Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Side 1

Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Side 1
Skrifstofur ÍYýja dagbláðsins Lindargötu 1D. Símar: 2353 og 4373. Æfgreiðslan Hafnarstræti 16. Sími 2323. ID/\G. IB ll/’MÐ IIE 5. ár. Reykjavík, föstudaginn 10. desember 1937 287. blað ANNÁLL 344. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 10.13. Sólarlag kl. 2.26. Árdeglsháflæður í Reykjavík kl. 9.50. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3.00 síðdegis til kl. 9.35 að morgni. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Enskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 13,05 Ti- undi dráttur í happdrætti Háskólans. 15,00 Veðurfregnir. 18,00 Skýrsla um vinninga í happdætti Háskólans. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Fiskiveiðar íslendinga (Árni Friðriks- son fiskifræðingur). 20,40 Tónleikar Tónlistarskólans. 21,20 Útvarpssagan. 21,45 Hljómplötur: Harmóníkulög. 22,15 Dagskrárlok. Næturlæknir er nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sími 4985. — Næturvörð- ur er í Ingólfsapóteki og Laugavegs- apóteki. Veðurútlit í Reykjavík: Allhvass norðan. Úrkomulaust. Trúlofun. Þann 7. þessa mánaðar opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fanney Odds- dóttir Mosfelli í Mosfellssveit og Qunnar Daníelsson ráðsmaður á Kirkjubóli við Reykjavík. Axel V. Tulinius fyrrverandi sýslumaður andaðist í Kaupmannahöfn í fyrradag. Hann hafði verið vanhelll um skeið og dvald ist í Kaupmannahöfn síðustu mánuð- ina . Hófnin. Tryggvi gamli fór á ísfiskveiðar í gær. í gærkvöldi var von á norsku kolaskipi. Septíma heldur fund í kvöld kl. 9. Erindi: Leyndardómsfulli íbúinn. Innbrotsþjófar. Lögreglan hefir haft upp á mönn- unum, sem brutust inn í bústað franska ræðismannsins við Skálholts- stíg. Voru það menn, sem lögreglan hafði áður komizt í kynni við, sem innbrotið frömdu og heita Árni K. Eiríksson og Friðmar Sædal. Voru þeir nýlega komnir austan frá Litla- Hrauni. Tók lögreglan Friömar heima hjá sér, þar sem hann var að gæða sér á feng sínum og vísaðl hann á félaga sinn og var hann handsam- aður nokkru síðar. Bifreiðarslys. Kl. 1,15 í gær kom Bjarni Guð- mundsson bifreiðarstjóri frá Túni í Flóa á lögreglustöðina og tilkynnti, að þegar hann ók inn Hverfisgötu fyrir stundu síðan hefði drengur orð- íð fyrir bifreið sinni og fótbrotnað. Flutti Bjarni hann þegar á Landsspít- alann. Slysið skeði með þeim hætti, að drengurinn renndi sér á sleða nið- ur hliðargötu í sama vetfangi og bif- reið Bjarna bar að. Barnaheimilið Sólheimar. Að Sólheimum í Grímsnesi hefir um nokkurra ára skeið verið rekið bamaheimili og eru þar að jafnaði 40—50 börn á sumrin, en nokkru færri á veturna. Aðstandendur heimilisins hafa nú í haust tekið það ráð, að búa tíl ýmsa muni, sérstaklega leikföng, til að selja til ágóða fyrir starfsem- ina. Munir þessir hafa að undanförnu verið til sýnis í gluggum Vöruhússins og verða þeir bornir 1 húsin í dag og boðnir til kaups. Ætti fólik að bregð- ast vel við, ekki síst þar sem sumir munu kaupa eitthvað af svipuðum munum fyrir jólin hvort eð er. Pant- anir getur fólk gert í síma 4096. Skipafréttir. Gullfoss var í gær á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Goðafoss var í gær á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúarfoss var á Siglufirði í gær. Detti- foss var væntanlegur að vestan og Utgjðld bæjaríns haía aukízt á aðra Japanir setja Nankíng úrslítakostí Kínverjum hefir enn tekizt að verja borgina LONDON: Japönsk flugv. flaug í gær yfir Nanking og varpaði nlður bréfi undirrituðu af Matsui yfirhershöfðingja Japana í Kína, þar sem Nanking eru settir úr- slitakostir, og þess krafizt að hún