Nýja dagblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 1
 Gleðilegt nýjár! Þöhk fyrir yamla árið. Yí/jíi Dagblaðið. a ANNÁLL 365. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 10,25. Sólarlag kl. 2,34. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 4,30. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3 síðdegis til kl. 10 ár- degis. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeídsted, Hverfis- götu 46, sími 3272. Áramótaguðsþjónustur. / dómkirkjunni: Á gamlárskvöld Aftansöngur kl. 6, séra Bjarni Jóns- son, kl. 11%, Sigurbjöm Á. Gíslason cand. theol. predikar. — Á nýársdag: Kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5, séra Bjarni Jónsson, — Á sunnudag: kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 2, barnaguðsþjónusta, séra Friðrik Hall- grímsson. / fríkirkjunni í Reykjavík: Á gamla- árskvöld: Aftansöngur, kl. 6. séra Árni Sigurðsson. Á nýársdag: kl. 2, séra Árni Sigurðsson. Á sunnudaginn kl. 5, séra Árni Sigurðsson. / kaþólsku kirkjunni í Reykjavík: Á gamlaárskvöld: Þakkarguðsþjónusta kl. 6. Á nýársdag og sunnudag: Lág- messa kl. 6% og 8 árd., hámessa kl. 10, og kvöldguðsþjónusta með pré- dikun kl. 6. / Laugarnesskólanum: Á nýársdag kl. 5, séra Garðar Svafarsson. Á sunnudag kl. 10,30 árd., barnaguðs- þjónusta. / Aðventkirkjunni: Á nýársdag kl. 8,30 síðdegis. Á sunnudaginn kl. 8,30 síðdegis. / Hafnarfjaröarkirkju: Á gamlaárs- kvöld: Aftansöngur kl. 11,15, séra Garðar Þorsteinsson. Á nýársdag kl. 5 séra Garðar Þorsteinsson. / fríkirkjunni í Hafnarfirði: Á gamlaárskvöld: Aftansöngur kl. 11, séra Jón Auðuns. Á nýársdag: kl. 2, séra Jón Auðuns. / kaþólsku kirkjunni í Hafnarfiröi: Á nýársdag og sunnudag: Hámessa kl. 9, kvöldguðsþjónusta með prédikun kí. 6. / Bjarnastaðakirkju á Álftanesi: Á nýársdag kl. 2, séra Garðar Þorsteins- son. / Kálfatjarnarkirkju: Á sunnudag kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. Útvarpið. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.00 Aftansöngur í Dóm- kirkjunni (sr. Bj. Jónsson). 19.20 Ný- árskveðjur. 20.00 Fréttir. 20.45 Lúðra- sveit Rvíkur leikur. 20.45 Karlak. Rvík- ur syngur. 21.15 Gömul danslög. Þjóð- sögur (P. Hannesson rektor). Harmon- íkuleikur. Ýms lög. 23.30 Annáll ársins 1937. 23.55 Sálmasöngur. 24.00 Klukknahringing. 00.05 Áramótakveðja. 00.15 Danslög til kl. 2. Nýársdagur. 9.45 Morguntónleikar: a) Árstíðirnar, eftir Glazounow; b) Lofsöngur, eftir Beethoven (plötur). 10.40 Veðurfr. 11.00 Messa I Dómkirkj- unni (sr. Fr. Hallgrímsson). 12.15 Há- degisútvarp. 13.00 Ávarp forsætisráðh. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sr. Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónl. frá Hótel Borg (stj.: B. Monshin). 19.10 Veðurfr. 19.20 Nýárskveðjur. 19.45 Aug- lýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Tónl.: Ni- unda symfonían eftir Beethoven (plöt- ur). 21.30 Danslög. Hjónaband. í gær gaf séra Bjarni Jónsson sam- an i hjónaband ungfrú Gíslínu Elínu Eggertsdóttur og Friðrik Guðmunds- son, bæði til heimilis á Baldursgötu 18. Hafnarfjarðartogararnir. Af Hafnarfjarðartogurunum níu eru sjö farnir á veiðar og fóru þrír þeirra í gær. Hinir tveir, sem enn eru í höfn, munu fara út í dag. Karlakór Reykjavíkur heldur árshátíð sína í Oddfellow- húsinu laugardaginn 8. janúar og hefst hún kl. 8 um kvöldið. Þeir styrktar- félagar, sem vilja taka þátt í fagn- aðinum, eru beðnir að snúa sér til Óskars Gíslasonar c. o. Eimskipafélag- inu fyrir 5. janúar, og gefur hann all- ar nauðsynlegar upplýsingar. Til Strandarkirkju. Kr. 5,00 frá ónefndum innlagt á afgreiðsJuna. rwjiA ID/^GpIBIL^IÐIMÐ 5. ár. Reykjavík, föstudaginn 31. des. 1937. 304. blað Framboðslisti FramsóknarUokksíns víð bæjarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík 30. jan. 1938 Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík hefir endanlega gengið frá framboðslista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 30. janúar næstkomandi og verður hann þannig skipaður: 1. Jónas Jónsson, skólastjóri. 2. Sigurður Jónasson, forstjóri. 3. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur. 4. Guðm. Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri. 5. Eiríkur Hjartarson, rafvirki. 6. Þórir Baldvinsson, byggingarmeistari. 7. Eysteinn Jónsson, ráðherra. 8. Hilmar Stefánsson, bankastjóri. 9. Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri. 10. Björn Rögnvaldsson, húsameistari. 11. Helgi Lárusson, framkvæmdarstjóri. 12. Aðalsteinn Sigmundsson, kennari. 13. Halldór Sigfússon, skattstjóri. 14. Ólafur Þorsteinsson, gjaldkeri. 15. Sigurður Baldvinsson, póstmeistari. 16. Pálmi Loftsson, forstjóri. 17. Stefán Rafnar, skrifstofustjóri. 18. Guðlaugur Rósenkranz, yfirkennari. 19. Edvarð Bjarnason, bakarameistari. 20. Sigfús Halldórs frá Höfnum, fulltrúi. 21. Páll Pálsson, skipasmiður. 22. Jón Þórðarson, prentari. 23. Tryggvi Guðmundsson, bústjóri. 24. Guðmundur Ólafsson, bóndi, Tungu. 25. Gunnlaugur Ólafsson, eftirlitsmaður. 26. Runólfur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri. 27. Magnús Stefánsson, afgreiðslumaður. 28. Sigurður Kristinsson, forstjóri. 29. Guðbrandur Magnússon, forstjóri. 30. Hermann Jónasson, forsætisráðherra. Jónas Jónsson Sigurffur Jónasson OKRIÐ er persónulegt frelsí, sem ekki má skerða! Tillaga Bjarna Ben. á bæjarstjórnarfundi Fjáhagsáætlun bæjarins var til sið- ari umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Hófst fundurinn kl. 2 e. hád. og stóðu umræðurnar fram á nótt. Af hálfu íhaldsmeirihlutans talaði Bjarni Benediktsson aðallega, en borgarstjórinn flutti aðeins eina stutta ræðu um tillögur andstæðinganna. Gefur það hugmynd um traust íhalds- ins á borgarstjóranum, að það skuli frekar velja Bjarna Benediktsson til að halda uppi svörum fyrir sig. í ræðum sínum veittist Bjarni eink- um að tillögum Framsóknarfl. i fátækramálum. Hélt hann því fram að sumt af þessum tillögum væri þegar búið að framkvæma eins og til dæmis saumastofuna. Hins vegar væri tillag- an um sameiginleg innkaup á nauð- synjum handa þurfamönnum bein árás á persónulegt frelsi manna, því þeir væru þá sviptir frelsinu til að verzla við þá kaupmenn, sem þeir óskuðu helzt að skipta við. í áframhaldi af þessu lagði Bjarni fram dagskrátillögu um að vísa þess- um tillögum frá, með þeim rökstuðn- ingi að þær væru árás á persónu- frelsið! Fulltrúi Framsóknarflokksins sýndi fram á, að það væri fullkomin fjar- stæða, að saumastofa sú, sem íhaldiö hefði komið á fót fullnægði að nema litlu leyti þeim kröfum, sem gerðar væru um slíka stofnun í tillögum Framsóknarmanna, en hún væri þó spor í rétta átt og virðingarvert af íhaldinu að taka þar loks upp tillögu, sem það hefði margoft fellt fyrir Framsóknarflokknum. En einmitt þessi vísir til saumastofu afsannaði m. a. hinar fjarstæðu kenningar Bjarna Benediktssonar um árás á einstaklings frelsið, því þurfamenn væru látnir skipta við hana að svo miklu leyti, sem hægt væri. Hlyti Bjarni að sjá sjálfur, að það væri meiri árás á ein- staklingsfrelsið, að þurfa að kaupa fatnað á "ákveðinni saumastofu, held- ur en að fá jafngóðar matvörur á einum stað frekar en öðrum! íhaldið samþykkti dagskrártillögu BJarna elgi að síður og sýndi með því enn einu sinni, að það vill frekar halda upp dýru fátækraframfæri en að skerða að einhverju leyti gróða milli- liðanna i bænum. Það er eins og fyrri daginn að okrið og dýrtíðin er það eina persónulega frelsi, sem Ihaldið vill vernda. Guðmundur Kr. Guömundsson Áramótayfírlít Ólafs Thors Hann minnist ekkert 4 ,breiðSylkingu allra Íslendínga* Ólafur Thors skrifar í dag áramótahugleiðingar í Morgun- blaðið. Er hann óvenjulega stuttorður og vísar til ræðu sinnar við eldhúsumræðurnar. En það var sama ræðan og hann hefir flutt við eldhúsumræðurn- ar á öllum þingum síðastl. fimm ár og látið Morgunblaðið prenta að mestu leyti upp úr þingtiðindum við næstliðin þrjú áramót. Gefur það góða hugmynd um frjósemi heilans og að Ólafur er vel að því kominn að vera formaður í „neikvæðum" kyrr- stöðuflokki. En hugsjónavönt- unin, sem kemur fram í þessum endurtekningum, lýsir því mætavel, að til íhaldsins og formanns þess er engin úrræði að sækja. Nokkurn hluta greinar sinnar helgar Ólafur bæjarstjórnar- kosningum hér eftir áramótin. Þakkar hann ihaldinu þar Prh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.