Nýja dagblaðið - 09.01.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
BEZTU KOLIN ÓDÝRUSTU KOLIN
Kolaverd iækkar.
Helfi fengið fiarm afi ágætum enskum skfipa (steam) kolum sem prátt
fiyrir hækkaðan innfilutningstoll seljast fyrst um sinn á
53 krónur tonziid
gegn staðgreiðslu heimkeyrð. Þessfi kol verða seld neðanskráðu verði
í smærri kaupums
500 kiló . . . . Kr. 27,00 150 kfiló . . . . Kr. 9,00
250 — .... — 13,50 100 — .... — 6,00
50 kíló......Kr. 3,00
ATHUGIÐ. Þessi kol eru nýkomin og þurog þess vegna hagstæff að kaupa strax
Hefii einnig til sölu hin óviðjafinanlegu
BEST SOUTH YORKSHIRE ASSOCIATION HARÐS STEAM KOL
sem seljast á sama verði og áður
58 krónur toxinid
gegn staðgrefiðslu, heimkeyrð.
Kaupið beztu kolin. Kaupíð ódýrustu kolin.
símar: 1964 og 4017.
Félag ungra
F r amsóknarmanna
heldur fund í Sambandshúsinu
næstk. priðjudagskvöld kl. 8.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
aðeins Loftur.
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið.
í heildsölu hjá
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.
HANS LYNGEi
Menningarástand i Grænlandi
Grein sú, er hér birtist, fjallar um hinar fornu
helgisagnir Grœnlendinga og listviðleitni
þeirra á síðustu árum. Síðari hluti greinar-
innar er lítið eitt styttur. Höfundur hennar
er menntaður Grœnlendingur, Hans Lynge,
yfirkennari.
Meðal allra þjóða og á öllum
tímum hefir komið fram þörf
manna á því, að gera aðra þátt-
takendur þess, sem fyrir þá
hefir borið. Þessi þörf hefir
komið í ljós á margan hátt.
Meðal hinna gömlu Eskimóa,
sem ekkert þekktu til bókstafa
eða rittákna, varð að láta frá-
sögnina eina nægja. En þessum
þjóðflokki, sem lifði algerlega
fráskilinn umheiminum, var
einstaklega brýn þörf á ein-
hverju, sem yrði huganum nægt
viðfangsefni.
Á hinum löngu heimskauts-
vetrum, tóku klettadrangar og
björg á sig myndir fáránlegustu
ófreskja, norðurljósin fléttuðust
um himinhvelfinguna, eins og
iðandi, grannar verur, stormur-
inn hvein og þaut. Þetta gaf í-
myndunaraflinu viðfangsefni.
Þetta umhverfi og lífsskilyrðin,
sem það hafði að bjóða, mótaði
trú og hugarfar Grænlending-
anna, sem urðu alveg einstæðir,
hvað snerti trúarsiði og lifnað-
arháttu. Særingamennirnir gáfu
sínar skýringar á hinum dular-
fullu fyrirbrigðum náttúrunnar
og þær skýringar voru vísirinn
að öllum þeim sögnum, er mynd-
uðust meðal fólksins, og þrungn-
ar eru frábæru ímyndunarafli
og endurspegla alla gleði þess
og allt það harðrétti, sem það
varð að líða á endalausum veiði-
ferðum.
Sumar þessara sagna standa
alls ekki að baki beztu skáld-
verkum nútímans að hugmynda-
auðgi, frásagnarsnilli, speki og
þrótti. Þær fjalla allar um það
efni, sem fólkinu sjálfu var
hvað bezt kunnugt. En hetjur
þessara gömlu þjóðsagna eru
menn og konur, sem stóðu öðr-
um styrkari í baráttu sinni fyr-
ir lífinu og efldar voru mætti ó-
sýnilegrar veraldar.
Þessar sagnir hafa verið varð-
veittar frá kynslóð til kynslóðar.
Synir og dætur hafa kappkostað
að herma þær óbreyttar og orð-
rétt eins og feður og mæður
sögðu þeim.
