Nýja dagblaðið - 11.01.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 11.01.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ * Við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavik hinn 30. þ. m., verða þessir listar í kjöri: 3. Listi Sjálfstæðisflokks merktur C. 4. Listi íiokks kjóðernissinna merktur 1. Listi Alpýðuflokks og Kommánistafiokks merktur A. 1. Stefán Jóh. Stefánsson hægiar.mfl. 2. Ársæll Sigurðsson bókari. 3. Soffía Ingvarsdóttir húsfrú. 4. Jón Axel Pétursson framkvæmdastj. 5. Björin Bjarnason iðnverkamaður. 6. Héðinn Valdimarsson alþingigmaður. 7. Einar Olgeirsson ritstjóri. 8. Haraldur Guðmundsson ráðherra. 9. Porlákur G. Ottesen verkstjóri. 10. Katrín Pálsdóttir húsfrú. 11. Guðjón B. Baldvinsson skrifstofum. 12. Áki J. Jakobsson lögfræðingur. 13. Hallbjörn Halldórsson prentari. 14. Sigurður Guðnason verkamaður. 15. Stefán Ögmundsson prentari. 16. Kristín ólafsdóttir Iæknir. 17. Páll Þóroddsson verkamaður. 18. Olafur Einaxsson verkstjóri. 19. Guðný Guðmundsdóttir Hagalín. 20. Sveinbjörn Guðlaugsson bílgtjóri. 21. Tómas Vigfússon trésmiður. 22. Guðbrandur Guðmundsson verkam. 23. Þorvaldur Brynjólfsson jámigmiður. 24. Jens Guðbjörnsaon bókbindari. 25. Rósinkrans Á. Ivarsson sjómaður. 26. Arngrímur Kristján&gon skólastjóri. 27. ingólfur Einarsson járnamiður. 28. Jón Guðlaugsson bílstjóri. 29. Haraldur Norðdahl tollvörður. 30. Katrín Thoroddsen læknir- 2. Listi Framsóknarflokks merktur 1. Jónas Jónsson 'skólastjóri. 2. Sigurður Jónasson forstjóri. 3. Jón Eyþórsson veðurfræðingur. 4. Guðm. Kr. Guðmundsson skrifst.stj. 5. Eiríkur Hjartarson rafvirki. 6. Þórir Baldvinsson byggingarmeistari. 7. Eysteinn Jónsson ráðherra. 8. Hilmar Stefánsson bankastjóri. 9. Steingr. Steinþórsson búnaðarmálastj. 10. Björn Rögnvaldsson húsasmíðameist. 11. Helgi Lárusson framkvæmdastj. 12. Aðalsteimn Sigmundsson kennari. 13. Halldór Sigfússon skattstjóri. 14. ólafur Þorsteinsson gjaldkeri. 15. Sigurður Baldvinsson póstmeistari. 16. Pálmi Loftsson forstjóri. 17. Stefán Rafnar skrifstofugtjóri. 18. Guðlaugur Rósimkranz yfirkennari. 19. Eðvarð Bjarnason bakarameistari. 20. Sigfús Halldórs frá Höfnum fulltrúi. 21. Páll Pálsson skipasmiður. 22. Jón Þórðarson pientari. 23. Tryggvi Guðmundsson bústjóri. 24. GuÖmundur ólafsson bóndi. 25. Gunniaugur Ólafsson eftirlitsmaður. 26. Runólfur Sigurðsson framkvæmdastj. 27. Magnús Stefánsson afgiieiðslumaður. 28. Sigurður Kristinsson forstjóri. 29. Guðbrandux Magnússon forstjóri. 30. Hermann Jónasson forsætisráðherra. 1. Guðmundur Ásbjörnsson útgerðarm. 2. Bjami Beniediktsson prófessor- 3. Jakob Möller alþingismaður. 4. Guðrún Jónasson frú. 5. Guðm. Eiríkssom húsasmíðameistari. 6. Valtýr Stefánsson ritstjóri. 7. Helgi Hermann Eiríksson skólastjóri- 8. Jón Björnsson kaupmaður. 9. Gunnar Thoroddsen lögfræðingur. 10. Pétur Halldórsson borgargtjóri. 11. Guðrún Guðlaugsdóttir frú. 12. Sigurður Sigurðsson skipstjóri. 13. Gunnar E. Benediktsson lögfræÖingur. 14. Sigurður Jóhannsson verzlun.armaður. 15. Ragnhildur Pétursdóttir frú. 16. Björn Snæbjörnsson bókari. 17. Marta Indriðadóttir frú. 18. Stefán A. Pálsson umboðsmaður. 19. Einar Ólafsson bóndi. 20. Guðmundur Markússon skipstjóri. 21. Einar B. Guðmundsson hæstar.mflm. 22. Einar Ásmundsson jámsmíðameistari. 23. Sæmuindur G. Ólafsson bifreiðarstj. 24. Þorsteinn G. Ámason vélstjóri. 25. Bogi Ólafsson yfirkennari. 26. Brynjólfur Kjartansson stýrimaður. 27. Sveinn M. Hjartarson bakarameistari- 28. Þ. Helgi Eyjólfsson húsasmíðameist. 29. Matthías EinarsSon læknir. 30. Ólafur Thors alþingismaður. 1. Óskar Halldórsson útgerðarmaður. 2. Jón Aðils verkamaður. 3. Ingibjörg Stefánsdóttir frú. 4. Sigurjón Sigurðsson stud. jur. 5. Teitur Fimnbogason verzlunarmaður. 6. Friðþjófur Þorsteinsson bílstjóri. 7. Ásgeir Þórarinsson verzlunarmaður. 8. Imgólfur Gíslason verzlunarmaður. 9. Hákom Waage iðnverkamaður. 10. Haukur Þoxsteimssion bílstjóri. 11. Lárus Karlsson verzlunarmaður. 12. Kristján Lýðsson. 13. Gísli Bjamason lögfræðingur. 14. Kristján Kristófersson bílaviðg.m. 15. Þorgeir Jóelsson verkamaðux. 16. Gísli GuðmundsSon skipasmiður. 17. Svavar Sigurðsson verzliuiarmaður. 