Nýja dagblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 Hifaveita eða rafmagnshitun Eftír Þórí Baldvínsson NÝJA DAIiBLAÐlB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj ómarskrif stof urnar: Lindargötu 19. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasöiu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda hl. Sími 3948. <%» w n w n — n — n w o w n i n — n — n — n — r — n » Framboðíð í Reykjavík Eftir mánuð kjósa Reykvík- ingar sér bæjarstjórn fyrir næstu fjögur ár. Framboðslisti Framsóknar- flokksins við þessar kosningar er nú birtur á öðrum stað hér í blaðinu. Mun hann vekja hina mestu eftirtekt, og þá fyrst og fremst vegna þess hver þar skipar efsta sætið. Reykjavík er talin hlutfalls- lega stærsta höfuðborg í álf- unni. í Reykjavík býr meir en þriðjungur allrar þjóðarinnar. Hér er aðsetur flestra helztu stofnana landsins. Meiri hluti allrar stórútgerðarinnar er rek- inn héðan. Meginið af allri verzluninni við aðrar þjóðir fer um hendur verzlunarfyrirtækj a í Reykjavík og hér er markað- urinn stærstur í landinu fyrir innlendar framleiðsluvörur. Loks hefir all-umfangsmikill iðnaður risið hér á fót síðustu árin í skjóli innflutningshaft- anna. Það liggur því í augum uppi, að mikið veltur á því hvernig Reykjavík er stjórnað. Enda er svo komið, að stjórnin á mál- efnum höfuðstaðarins er orðið áhyggjuefni allra hugsandi manna hvar sem er á landinu. Fari sú stjórn illa úr hendi, þá hefir það áhrif fyrir gjörvalt landið. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft meira hluta vald yfir mál- efnum Reykjavíkur og ber þar aðalábyrgð. En Alþýðuflokkur- inn hefir verið annar stærsti flokkurinn í bænum og hefir farnaður bæjarfélagsins mjög dregið dám af meginskoðunum þessara tveggja stjórnmála- flokka. Hin skefjalausa samkeppni annarsvegar og einstrengings- lega kaupstreita hverskonar stéttarsamtaka hinsvegar, hafa leitt til þeirrar dýrtíðar, sem orsakar að Reykjavík er í mik- illi hættu stödd, og þá jafn- framt sú þjóð, sem á hálfum mannsaldri hefir eignazt þessa hlutfallslega stóru en dýru borg. Framsóknarílokkurinn hefir til þessa átt fremur litlu fylgi að fagna í Reykjavík. Lífsskoð- anir bændanna og samvinnu- mannanna sem mótað hafa stefnu þessa flokks, hafa ekki samrýmst hugsunarhætti ný- byggjanna á mölinni, meðan Selvogsbanki og seðlabankar Eins og almenningur mun nú vera orðinn sæmilega fróður um, hefir í undanfarin fjögur ár staðið yfir leit eftir heitu vatni á Reykjum í Mosfellssveit, — nægilega miklu til þess að hita Reykjavík. Það er einnig kunnugt, að á- rangur þessarar leitar er talinn vera sá, að nú sé fundið nægi- lega mikið vatnsmagn til þess að hita, sem næst helming þess hluta bæjarins, sem liggur inn- an Hringbrautar. Einhverjar líkur munu vera fyrir því, að meira heitt vatn kunni að fást á þessum stað, jafnvel þótt árangur af borunum á þessu síðasta ári, gefi ekki miklar vonir í þá átt. Það hefir verið bent á það af ýmsum, að í nágrenni Reykja- víkur sé önnur jarðhitasvæði, sem miklar likur séu til að hagkvæmara væri að nota, og sem fullnægja mundu þörfum bæjarins. Þessi j arðhitasvæði eru þó lítt eða ekkert rannsök- uð enn, og ýmislegt bendir til, að um rannsókn á þeim verði ekki að ræða af bæjarins hálfu, þar sem mál þetta virðist hafa flækzt inn í flokkapólitíkina, með alla þá þrjósku og einsýni, sem henni vilja jafnan fylgja. Það er því ekki annað sýnna, en að þær nauða ófullkomnu rannsóknir, sem þegar hafa verið gerðar, og sem eingöngu eru bundnar við hinn áður- nefnda stað, verði látnar nægja, og að tilraun verði gerð til að virkja það heita vatn, sem nú fæst þar, svo skammt sem það nær. Borgarstjóri Reykjavíkur hef- ir í þessum tilgangi lagt drögin fyrir 4% milljón króna lán í Englandi, sem kunnugt er, og mun hann gera sér vonir um að lán þetta fáist, þó enn muni ekki fengið formlegt samþykki fyrir því. Það er upplýst, að sumu leyti af skýrslu borgarstj óra, og að sumu leyti af þeim umræðum, sem orðið hafa út af þessari fyrirhuguðu lántöku, að á henni megnuðu að mæta kröfunum, sem gjörðar voru af leiðtogum annara stjórnmálaflokka fyrir nýbyggjanna hönd. En