Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Blaðsíða 1
Kosninyushrifstofa FrmnsóUnarfl. er í Hafnarstr. 16 Sími 2323 ID/^GilBIL^ÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 9. janúar 1938. 6. blað Nazistarnir sviku íhaldíð á síðustu stundu Fjórir Íramboðslístar í Reykjavík ANNÁLL 9. dagur ársins. Sólarupprás kl. 10,12. Sólarlag kl. 2,59. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 10,10. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3,20 síðdegis til kl. 9,50 að morgni. Næturlæknir er í nótt Ólafur Helgason, Bárugötu 22, sími 2128. Aðfaranótt mánudags Ólafur Þorsteinsson D-götu 4, sími 2255. — Næturvörður er þessa viku í lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavikur- apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 9,45 Morguntónleikar: Kvartett í f-moll, eftir Brahms (plötur). 10,40 Veðurfr. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Pr. H.) 12,15 Hádegisútvarp. 13,00 Enskuk., 3. fl. 13,25 íslenzkuk., 3. fl. 15,30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg (stj.: B. Monshin). 17,10 Esperantók. 17,40 Útvarp til útlanda (24,52m). 18,30 Barnatími (Fuglavinafélagið „Fönix"). 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur: Danssýningalög. 19,40 Augl. 19,50 Frétt- ir 20,15 Erindi: Um fjallræðuna, III. (séra Björn Magnússon). 20,40 Hljóm- plötur: Slavnesk sönglög. 21,00 Upp- lestur: Rafn spákarl; smásaga (frú Unnur Bjarklind). 21,25 Hljómplötur: Ófullgerða symfónían eftir Schubert. 21,50 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu næstk. þriðjudagskvöld. Fundurinn verður nánar auglýstur í þriðjudags- blaðinu. íþróttakennarafélag íslands heldur aðalfund sinn í dag kl. 3% og eru félagsmenn beðnir að mæta við Menntaskólann. Dósentvísur. Nýlega er komið út kver, sem hefir inni að halda um 90 kviðlinga um dósentsmálið. Eru höfundar ekki nafn- greindir. Vísur þessar eru undir ýms- um háttum og harla misjafnar að bragfimi. Ein hljóðar á þessa leið: Mannar presta, fráleitt frá fornum dyggðum víkur, bannar lesti, aldrei á útvarps lygðum svíkur. Sé hinsvegar byrjað á síðasta orð- inu, er hún þannig: Svíkur lygðum útvarps á, aldrei lesti bannar, víkur dyggðum fornum frá, fráleitt presta mannar. Tilkynning frá Styrktarsjóði sjúklingaáReykja- hæli. — Dregið var í Happdrætti sjóðs- ins á skrifstofu sýslumannsins í Ár- nessýslu 3. jan. s. 1. og komu þessi númer upp: 5144 Málverk Kjarvals. 6470 Útvarpstæki. 3901 Ljósmyndavél. 3440 Bílferð Rvík—Ak,—Rvík. 2359 Ferð með Eimskip Rvík—Ak. 3701 Pen- ingar kr. 50,00. 2937 Peningar kr. 25,00. 2070 Peningar kr. 25,00. Munirnir eru afgreiddir af stjórn sjóðsins gegn framvísun miðanna. „Liljur vallarins". Leikfélagið sýnir söngleikinn Liljur vallarins í kvöld kl. 8. Framboð Framsókn- arilokksíns áSeyðís- iírðí og Akranesí Framsóknarflokkurinn hefir lagt fram lista sinn til næstu bæjarstjórn- arkosninga á Seyðisfirði. Níu efstu menn listans eru: Karl Finnbogason, skólastjóri, Vil- hjálmur Jónsson fiskverkunarmaður, Ingimundur Hjálmarssson, bifreiðar- stjóri, Haraldur Víglundsson löggæzlu- maður, Sigurður Sigfússon bæjarpóst- ur, Guðmundur Ólason verkamaður, Marínó Guðfinnsson, sjómaður, Guð- mundur Guðmundsson, verkamaður og Vandræði Japana Fjármálaráðherrann lítur dökkum augum á ijármálaástandið KALUNDBORG: Fjármálaráðherra japönsku stjórn- arinnar hefir á ráðherrafundi leitt stjórninni fyrir sjónir að styrjöldin í Kína hljóti að hafa í för með sér stór- kostleg útgjöld svo að ekki verði hjá því komizt, ef styrjöldin heldur áfram, að taka stór lán. í sambándi við þetta varar ráðherrann stjórnina við því, að stórkostlegar lántökur geti vel leitt til gengishruns, svo