Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 Vinnudeilurnar Wja dagblaðið Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrf stof urnar: Hafnarstræti 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Alþýðusambands- þíngið og úrslít þess AlþýÖusambandsþinginu er nú lokiö. Það var kallað saman til þess meðal annars, að gefa úr- skurð um afstöðuna til komm- únista. Það er vitað, að flokks- stjórnin var klofin um þá af- stöðu. í meirihlutanum var Jón Baldvinsson og með honum mestöll flokksstjórnin. í minni- hlutanum voru tveir menn, Héð- inn Valdemarsson og Jón Guð- laugsson. Þegar flokksþingið kom sam- an, lagði Héðinn Valdemarsson fram tillögur til ályktunar um sameiningu Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins, ásamt stefnuskrá fyrir hinn „samein- aða flokk“. En flokksþingið féllst ekki á þær tillögur. Niðurstaðan varð sú, að samþykktar voru til- lögur, sem fram höfðu verið bornar af Jónasi Guðmundssyni, Emil Jónssyni, Guðmundi Haga- lín ogVilmundi Jónssyni. Eru þær annarsvegar um „tilboð“ til Kommúnistaflokksins um sam- einingu og hinsvegar um stefnu- skrá fyrir hinn sameinaða „Al- þýðuflokk íslands", en svo skyldi hinn nýi flokkur heita. í „tilboðinu“ er gert ráð fyrir að i miðstjórn hins nýja flokks verði 17 Alþýðuflokksmenn og 8 Kommúnistar og að trúnaðar- störfum verði að öðru leyti skipt í hlutfall við atkvæðamagn síð- ustu kosninga. í tillögunum um stefnuskrá fyrir hinn nýja flokk er m. a. svo að orði kveðið, að flokkurinn skuli vera „sósíalistiskur lýðræð- isflokkur“ og að hann vilji vinna að framgangi mála sinna „við almennar kosningar í bæjar- og sveitarstjórnum, á Alþingi og í ríkisstjórn á þingræðisgrund- velli“. þá er yfir því lýst, að „flokkurinn vill hagnýta sér þá reynslu erlendra stéttarbræðra og sósíalistiskra flokka, sem eiga við íslenzka staðhætti, en vill jafnframt taka það skýrt fram, að hlutverk íslenzkrar al- þýðu og flokks hennar er að skapa sósíalistiskt þjóðfélag á þeim sögulega og þjóðfélagslega grundvelli, sem fyrjr hendi er hér á landi“. Þá er það fram tekið, að flokk- urinn skuli standa „utan allra pólitískra alþjóðasambanda“. Það virðist að þessu athuguðu liggi ljóst fyrir, að hinn nýi flokkur, ef stofnaður væri, yrði samkvæmt stefnuskrá sinni þingræðislegur flokkur í and- stöðu við byltingu og ofbeldi. Enda hefir blaðið frétt, að Framh. af 1. síðu. ur gerð grein fyrir launum fólks- ins í stórum dráttum. „Taxti“ Álþýðusambandsins, er heimtað var að S. í. S. gengi að, er þannig: Karlmenn, eldri en 18 ára, kr. 195.00 á mán. fyrstu 3 mán., kr. 235.00 á mán. næstu 3 mán., kr. 285.00 næstu 6 mán. Þar eftir kr. 300 á mánuði. Karlmenn, yngri en 18 ára; fyrstu 3 mán. kr. 108.00 á mán., næstu 3 mán. kr. 125, næstu 6 mán. kr. 135.00 Þar á eftir kr. 150.00 á mánuði. Konur, fyrstu 3 mán. kr. 108.00 á mán., næstu 3 mán. kr. 125.00, næstu 6 mán. kr. 135.00. Þar eftir kr. 150.00 á mán. í grein þessari verður aðeins rætt um ullarverksmiðjuna Gefj- un og skinnaverksmiðjuna Ið- unn. Það sem einkum einkennir „taxta“ Alþýðusambandsins, er hið ábyrgðarlausa skilnings- leysi á greiðslugetu iðnaðarfyr- irtækjanna og jafnframt órétt- lætið í garð þess