18. Haraldur Salómonsson rörlagningam. 19. Sigurður Ó. Sigurðssom verzlunamt. 20. Jens BenediktsSon stud. jur. f yfirkprstjóm við bæjarstjórnarkosningar i Reykjavik 1038. 9. janúar 1938. Geir G. Zoega, Pétur Magnússon, F. R. Valdemarsson. TAGE TAANING: ERNEST HEMINGWAY og síðasta bók hans Ernest Hemingway er þrjátíu og níu ára gam- all og nú talinn öndvegisskáld Bandaríkjanna meðal hinna yngri höfunda. í þessari grein er drepið á nokkur atriði hinnar umbreytinga- sömu œfi hans og farið nokkrum orðum um síðustu skáldsögu hans. Ernest Hemingway hefir fyr- ir skömmu síðan birt nýja skáldsögu, To have and have not. Hann er nú þrjátíu og níu ára gamall, en stendur þó engu að síður fremstur í flokki nú- tímarithöfunda í Ameríku. Mun vart finnast nokkur maður af sömu kynslóð og hann, sem haft hafi honum meiri áhrif á samtiðina með ritum sinum. í öllum löndum heimsins hafa minni spámenn tekið hann sér til fyrirmyndar, þótt áhrifa hans gæti að sjálfsögðu lang- mest í Ameríku. Þessi nýútkomna saga, er hin fyrsta af sögum hans, sem ger- ist vestan hafs. Hún er eins og flestar af fyrri bókum hans, laus við alla sjálfsblekkingu. Dauðinn er þar bakgrunnur hins iðandi og óþreyjufulla lífs, dauðinn, sem bindur enda á hverja sögu. Höf. er ærið beinskeyttur í á- deilum sínum og refsivöndur- inn þungur á bökum yfirstéttar- fólks. Þótt frásögnin megi ef tíl vill virðast kæruleysisleg, er oft sem tekið sé óvægum tökum fyrir kverkar manni og þrýst að. Slík er hin nýja saga. Ernest Hemingway er læknis- sonur frá Oak Park í Illinois- fylki, næstelztur af sex börnum. Hann var ákaflega hændur að föður sínum, sem var hneigður til veiðiskapar. Drengurinn tók einnig að fást við veiðiskap, sér til gamans, þegar á bernsku árum. Hemingway gamli ætlaðist til þess að sonur sinn yrði læknir. Móðirin, sem hafði yndi af hljómlist, vildi hinsvegar að hann yrði hljóðfæraleikari. En sjálfur var sonurinn af hvorugu hrifinn og strauk að heiman fimmtán ára gamall. En hann var fluttur heim aftur, hóf nám og lauk stúdentsprófi. Þá gerð- ist hann blaðamaður 19 ára að aldri, hinn yngsti við sitt blað. Safnaði hann fréttum frá sjúkrahúsum og fangelsum. Hugur hans var mjög bundinn við stríðið, þetta var 1917, og nokkru áður en Bandaríkja- menn gengu í lið með banda- mönnum, hélt Hemingway til Evrópu og gekk í ítalskt fót- göngulið. Á vígvellinum særðist hann hættulega. Eftir langa dvöl á sjúkrahúsi gat hann enn á ný lagt á stað út í heiminn, með líkamann þakinn örum og brákaða aðra hnéskelina og silfurskjöld til styrktar öðru herðablaðinu. Margir virða gaumgæfilega fyrir sér með djúpri lotningu stórt ör, sem hann ber á enninu, en reyndar fékk hann það barn að aldri, er þakgluggi féll á höfuð honum. Hann var talinn óhæfur til á- framhaldandi herþjónustu eftir það áfall sem hann hafði hlotið. Sjálfur fullyrðir Hemingway, að hann hafi betur kynnzt styrjöldunum við blaðamanns- störf sín á árunum eftir heims- styrjöldina, heldur en á víg- stöðvunum. Þá var hann í París fyrst í stað, en fór þaðan til Grikklands og Austurlanda. . í París varð hann fljótlega þekktur maður meðal rithöf- unda og bókmenntafræðinga. Þar giftist hann vinu sinni frá æskuárunum, Hadley Richard- son. Hemingway tók nú margt fyrir hendur. Hann tók að iðka tenn- isleik og hnefaleika. Á skólaár- unum hafði hann verið knatt- spyrnumaður hinn bezti. Eitt sinn vakti hann óhemju fögn- uð á hnefaleikamóti með þeim hætti, að hann hljóp inn á svið- ið og sló franska sigurvegarann, í meðal þyngdarflokki til jarðar vegna þess, að hann hefði sigr- ast á andstæðingi sínum með ó- leyfilegri bardagaaðferð. Um þessar mundir tók He- mingway ríkulegan þátt í óhófs- lifnaði yfiTstéttarfólksins í París. Á ferðalagi til Spánar varð hann svo hrifinn af nautavígum, að hann vildi ólmur og uppvæg- ur fá að taka þátt 1 þeim sjálfur. Af þessu hlaut hann þó litla virðingu, þvi að hann flýði út af sviðinu í dauðans ofboði og með bandótt nautið á hælum sér. Þegar hann var tuttugu og fimm ára gamall gaf lítið bóka- forlag út fyrstu tvær bækur hans. Þetta varð upphafið að frægð hans. (Framhald.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.