Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 24.10.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 Baráttan við dvrtiðina NÝJA DAGBLAÐEÐ Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f. Rltstjóri: þórarinn þörarinsaon. RitstjómarskrifBtofumar: Hafnarstr. 10. Simi 2323. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 10. Simi 2353. Áskriítargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura ednt Prentsm. Edda h.f. Sími 8348. Vínnulöggjöfm og Sjálfstæðís- flokkurínn Mbl. í gær er með ónot í garð Framsóknarflokksins út af af- stöðu hans til vinnulöggjafar- málsins. Út af þvi vill Nýja dagblaðið að þessu sinni minna á nokkur atriði þessu máli við- komandi og biðja almenning að hugleiða. Á árunum 1924—27 fór í- haldsflokkurinn með völd í landinu. Allir ráðherrarnir, þar á meðal atvinnumálaráðherr- ann, voru úr þeim flokki. Þessi ráðherra lagði ekkert frv. um vinnudeilur fyrir Alþingi, og það er ekki vitað, að hann hafi gert neitt til að undirbúa vinnulöggjöf. í annað sinn — á árunum 1932—34 — fengu íhaldsmenn æðsta vald þessara mála. Magnús Guðmundsson var þá atvinnumálaráðherra rúmlega tvö ár. Hann lagði heldur ekki neitt vinnulagafrumvarp fyrir þingið, og lét ekki undir- búa málið að neinu leyti. Það var núverandi forsætis- ráðherra, sem manna fyrstur hóf máls á því, fyrir sex árum, að hér á landi þyrfti að koma vinnulöggjöf, ekki harðstjórn- arlöggjöf eins og í Ítalíu, Rúss- landi og Þýzkalandi, heldur mannúðleg, og hófleg löggjöf á lýðræðisgrundvelli, sniðin eftir reynslu frænda vorra annars- staðar á Norðurlöndum. En til þess er full ástæða að ætla, að þeir, sem mest geypa um málið í Sjálfstæðisflokkn- um, hafi ekki sérstaklega mik- inn áhuga á að leysa það á þennan hátt. Ef svo hefði verið, hefðu atvinnumálaráðherrar þeirra árin 1924—27 og 1932— 34 sennilega reynt að þoka því áfram á þann hátt, sem annars- staðar tíðkast, þ. e. með því að skipa milliþinganefnd til að rannsaka málið og gera tillög- ur. Og þá hefði þeim heldur ekki dottið í hug að láta menn með aðstöðu Thors Thors og Garðars Þorsteinssonar flytja frumvarp, sem samið er af Eggert Claes- sen, enda þótt ýmislegt gott megi um það frv. segja. Forsprakk- ar Sjálfstæðismanna eru sjálf- sagt ekki frekar en aðrir blind- ir fyrir því, hvilikt tilfinninga- mál þetta er hjá verkamanna- stéttinni — og að alltaf hlaut að vera hætta á því, að þær til- lögur, sem fram kæmu yrðu a. m. k. í fyrstu nokkuð dæmdar eftir uppruna sinum. Sjálfstæðisflokknum hlýtur þvi að hafa verið það ljóst, að með tilliti til samkomulags um málið hlaut það að vera alveg sérstaklega óheppilegt, að það kæmi fram á þennan hátt. En með frv. þessu hefir Sjálfstæðis- flokkurinn náð öðrum tilgangi. Hann hefir stofnað til baráttu milli sín og Alþýðuflokksins innan þings og utan um þetta mál, baráttu, sem þannig hefir verið háð af Alþýðuflokknum, að heldur hlýtur að verða hon- Dýrtíðin er stórlega að vaxa í landinu. Margar erlendar vör- ur hafa hækkað fram að þessu, en nokkur lækkun er þó að byrja í þeim efnum erlendis. Megin útflutningsvörur lands- manna, saltfiskur og kjöt, hafa ekki hækkað svo að heitið geti, og um saltfiskinn er það að segja, að hann er auk þess tor- seljanleg vara yfirleitt vegna styrjaldarinnar á Spáni. Á hinn bóginn hefir kaup- gjald hækkað mikið í landinu og nú um áramótin lítur út fyrir allsherjar vinnustöðvun í helztu kaupstöðunum og á skipaflota landsmanna. Alls- staðar er sama krafan: Kaup- ið verður að hækka af því að dýrtíðin vex. Hér skal ekki farið út í þá sálma hver muni verða málalok í hinum miklu kaupdeilum sem standa fyrir dyrum. Ekki held- ur það hve auðvelt muni fyrir þá, sem framleiða