Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 10.12.1937, Qupperneq 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ NÝ BÓK: H. C. ANÐERSEN: Æfintýrí og Sögur I. Snilldar pýðing Steingr. Thorst- einsen fæst nú hjá öllum bóksölnm. BókaverzL Guðm. Gamalíelssonar. Aðalútsaia: Bókaverzlunín Mímír h.L Austurstræti 1. — Sími 1336. NÝ BÓK: Sögur af Snæíellsnesí III Eru pá komin öll 3 heiti 1. bíndis, og fást pau einnig í einu lagi hjá bóksölum Bókaverzlunín Mímír h.í. Austurstrætí 1 — Sími 1336. Kjarnar — (Essensar) Höium birgðir ai ýmiskonar kjörnum til iðnaðar Áfengisverzlun ríkísíns. > 38WATT 4* OS RAM , D ^ %> voy 'Júláb e&tix i I h 36 wa I T OSRAM JD Stimpilliiin á Ijóskúlmmi er trygging fyrlr ljós- magninii og straumeyðsl- unni. Biðjið ávalt nm inn- an-mattar OSRAM-D-ljós- kúlur; þær gefa mesta birtn í hlutfalli við stranmeyðsluna. Þá fáið þér ódýrt Ijós. OSRAM- Dehalumen-ljóskúlur eru trygging fyrir IttiIIi straumeyðslu. Úibreiðid Bfýja dagfblaðið. Hvað veldur hinni algerðu stefnubreyting hjá Mussolini á fundi hlutleysisnefndarinar fyr- ir nokkrum dögum. Upphaflega vildi Mussolini ekki einu sinni ræða um brott- flutning hinna erlendu svo- nefndu sjálfboðaliða á Spáni, ef Frakklandi og England viður- kenndu ekki Franco tafarlaust sem styrjaldaraðila. Honum hlaut að vera ljóst, að hvorugt ríkjanna gat gengið að þvílíkum skilmálum. Þessvegna verður maður einungis að líta á það, sem bragð til þess að draga úr- slit málsins á langinn. Síðan breytti hann óvænt um stefnu. Hann kvað sig reiðubú- inn til þess að rita undir samn- inga um brottflutning sjálf- boðaliðanna, gegn því, að Fran- co yrði veitt stríðsréttindi, er heimflutningur þeirra væri vel á veg kominn. Þetta gerist á tveim dögum. Enginn hafði búizt við þessum umskiptum. Þau eru heldur ekki auðskýrð. Það, sem síðan hefir gerzt, sýnir líka einungis, að hinar hvarflandi málalengingar Grandís greifa bentu ekki til breytts hugarfars í Róm. Hver var þá skýringin? Styrfnin á þriðjudag, ljúf- lyndið og sáttfýsin á miðviku- dag og þrákelknin á fimmtudag er allt saman af sama toga spunnið. Þeir sem kynnzt hafa skaphöfn og háttum Mussolinis, eiga ekki erfitt með að skilja þessi mismundandi vinnubrögð LLOYD GEORGE: Hver verða úrslítín hans. Hann er hinn mikli raun- sæismaður meðal stjórnmála- mannanna. Allan erindrekstur skoðar hann sem nokkurskonar her- stjórnarlist og öll herkænska stefni að vissu lokamarki. Hvert er þá takmark hans? Að ná Spáni í jafn náið sam- band við Ítalíu og Austurríkis- menn voru við Þjóðverja fyrir heimsstyrjöldina. Með öðrum orðum bandalag, þar sem spánska stjórnin nyti svipaðs stuðnings frá ítölum og austur- ríska keisaradæmið frá þýzka hernum. Mussolini verður að ná yfir- ráðum yfir spönskum eyjum, sundum og höfnum, ef draumar hans um að drottna yfir Mið- jarðarhafinu eiga að geta rætzt og honum að verða unnt að skapa sér hernaðarlega aðstöðu, sem ofurselji stærstu lýðræðis- löndin, England og Frakkland, náð hans og miskunnsemd. Þessu verður vart í kring kom- ið, nema til sögunnar komi spönsk ríkisstjórn, sem er ítöl- um ærið vinveitt, ekki einungis þakklát fyrir þáða hjálp við að ná völdunum, heldur og vinveitt af knýjandi nauðsyn, vegna þess LLOYD GEORGE að á hverju augnabliki geti blossað upp uppreisn, sem fá þyrfti áframhaldandi aðstoð til að bæla niður. Chamberlain skýrði svo frá, að stjórnin hefði fullnægjandi tryggingu fyrir því, að ítalir myndu ekki leggja undir sig spánska jörð, hvorki á eyjunum né meginlandinu. En Mussolini þarfnast ekki formlegra yfirráða yfir spánsku landi, til þess að ná marki sínu. Þýzkaland fékk ekki neinn skika af löndum Austur- ríkis að launum fyrir þá vernd, sem það veitti veldi Habsborgar- á Spáni? ættarinnar. Engu að síður væru Austurríkismenn að öllu leyti undir Þjóðverja gefnir, frá hernaðarlegu sjónarmiði séð. En tvennt er það, sem Musso- lini þarf að hafa tök á. Annað er það, að Franco vinni fullnað- arsigur. Hitt er það, að þessi sigur sé unninn með hjálp ítala, bæði hvað snertir herlið og her- gögn. Um þetta hefir stefna Musso- linis í utanríkismálunum snúizt og hann hefir haldið fast á sín- um málum. Sú afstaða, sem Mussolini hef- ir tekið dag hvern, og þær breyt- ingar, sem á þeirri afstöðu hafa orðið, eru þar ekki aðalatriðið, heldur markmiðið, sem alltaf hefir verið hið sama. Og markmið hans er fasistiskt Miðjarðarhaf, Miðjarðarhaf, er með allar sínar siglingaleiðir, trá Atlantshafinu til Suezskurðar- ins, frá Marseille til Marokko, frá Toulon til Algier og Tunis, yrði innan skotmáls frá fall- byssum, kafbátum og flugvélum, sem stjórnað sé af honum sjálf- um. Hann gæti ógnað öllum skipum, sem þarna eiga leið um, og sökkt þeim, ef svo bæri undir. Spánsk rikisstjórn, sem væri honum undirgefin, mundi veita honum þá aðstöðu, sem hann fýsir að ná i vestanverðu At- lantshafi. En hvernig fellur svo fram- koma ítala í hinu umrædda máli inn í þennan ramma? Ef maður vill fá gagnvert svar við þeirri spurningu, veröur maður að gera sér ljósa grein fyrir hinu hern- aðarlega viðhorfi á Spáni. Vesturhéruð Spánar lentu í höndum Francos þegar í upphafi hafi borgarastyrjaldarinnar. Sókn hans til Madrid mistókst og viðleitní hans síðan til þess að einangra höfuðborgina hefir líka farið i handaskolum. En annarsstaðar hefir blásið byrlegar fyrir honum og heppn- ast að vinna mikilsverða sigra. Hann tók herskildi hina mikil- vægu hafnarborg Malaga. Hon- um hafa heppnast fyrirætlanir sínar við norðurströndina og hefir kolanámur í Asturíu á sinu valdi. Hann getur því notað all- an sinn liðstyrk til þess að hefja sókn í því skyni að brjótast í gegnum varnarlínur stjórnar- hersins á austurvígstöðvunum. Ef honum tækist að loka leið- um á milli Kataloniu og Madrid, væri stjórnarhernum erfið að- staða sköpuð og mætti með nokkurnveginn fullri vissu gera ráð fyrir, að viðureigninni lyki með sigri uppreisnarmanna. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.