þegar svo er komið að tog- araútgerðin hrörnar að sama skapi sem fátækraframfærið eykst — þrátt fyrir alla at- vinnubótavinnu, en skuldir bæj- arins aukast um hálfa milljón króna á hverju ári, vegna þess að þungbærar álögur borgar- anna hrökkva ekki fyrir út- gjöldunum, þá er ekki ólíklegt, að alvarlega hugsandi borgarar í bænum fari að gefa gaum þeim stjórnmálaflokki, sem fyrst og fremst er mótaður af hugsunarhætti samvinnumanna í landinu. Og einmitt nú, þegar þjóðin öll á svo ósegjanlega mikið undir því að stjórnin á höfuð- staðnum verði rekin með meiri eru ýmsir alvarlegir gallar, og að henni fylgja ýms miður heppileg skilyrði frá hálfu lán- veitenda. Eitt af þessum skil- yrðum er t. d. það, að eignir og tekjur Reykjavíkurbæjar verði um 35 ára skeið bundnar sem veð fyrir láninu. Ef Reykjavík- urbær væri íullráðinn í að stofna ekki til neinna opinberra framkvæmda, sem þyrfti lán- töku til, á næstu 35 árum, mætti segja að þetta skilyrði væri ekki mjög til saka. — En er það svo? Hvað er til dæmis að segja um framhaldshitavirkjun? — Mundi ekki þurfa lántöku til hennar, og hver mundi aðstaða okkar verða þá, með eignir og tekjur bæjarins veðsettar? Eða á framhaldsvirkjun ekki að koma fyr en eftir 35 ár? Þá er skilyrðið, um að efni til virkjunarinnar sé keypt í Eng- landi. Lánveitendur trúa þó ekki íslenzkum mönnum til þess að inna það verk af hendi, og setja upp að það sé falið ensku félagi, er síðan fái 5% af and- virði efnisins í ómakslaun. Tæpast verður sagt, að með þessu sé tryggð hagkvæm inn- kaup. Með slíku fyrirkomulagi er það beinlínis hagur fyrir 'nina ensku innkaupendur, að efnið sé með háu verði. En þó gert sé ráð fyrir því, að ekki sé um annað en strangasta heiðarleik að ræða, af hálfu hins enska félags, en þá nokkur vissa fyrir því, að heppilegasta og örugg- asta efnið til þessara hluta fá- ist á enskum markaði, og að þeir menn, sem um innkaupin eiga að sjá, hafi þá sérþekkingu á öllu þar að lútandi, sem geri þá starfi sínu vaxna? Nokkur óvissa mun um það hver afföll kunni að verða á láni þessu, en frá þeim hlutum mun alls ekki vera gengið enn. Má það þó furðulegt þykja, þar sem það, út af fyrir sig, getur skipt öllu máli um það, hvort lánið yfirleitt kemur til greina sem nothæft, eða ekki. Hitaveitumálið er eitt af þeim málum, sem almenningur hefir varfærni, af meiri yfirsýn, meiri hæfileikum, meiri karlmennsku en verið hefir, þá er gott til þess að vita, að ekki skuli þurfa nema tiltölulega litla tilfærslu frá öðrum stjórnmálaflokkum til þess að Framsóknarmenn geti farið með úrslitaatkvæði í bæjarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, undir for- ustu þess stjórnmálamanns, sem kunnastur er nú með þjóð- inni og viðurkenndastur. Stjórnin á höfuðstaðnum er ekki aðeins bæjarmál, það er landsmál, og eitt af mestu vandamálum landsmálanna eins og á stendur. Þess v^gna velja Framsóknar- menn sjálfan formann sinn til þess að vera í fylkingarbrjósti fyrir þeim frambjóðendum sem flokkurinn býður nú fram. G. M. látið sig miklu skipta, og er það að vonum. Öll slík mál eiga það á hættu að pólitískir speku- lantar taki þau upp á arma sína og noti sem tálbeitu vegna flokkshagsmuna. Því verður tæpast neitað með sanni, að ekki hafi nokkuð brytt á þessu í sambandi við hitaveitumálið, eins og ég hefi líka áður tekið fram, og túlkun málsins í blöð- unum hefir ljóslega borið þess vott að áhuginn stafaði stund- um af fleiru en hinum þjóðhag- fræðilegu atriðum einum sam- an. Þessi skrif og þetta umtal hefir þó, ásamt fleiru, orðið þess megnugt að skapa áhuga fyrir hitaveitumálinu; áhuga, sem ekki er bundinn við flokkshags- muni nema í einstökum tilfell- um. Engum manni dylst það, að það er hið mesta hagsmunamál fyrir heild og einstaklinga, að innlend orka sé notuð hér til sem flestra hluta, og þá um leið til upphitunar húsa, sem ann- ars. En þessi nauðsyn má um- fram allt ekki leiða menn út á villigötur. Það er hægt að fara svo með gott- mál, að að því verði lítill hagur, eða jafnvel tjón, og vísasti vegurinn til þess, er að koma þvi inn á einstigi pólitískra sérhagsmuna, þar sem ýmist er rasað um ráð fram, eða