„Ef þessar sögur hafa tapað
einhverju af gildi sínu,“ sögðu
gömlu Grænlendingarnir, „þá er
það af því, að þeim hefir hrakað
í meðförum hinna síðari kyn-
slóða.“
Það er raunverulega sannað,
að, að sumar þessara sagna hafa
um óratíð verið varðveittar í
sinni upprunalegu mynd. Knud
Rasmussen hefir fundið margar
sannanir þess.
í mjög fjarlægum byggð-
um, þar sem íbúarnir höfðu ekki
í þúsundir ára staðið í neinu
sambandi við Grænlendinga,
heyrði hann sömu sögurnar og
honum höfðu verið sagðar, þeg-
ar hann var lítill drengur í
N orður - Gr ænlandi.
Skýringin á þessu er sú, að
sögurnar voru slungnar saman
við trúarhugmyndirnar. Þeir,
sem ætla að kynna sér trú hinna
fornu Grænlendinga, verða því
fyrst og fremst að þekkja
þjóðsagnirnar til hlítar.
Margar þessara sagna, sem
voru svo dýrmætar horfnum
kynslóðum og eru reyndar öllum
Grænlendingum ómetanlegur
arfur, voru um það bil að falla í
gleymsku, þegar Knud Rasmus-
sen tók að safna þeim saman.
Ekki hvað sízt vegna þessa, er
hans ávallt minnzt með dýpri
virðingu og meira þakklæti í
Grænlandi, heldur en annarra
manna.
Hin forna trú á ekki lengur
ítök í hugum Grænlendinga, en
þjóðsagnirnar eru sá eini bók-
menntalegi arfur frá liðnum öld-
um, sem þjóðinni er eftirlátinn.
Lifnaðarhættir Grænlending-
anna hafa krafizt þess, að þjóðin
væri dugleg og þrautseig. Fólk,
sem ekki hefði haft dugnað, þol
og hyggindi til brunns að bera,
hefði aldrei getað framfleytt lífi
sínu í því landi veraldarinnar,
þar sem veður eru hvað hörðust
og kuldinn mestur.
Hinir fornu Grænlendingar
munu ungir hafa fengið þann
undirbúning, sem veiðimönnun-
um var óhjákvæmilegur. Kajakk
arnir eru út af fyrir sig dásam-
leg uppfinning, en þeir einir
geta notað þá í slæmum veðrum
og til veiðifara, sem hafa vanizt
þeim þegar á bernskuárum. En
þetta er sá farkostur, sem bezt
hentar grænlenzkum staðhátt-
um. Þeir hafa verið fundnir upp
af skynsömum mönnum og hug-
vitssömum og þeir hafa verið
endurbættir af öðrum, sem höfðu
ríkari reynslu, þar til þeir voru
orðnir svo fullkomnir sem slíkir,
að mestu snillingar menningar-
landanna geta enga breytingu
á þeim gert til bóta.
Konurnar unnu öll störf, sem
af höndum varð að leysa innan
heimilanna, og voru stoltar yfir
því, að karlmennirnir þurftu
ekki að bera áhyggjur út af öðru
en því, sem snerti veiðiskapinn.
En þótt konurnar ynnu mikið
og ættu erfiðar stundir, var
saumaskapur þeirra afbærilega
nákvæmur og fötin oft hrein
listaverk, hvað snerti listaskrúð
og annað skart. Þjóðbúningur
Grænlendinga á því hvergi sinn
líka í víðri veröld, meðal þús-
unda af þjóðbúningum. Þar fékk
listhneigðin líka útrás.
Lifnaðarhættir og lifsskilyrði
Grænlendinga voru ólík því, sem
annarsstaðar gerðist, og list-
viðleitni þeirra hefir því beinzt
inn á sjaldgengar brautir.
Síðasta aldarfjórðung hefir
mikil umbreyting orðið í Græn-
landi. Fræðsla hefir verið aukin
og flestir yngri Grænlendingar
hafa að einhverju leyti hneigzt
til bóklestrar. í því efni ber mest
að þakka Knud Rasmussen og
starfi hans í þágu grænlenzkrar
menntunar. Á ferðum sínum
vann hann alla jafna að því að
rita á grænlenzku og njóta þess-
ar bækur hans hvarvetna vin-
sælda.
(Framhald á 4. siðu.)