Nýja dagblaðið - 03.11.1937, Síða 2

Nýja dagblaðið - 03.11.1937, Síða 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ EAU DE PORTUGAU EAU DE COLOGNE EAU DE QUMNE BAY RHUM ÍSVATN Reynið það oy sannfœrist um gœðin, SmeUUlegar umbúðir. Sanngjarnt verð. Útboð. Þeír húsameístarar er gera vilja tilboð í að setja glugga í Háskóla íslaads, vitji upplýs- iaga á teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík 2. nóv. 1937. Guðjón Samúelsson. \ SHIPAUTCERÐ l i I' Í L-I I kH Esju burtferð er frestað til föstudagskvölds kl. 9. Norræna félagið Leikfélag Reykjavikur Normandslaget halda sameiginlegt Skemmtikvöld í kveðjuskyni fyrir BOTTEN SOOT og SVEND VON DÍÍRING í Oddfellowhúsinu í kvöld, 3. nóv., kl. 9 síðd. Á meðan setið er við kaffidrykkju skemmta listamennirnir. DANS Á EFTIR. Aðgöngumiðar á kr. 4.00, inni- falið kaffi og dans, fyrir með- limi og gesti þessara félaga fást hjá Eymundsen, Hljóðfærahús- inu og í Oddfellowhúsinu á meðan húsrúm leyfir. aðeins Loftur. Auglýsing um dráttarvexti. Samkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9 janúar 1935 og úrskurði samkvæmt téðri lagagrein falla dráttarvextir á allan tekju- og eignarskatt, sem féll í gjalddaga á manntals- pingi Reykjavíkur 31. ágúst 1937 og ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi hmn 9. nóvember næstkomandi. Á pað sem greitt verður eftir pann dag falla dráttarvextir frá 31. ágúst 1937 að telja. Þetta er birt til leiðbeiningar öllum peim sem hlut eiga að máli. Tollstjórinn i Reykjavík, 30. október 1937. Jón Hermannsson. Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir langa úr kinduin. kálfum, nautum og; svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241. Benjamín Kristjánsson s Rítdómur um ljóðabók Guðmundur Frimann: STÖRIN SYNGUR. Rvík. 1937. ísafoldarprentsmiðja. h.f. Eigi þarf nema líta á penna- teikningarnar í þessari bók til þess að sjá það, að höfundurinn er skáld. Yfir þeim hvílir hinn sami mjúki, lýriski blær og ljóðunum. Hvort það er Jóns- messunóttin með birtu sinni og friði, runnurinn, þar sem Galdra-Merkis andvarpar til Vívíönu út úr myrkviði harma sinna, íslenzkt landslag og ís- lenzkir bóndabæir til dala eða heiða, eða auðnuleysinginn, sem verður úti og skeflir í kaf í hrönn gleymskunnar og týn- ist; út úr þessu öllu má glögg- lega lesa hina viðkvæmu og list- fengu sál skáldsins, sem finn- ur til með öllu sem lifir og hrær- ist. Fyrstu bók sína: Náttsólir, gaf Guðmundur Frímann út ár- ið 1922. Var hann þá kornung- ur að aldri og hafði ekki sem vænta mátti náð hálfum þroska. Hlaut sú bók fremur ómilda dóma, svo að við sjálft lá, að það dragi algerlega úr höfund- inum kjarkinn, að reyna flug- fjaðrirnar framar. En tilhneig- ing hans til skáldskapar var svo sterk, að hún lét ekki bug- ast og æfði hann sig mjög við strengjatökin í kyrþei, en eigi sást frá honum kvæði um margra ára skeið. Mun hann hafa fyrir þessa sök orðið allmikið gagnrýnni á kvæði sín og vand- að allt og fágað betur en áður. Næsta bók hans: Úlfablóð, kom ekki út fyrr en 1933, undir dul- nefni. Hlaut sú bók góða dóma allra ljóðavina og vakti talsverða eftirtekt, enda má segja, að með henni ryðji höfundurinn sér heiðarlega til rúms á skálda- bekk og eigi þar ótvírætt