stungið við fótum. Sú hefir orðið raunin á með þetta mál. Það hefir aldrei ver- ið tekið rólegum og íhugandi, vísindalegum eða hagfræðileg- um tökum. Það hefir verið meira og minna þröngsýnt og kenjótt tilfinningamál, krydd- að rómantík og pólitík. Frá upp- hafi hefir verið einblínt á eina aðferð og einn stað, alveg eins og ekkert annað væri þekkt, eða gæti komið til mála, milli him- ins og jarðar. Það virðist t. d. alveg hafa gleymzt, að austur við Sog eiga Reykvíkingar sex milljón króna fyrirtæki, eða vel það, sem, eins og nú standa sakir, skilar nátt- úrunni aftur um 85% af þeirri íslenzku orku, sem þar er virkj- uð, — ónotaðri. Það virðist al- veg hafa gleymzt, að það er framúrskarandi góð aðstaða til stækkunar á þessu orkuveri,. svo það geti hitað, — ekki helm- inginn af hálfri Reykjavík, heldur Reykjavík alla, Hafnar- fjörð og nágrenni, Suðurlands- undirlendið og Suðurnes, — ef því er að skipta. Hvernig stendur á því, að þetta virðist ekki hafa verið skoðað sem rannsóknarefni, til samanburðar við hitaveitu frá jarðhitasvæðum? Ef rannsókn leiddi í ljós, að hægt væri að framleiða hita- orku austur við Sog, lítið eða ekkert dýrara en þá, sem fást kynni frá j arðhitasvæðum með beztu skilyrðum, hefir það þann mikla kost, að margfalt fleiri gætu orðið þess aðnjótandi. Það verður einnig að fullyrða, að hvað tækni snertir, stendur raf- magnsupphitun, þar sem hún er fullkomnust, langt framar vatnsupphitun. Er þó vafalaust, að rafmagnsupphitun hefir ekki náð þeirri fullkomnun, sem vænta má í náinni franltíð, svo mjög sem þeim vísindum fleygir fram hin síðari ár. Rannsókn á rafmagnsfram- leiðslu til upphitunar, átti vit- anlega að fara fram samhliða jarðhitarannsóknum þegar í upphafi, en hún er þrátt fyrir það enn ekki um seinan. Hún þarf heldur ekki að tefja fyrir hitaveitu reynist sú aðferð heppilegri. Eins og nú er frá þessum upphitunarmálum gengið, er ekki hægt að búast við því, að virkjun af neinu tagi komi til greina fyr en á næsta sumri. Það er því enn tími til rann- sóknar, ef undinn er bráður bugur að. Aðstaðan er sérstak- lega hæg. Við höfum ónotað rafmagn í stórum stíl og þurf- um því ekki að miða við fræði- legar niðurstöður um tæki eða orkuþörf. Þá hlið málsins er því hægt að sannprófa. Upplýsingar um kostnað við framhaldsvirkjun, munu að nokkru leyti liggja fyrir, og að því leyti sem þær eru ónógar, eru þær að sjálfsögðu auðfengn- ar á skömmum tíma frá þeim norsku verkfræðingum, sem höfðu með höndum eftirlit og áætlanir um Sogsvirkjunina, og sem að allra dómi inntu það verk þannig af hendi, að ekki verður út á sett. Að lokum munu liggja fyrir ýmsar almennar erlendar rann- sóknir um rafmagnsnotkun til upphitunar húsa. Ég get nefnt sem dæmi rannsókn þá, sem gerð var í Frakklandi árið 1933, að tilhlutun hins opinbera, en það var samanburðarrannsókn um upphitunargildi kola (kola- kyntar vatnsmiðstöðvar), raf- magns og gass. Rannsóknar- nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að 30 kilowattstundir af rafmagni jafngiltu 11 kg. af kol- um. Ef kolasmál. er reiknuð á kr. 40.00, mætti kilowattstundin þá ekki kosta meira en 1.5 aura. Það skiptir þó nokkru máli hvaða kolategundir átt er við, en það er ekki hægt að sjá á þeim útdrætti, sem ég hefi séð af umræddri skýrslu, og sem birtist í hinu þekkta franska byggingafræðitímariti, „L’archi- tecture d’aujourd’hai". Þar sem hér eru yfirleitt notaðar fremur lélegar kolategundir, (t. d. alls ekki anthracitekol, sem þó eru mjög notuð í borgum erlendis, vegna þess, hve þau eru reyklítil og brennsla þeirra fullkomin), má búast við að hlutfallsverðið á rafmagninu mætti vera eitt- hvað hærra en að framan grein- ir. — Verkfræðingurinn, sem skrifar um frönsku skýrsluna í áður nefnt tímarit, getur þess, að hin franska rannsóknarnefnd hafi farið mjög gætilega í sak- irnar hvað rafmagnið snertir, og þykist hann hafa sannanir fyrir því að 30 kw.st. jafngildi 15 kg. af kolum, en það svarar til 2ja aura verðs á kilowattstund, reiknað á sama hátt og áður. Þótt ekki liggi fyrir fullnægj- andi rannsóknir á þessum efn-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.