Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 1
AÐAL ASTASAGA ársins er MELEESA ANN ÁLL 313. dagur ársins. Sólrauppkoma kl. 8,38. Sólarlag kl. 3,45. — Ardegisháflæður í Reykjavík kl. 8,55. Ljósatími bifreiða er frá kl. 4,20 síðdegis til kl. 8,05 að morgni. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjar- götu 6B, sími 2614. — Nœturvörður í Ingólfsapöteki og Laugavegsapóteki. Útvarpið í dag. Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,455 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 21,15 Erindi: „Þekktu sjálfan þig“. I (Jóhann Sæ- mundsson læknir). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Húsmæðratími: Smit- unarhætta á heimilum (frú Sigríður Eiríksdóttir). 21,00 Symfóníu-tónleik- ar: Ýms tónverk (plötur). 21,15 Dag- skrárlok. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Kaupþings- salnum annað kvöld og hefst hann kl. 8,30. U. M. F. Velvakandi heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld kr. 9. Skinfaxa verður útbýtt á fundinum. Félagar eru beðnir að fjöl- menna og mæta réttstundis, í dag. Þeir sem greiða tekju- og eignaskatt sinn í dag þurfa ekki að greiöa drátt- arvexti; en þetta er líka síðasti dag- urinn. Sjá augl. í blaðinu í dag frá tollstjóra. Engar samningaumleitanir hafa enn farið fram á Akureyri. Hefir Alþýðusambandið enn ekki gefið nema mjög óljós svör við þvi skilyröi, sem S. í. S. hefir sett fyrir því að samningar gætu hafizt. Öll lielztu blöð Kaupmannahafnar hafa getið um hina væntanlegu komu Karlakórs Reykjavíkur til borgarinnar og telja sum þeirra hann með beztu kórum á Norðurlöndum. 60 ára er í dag Jón Klemensson, Njáls- götu 50. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefín saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Ólína Jónsdóttir og Stefán Gunnarsson Tyrfingsstöðum í Innri-Akranesshreppi. Aflasala. Línuveiðarinn Eldborg seldi afla sinn í Grimsby í gær. 1100—1200 vættir. Áheit á Strandarkirkju: kr. 500,'frá K. S. Umferðarslys. Á laugardagskvöldið var varð kona fyrir bifreið á Barónssstígnum og hlaut alvarleg meiðsli. Atvikaðist það þannig, að Bifreiðin R 1080, sem er 24 manna bifreið var að koma sunnan úr Hafnarfirði síðla kvölds og ók norð- ur Barónsstíginn. Er bifreiðarstjóri kom fram hjá mótum Eiríksgötu og Barónsstígs sá hann tvær konur á götunni og ætjaði að hægja ferðina meðan hann æki fram hjá þeim. En við það rann bifreiðin til að aftan og slengdist á konurnar, svo þær féllu við, og hlaut önnm- þeirra, Guðrún Pétursdóttir til heimilis á Rauðarár- stíg 5, stór sár á höfuöið og fékk heila- hristing og meiddist á fótum. Var hún flutt mjeðvitundarlaus á Landsspítal- ann, Skipafréttír. Gullfoss er á leið til Hamborgar. Goðafoss er væntanlegur til Vest- mannaeyja á morgun. Brúarfoss kom til ísafjarðar í gærkvöldi. Dettifoss var á Vopnafirði í gær. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahcjfn. SeJfoss er í Hamborg. — Súðin er í Oslo. Esja var væntanleg til Seyðis- fjárðaf í gærkvöldi, BD/skQ»IBIL?MÐHC) 5. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 9. nóvember 1937. 260. blað. Vmnudeílurnar á Akureyrí SígrarJapana víð Shanghaí Þeir eru ekki úrslita- sigur, segir Chíaug-Kaí Shek, pví þrautseigja Kínverja verdur meiri en pol Japana. LONDON: Kínverjar hafa látið undan síga í Pootung, en þa'ð er sá hluti Shanghai- borgar, sem liggur sunnan Whangpoo- fljóts. Japanir settu þar her á land á laugardaginn. Á sunnudagsnóttina flutti kínverski herinn sig suður fyrir Pootung. Ákafar orustur hófust strax við Shanghai um sólarupprás í gærmorgun og telja sumir erlendir fréttaritarar í Shanghai, að þar muni verða hinar síðustu, sem háðar verða á þessum vígstöðvum fyrst um sinn. Japanir beita öllu því liði og öllum þeim her- gögnum, sem þeir hafa yfir að ráða. Her þeirra, sem að sunnan sækir til Shanghai, er sagður hafa komizt yfir um Whangpoo-fljót, og hafa á valdi sínu járnbrautarlínuna frá Shanghai til Hang-chow. Þúsundir