verkafólks, sem búið er að læra iðngrein þá, sem það vinnur við, samanborið við byrjendurna. í báðum þeim verksmiðjum, sem hér er rætt um, eru flest störfin talsvert seinlærð. En Al- þýðusambandið heimtar, að verksmiðjurnar greiði verka- mönnum hámarkslaun strax eft- ir eins árs starf, en óhætt má fullyrða að enginn starfsmaður getur náð fullkominni kunnáttu og leikni við ullariðnað, sútun og skógerð, á einu ári: Laun starfsfólks í verksmiðj- um S. í. S. eru nú sem hér segir: Ullarverksmiðjan Gefjun: Laun karlmanna á 1. starfs- ári kr. 85,00 fyrsta mánuðinn, kr. 115,00 á mán. næstu 6 mán., kr. 140,00 á mán. síðustu 5 mánuði fyrsta starfsárs. Á öðru starfsári kr. 180,00 á mán., á þriðja starfsári kr. 200,00 á mán. og á fjórða starfsári kr. 220,00. Ágóðahlutdeild fær starfs- maður eftir tveggja ára starf, sem fer hækkandi annaðhvort ár upp áð 8 ára starfsaldri. Meðallaun karlmanna í „stefnuskráin" sé nokkurnveg- inn orðrétt þýðing á stefnuskrá verkamannaflokksins norska. En hann stendur, eins og kunnugt er, utan alþjóðasambandanna, en er heima fyrir í málefna- og stjórnarsamvinnu við norska bændaflokkinn. Það virðist hinsvegar ekki þurfa að gera því skóna, að hinn nýi flokkur eða stefnuskrá hans hafi áhrif á gang mála hér á landi fyrst um sinn, því að kommúnistar lýsa yfir því með ótvíræðum orðum í blaði sínu, Þjóðviljanum, í fyrradag, að ekki komi til mála að flokkur þeirra vilji ganga að tilboði Al- þýðusambandsþingsins um sam- einingu. Munu það enn sem fyrr vera ákvæði „stefnuskrárinnar" um lýðræði og þingræöi, sem nú bögglast þeim fyrir brjósti og sennilega einnig það, að trúin á Gefjun, sem unniö hafa í 8 ár, hefir verið kr. 281,00 á mánuöi að meðtaltali í fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs. Laun kvenna sem eru á 1. starfsári kr. 60,00 fyrsta mánuðinn, kr. 90,00 á mánuði fyrir næstu 5 mánuði og kr. 105,00 á mánuði fyrir síðustu 6 mánuði fyrsta árið. Á öðru starfsári kr. 120,00 á mán., á þriðja starfsári kr. 125,00 á mán. og á fjórða starfsári kr. 130,00 á mánuði. Stúlkur, sem unnu við vefnað og fengu fulla ágóða- hlutdeild höfðu kr. 184,00 á mán. að meðaltali fyrstu 10 mán. yfirstandandi árs — eða 34 kr. meira á mánuði en eftir hámarkstaxta Jóns Sigurðsson- ar. „Verkfallsforkólfarnir“ hafa verið háværir um óánægju starfs fólksins í Gefjuni. Elzti starfs- maður verksmiðjunnar hefir unnið þar um 30 ár og nokkrir aðrir yfir 20 ár. Það er sjald- gæft að menn hafi sagt upp störfum og enn hefir engum verið sagt upp vinnu vegna ald- urs. / Iðunni gilda svipuð kjör og í Gefjuni. Skógerðin hefir að- eins starfað í tæpa 10 mánuði alls. Sex menn sem þar vinna hafa nokkru hærri sem þar vinna nokkru hærri laun, en þeim ber, vegna starfs- tíma síns. Höfðu þessir menn einhverja æfingu í störfum, þeg- ar þeir réðust í þjónustu verk- smiðjunnar og voru vitanlega látnir njóta þess. í þessari verksmiðju er ráðgert að taka upp ákvæðisvinnu eins og áður er sagt. Sútunin hefir verið starfrækt aðeins hálft annað ár. Launa- hæstu mennirnir, sem lengst hafa unnið, hafa nú kr. 220,00 á mánuði. Tveir hafa kr. 190,00. Þrír kr. 170,00 Tvær stúlkur kr. 105,00 á mánuði. í verksmiðjunni vinna auk þess