Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Qupperneq 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Auglýsing Samkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9. janúar 1935 og úrskurði samkvæmt téðri lagagrein lalla dráttarvextir á allan tekju- og éignarskatt, sem féll í gjalddaga á manntals- þingi Réýkjavíkur 31. ágúst 1937 og ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi Myndarammar smíðaðir úr mahogni og póler- aðir — í öllum stærðum og af ýmsum gerðum — fást af- greiddir með litlum fyrirvara á Freyjugötu 11. Z£a.iipiiiti tómar fiöskur þessa vlku, mánudag til föstudags, kl. 9— 12 f. li. og 1—5.30 e. h. Keyptar verða söimi tegundir og áður. Flöskunum er veitt móttaka í Nýborg'. Afengisverzlun ríkisins. 9. nóvember næstkomandi. Á það sem greitt verður eftir þann dag falla dráttarvextir frá 31. ágúst 1937 að telja. Þetta er birt til leiðbeiningar ölium þeim sem hlut eiga að máli. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. október 1937. Jón Hermannsson. Til tækifærisgjafa: Schramberger heímsfræga Keramik, Handsk. kristall. — Fyrsta fl. postulín Hvergi meira úrval. Hvergi lægra verð K. Eínarsson & Björnsson, Bankastræti 11. Ltindamœrastyrjöld í Indlandi. Þann 5. október fékk ind- verska þingið, sem þá var ný- komið saman, skýrslu um hina langvinnu styrjöld í Waziristan. Stríðið hefir nú staðið yfir í næstum ár, og enn þá veitir Alí Naggar, heilagi fakírinn frá Ipi, hinum brezk-indversku her- sveitum öflugt viðnám með hinum herskáu fjallaþjóðflokk- um sínum. Hersveitir Breta hafa barizt mjög hraustlega til að ná á sitt vald torsóttum fj allaskörðum í Waziristan, við norðvestur landamæri Ind- lands, en án verulegs árangurs enn sem komið er. Frá 1. des. í fyrra til 1. september í ár hefir styrjöldin kostað stjórn Ind- lands yfir milljón sterlings- pund og auk þess 225 mannslíf og 600 særðra. (Nu, Stockholm.) i HELGI INGVARSSON: Um bætiefni A-bætiefnið hefir sérstaka þýðingu fyrir þekjufrumur lík- amans. Þær mynda meðal ann- ars yfirborð slímhimna. Þess- vegna er hætt við slímhimnu- bólgu eða kvefi í öndunar- og meltingarfærum og víðar, ef of lítið er af a-bætiefni. Aukið sóttnæmi við a-bætiefnaskort stafar af því meðal annars, að slímhimnur veita þá ekki eðli- lega vörn gegn sýklum. Sködd- un á þekjufrumum skýrir og blindu, náttblindu, steinmynd- un í gall- og þvagfærum og fleiri kvilla, sem hætt er við, ef oflítið er af a-bætiefnum. Líf- eðlisfræðingurinn N. Henning telur, að af a-bætiefnaskorti leiði misvöxtur í þekjufrumum, er stuðlað geti að krabbameins- myndun, en þau æxli eru mynd- uð úr þekjufrumum. Þó má ekki skilja það svo, að eina or- sökin til krabbameins sé skortur á a-bætiefni. Bi-bætiefnið hefir sérstaka þýðingu fyrir efnaskipti kol- vetna. Þess vegna þarf meira af bi, ef mikils er neytt af kol- vetnum t. d. mjölmat og sykri. Taugakerfið er mjög næmt fyr- ir truflun, sem verða kann á efnaskiptum, þessara efna. Þess vegna er taugabólga, taugagigt og fleiri einkenni frá taugakerfi algeng, ef of lítið er af bi-bætiefni. C-bætiefnið hefir sérstaka þýðingu fyrir háræðar líkam- ans, þess vegna er hætta á blæðingum úr tannholdi, nefi og innri líffærum, ef of lítið er af því. Af sömu ástæðu er það mikið notað til varnar og lækn- inga á öllum tegundum blæð- inga. C-efnið finnst í flestum vefjum líkamans, en einkum í vissum líffærum, t. d. í nýrna- hettum, sem eru þýðingarmiklir kirtlar og ennfremur í auga- steinum, tönnum og í maga og þarmvegg. C-bætiefnið virðist hafa sérstök áhrif á efnaskipti þessara líffæra. Við starblindu verður augasteinninn ógagnsær og hverfur þá c-efnið úr hon- um; líklega er það þó afleiðing, en ekki orsök. Reynist star- blinda hjá mönnum að stafa af bætiefnaskorti, þá er líklegt eins og fyr er sagt, að það sé efni