vörur, sem ekki hækka í verði og eru jafn- vel lítt seljanlegar, að lækka framleiðslukostnaðinn. En samhliða því að óhemju- lega mikill dugnaður er lagður í það að auka dýrtíðina, þá er ef til vill leyfilegt að benda á það, að það er líka hægt að gera gagn með því að minnka dýrtíðina, í ýmsum þýðingarmiklum atriðum. Fjármagn landsins leitar nú úr sveitabúskap og útgerð í húsagerð, einkum í Rvík. Sjaldan hefir verið meira byggt en nú hér 1 bænum. Og aldrei hefir verið erfiðara að fá menn, sem hafa ráð á fjármagni, til að leggja það í fiskiskip eða bú- jarðir. Samhliða þessu er húsa- leigan í Rvík afskaplega há og mergsýgur atvinnuna í bænum og ríkissjóð. Hvernig væri að setja á húsaleigulög í Rvík, og lækka arðinn af leiguhúsum í samræmi við afkomu atvinnu- veganna? Með þvi móti væri unnið á móti dýrtíðinni á þýð- ingarmikinn hátt. Samhliða þessu ætti að hjálpa fólki, ekki sízt unga fólkinu, til að byggja yfir sig á ódýrari hátt en nú er gert. Hér í bænum eru framan af vetri þúsundir manna, sem ganga með hendur í vösum viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Fjöldamargir af þessum mönn- um búa í rándýrum, litlum og óhentugum húsakynnum. Hvað ættu þessir menn fremur að gera yfir „dauða tímann“ en að undirbúa byggingu sinna eig- inhúsa? í Finnlandi steypa menn hús, jafnvel stórhýsi, á veturna, með því að koma upp timbur- skýlum yfir húsið, sem á að byggja. Slíkar umbúðir myndu verða ofviða hér. En hér væri hægt að koma upp ódýrum vinnuskálum, ekki sízt við j arðhita-leiðslur, þar sem steypa mætti steina allan vet- urinn. í þessum vinnuskálum gætu dugandi menn steypt steina að vetrinum til, í smá- hýsi sín, sem reist væru að sumrinu. Næsta vetur, þegar húsin væru fokheld, gætu sömu menn unnið að því að slétta veggi, gera einföld skil- rúm o. s. frv. Það er fásinna að hugsa sér að framleiðsla íslendinga geti um til vansæmdar í augum ró- lega hugsandi manna. Það má því vel vera að Sj álfstæðismenn hafa unnið Alþýðuflokknum eitthvert tjón með flutningi þessa frv. En málinu hafa þeir ekki gert gagn, enda það naumast verið aðaltilgangurinn, eins og sýnt er hér að framan. borið það, að hafa menn með þriðjungi til helmingi hærra kaupi en tíðkast í næstu lönd- um, við að endurbyggja landið og reisa ný heimili fyrri ungu kynslóðina. Þegar allt kemur til alls, mun niðurstaðan verða sú, að annaðhvort verða menn að bjarga sér sjálfir um heim- ilismyndun sína, meira en ver- ið hefir, eða að þeim verður ekki bjargað. Ég kem næst að einum stærsta dýrtíðarliðnum í Rvík, og það er fiskurinn, sem seld- ur er á torgum og gatnamót- um. Fiskur er aðal neyzluvara Reykvíkinga og það er gott og eðlilegt. Rvík er byggð við beztu fiskimið heimsins og lif- ir af að framleiða fisk. En í þessari miklu fiskborg er þessi vara óeðlilega dýr. Auk þess er meðferðin á fiski, sem notaður er til heimilisþarfa í Rvík, al- veg dæmalaus. Með útflutn- ingsfiskinn er farið með mestu prýði og snyrtimennsku, svo sem vera ber. í menningarlönd- unum í kring um okkur, er nýi fiskurinn til daglegrar neyzlu seldur í búðum úr gleri og marmara, og kæliklefar við hendina til að tryggja gæði vörunnar. Lesendur blaðsins geta borið saman fisksölu Rvíkur við þessi erlendu dæmi og séð á þann hátt hvar við stöndum um menningu og hreinlæti með þá vöru, sem höfuðborgarbúar lifa mest af. Hér í bænum þyrfti að reisa stóran skála til fisksölu. Ríkið, bærinn eða báðir aðilar gætu átt það hús saman. í þessum skála ættu að vera margar fiskbúðir til leigu og aðgangur að kæligeymslu. Búðirnar mættí leigja núverandi fisksölum, eða sjómönnum eða félögum sjómanna. En allir sem verzl- uðu í þessum markaðsskála, yrðu að hlíta hámarksverði