sæti. í þessari bók: Störín syngur, er að vísu haldið í svipað horf og i Úlfablóð, en kvæðin munu þó yfirleitt vera viðameiri og mun höf. með þessari ljóðabók vera búinn að ná þeim þroskaein- kennum, að hægt sé að gera sér grein fyrir hvers af honum megi vænta. Guðmundur Frímann er í bezta lagi ljóðrænn og er létt um að yrkja undir mjúkum og hrynjandi háttum, sem hann iðulega skapar sér sjálfur eftir geðblæ hvers augnabliks. Bezt lætur honum að yrkja um ís- lenzka náttúru og hlusta á það, hvernig Pan leikur á pípu sína. Hann er skilgetinn sonur lang- holts og lyngmós og „sif ji árfoss og hvers“. Og bezt kann hann við sig fram til fjalla og dala, eins og þessi erindi úr kvæðinu Vorþrá, bera vott um: Af ljóma fyllast loftin enn og ljóðum straumafalla. Með töfrum kemur sumar senn, því svanir eru horfnir inn til fjalla. Þá kalla til mín fell og fjöll og fljót með þunga strauma. Mín bíður heiðaauðnin öll, sem óskafylling minna bernskudrauma. Það er ósvikið bændablóð í höfundinum. Ilmur og angan jarðar stígur honum til höfuðs. Vorljóð bóndans er ljómandi fal- legt kvæði; Þegar anga grænar grundir, grasið vefst um leiti og hól, á ég þúsund óskastundir allar tengdar regni og sól. Sál mín fyllist sólarljóma, sumarþrá og ilmi blóma, græðist allt, sem áður kól. Vor, ég beið þín, lengi, lengi, lostinn éls- og stormagný! Syngdu nú á silfurstrengi, svo minn þróttur vakni á ný. Eg er bóndi fram til fjalla fær mér blessun þína alla, vef mig þinni vinsemd í! Gamalt bóndaljóð er sagan um hina hörðu baráttu einyrkjans I sem stundum endar með sorg og | vonbrigðum, prýðilega ort kvæði. | Höfundurinn er fæddur og upp- alinn í hinum sumarfríða Langa dal, við strengleik máttugra jök- ulvatna og kyrrð lynggróinna heiða. En það er ekki aðeins söngur hinna „þysmiklu, þjót- andi strauma og þögnin í svart- álfsins luktu borg“,sem blandast inn í ljóð hans. í kvæðum hans rís landið í sumardýrð sinni og vorfegurð. „Eg seiði fram lindanna síglöðu hreima og svalann í blænum, er ungur ég drakk, ( og miðsumarangan af engjunum heima og ilminn úr töðu í sæti og stakk.“ Lýsingarnar verða stundum skrúðmiklar og hreimdjúpar; „Eg finn, er sindrar á silungsána og sumargræn jörðin er úðadögg skírð, er heiðar og háfjöll blána og himininn ljómar í sólardýrð er vorvindar leika sér hlæjandi um hrísland og hljómarnir fylla hvern lækjardal, að það verður sumar og sólskin þitt, ísland, er sál minni bjarga skal.“ Við mýrina er ágætt kvæði: í andvaranum bliknað sefið syngur um sorg og dauðans myrka leyndardóm. Um rót og stöngla fálma kaldir fingur og fylla kvíða sérhvert merkurblóm. En kjóinn yfir votri mýri veinar, hans veiðisöngva enginn skilja má. En jörðin undan haustsins kylju kveinar svo klökkt og sárt. Og nóttin dettur á. En jafnframt yrkir hann um svanasönginn á heiði og börnin, sem leika sér að blómum uppi á grænni bæjarþekjunni: .... Nú heyra þau í fjarska svanasöng, þeir svífa hátt í lofti fram hjá bænum. Þau hljóðna um stund og hætta að leika sér og hyljir geimsins augu þeirra seiða, er hvíta svani hratt til heiða ber og hverfa loks í mistur óraleiða. Auk náttúrustemninganna og lýsinganna á lífi og starfi sveita- fólksins, eru þarna mörg kvæði Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.