Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 9. JANÚAR 1938.
6. ÁRGANGUR — 6. BLAÐ
.v.'Xv.Gamla Bíó v.v.v."-
Drotnmg
Srumskóganna i
l
Bráðskemmtileg og afar
spennandi æfintýramynd.
Aðalhlutverkið leikur
hin fagra söngkona
DOROTHY LAMOUR.
Myndin jafnast á við beztu
Tarzanmyndir og dýra-
myndir er hér hafa verið
sýndar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Barnasýníng kl. 3
og 5.
Alþýðusýníng kl. 7.
1
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
_____«
umuiwuiitii
„LILIUR
VALLARINS“
Söngleikur í 3 þáttum
eftir John Hastings Turner.
Sýning I kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar
seldir eftir kl. 1 í dag.
Hafnargerð
Framhald af 1. síðu.
byrjað á hafnargerð, skjólgarð-
ur þegar langt kominn og ráð-
gert að byggja hafskipabryggju
á komandi sumri með fjögra
metra dýpi við bryggjuhaus.“
Höfnin á Þórshöfn var mæld
upp af Þorláki Helgasyni verk-
fræðingi sumarið 1935, og áætl-
un gerð um mannvirki. Á fjár-
lögum 1937 var veitt framlag úr
ríkissjáði til að hefja verkið, og á
þingi sama ár voru samþ. hafn-
arlög um Þórshöfn, þar sem ákv.
var framlag að % hlutum þeg-
ar fé er veitt í fjárlögum og
ríkisábyrgð heimiluð fyrix láni.
Á síðasta þingi var ákveðið, að
ríkisframlagið til þeirra mann-
virkja sem fyrirhuguð eru nú,
verði greitt að fullu á næstu
þrem árum.
Sporöskj nrammar,
Riínnir rammar,
Veggmyndir, Málverk,
í f jölbreyttn úrvall.
Myndir innrammaðar.
Mynda- oy rammav.
Sími 2105. Freyjugötu 11.
Kosningaskrifstofa
Framsóknarflokksins
er í Hafnarstræti 16.
Sími 2323.
NYJA PAGBLAÐIÐ
Iþróttafélag
Eeykjavíkur
Fámleíkaæfingfar í öllum Slokkum
eru nú byrjaðar afftur efftir
jólafríið.
T
Sund í sundlaugunum alla mánudaga
kL 8-9 e. m.
Æfíngar í sundhöllínní (dýfíngar) alla
föstudaga kL 10-10,30 e. m.
Skíðaferðír alla sunnudaga, þegar veður
og færi leyfír. Nánar tílkynnt í hvert sínn.
S t j ó r n i n«
Málverkasýning
Fínns Jónssonar
Kirkjuftorgi 4
verður opin i síðasta sinni í dag frá kl. 10—10
Þetta verður allra síðasta tækífæri til að sjá
málverk Finns að sinni.
Skíðakvikmynd I. R.
verður sýnd annað kvöld (mánudag) kl. 9 í
húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg.
Tekið á móti pöntunum í dag í síma 3811
kl. 1—3 e. h.
Pantaðir aðgöngumiðar sækist í Stálhúsgögn
Laugavegi 11 á morgun fyrir kl. 3.
Menningarástand
í Grænlandi
Framh. af 2. síðu.
Nú eru skáld og rithöfundar
að rísa upp meðal Grænlendinga.
Presturinn Henrik Lund er þar
fremstur í flokki. Söngvar hans
og ljóð, sem mörg eru þrungin
fjöri, hafa náð til alls almenn-
ins, ungra og gamalla. Meðal
annars hefir hann ort þjóðsöng-
inn grænlenzka, „Nunarput ut-
orkarssnöngoravit“ (Vort ár-
borna land, hlaðið ísanna fargi).
Sömuleiðis hefir hann ort mikið
af sálmum. Þrátt fyrir það, þótt
hann hafi sótt menntun til Dan-
merkur, er hann sannur Græn-
lendingur ytra og innra. Þess
vegna hefir hann líka getað á-
unnið sér hylli þjóðar sinnar.
Nokkrir fleiri menn hafa ort
talsvert af ljóðum og sálmum,
enda hefir verið efnt til sálma-
bókar á grænlenzku.
Kennarinn Augustinus Lynge
ritaði leikrit fyrstur grænlenzkra
manna. Sömuleiðis hefir hann
látið frá sér fara stuttar sögur.
í því efni hafa þrír menn aðrir
lagt nokkuð að mörkum. Annars
er óhægt um vik með bókaútgáfu
í Grænlandi, þótt lestrarlöngun
sé til staðar, því að þar eru að-
eins til þrjár prentsmiðjur. Því
verður heldur ekki neitað, að
nútímahöfundarnir grænlenzku
standa hvergi nærri jafnfætis
þeim, sem verið hafa höfundar
hinna glæsilegu þjóðsagna.
Blað hefir verið gefið út í
Grænlandi og nefnist það „At-
uagagdlintit“. Ritstjóri þess var
lengi maður að nafni Lars Möll-
er, sem nú er látinn. Hann ann-
aðist ekki einungis stjórn þess,
heldur vann hann og að prent-
uninni og skar í það myndamót.