um vöru þá, er þeir seldu. Og það hámarksverð yrði að tryggja sjómönnum öllu betra verð fyrir framleiðslu sína, heldur en nú er unnt að fá, en miða sölu,kostnað og álagningu við hóflegt kaup og vexti af höf- uðstól. Á þennan hátt myndað- ist fast og eðlilegt verð á neyzlufiski í bænum, auk þess sem fullnægt yrði venjulegum kröfum um hreinlæti í með- ferð vörunnar. Tilraun sú, sem Framsóknarmenn gerðu fyrir nokkrum árum með Þórsfisk- inn, var fyrsta aðgerð í því efni, að skapa Rvík hæfilegan fiskmarkað. Ef litið er til smáútvegsins, þá stynur hann undir óeðlilegu verði á olíu, veiðarfærum og salti. Úr þessu verður að bæta með pöntunarfélögum sjó- manna og útvegsmanna, sem verða að njóta verndar og stuðnings innflutningsnefndar og bankanna. Samtök Vest- mannaeyinga að byggja olíu- geymslu fyrir sig og kaupa olí- una í félagi, er stærsta átakið, sem búið er að gera í þessu efni. Samskonar félög um olí- una þurfa að koma í öllum hinum stærri verstöðvum, og síðan þurfa þessi félög að hafa samband milli sin og fá heila skipsfarma í einu gegn stað- greiðslu. Svipaða aðferð má hafa um innkaup á veiðarfær- um og salti. Hér eru nefnd fáein dæmi um hvað gera mætti, meir en orðið er í baráttunni við dýr- tíðina. Og því harðar sem ok- urhringar og ójafnaðarmenn herða hungurólina að hálsi framleiðslustéttanna, því meiri nauðsyn verður til að hefja alhliða baráttu móti dýrtíðinni I í landinu. J. J. ÍITLÖND: Víðskíptabann gegn Japan Fjölmörg friðarvinafélög og verklýðssamtök hafa skorað á hlutaðeigandi ríkisstjórnir að setja viðskiptabann á Japani, meðan þeir halda áfram styrj- öldinni í Kína. Siík tillaga var t. d. samþykkt á þingi ensku verklýðsfélaganna og jafnvel í Svíþjóð hafa verklýðsfélögin og ýms friðarvinafélög lagt drög að því að almenningur hætti að kaupa japanskar vörur. í ýmsum löndum eru það blöð hinna frjálslyndu miðflokka, sem mest hvetja almenning til að kaupa ekki japanskar vörur. Þannig hefir t. d. News Chronicle, blað frjálslynda flokksins, gengið lengst allra enskra blaða í þess- um efnum. í Bandaríkjunum hafa ekki aðeins samherjar Roo- sevelts, heldur líka andstæðing- ar, birt áskoranir til stjórnarinn- ar um að setja viðskiptabann á Japani. T. d. birtist nýlega i New York Times bréf frá utanríkis- málaráðherranum í ráðuneyti Hoovers, Stimson, þar sem hann hvetur Bandaríkjamenn og Eng- lendinga til að setja viðskipta- bann á Japani. „Fullkomið hlut- leysi,’* segir hann, „mun ekki vernda Bandaríkin fyrir ófriði, heldur er það miklu öruggari leið til þess að draga þau út í styrjöld fyrr eða seinna.“ Hinn heimsfrægi trúboði, Stanley Jones, hefir ásamt mörgum starfsbræðrum sínum, sent út ávarp, þar sem skorað er á alla kristna menn að hætta viðskiptum við Japani. „Svo lengi sem vér verzlum við Jap- ani,“ segir þar, „styðjum vér ó- friðinn beint og óbeint. Hvernig eigum vér að geta stutt það, sem vér teljum siðferðislega rangt? Það getur enginn kristinn maður gert með góðri samvizku. Þess vegna skorum vér á alla kristna menn að hætta að kaupa og selja japanskar vörur. Vér gerum þetta ekki af neinni óvild til jap- önsku þjóðarinnar. Vér viljum aðeins hjálpa henni til að kom- ast úr þeim siðferðislegu ógöng- um, sem yfirgangssöm hernað- arklíka hefir leitt hana út i.