kit kom til sjálfs sín tveimur stundum síðar, og fann að höfuð hans var reifað, og ókunnugur lækn- ir stóð yfir honum. — Ert þú læknir? — Já. Hvernig líður þér? — Mér líður vel. Ég var víst rétt að segja búinn að drepa mig. Læknirinn setti totu á varirnar og svaraði ekki. Hann skýrði Kit frá því að höfuðkúpan hefði sprungið, en kúlan rifið upp skinnið og holdið. Sagðist hann mundu koma aftur næsta dag, til að sjá hvernig henum liði. Hann kom daginn eftir og fann sjúklinginn klæddan og ferðbúinn. — Minn góöi herra------— — Því miður verð ég að ná í skipsferð frá Liver- pool, og hefi því engan tíma til að liggja hér. Ég hugsa að ég sé að verða góður. — Ég banna þér algjörlega að fara úr rúminu. Þú hefir tapað miklu blóði, — og auk þess er það afar- áríðandi að þú mætir engu misjöfnu meðan höfuð- kúpan er að styrkjast aftur. Þú ert ekki .... Kit lyfti annari hendinni til að þagga niður í lækninum. Höfuðið var eins og gömul vekjara- klukka sem er að hringja. — Það er þýðingarlaust, læknir góður. Eg ætla að ná í þetta skip. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér hefir verið tekið blóð, — og verður varla í síðasta sinn heldur. Hinum sárgrama lækni var hálfýtt út úr stofunni, og að kveldi sama dags hafði skip Kits létt akker- um. Sárið á höfði hans olli honum mikils sársauka, en þó var það ekkert hjá öðrum sárum er hann bar. Og þau sár gat enginn venjulegur læknir bætt. XVIII. KAPLI. Tveimur árum síðar. Sólin skín á smáþorpið Eagle, og það er I fyrstu snjóunum. Þrátt fyrir að þetta þorp hafði aðeins nokkur hundruð íbúa, þá var það þó allþýðingar- mikið, þar eð þorpið lá á landamærum Kanada og Alaska, og var bæði tolleftirlitsstöð, og aðalviðskipta- stöð þeirra er áttu heima norður í Yukon-dalnum. Þetta litla þorp var ekki ósnoturt í sínum nýju vetrarklæðum. Mjöllin lá á grenitrjánum og víði- breiðunum er umluktu þorpið. Það hafði verið farið með snjóplógi eftir einu götunni, er lá i gegnum þorpið og á báðar hliðar voru himinháir snjóskaflar. Eftir þessari einu götu var umferðin, og það voru mest menn með hundasleða, eða á skíðum. Þennan morgun var óvenjumikið um að vera í Eagle. Rétt áður en byrjaði að snjóa hafði fundizt

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.