að Japan kæmi til að standa í svipuðum sporum, eins og Þýzkaland eftir ófriðinn mikla. Tólf japönsk herskip og flutninga- skip kom í gær til Tsingtao í Shang- tungfylki, hlaðin hermönnum og her- gögnum. Er talið að þarna verði lítið um varnir, enda hafa Japanir höfuð- borg fylkisins á valdi sínu. í Shanghai gerast nú daglega við- burðir, sem valda miklum æsingum. í gær eltu japanskir hermenn kín- verska konu inn í franska hverfið og misþyrmdu henni, áður en franskur lögregluvörður kom henni til hjálpar. Lá við sjálft að í orustu slægi milli Japana og Frakka. í alþjóðahverfinu var Bandaríkja- fáni rifinn niður af japönskum her- mönnum í gær. Hefir fulltrúi Banda- ríkjanna mótmælt þessum atburði harðlega. FÚ. Ssgur stjórnar- hersins við Teruel 2000 uppreisnar- menn teknír til fanga LONDON: Uppreisnarmenn biðu mikinn ósig- ur við Teruel í fyrrinótt. Tók stjórn- arherinn 2000 hermenn til fanga eftir að þeir höfðu gefizt upp í neðan- jarðarskotgröfum. Þá tilkynnir stjórnin að her hennar hafi í orustum sunnan við Madrid gereyðilagt heila herdeild fyrir Franco. Voru sprengd í loft upp fjölmörg hús, þar sem lið þetta hafðist við. Spanska stjórnin hefir með aðstoð Rauða krossins flutt 2000 manns, aðal- lega börn og gamalmenni, frá Teruel. FÚ. ífalir fá ekki útgerð* arleyii x Færeyjum EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Fréttaritari útvarpsins í Kaup- mannahöfn telur sig hafa orðið þess vísari í gær, að danska stjórnin hafi endanlega neitað að gefa samþykki sitt til þess að ítalski fiskikaupmað- urinn Gismondi fengi leyfi til þess að setja upp bækistöð fyrir ítalska tog- ara í Þórshöfn í Færeyjum. FÚ. Pétur Sigurðsson, skósmiður. Á Akranesi er listi Framsóknar- flokksins þannig skipaður: Sigurður Símonarson, Svavar Þjóð- björnsson, Þórhallur Sæmundsson, Jör- gen Hanson, Sæmundur Eggertsson, Einar Jónsson og Oddur Sveinsson. Framboðsfrestur til bæjar- stjórnarkosninganna var út- runninn í gær. Höfðu þá komið fram fjórir listar, frá Framsókn- arflokknum, nazistum, íhaldinu og „samfylkingu“ kommúnista og vinstra arms socialista. Það fór eins og vænta mátti., að hægri foringjar socialista, sem fengu sæti á samfylkingar- listanum, létu í minni pokann fyrir ofurkappi Héðins Valdi- marssonar og þáðu sætin á list- anum, nema Jón Baldvinsson, sem ekki mun hafa neina löng- un til að sýna sig í þessu „sam- fylkingarliði“. Á þeim lista, sem Alþýðuflokk- urinn ætlaði að leggja fram upp- Verðlaun til nytja- bezta kúabúsíns Samband íslenzkra samvinnufélaga og firmað A/B Separator í Stokk- hólmi hafa í félagi heitið verðlaun- um þeim bónda hér á landi, sem hefði nytjabezt kúabú samkvæmt skýrslum eftirlits- og nautgriparæktarfélaganna. Verðlaunin er Alfa-Laval-skilvinda og strokkur af beztu gerð. Hefir ráðunautur Búnaðarfélagsins í nautgriparækt, Páll Zóphóníasson, reiknað út hvaða bú, meðal þeirra, sem eru í nautgriparæktarfélögunum, hafi nytjabeztar kýr. Síðustu skýrslur um þetta efni eru frá árinu 1936. Við útreikninginn var ekki einungis tekið tillit til nythæðar kúnna, heldur og kosta mjólkurinnar. Tíu beztu kúabúin reyndust þessir menn eiga: Ágúst Jónsson Auðnum í Eyjafirði, P Elías Steinsson Oddhól á Rangárvöll- j! um, Einar Þorsteinsson Hallskoti í Fljótshlíð, Guðmundur Jónsson Múla við Reykjavík, Guðmundur Sigurðsson Kluftum í Hrunamannahreppi, Jón Þórðarson Miðfelli í Hrunamanna- hreppi og Vilborg Guðnadóttir Kjós, Stefán Guðmundsson Skipholti í Hrunamannahreppi, Valdimar Brynj- ólfsson Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi og Vilhorg Guðnadóttir Reykjavöllum í Biskupstungum. Á langflestum þessara heimila er aðeins mjög fáar kýr, 3—4, en því betri gripir. Á einu