Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Vestmannaeyja- ferð NÝJA DAGBLAÐEB j Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. j Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | Ritstj órnarskrif stof urnar: Lindargötu li). Simar 4373 og 2353 ! Afgr. og auglýsingaskrifstofa: j Hafnarstræti 16. Simi 2323. ÍLSkriftargjald kr. 2.00 á mánuði. J í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. ■■ Ofug þróun Eftir hörð átök hjá sósía- listum hefir niðurstaðan orðið sú, að samfylking hefir tekizt með þeim og kommúnistum í bæjarstjórnarkosningum, bæði hér og úti á landi. Fullkominn samruni þessa flokks er því hér eftir ekki nema tímaspursmál. Um það eitt, að sameining tekst milli þessara flokka, er ekki nema gott að segja. Það er ekki til neinna bóta, hvorki fyrir verkalýðinn eða stjórn- málabaráttu landsins, að verka- menn séu í stöðugri baráttu innbyrðis. En hitt er annað mál og ekki síður mikilvægt, á hvaða grundvelli þessi sameining fer fram og hvernig hinn nýi flokk- ur verður. Það sem hefir skipt sósía- listum og kommúnistum í and- stæða flokka, er ekki markmið- ið sjálft. Um það eru þéir sam- mála. Það, sem þá greinir um, er leiðin að markinu. Sósíalistar vilja ná takmarkinu með þvi að vinna meirihluta þjóðarinn- ar til fylgis við skoðanir sínar á friðsamlegan hátt. Meðan sú þróun stendur yfir, vilja þeir gjarnan vinna að umbótum á kjörum hinna vinnandi stétta. Kommúnistar leggja hinsvegar enga áherzlu á það, að afla sér meirihlutafylgis. Þeir leitast við, að byggja flokk sinn þannig upp, að geta steypt þjóðskipulaginu sem fyrst með byltingu og ætla síðan að knýja stefnumál sin fram með ofbeldi. Þeir vilja eng- ar umbætur gera meðan þjóð- skipulagið helzt óbreytt, því slíkt verði til þess að gera fólk- ið ánægðara og dragi úr bylt- ingarhug þess. Vegna þessara gerólíku og ósamræmanlegu starfsaðferða socialista og kommúnista hefir skapast fullkominn fjandskapur milli þessara flokka. í þeim löndum, þar sem lýðræðið hefir staðið lengst og fólkið kann orð- ið bezt að meta frelsið, hefir vegur kommúnista yfirleitt orð- ið lítill. Svo er það t. d. á Norð- urlöndum og í Englandi. Hins- vegar hafa socialistar náð þar miklum vexti og eru nú aðal- stjórnarflokkarnir á Norður- löndum fjórum. Þeir hafa þar smá saman fjarlægzt marxism- ann og tekið upp borgaralega umbótapólitík. Vegna þess hefir vegur þeirra líka farið vaxandi, enda hafa þeir lika fullkomlega afsannað þær kenningar komm- únista, að ekki sé hægt að bæta kjör fólksins, án byltingar. Að sama skapi sem fylgi þess- I. Framsóknarmenn í Vest- mannaeyjum hafa um nokkra stund haft með sér félagsskap, en ekki látið mikið á sér bera við kosningar. Þeir hafa álitið rétt að bíða byrjar eftir hentugri stund, að grípa á áberandi hátt inn í bæjarmálastarf Eyjanna. En nú álitu þeir tírnann kominn, og óskuöu eftir, að við Eysteinn Jónsson kæmum kynningar- og fundaferð upp úr nýári. Fórum viö með Gullfossi á mánudags- kvöld og ætluðum að koma með Súðinni á fimmtudagsmorgun til Rvíkur. En vegna óveðurs, gat skipið ekki komizt út af Vest- mannaeyjahöfn fyrr en á