gef- ist upp fyrir hádegi í dag ella verði gerð stórkostleg loftárás á borgina. í bréfinu er það tekið fram, að Jap- anir líti á Nanking sem höfuðból austrænnar menningar og að þeim sé umhugað um að verja það frá eyði- leggingu styrj aldarinnar. í gær var barizt af mikilli grimmd við útvarðarstöðvar Kínverja um- hverfis Nanking. Japanir segja, að nokkrar þeirra hafi verið eyðilagðar, en Kínverjar segjast aftur á móti alls- staðar hafa haldið velli. Hersveitir Kínverja hafa gereyðilagt allar bygg- ingar í úthverfum borgarinnar, þar sem að Japanir gætu komið sér fyrir, þá hefii- hvert einasta skýli á bökk- um Yangtse verið brennt tU kaldra kola og ennfremur öll skýli meðfram járnbrautinni. Kínverjar viðurkenna að borgin Ching Kiang, stendur við Yangtse- fljót skömmu fyrir austan Nanking, sé komin í höndur Japana, en segja að virkin í Ching-Kiang séu enn í höndum Kinverja. FÚ. Hlutley sis nefndín undírbýr brott- flutníng sjálfboða lidanna LONDON: Undirnefnd hlutleysisnefndarinnar kom saman á fund í London í gær og samþykkti allar tillögurnar að einni undantekinni, sem sérfræðinganefnd- in lagði fyrir fundinn um það á hvern hátt nefndin, sem fer til Spánar, skuli haga störfum sínum. Einnig samþykktl nefndin uppkast að samn- ingum um að veita stríðsaðilum á Spáni hernaðarréttindi. FÚ. Sápa úr kolum BERLÍN: . í Þýzkalandi hefir tekizt að finna aðferð til að framleiða feiti og sápu úr kolum. Framleiðsla á þessum efn- um er þegar 20 þúsund smálestir, en á innan skamms að geta komizt upp í 60 þúsund smálestir. FÚ. norðan í gærkvöldi. Lagarfoss er á leið til Noregs frá Austfjörðum. Sel- foss er í Antwerpen. — Lyra fór frá Bergen í gærkvöldi. — Drottningin er væntanleg til Kaupmannahafnar á morgun. Aflasala. Geir seldi afla sinn í Grimsby í fyrradag, 1140 vættir á 1545 pund sterling. MUSSOLINT. Mussoliní undírbýr úrsögn Ifalíu úr Þjóðabandalagínu LONDON: ítalska ráðuneytlð kom saman á fund í gær í Palazzo di Venetia og að fundinum loknum kom Mussolini út á svalirnar á höllinni og tilkynnti að á fundinum hefði verið rætt um fram- tíðarafstöðu Ítalíu til Þjóðabanda- lagsins og að stórráð fasista mundi koma saman á laugardaginn kemur til þess að taka endanlega ákvörð- un um það mál. Það þykir ekki leika nokkur vafi á því, að ítalir ætli sér nú að segja sig úr Þjóðabandalaginu og að ástæðan fyrir því sé sú að Þjóðabandalagið hefir ekki viðurkennt yfirráðarétt Ítalíu í Abessiníu. Þá er þess einnig minnzt í þessu sambandi, að þær tvær þjóðir, sem eru aðilar ásamt ítölum að sáttmálanum til baráttu gegn kommúnlsma eru komnar úr Þjóðabandalaginu. FÚ. Fer Jugoslavía lika úr Þjóðabandalaginu ? LRP. Samkvæmt síðdegisfrétt frá Wien hefir orðrómurinn um það, að Ítalía sé í þann veginn að ganga úr Þjóða- bandalaginu vakið mikinn ugg meðal Litla-bandalags þjóðanna og yfir höf- uð meðal allra smáþjóða, sem litið hafa á Þjóðabandalagið sem trygg- ingu fyrir sjálfstæði þeirra og þjóðar- réttindum. Við þennan ugg bætist það einnig, að mjög dregur saman með Júgóslavíu og Ítalíu síðustu dagana, en Júgóslavía hefir allt til þessa verið öruggur stuðnings-aðili Þjóðabanda- lagsins. Forsætisráðherra Jugóslavíu hefir verið í heimsókn í Rómaborg nú í vikunni og átt tal við Mussolini, Ciano greifa o. fl. Eftir þessi viðtöl hefir verið gefin opinber tilkynning um að ítalir og Júgóslavar séu ákveðnir að vinna saman á öllum sviðum. FJARLÖGI N Annarí umræðu fjárlaganna lauk í gær, en atkvæðagreiðslunni var frest- að þangað til í dag. Ákveðið hefir verið, að „eldhúsdag- urinn" 1 sambandi við 3. umr. fari fram á föstudags- og laugardagskvöld í næstu viku. Skuldugír húsbænd- ur síldarbræðslunn- ar á Síglufírðí Út af yfirlæti Alþýðubl. um það