flóttamanna streyma úr Pootung og Nantao inn i alþjóða- hverfið. FÚ. Chiang-Kai-Shek sagði við blaða- menn í gærmorgun, að sigur sá, sem Japanir hefðu þegar unnið, væri að- eins til bráðabirgða. Mótstöðuafl Kín- verja væri miklu meira en þol Jap- ana, og þeim mun lengra, sem jap- anski herinn kæmist inn 1 Kína, þess erfiðari yrði öll aðstaða hans. FÚ. HONUM VAR GLEYMT! Á sunnudaginn fóru fram mikil há- tíöahöld i Rússjandi vegna 20 ára af- mæjis byltingarinnar. í Moskva var haldin stærsta hersýningin, sem enn hefir farið fram innan landamæra Rússlands. En í sambandi við þessa sýningu og öll hátíðahöldin var vand- lega aðgætt að minnast ekki afreka þess manns, sem skapaði rauða herinn og gerði hann þess megnugan að sigra allar gagnbyltingartilraunir yfirstétt- anna. Hér var ekki um gleymsku að ræða heldur fyrirskipun frá valdhöf- unum, sem lögðu við dauðarefsingu, ef frá þessu væri brugðið og sann- leikurinn sagður. Þannig er frelsið og lýðræðið í því landi, sem kommúnist- ar hér segja að hafi „frjálslyndustu stjórnarskrá heimsins"! TROTZKI, maðurinn, sem skipulagði rauða herinn á sínum tíma. Eftír Jón Árnason Eins og kunnugt er orðið, lét | Alþýðusamband íslands umboðs- mann sinn á Akureyri fyrirskipa stjórn S. í. S. og Kaupfélagi Ey- firðinga nýjan kauptaxta fyrir starfsfólk í verksmiðjum þessara stofnana, og þegar ekki var um- yrðalaust gengið að þessum „taxta“, þá var fyrirskipuð vinnustöðvun í verksmiðjunum, sem hófst þriðjudagsmorguninn 2. þ. m. Það er mjög vafasamt, að for- ráðamenn Alþýðusambands ís- lands hafi vitað nokkuð að ráði um launakjör verksmiðjufólks- ins. Að finnsta kosti benda blaðaskrif ,verkfallsforkólfanna‘ ekki á, að þeim hafi verið um þau kunnugt. Engin fyrirspurn hefir stjórn S. í. S. borizt um launakjör starfsfólksins áður en vinnu- stöðvun hófst. En allt síðastliðið ár hefir verið haldið á lofti lát- lausum rógi um það, að S. í. S. færi illa með starfsfólk sitt og greiddi því svo léleg laun, að við það væri ekki unandi. Þrátt fyrir þennan látlausa róg, og þrátt fyrir það, að Alþýðusambandið hefir kostað sérstakan fulltrúa á Akureyri til að reyna að fá starfsfólk verksmiðjanna í fé- lagið Iðju, er árangurinn ekki burðugri en það, að í byrjun verkfallsins var tæpur þriðjung- ur verksmiðjufólksins kominn í félagið. Stjórn S. í. S. mætti á fundi síðari hluta mánudags 1. þ. m. Á þeim fundi gerði stjórnar- nefnd verksmiðjanna stuttlega grein fyrir launakjörum í verk- smiðjunum og fer útdráttur úr þeirri greinargerð hér á eftir. — Stjórnarnefnd verksmiðjanna er skipuð af stjórn S. í. S. og skipa hana: Böðvar Bjarkan, sem er formaöur og meðstjórnendur Vilhjálmur Þór og Jón Árnason. Verksmiðjur S, í. S. og K. E. A. sem bannað var að héldu áfram vinnu, eru þessar; Gefjun, eign S. í. S. Iðunn, eign S. í. S. Sjöfn, eign S. í. S. og K. E. A. Freyja, eign S. í. S. og K. E. A. Flóra, eign K. E. A. Stærstu verksmiðjurnar eru Gefjun og Iðunn. í þeim (saumastofur meðtaldar) unnu 241 manns. Við afullun gæra í skinnaverksmiðjunni unnu 13 menn í fyrravetur, en afullun var ekki byrjuð nú, vegna hót- ana um stöðvun verksmiðjanna. Þegar S. í. S. keypti Gefjun, unnu þar innan við 30 manns (29 að meðtöldum verksmiðju- stjóra og bókhaldara). Nú vinna þar um 190 manns (saumastofur framkvæmdastj. meðtaldar). Flestu fólki varð aö bæta við á árunum 1936 og 1937, vegna þess að í árslok 1935 tók til starfa hin nýja kamgarns- verksmiðja, og um síðastliðin áramót var bætt við 6 nýjum vef- stólum í verksmiðjunni. Starf skinnaverksmiðjunnar Iðunn er fjórþætt: 1. Afullun gœra. 2. Sútun. 3. Skógerð. 