tveir unglingar. Hefir annar kr. 80,00 á mánuði, en hinn kr. 135,00. Vinnutími í verksmiðjunum er 9 stundir á dag. Starfsfólkið fær sumarfrí 6 virka daga. hið „heilaga“ Rússland og ó- skeikulleika „félaga Stalins“ hefir ekki fengizt viðurkennd af Alþýðuflokknum, svo að í lagi geti talizt Alþýðuflokkurinn sýnist hins- vegar nú hafa tekið þetta vanda mál föstum tökum, sem líkleg eru til að styrkja aöstöðu hans meðal þeirra sem í vafa hafa verið, hvorum heillavænlegra væri að fylgja, honum eða Kommúnistaflokknum. Enda er það sýnilegt, að hinir farsælli menn Alþýðuflokksins hafa hér reynzt drýgri í viðskiptunum. En úr því að þessi hríð er af- staðin, er nú fyllilega tími til þess kominn, að Alþýðuflokkur- inn fari að gefa skýr svör og skjót um afstöðu sína til þeirra málefna, sem nú bíða úrlausnar á Alþingi, og úr því munu skera, hversu háttað verður um stjórn landsins í nœstu framtið. Veikist fastráðinn starfsmað- ur, sem búinn er að vinna hjá fyrirtækinu í 10 ár eða þar yfir heldur hann fullum launum í tvo mánuði. Sé hann enn ó- vinnufær eftir þessa 2 mánuði, greiðast honum hálf laun í næstu 2 mánuði, en úr því fell- ur launagreiðslan niður. Þeir, sem hafa unnið meira en 1 ár, en minna en 10 ár fá fulla launa greiðslu 1 mánuð. Séu þeir fjar- verandi annan mánuð, greiðast þeim hálf laun, en síðan fellur launagreiðsla niður. Þeir sem unnið hafa 1 ár eða minna fá full laun í 15 daga, hálf laun næstu 15 daga, en síð- an fellur launagreiðsla niður. Þess má geta, þó lítils kunni að þykja um vert, að S. í. S. læt- ur starfsfólk verksmiðjanna hafa til fullra umráða, stóran samkomusal, sem það getur not- að eftir vild. Það þarf ekki að taka það fram, sem flestum mun kunnugt, að öll vinnuskilyrði í verksmiðjunum eru mjög góð, — fyllilega sambærileg við beztu verksmiðjur nágrannalandanna. Þegar Jón Sigurðsson rak fólkið frá vinnunni, var verið að endurskoða launakjör þau, sem um getur eins og gert hefir verið árlega, með það fyrir aug- um að bæta þau, að svo miklu leyti sem rekstur verk- smiðjanna mátti við því. Jón Sigurðsson erindreki Al- þýðusambandsins, og Alþýðu- blaðið, hafa haldið því fram, að kjarabætur þær, sem starfs- fólkið í verksmiðjum S. í. S. hafa fengið undanfarin ár, séu að þakka áróðri Jóns. Þetta er hreinn misskilningur. Hitt væri sönnu nær, að komast svo að orði, að fólkið hefði fengið kjarabætur þrátt fyrir áróður og róg óviðkomandi manna. Síðan S. í. S. eignaðist verk- smiðjurnar hefir verið reynt að koma á launafyrirkomulagi, sem tryggði starfsfólkinu það, að hver nyti sem bezt dugnaðar sins og kunnáttu. Þessvegna hafa allir vefarar „premíu" auk fastakaupsins, og ákvæðisvinna viðhöfð og í undirbúningi þar sem því veröur viðkomið. Telj- um við þetta vera í samræmi við stefnu samvinnumanna í viðskiptum og fi'amleiðslu og munum ekki óneyddir hvika frá þeirx'i stefnu. Menn geta nú borið saman launakjör þau sem starfsfólk í verksmiðjum S. í. S. hefir, og laun þau, sem Jón Sigurðsson heimtar. Sézt á þeim saman- burði, að fólk, sem unnið hefir nokkur ár í verksmiðjunum, hefir því nær sömu laun og há- markslaun Jóns Sigurðssonar, og sumt hærri laun. Aðalmunur- inn liggur í því, að eftir taxta „verkfallsforkólfanna“ komast allir á sömu laun eftir fyrsta starfsái'ið. Verður nánar vikið að þessu síöar. Þegar S. í. S. hóf verksmiðju- starfsemi á Akureyri, var það meöfram gei't vegna þess, að þar hefir verið tiltölulega ó- dýrt að lifa, eftir því sem gerist í bæjum hér á landi. Virðist lít- il fyrirhyggja í því, að setja iðn- aðarfyrirtækin aðallega þar, sem dýrast er að lifa. Þetta er viður- kennt af flestum. Til sönnunar má geta þess, að Hið íslenzka prentarafélag heimilar að greidd séu 20% lœgri laun á Akureyri en i Reykjavík. Eftir þessu ætti hámarkstaxti Jóns Sigurðsson- ar að vei-a kr,- 240,00 á mánuði, því hámarkslaun hjá félaginu Iðja í Reykjavík er kr. 300,00 á mánuði. Verkamönnum Akureyrar og forráðamönnum, hlýtur að vera það ljóst, að ef bæjarfélagið hef- ir engin hlunnindi að bjóða til iðnreksturs umfram dýrustu bæi á landinu, þá muni ekki þurfa að vænta mikillar þróunar á iðn- aðarmálum bæjarins í framtíð- inni. Eins og kunnugt er nota um- ræddar verksmiðjur eingöngu íslenzkar efnivörur til fram- leiðslunnar: ull, húðir, skinn og gærur. Frá viðskiptalegu sjón- armiði er það bændum, sem framleiða þessar vörur, enginn beinn ávinningur að láta vörur sínar til verksmiðjanna. Vör- urnar eru ætíð seljanlegar á heimsmarkaðnum og verksmiðj- urnar borga heimsmarkað'sverð fyrir þær á hvei'jum tíma. Bænd ur, og aðrir samvinnumenn, sem hafa komið upp þessum vei’ksmiðjum, eru aðalkaupend- ur þeirra vara, sem verksmiðj- urnar framleiða. Það liggur því í augum uppi, að ef ekki er hægt að framleiða þessar vörur það ódýrt, að þær þoli nokkurn- veginn samanburð við samskon- ar vörur, sem hægt er að kaupa frá útlöndum, þá hlýtur þessi iönaöur að leggjast niður. Ég held þess verði varla kraf- izt með neinni sanngirni, að bændur fari að halda uppi áhættusömum verksmiðjurekstri til að vinna úr framleiðsluvör- um sínum, eingöngu til þess að tryggja verkafólkinu vissari af- komu og betri kjör en þeir búa við sjálfir. En ég vil fullyrða, að allir miðlungsbændur að efnum, og þar fyrir neðan hafa meira erfiði og ótryggari afkomu, en starfsfólk verksmiðjanna hefir nú. Einn af starfsmönnum Gefj- unar var bóndi. Hann var sæmilega duglegur maður, en varð að hætta búskap vegna fá- tæktar. Hann flutti til Akureyr- ar, en komst þar í enn meiri fátækt og varð að þiggja af sveit. Skömmu síðar, fékk hann vinnu í Gefjuni og festi kaup í býli utan við Glerá. Býlinu fylgdi nokkur grasnyt, svo hann gat haft eina kú. Þessi maður er nú búinn að vinna í verksmiðjunni í 5 ár og á nú býlið því nær skuldlaust, og hefir enga fjár- hagslega hjálp fengið aðra en afi'akstur vinnu sinnar. Get ég um þetta þeim til athugunar, sem leggja trúnað á rógmæli þeirra manna, sem halda því fram að S. .í. S. greiði verka- fólki sínu þau sultarlaun, að ekki sé viðhlítandi. Verði gengið að því að greiða hin heimskulega háu byrj- unarlaun, sem „verkfallsmenn" fara fram á, er bersýnilegt, að þessi nýbyrjaði iðnaður verður lamaður svo, að tvísýnt er að hann geti haldið áfram, og því síður eru nokkrar líkur til að hliðstæður iðnaður muni byrja, með þeim kjörum, sem búin eru Framli. á 4. síSu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.