“ Árið 1935 skiptist innflutning- ur Japana þannig: Hráefni 1.137 millj. yen, hálfunnar vörur 486 millj. yen, alunnar vörur og mat- væli 524 millj. yen. Hráefni og hálfunnar vörur eru því yfir- gnæfandi meginhluti innflutn- ingsins. Mest af þeim vörum fá Japanir frá löndum Englendinga og Bandaríkjanna. Hráefni til vefnaðarvöruiðnaðarins fá þeir t. d. nær eingöngu frá Ástralíu og Bandaríkjunum og selja síðan megnið af þessum vörum aftur til ensku samveldislandanna og Bandaríkjanna. Bretum og Bandaríkjamönnum væri það þess vegna í lófa lagið að eyði- leggja þessa eina helztu atvinnu grein Japana og skapa með því það neyðarástand í landinu, að þeir yrðu nauðbeygðir til að gef- ast upp. Hernaðariðnaður Japana bygg ist líka mjög mikið á innflutn- ingi hráefna. Þeir hafa að vísu birgt sig upp með miklar birgðir af járni á undanförnum árum, en hafa mjög litlar birgðir af zinki, sem allt verður að flytja inn. Það hafa þeir fengið frá Bandaríkjunum, nýlendum Breta og Malakka. Síðastliðið ár fluttu Japanir inn oliu fyrir 315 millj. yen. Að- eins i/io hluta af olíunotkun sinni framleiða þeir sjálfir á eynni Sachalin. Nú er talið, að þeir hafi olíubirgðir til 6 mán- aða. Eftir það eru þeir algerlega háðir því, hvort þeir fá nokkra olíu frá Standard Oil eða Royal Dutch Shell. Samgöngur míllí Yestmannaeyja og Englands Úr Vestmannaeyjum er blað- inu skrifað: All góð ýsuveiði á smábáta er nú í Vestmannaeyjum, en róðr- ar hafa verið stopulir vegna ó- gæfta, og svo hafa menn ekki getað hagnýtt sér veiðina sem skyldi, vegna of strjálla skipa- ferða til Bretlands, en þangað er ýsan seld ísvarin. Er illt til þess að vita, þar sem ýsuveiðin er eina arðbæra atvinnugreinin, sem hægt er að stunda frá Eyj- um á haustin, og gefur mönnum sem hana stunda oft allverulega tekjuauka og skapar nokkurn erlendan gjaldeyri. Árið 1936 sneru Vestmanna- eyingar sér til ríkisstjórnarinn- ar með tilmæli um að nokkurt pláss yrði haft laust í hverri ferð skipa Eimskipafélagsins, þeirra er til Bretlands sigla, fyr- ir ísfisk frá Eyjum, og fékkst þá bót á því, en fyrri hluta hausts- ins höfðu skipin verið fullfermd í Reykjavík, svo þau gátu engu við sig bætt í Eyjum. Nú eru ferðir orðnar strjálli en þá, meðal annars vegna þess að „ís- land“, sem hafði viðkomur í Leith, er fallið úr leik og hinum ferðunum illa fyrir komið, þannig er stundum hálfur mán- uður milli ferða til Bretlands, en svo koma aftur tvö skip, með eins og tveggja daga millibili. Væri ástæða til þess að tekið yrði tillit til þessara flutninga við samninga áætlana fyrir næsta ár, þannig að mögulegt verði að hagnýta sér þessa at- vinnumöguleika til fulls. BjarnÉ Benedíktsson Framh. af 2. síðu. ur er enn óskrifaður og er sá þáttur um þau einu afskipti sem Bjarni mun hafa haft af Súnd- hallarmálinu, en það er ráðning forstjórans við Sundhöllina. Eg hefi stundum verið að hugsa um að skrifa um það greinarstúf, þó ennþá hafi ekki af því orðið. Þetta verður þá að nægja til að sýna Bjarna Benediktssyni það, að það er alveg sama hvar hann stígur, allsstaðar er ísinn ófær. Magnús Stefánsson. Ólafur Thórs . í ógöngum Framh. af 1. síðu. hvernig hann á að verja þá fjar- stæðu fjármálastefnu, sem kem- ur fram í umræðunum um frv. Sjálfstæðisflokksins. — Þeirri spurningu, hvernig Sjálfstæðis- menn ætli að samræma þessi frumvörp við sparnaðarhjal sitt, er því jafn ósvarað og áður. Umræðum um málið var frest- að. Tekjur bæja- og sveitafélaga. Frumvarp íhaldsmanna um tekjur sveita- og bæjafélaga var aðalmálið í efri deild. Bjarni Snæbjörnsson flutti langa ræðu. Brynjólfur Bjarnason taldi frv. óforsvaranlegt, þar sem ekki væri komið með tillögur til að bæta ríkinu upp þennan tekju- missi. — Sýndi Bernharð Stef- ánsson fram á að íhaldið væri gengið nokkuð langt í hinum á- byrgðarlausu fjármálatillögum sínum, þegar jafnvel kommún- istum væri farið að ofbjóða! Viðskiptabann gegn Japönum veltur því fyrst og fremst á af- stöðu Breta og Bandaríkjanna eða réttara sagt, það er á þeirra valdi, hvort slíkt bann hefir nokkur áhrif eða ekki.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.