í b2 flokki, sem vantar. í tönnum hefir c-bætiefni sérstaka þýðingu við myndun tannglerungs. Þess vegna eru tannskemmdir oft fyrsta merki um áð oflítið sé af því, og þess vegna er þeim hættast við tann- skemmdum, sem mest þurfa af C-bætiefni, t. d. börnum, ófrísk- um konum o. s. frv. Ýmsar lit- breytingar á hörundi t. d. hjá ó- frískum konum, eru almennt taldar stafa af of litlu bætiefni og stendur það ef til vill í sam- bandi við minnkað C-bætiefni í nýrnahettum. Með dýratilraun- um hefir verið sýnt fram á þýð- ingu C-bætiefnis fyrir maga og þarma. Sé rispuð magaslímhimna í marsvíni; sem fær vikulegt C- bætiefni, grær áverkinn strax, en líði marsvínið af C-bætiefna- skorti, fær það magasár af sama áverka. Það er því ekki óeðlilegt, að oft ber mest á meltingartrufl- unum hjá börnum, sem fá of lítið C-bætiefni. Bætiefnafræðingarnir Stepp, Kuhnau og fleiri, telja að mynd- un varnarefna gegn sjúkdómum í blóðvatni og frumum líkamans, standi í nánu sambandi við C- bætiefnið, og af því stafi kvef- sækni og önnur sóttnæmi af C- bætiefnaskorti. Barnalæknum ber saman um, að heilsufar barna hafi batnað, og að sjúkdómar hjá þeim séu skammvinnari síðan farið var að gefa því ríkan gaum, að þau vanti ekki C-bætiefni. D-bætiefnið hefir áhrif á kalk- og fosfórefnaskipti líkamans. Sé of lítið af því, orsakar það meðal annars of lítið kalk í beinum, en af því stafa bognir fætur, óeðli- legt höfuðlag, herðakistlar og önnur líkamslýti. Skortur á D- efni í bernsku hefir ekki skaðleg áhrif á andlegan þroska, þess vegna geta krypplingar verið mjög vel gefnir. E-bætiefni álíta margir læknar áríðandi fyrir þroska barna og unglinga. Efnasamsetning þess er ekki að fullu kunn; en það er efnafræðilega náskylt efnum þeim, sem kynkirtlar gefa frá sér út í blóðið, en efnasamsetn- ing þeirra efna er nú þekkt og þau nú búin til í verksmiðjum og þykir það einn af mörgum stór- sigrum efnafræðinnar. Auövitað er þeim hættast við að líða af ónógum bætiefnum, sem mest þurfa af þeim. Börn, ófrískar konur og konur með barn á brjósti þurfa sérstaklega mikið af öllum bætiefnum. Við ýmsa sjúkdóma eyðast bætiefnin óeðlilega mikið. Svo er um C- bætiefnið við alla hitaveiki og langvinna sjúkdóma. Við aðra sjúkdóma nýtast bætiefnin ekki til fulls. Svo er um A-efnið, við lifrar- og skjald.kirtilsjúkdóma, og C-efnið við sýruleysi í maga og fleiri meltingarkvilla. Ýms efni hafa skaðlcg áhrif á bæti- efnin. Alkohol eyðileggur B- bætiefnið, eir C-bætiefnið o. s. frv. Áður eru nefnd eyðandi á- hrif bætiefna hvert á annað. Sum efni auka áhrif bætefna. Mangan eykur mjög áhrif og sparar B-bætiefni, járn A- og þó einkum C-bætiefni og er líklegt, aö hið síöara hafi allmikla þýð- ingu. Of mik.il bœtiefni. Að því frá- teknu, að sum bætiefni virðast í stórum skömmtum verka vel á einstaka sjúkdóma, án þess að sannanlegur skortur sé á þeim, er að jafnaði enginn fengur að of miklum bætiefnum. Hinsvegar hefir aldrei sézt eiturverkun af þeim hjá mönnum, nema af D- bætiefni. Fyrst eftir að farið var að gefa D-bætiefnadropa, sáust af þeim eiturverkanir, sem lýstu sér í kölkun í nýrum og fleiri líffærum. Athugandi er, að D- bætiefnið var þá ekki hreint og miklum mun eitraðra en það er nú. Við ljósböð og sólböð myndast D-bætiefni í hörundi. Aldrei hafa þó sézt eiturverkanir af D-bæti- efnaverkun ljósbaða. Steinsótt er afar algeng í Þýzkalandi og suðlægari löndum. Einkum eru steinar í þvagfærum svo tíðir að' furðu gegnir. Læknar hafa sett þetta í samband við mikil sólböð. Ætti þá hin mikla D-bætiefna- verkun sólbaðanna að valda skorti á A-bætiefni, er eins og fyrr er sagt, stuðlar að stein- myndun. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, er æskilegt, að fólk, er stundar sól- og ljósböð, neyti Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.