hve vel foringjar úr þeim flokki væru fallnir til að stjórna síldarbræðslunni, var hér í blað- inu bent á fjárreiður nokkurra hinna helztu. Þegar Jón erind- reki og Páll Þorbjörnsson fóru úr verksmiðjustjórninni á miðju ári 1936 skulduðu þeir hvor um sig um 1200 kr. og er ófrétt hvort þeir hafa borgað það enn. Jó- hann Guðmundsson yfirverk- stjóri skuldaði 1500 kr. um ára- mótin og sjálfur höfuðpaurinn Gísli Halldórsson 6000 kr. Var hæð skuldanna öll eftir mann- virðingum, og sá þjónninn skuldugastur sem efstur var. Alþýðubl. fullyrti nú til að af- saka sekt sinna manna að Þor- móður Eyjólfsson hefði líka skuldað, er hann fór úr stjórn- inni. Út af þessum ósannindum bað Þormóður bókara verk- smiðjunnar um vottorð um þetta atriði og fékk svohljóðandi yfir- lýsingu dagsetta í gær: Þórmóður Eyjólfsson tók eftir- stöðvar launa sinna í verk- smiðjustjórn þann 27. nóv. 1936 kr. 1749,46. M. Blöndal. Aþýðublaðinu ætti að skiljast, að einveldi þessu líkra manna yfir stærsta atvinnufyrirtæki landsins, nýtur hvorki mikils trausts né virðingar. Stúkan Frón 10 ára Stúkan Frón er tlu ára í dag. stofnuð 10. des. 1927. Að þessari stofn- un stóðu ýmsir áhugasamir bindind- ismenn úr stúkunum Verðandi og Einingin. Stofnendur voru fáir, en nú eru í stúkunni um 200 manns. Stúkan Frón hefir frá upphafi þótt eiga góðum mönnum á að skipa, sem unnið hafa ötullega til framdráttar bindindismálunum. Hún hefir og haft forgöngu um ýms nýmæli, hélt t. d. til hinn fyrsta stúkufund, sem út- varpað var hér á landi, átti upptök- in að Þingvallafundinum i sumar og Framh. á 4. siðu. Tíminn kemur út í dag með ítarlegri frásögu um garðyrkjusýninguna í Khöfn eftir Bjarna Ás- geirsson. Annar kafli af Komandi ár eftir J. J. heit- ir „Á að fórna frelsinu eða gera lífsvenjubreytingu?“. míllj. kr. á síðasíl. ári Þó verður eyðslan langmest á þessu ári Útgjöld bæjarins fara stöðugt hækkandi ár frá ári. Samkvæmt bæjarreikingum fyrir árið 1936, sem nýlega eru komnir út, hafa útgjöldin þá hækkað á aðra milljón kr. frá því, sem þau voru á næsta ári á undan. Samkvæmt rekstrarreikningi 1936 hafa útgjöld ársins numið 5.916 þús. króna. Samkvæmt rekstrarreikningi 1935 hafa raunveruleg útgjöld (tekjuafg. frádreginn) numið þá 4.777 þús. kr. Samkvæmt þessum gögnum hafa útgjöld bæjarsjóðs orðið 1.139 þús. kr. hærri 1936, en þau voru 1935. Nú ber þess að gæta að þess- ir rekstrarreikningar eru ekki rétt færðir, því framlög til gatna gerðar eru ekki færð á rekstrar- reikningi, heldur talin vera eignaaukning, þegar þessi út- gjöld hafa verið færð á rekstrar- reikninginn og fyrningar af göt- um því felldar niður, verða út- gjöldin alls 1936 6.225 þús. kr. og 1935 5.098 þús. kr. Raunverulega hafa því út- gjöldin orðið kr. 1.136.000,00 — einni milljón og hundrað þrjátíu og sex þúsund krónum meiri 1936 en þau voru árið áður. Árið 1934, sem var fyrsta ár þessa kjörtímabils bæjarstjórn- arinnar, voru útgjöld bæjarsjóðs 4.673 þús. kr. og hafa því hækk- að um nær 400 þús. kr. árið 1935, frá því sem var árið áður. Á yfirstandandi ári má þá bú- ast við þvi að útgjöldin verði langhæst, sem m. a. má marka á því, að fjárhagsáætlun þessa árs er um 700 þús. kr. hærri en fjár- hagsáætlun ársins 1936 var. íhaldsblöðin skammast mikið yfir því, að útgjöld ríkisins hafa hækkað nokkuð á undanförnum árum vegna aukins stuðnings við atvinnuvegi landsmanna. Það hafa verið framlög, sem í fram- tíðinni munu svara fullum arði. En hvert hafa hin auknu út- gjöld Reykjavíkur farið? Að langmestu leyti í aukið fá- tækraframfæri, vegna þess, að engrar hagsýni hefir verið gætt í þeim málum og ekki reynt að koma þar á neinum sparnaði, (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.