fimmtudagskvöld. Höfðum við þess vegna nærri þrjá daga til fundahalda og kynningar í Eyj- unum. II. Þessir þrír dagar voru ekki lengi að líða. Við fengum nætur- stað á mjög snotru, nýlegu gisti- húsi, Hótel Berg. Fórum svo strax með nokkrum kunningjum í bifreið hringferð um allar eyj- arnar, suður á Stórhöfða, þar sem vitinn er, og eftir flestum hinum mörgu, nýju ræktunar- vegum, sem gerðir hafa verið síðan 1928. Síðar um daginn komum við að hinum prýðilega íþróttavelli, norðanvert við bæ- inn, og að garði þeim, sem hlað- inn hefir verið í haust til varn- ar Eiðinu móti brimi, sem var á góðri leið með að brjóta grand- ann. Eftir þetta skiptum við Eysteinn með okkur verkum, að því leyti sem við vorum ekki á fundum. Hann kynnti sér hafn- armálin og afkomu sjávarút- vegs, en ég heimsótti skólana í bænum, héraðslækninn og kynnti mér ræktunar- og búnaðarmál. Daginn eftir fór ég aftur fyrir hádegi með tveim af aðalleið- togum ræktunarmálanna aðra ferð um alla ræktunarvegina. Jafnframt þessu heimsóttum við lýsissamlagið, sem er samvinnu- félag allra útgerðarmanna í Eyj- um. Verksmiðja þeirra kostar um hálfa milljón og má kallast risafyrirtæki á íslenzkan mæli- kvarða. Ennfremur heimsóttum við netagerðina, sem hnýtir net fyrir alla útvegsmenn í Vest- mannaeyjum og selur til Suður- nesja auk þess. Þá komum við í tvö af frystihúsum bæjarins, og athuguðum sjóveituna, sund- laugina og landbrot það, sem er að gerast frá syðri hafnargarð- inum og bænum stendur talsverð hætta af. Einn höfuðkostur við pólitísk ferðalög fyrir þingmenn og blaðamenn, er að þeir kynnast þannig af eigin sýn aðaldrátt- um í framþróun einstakra hér- aða. — III. Það er erfitt að segja hvað er merkilegast að sjá í Vest- mannaeyjum við stutta heim- sókn. Tryggvi heitinn Þórhalls- son mætti Vestmannaeyingum á miðri leið í ræktunarmálum, og fyrir hans áhuga og forgöngu var byrjað 1928 að leggja vega- net um allar Eyjarnar, og jafn- framt að rækta landið. Nú eru í Eyjunum 300 kýr og tæplega 30 bílar. Talið er að búið sé að rækta hálft landið og að koma megi kúafjöldanum upp í 600 og veitir ekki af því vegna heimamanna í Eyjum. Sumt af landinu er gott til ræktunar, en mikið af því er nýtt og frjó- efnasnautt. En með því að bera feiknamikið af fiskiúrgangi í þetta land, verður það frjótt. Ég sá blett dálítið frá bænum, sem gaf í þrem sláttum 110 hesta að töðu af einum ha. Þann blett átti einn af þekkt- ustu útgerðarmönnum í Eyjum, Ólafur Auðunsson. Mér var sagt, að þessi uppskera væri tals- vert algeng hjá bændum sem hefðu nógan áburð. Og þegar litið er á, aö vegakerfið og rækt- unin er að langmestu leyti fram- kvæmd á síðustu 10 árunum, síð- an Framsóknarflokkurinn fór að hafa megináhrif á stjórn jarð- ræktarmálanna, þá virðist mér einsætt, að ekki líði á löngu þar til allt ræktanlegt land í Eyjum verði tún og garðar. Eyjarnar verða þá allar skrúðgrænar milli hafs og hamra. Barnaskólinn í Eyjum er mikil bygging, að nokkru leyti frá tíð Rögnvaldar húsameistara. Síðar hefir þar verið byggð ný álma með ágætu leikfimishúsi. Börnin eru yfir 500. Skólinn er gott hús, nema hann ætti að vera færri