Grænlendingar eru flestir
sönghneigðir, enda hefir tón-
skáld risið upp meðal þeirra, Jo-
nathan Petersen, sem jafnframt
er ljóðskáld. Hann hefir marg-
sinnis efnt til hljómleika í Godt-
haab og haldið þar uppi söng-
kór. Hefir starf hans í þágu tón-
listarinnar, borið góðan ávöxt í
mörgum byggðum landsins.
Loks hafa Grænlendingar tek-
ið að fást við málaralist og kann-
ske náð mestum þroska í þeirri
listgrein. Olíumálverk og vatns-
litamyndir eftir séra Henrik
Lund, Peter Rosing og Gert Ly-
berth, hafa verið sýnd í Róm og
hlotið þar viðurkenningu. Jakob
Danielsen, sem einkum fæst við
að mála myndir af veiðimönnum
og háttum þeirra, hefir getið sér
góðan orðstír í Kaupmannahöfn.
Það er þó Grænlendingum erfið
braut að gerast málarar, því að
heima fyrir er enga kennslu að
fá 1 þeirri grein, en óheyrilega
dýrt að sækja nám til annarra
landa. Má því athyglisvert telj-
ast, hvílíkum árangri þeir hafa
náð í málaralist.
»Upp tíl fjalla«
eitir
Sígurö á Arnarvatni
Grær við hraun og heiðadrög
hugljúf andans snilli.
Hljóma norðlenzk hjartaslög
hendinganna milli.
Vestmannaeyjaferð
(Pramh. af 3. síðu.)
kommúnistar hóflegar í orðum
en talið var að tal þeirra væri
hversdagslega engu síður hörku-
legt heldur en þessa öndvegis-
hölds í liði Sjálfstæðismanna.
VI.
Hættan fyrir félagslífið í Eyj-
um er nákvæmlega sú sama og
á meginlandinu, aðeins að sama
skapi meiri, sem íbúar Vest-
mannaeyja eru færri en á móð-
urskipinu sjálfu. í Eyjum hef-
ir verkamannafélagsskapurinn
orðið að kommúnisma, og íhald-
ið fengið við hægri hönd sína
tiltölulega fjölmenna unglinga-
deild, sem leikur nazista. Við
þessar kosningar leggur Páll
Þorbjörnsson niður alla vörn í
baráttunni við kommúnista, og
hverfur inn í þá með það af liði
Alþýðuflokksins, sem vill fylgja
honum. Við það slær fullkomn-
um roðalit á verkamannahreyf-
inguna, og hún fælir frá sér
miðstéttina og alla gætna borg-
ara. Það þarf engan að undra
þó að fjölmennur kommúnista-
hópur, sem telur sig hafa mögu-
leika til að ná undirtökumíbæn-
um, skapi æstan íhaldsflokk, og
að þeim flokki þyki byltingar-
sinnaður verklýður nokkuð
þunghentur aðbúðar. Öfgunum
slær saman í hinni hörðustu
baráttu, og fólkið sem vinnur
saman að framleiðslunni á sjó
og landi, og ætti að njóta henn-
ÍSKHv Kýja BI6 í.ííííí
í !■
■: ÁsftSansfnar í
í * í
.W6W
meyjar
I; Fögur og vel samin ltvib-
mynd frá FOX'félaginu.
■; Aðalhlutverkin leika
í fjórar frægustu kvik-
:■ myndastjörnur Ameríku:
í Loretta Young,
■: Janet Gaynor,
:• Constance Bennett
■: og Simone Símon.
:■
Myndin sýnir sögu, sem
gerist daglega um lífsbar-
í áttu ungra stúlkna. Lýsir
í" gleði þeírra, vonbrigðum
I; og sorgum.
j; Sýnd kl. 7 og 9.
:■ T-menn
í Hin ágæta leynilögreglu-
í|| mynd verður sýnd kl. 5.
5 Dimples
Þar sem undrabarnið
í SHIRLFX TEMPLE leikur
aðalhlutverkið.
w
!■■■■■■■■!
■.W.V.
5E
TRpað-Fundið
Tapast hefir ljósgrár hestur.
Mark: fjöður fr. h. og biti a. v.
Einkenni: Annar af turhóf ur
hvítur. — Sá sem yrði var við
hestinn er vinsamlega beðinn að
tilkynna það í síma 3679 Rvík.
ÚTBRE IÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ.
ar í friði til menningar og prýði
í Eyjunum getur skapað sér 9.
nóv. ár eftir ár, án nokkurs sér-
staks undirbúnings. Sprengiefn-
ið er falið í sálum mannanna,
og minnsti neisti getur kveikt
í og leitt til sorglegra atburða.
Framsóknarflokkurinn kemur
hér á leiksviðið með sín nýju
trúarbrögð. Engan ófrið um
skipting framleiðslunnar, frjálsa
samhjálp vel menntaðra,
hraustra og reglusamra manna
um að gera Vestmannaeyjar að
Capri í norrænum höfum. Fram-
sóknarflokkurinn er viss með að
sigra við þessar kosningar. Hann
ætlar að verða varanlegur mið-
flokkur í bænum. Hann ætlar
að hindra verkamenn og at-
vinnurekendur frá að berjast
um hin brotnu staup. Hann
ætlar að sameina reynslu Eyja-
búa í frjálsri samhjálp við nú-
tíma reynslu I félagslegu sam-
starfi annarsstaðar á landinu
og á þeim grundvelli færa Eyj-
unum það eina, sem þær vantar,
en það er skipulag á atvinnu-
rekstrinum, sem er í einu bæði
sterkt og réttlátt.
J. J.