4. Hanskagerð. Afullunin er gömul starfs- grein. Hafa gærur verið afullaðar í verksmiðju S. í. S. á Akureyri öðrum þræði síðan 1923. Um all- mörg ár lá þó starfsemi verk- smiðjunnar niðri, vegna þess að betur borgaði sig að selja gær- urnar óunnar úr landi. Hér er aðeins um vetrarstarf að ræða, sem því aðeins verður unnið, að meira verð fáist fyrir ull og bjóra heldur en óunnar gærur. Þar unnu síðast 13 menn. Sútunarverksmiðjan hefir ekki starfað nema um hálft annað ár. Þar unnu 15 menn. Skóverk- smiðjan byrjaði starfsemi sína um siðastliðin áramót. Þar unnu 32 menn. Hanskagerðin er rúm- lega ársgömul. Er þar um smá- framleiöslu að ræða, þar sem að- eins vinna 5 menn. Af framansögðu er þaö aug- ljóst, að mikill hluti af núver- andi starfsfólki verksmiðjanna er annaöhvort byrjendur eða að mikið vantar á að það hafi náð þeirri leikni og afköstum, sem viðunandi má telja fyrir þessar iðngreinar, miðað við það, sem tiðkast hjá þjóðum með gamlar og þroskaðar iðjustéttir. Vegna þess, hve verksmiðjurn- ar hafa orðið að taka mikið af ó- vönu fólki á tiltölulega skömm- um tíma, hefir stjórn þeirra tal- ið óhjákvæmilegt að endurskoða launakjörin árlega, og hefir hún komið á launahækkunum og kjarabótum, eftir þvi sem rekst- ur verksmiðjanna hefir þolað og sanngjarnt hefir mátt teljast, miðað við afköst starfsfólksins. Stjórn verksmiðjanna lét byrja á því í síðastl. ágústmánuði, að gera enn á ný athugun á kaup- gjaldsmálum verksmiðjanna. Er meðal annars verið að undir- búa ákvæðisvinnusamninga við starfsfólk skóverksmiðjunnar, en ákvæðisvinna er algengasta launafyrirkomulag í skóiðnaði. Þannig er það t. d. við skóverk- smiðjur samvinnusambandanna í Danmörku og Svíþjóð , Greinargerð þessari fylgir svo sundurliðúð skýrsla um laun alls starfsfólks í verksmiðjum S. í. S. Rúmið leyfir ekki að hún sé birt í heild, en síðar í greininni verð- Framh. á 3. síðu. Afsftaða Alþýðuff. ftil sftjórnarsam- vinnu Aukaþing Alþýðusambandsins sam- þykkti á laugardagskvöldið svohljóð- andi yfirlýsingu um stjórnarsam- vinnu milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins: „Fjórtánda þing Alþýðusambands íslands telur samvinnu Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins í rlkis- stjórn og þingmálum nauðsynlega eins og nú standa sakir til þess að hægt verði að bæta kjör alþýðunnar til sjávar og sveita og afst.ýra kyrstöðu og afturhaldi. Ennfremur telur sam- bandsþingið eðlilegt og æskilegt, að samvinna þessara flokka verði víð- tækari, þannig, að hún nái einnig til bæjar- og sveitarstjórnarmála, þar sem það þykir sérstaklega henta. Þing- ið telur ,að Alþingiskosningarnar síð- astliðið vor hafi sýnt mjög ótvírætt vilja meira hluta kjósenda til slíkrar vinstri samvinnu. Þingið ber fullt traust til flokks- stjórnarinnar og þingflokksins til þess að ganga svo frá málefnasamning- um milli flokkanna, að samstarfið verði til hagsbóta fyrir alla alþýðu, enda væntir þingið þess, að gagn- kvæmdrar sanngirni gæti af hálfu beggja flokkanna í samningunum um samvinnuna". Rósftur á danzlesk í K. R.-húsxnu Félagsskapur hér í bænum, er nefn- ist „Eldri danza klúbburinn" efndi síð- astliðið laugardagskvöld til danzleiks í K.R.-húsinu. Gerðist þar brátt ákaf- lega fjölmennt svo húsfyllir varð. Senn tók að bera á ölvun og drykkjulátum og gerast óróasamt og það svo, að tveir menn hlutu veruleg meiðsli af og voru fluttir á Landsspítalann, þar sem búið var um áverka þeirra. Var öðrum þeirra hrint niður stiga og kom hann niður á höfuðið og hlaut af þessu talsverð meiðsli. Hinn maðurinn skarst á hendi með þeim hætti, að glas, sem hann hélt á brotnaði. — Ýmsir fleiri hlutu minni meiðsli. Alls var lögreglan fjórum sinnum kvödd til þess að lægja róstur í K.R.- húsinu frá því kl. 10 um kvöldið til kl. 2 um nóttina, að eigi þótti amiað ráð vænna, en slíta danzleikn- um með lögregluvaldi. ANNÁLL Lífið, tímarit um uppeldismál, er nýkomið út. í því birtist mjög snjöll grein um próf í barnaskólum eftir Sigurvín Ein- arsson kennara. Aðrar greinar, sem ekki verður látið undir höfuð leggjast að nefna, eru um vandræðabörn, eftir Björn Jónsson skólastjóra og um heilsufar íslendinga, eftir Jón Jóns- son lækni. Ritstjórinn, Jóhannes Birki- land, skrifar um heimssýninguna í Paris.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.