hæðir, en þetta var siður í þann tíð, að láta eins og íslendinga vantaði lóðir undir byggingar sínar. Skólanum er prýðilega við haldið og hreinlæti og umgengni í bezta lagi. Páll Bjarnason skólastjóri hefir komið á mjög föstu og rólegu skipulagi um alla stjórn og vinnubrögð í skól- anum. Þegar þarf að bæta við barnaskóla í Vestmannaeyj- um, held ég að það ætti að vera á öðrum stað, ef til vill nærri íþróttavellinum, vera lág bygg- ing, helzt ekki nema ein hæð, með miklum skilyrðum til mai'g- háttaðrar vinnubragðakennslu og íþrótta. Gagnfræðaskólinn í Vest- mannaeyjum var stofnsettur með lögum frá 1930, fyrir for- göngu Framsóknarmanna. Skóla stjórinn, Þorsteinn Víglundsson, átti hin fyrstu ár erfitt upp- dráttar, því að flokkadráttur er oft allmikíll í Eyjum og bitn- aði það á skólanum. En nú er öll andstaða horfin og bæjarbú- ar standa sameinaðir um skól- ann. Nemendur eru um 60 mjög mannvænlegur hópur. Allir eru þeir í bindindisfélagi skólanna, og er það ekki lítill fengur sann- arlegri menningu i bænum, að svo mikil reglusemi ríkir í þeim skóla, sem allur þorrinn af ung- lingum í bænum sækir um 2—3 vetra skeið. Iðnaðarmenn í Vestmanna- eyjum hafa keypt íbúðarhús Gísla kaupmanns Jónssonar, „Breiðablik“ fyrir kvöldskóla sinn, og leigja jafnframt Gagn- fræðaskólanum neðstu hæð fyrir kennslu fyrri hluta dags. En önnur og þriðja hæð í húsinu er leigð til íbúðar, en þar geta ver- ið margar kennslustofur. Húsið er úr timbri og talið nokkuð kalt. En það stendur á fallegasta stað í bænum, utan um það er stór og vel hirtur garður með vandaðri steingirðingu um- hverfis. Nemendur hafa ágæta aðstöðu til íþrótta í skólagarð- inum, og umhverfið er hið ákjós- anlegasta fyrir slíkan skóla. Ég hreyfði því við marga menn í Vestmannaeyjum, og því var yfirleitt vel tekið, að Breiða- Svar vid svari Herra Benjamín Sigvaldason veitir mér þann heiður að senda mér „svar“ á gamlársdag út af greinarstúf, er ég skrifaði í Nýja dagbl. um síðasta hefti Grímu. Hann segir, að ég opinberi „fáfræði“ mína og „þekkingar- skort“ er ég hafi ætlazt til að hann hefði skrifað þjóðsögu. Nú er það vitanlegt, að herra Benjamín Sigvaldason hefir skrifað sig þjóðsagnaritara (ekki þó í ,,svari“) og hélt ég af því í „fáfræði“ minni að hann væri það, en ekki sagnfræðing- ur (Historiker) og verð ég að játa það að þarna hefi ég hlaupið á mig, með því að taka mark á honum. Hann kveðst hafa fulla ástæðu til að ætla, að ég hafi ekki lesið formálann, sem mér fannst að hefði mátt missa sig. Ó-jú, það hafði ég gert, t. d. þá merkilegu upp- götvun, að alþýðufólk ætti sér sögu. Aftur á móti hefir hann lesið greinarstúf minn svo ræki- lega, að hann hefir farið að sjá (tvöfalt?) það, sem engir aðrir hafa séð, eins og það að ég am- ist við að heimildir séu notað- ar eða þáttur Rifs-Jóku væri skrásettur. — En er alveg sama hvernig verkið er af hendi leyst? Herra Benjamín Sigvaldason segir að sér hafi dottið i hug, að ég hafi tilhneigingu til að gera öðrum illt. Satt að segja datt mér ekki í hug að honum yrði svona illt af þessum grein- arstúf mínum. Þó getur hann huggað sig við það, að þótt ég sé slæmur, þá eru, sem betur fer, til góðir menn á landi hér, svo sem t. d. þeir, sem báðu hann að skrifa þáttinn í Grímu og þeir er rita í Dvöl. Að endingu þakka ég svo herra Benjamín Sigvaldasyni sagnfræðingi fyrir hógværð og ljúfmennsku, nafnbætur og góðar ráðleggingar mér til handa og óska honum árs og friðar. Er svo útrætt um þetta mál frá minni hálfu og mun ég draga mig auðmjúklega í hlé fyrir norðanvindinum. Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku. blik yrði keypt af iðnaðarmönn- um fyrir gagnfræðaskólann og iðnskólann, ef húsið fengist með sanngjörnu verði. Síðan yrði allt húsið notað fyrir skól- ana og fyrir bókasafn bæjarins, sem á við lítinn kost að búa. Þá væri hægt að gera kennsluna miklu fjölbreyttari en hún er nú, einkum verklega kennslu bæði pilta og stúlkna. Iðnaðar- mönnum er ofraun að bera kostnað af húsinu, en fyrir bæ- inn og landið yrði tilkostnaður- inn óvenjulitill. . Að réttu lagi þyrfti Vest- mannaeyjabær að eignast gott skólaeldhús, fyrir allar ungar stúlkur í bænum, þar sem þær gætu lært til hlítar öll nauðsyn- leg handtök og aðferðir við hag- nýta nútíma matreiðslu og heimilisstjórn. Álmu, eina hæð, mætti auðveldlega byggja frá bakhlið hússins, þvert yfir garð- Frh. á 4. síðu. ara gætnu socialistaflokka hefir aukizt hafa flokkar kommúnista hrunið niður. Verkamenn standa þar nú yfirleitt sameinaðir í ein- um sterkum, lýðræðissinnuðum flokki. En sú sameining, sem er að verða hér, fer fram með allt öðrum hætti og hefir allt önn- ur markmið. Hér gerist hún ekki með þeim hætti, að socialistar vinni fylgi frá kommúnistum með skyn- samlegum umbótum. í þess stað byrjaði Héðinn Valdimars- son að keppa við kommúnista í kröfum um þjóðnýtingu og öðru þessháttar. Þetta varð til að auka veg kommúnista og óskýra mörkin milli flokkanna. Þegar Héðinn sá afleiðinguna af þess- ari misheppnuðu tilraun, sem átti að verða til þess að eyði- leggja kommúnistana, en hafði öfug áhrif, breytti hann alger- lega um stefnu til að bjarga sjálfum sér frá falli. í stað þess að vera áður einn mesti fjand- maður kommúnista verður hann nú mesti vinur þeirra. Öll hans vinna beinist að því marki, að sameina socialista og kommún- ista í nýjan flokk, sem hafi aö mestu leyti sömu stefnu og kommúnistar. Allt bendir nú til að honum muni heppnast þetta og hin pólitísku og faglegu samtök verkamanna verði á næstunni í höndum hans og kommúnista. Hér er því þróunin alveg and- stæð því, sem orðið hefir ann- arsstaðar á Norðurlöndum. Hér eru það byltingaröflin, sem hafa sigrað, og hinir hægfara social- istar, sem hafa beðið lægra hlut. Hinir nýju stjórnendur munu kappkosta það fyrst og fremst að heyja harðsnúna baráttu fyrir hinum marxistisku kenn- ingum og nota til þess ósvífnari og óvægnari vinnubrögð en verkalýðsflokkarnir á Norður- löndum. Afleiðingarnar geta orðið ör- lagaríkar. En öruggusta vörnin gegn þeim hættum, sem af því kunna að stafa, er að efla mið- flokkinn, sem vill skapa aukið jafnvægi í þjóðfélaginu, treysta lýðræðið í sessi og tryggja áfram hina friðsömu þróun umbót- anna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.