búinu, sem er hér í bæjarlandinu, eru þó 11 kýr. Hefir nú samkvæmt þessum út- reikningum verið ákveðið, að verð- launin skuli falla í hlut Vilborgar Guðnadóttur á Reykjavöllum. Á hún 4 kýr allar fulimjólkandi og var meðal- nyt þeirra árið 1936 3428 kg. af 4,14% feitri mjólk eða 14192 fitueiningar eft- ir kúna. Svarar það sem næst til 169 kg. smjörs eftir kúna á ári. haflega, voru þeir Jón Baldvins- son og Ólafur Friðriksson í 5. og 6. sæti. „Samfylkingin“ sparkaði Ólafi alveg, en færði Jón nið- ur í 29. sætið. Þessir vinsælu og þrautreyndustu leiðtogar Al- þýðuflokksins eru ekki nægilega óróagjarnir og byltingarsinnað- ir til þess að vera geðþekkir þeim mönnum, sem mestu ráða i „samfylkingunni". Á lista íhaldsins og nazista skipa efstu sæti: Guðmundur Ásbjörnsson, Bjarni Benedikts- son, Jakob Möller, Guðrún Jón- asson, Guðmundur Eiríksson, Valtýr Stefánsson, Helgi Herm. Eiríksson, Jón Björnsson, Gunn- ar Thoroddsen og Pétur Hall- dórsson. íhaldsmenn höfðu átt í löngu samningamakki við nazista og gerðu sér vonir um að þeir væru búnir að fá þá til þess, eins og í Alþingiskosningunum, að hafa ekki sérstakan lista. En nazistar brugðust þessum vonum þeirra á síðustu stundu og lögöu fram lista rétt áður en framboðsfrestur rann út. Er Óskar Halldórsson efstur á hon- um. Glæsilegar horlur Framsóknarmenn á Ak- ureyri héldu flokksfund í fyrradag og var hann mjög fjölsóttur. Gengu um 50 nýir meðlimir í Framsókn- arfélagið á fundinum og má af því marka hvílíkur sóknarhugur er í Fram- sóknarmönnum á Akureyri. Hafnargerð á Þórshöfn í grein Guðmundar Vil- hjálmssonar „Ný síldarverk- smiðja á Norðurlandi“, hefir, þar sem rætt er um hafnar- gerðina á Þórshöfn, misprentast eitt orð. Réttprentuð hljóðar frásögnin svo: „Þar (þ. e. á Þórshöfn) er nú (Framhald á 4. síðu.) Framkvæmdarstjórí síldarverksmíðjanna JÓN GUNNARSSON. Stjórn síldarverksmiðja ríkisins sam- þykkti í gær með fjórum atkvæöum gegn einu að ráða Jón Gunnarsson verkfræðing sem forstjóra verksmiðj- anna. Mun öllum, sem þekkja Jón Gunnarsson og störf hans fyrir verk- smiðjurnar, koma saman um að val þetta hafi ekki getað heppnast betur. Það var Finnur Jónsson, sem greiddi atkvæði á móti og mun þar mestu hafa ráðið pólitísk stífni, vegna þess, að socialistar í verksmiðjustjórn- inni hafa áður ofsótt Jón ómaklega og Finni fundizt það vera einskonar löðrungur á þessa samherja hans, ef hann breytti í bága við ofsókn þeirra. Helzt virtist mega skilja það á Finni að hann óskaði eftir því að lítið reyndur ihaldsmaöur á Siglufirði yrði ráðinn forstjóri verksmiðjanna og mun hann hafa með því ætlað að gefa íhaldinu kost á „samfylkingu". Og þó þykist Finnur fylgja reglunni: „Allt er betra en íhaldið"! Framsóknarflokks- íns í Vestm.eyjum Nokkur breyting hefir orðið á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Vest- mannaeyjum frá því, sem áður var ákveðið. Verður listinn þannig skip- aður: Sveinn Guðmundsson kaupm., Sig- urjón Sigurbjörnsson fulltrúi, Guðjón Brynjólfsson útgerðarmaður, Guðrún Stefánsdóttir frú, Hálfdán Þorsteins- son sjómaður, Hannes Sigurðsson bóndi, Guðmundur Ólafsson útgerð- armaður, Einar Vilhjálmsson trésmið- ur, Sigurður Sæmundsson verkstjóri, Guðmundur Baldvinsson trésmiður, Ársæll Sigurðsson kennari, Ólafur Jónsson skipstjóri, Matthías Finnboga- son skipaskoðunarstjóri, Auður Eiríks- dóttir ljósmóðir, Stefán Finnbogason útgerðarmaður, Nanna Magnúsdóttir frú, Guðjón H. Guðnason tollvörður, Kristján Linnet bæjarfógeti. Er ekki neinn vafi um það, að þessi listi er miklu betur skipaður en aðrir framboðslistar í Eyjum, enda mun það líka sjást á úrslitum kosninganna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.