Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 21. JANÚAR 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ARGANGUR — 16. BLAÐ B'lístinn Hainarstræti 16 Símar: 1529 og 1629. ðKOXGamla BíóiVOS> Tíl drauma- landsins Efnisrík og hrífandi þýzk talmynd, tekin af Ufa-fé- laginu. — Aðalhlutverkið leikur af framúrskarandi snilld sænska söngkonan ZARAH LEANDER Börn fá ekki aðgang. v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.w.v Þolír íhaldið satnan- burð á stjórn ríkisins og Reykjavíkur? (Pramh. af 3. síðu.) bera stjórn Péturs Halldórsson- ar á Reykjavík saman við stjórn Eysteins Jónssonar á fjármálum ríkisins. Sá samanburður sannar það betur en flest annað, hversu nauðsynlegt það er að hrinda meirihluta íhaldsins í bæjar- stjórnarkosningunum og fela Framsóknarflokknum úrslita- Shemmtikvöld í dag (21. janúar) heldur Félag ungra Framsóknar- manna s p í 1 a- og s k e m m t i k v 81 d á Hótel ísland Skemmtunin hefist kl. 8,15 e. h. Til skemmtunar verður: I. Hín vínsæla Framsóknarwhist. II. Stuttar ræður (Margir beztu ræðumenn beggja Framsóknarlélaganna tala). III. D A N Z. Aðgöngumiðar iást á skrifstofu Framsóknarflokksins i Hafnarstræti 16 simi 1529. — Allir Framsóknarmenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. FJÖLMENNIÐ! — Takið gestí með. Félagsstjórnín. valdið. Sá samanburður er þörf áminning til kjósendanna um að tryggja B-listanum sem glæsi- legastan sigur 30. janúar. Leiðin til að rétta við fjár- hag Reykjavíkur er að setja X við B-listann. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. Rjúpur nýkomnar. íshúsið Herðuhreið, Frikírkjuveg 7, simi 2678. .v/.v.v .■.v.v.v Nýja Bíó .V.V.’.V .■.v.v.v Charlíe Chan í óperunni Óvenjulega spennandi og vel gerð leynilögreglu- mynd frá FOX-félaginu. Aðalhlutverkin leika sniilingarnir Warner Oland og Borís Karloíf. Aukamynd: firá Shanghai. s í >J — Börn fá ekki aðgang. — *. í í v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v Til draumalandsins heitir myndin, sem sýnd er á Gamla Bió. Þetta er þýzk mynd, tekin af Ufa félaginu. Hún tek- ur að ýmsu leyti fram mörgum þeim myndum, sem hér hafa verið sýndar, bæði hvað snertir efni og meðferð. Aðalhlutverkið lpikur Zarah Leander. FESTARMEY FORSTJÓRANS 11 Waters og sagði: „Þá á morgun, munið þér það.“ * Næsti dagur var einmitt dagur fyrir nýja hattinn. Á slíkum dögum fer maður út og borðar miðdegisverð með unnustanum, — það er að segja, reglulegum unn- usta. Þannig hugsaði ég, er ég gekk eftir Thames- bökkum og skildi Cicely eftir sitjandi mð skáldsögu út við opinn glugga, því að fóturinn var ekki ennþá orðinn jafngóður. Það var glaða sólskin, en þótt næstum væri komið hásumar, þá var vindurinn svalur og miskunnarlaust ástleltinn, eins og Montresor majór lýsti .mér einu sinni. Ég var að íhuga, hvað hann myndi halda um mig, ef hann hitti mig aftur? Sennilega, að það væri llkt henni Monicu litlu, að gera sig líklega við mann, sem væri jafn kaldur innanbrjósts og hún sjálf. Ég hló að þessu, er ég gekk út að götuhorninu til að ná 1 vagn. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var þetta ekki nema til að hlæja að því. í raun og veru var þetta þó vandasamt fyrir stúlku og gat dregið óþægilegan dllk á eftir sér. En hvað tjáði að hugsa um það alvar- lega og vandasama? Þetta hafði líka sínar hlægilegu hliðar. Allur galdurinn er að sjá aðeins hið broslega — að sjá gamanið og um fram allt ekkert annað. Ég var orðin tiltölulega ánægð með kringumstæðurn- ar, er ég kom inn í búningsherbergi vélritunarstúlkn- anna hjá Vestur-Asíu-félaginu. Þar var ungfrú Holt að hlusta á Smithie, sem auð- sjáanlega var að reyna að standa sig í deilu við ung- frú Robinson, æst og óstyrk. „Sannleikurinn er sá með yður,“ sagði hún ösku- vond, „að þér eruð komin á þann aldur að vera karl- mannahatari!“ „Komin á þann aldur? Það er ekki svo vel,“ sagöi ungfrú Robinson, storkandi og róleg. „Ef ég nokkru sinni hitti karlmann, sem mér fyndist lítandi við, þá fyrst héldi ég, að ég væri farin að gerast gömul. En hamingjan hjálpi okkur! Hvað vitum við um karl- mennina, sem erum alla tíð grafnar á skrifstofunum? Hvað sjáum við? Slæpingja! Stofudúkkur, sem lykta af fúlum Virginia-cigarettum og nota flibba númer þrettán." „Það er nú ekki allt undir flibbanum komið,“ sagði ungfrú Smith og blóðroðnaði. „Nei, en þeim, sem bera þá. Og ég verða að segja, að mig langaði til að sjá pilt með stóran og sterk- legan háls. (Þess vegna verða góðu stúlkurnar hrifn- astar af sjómönnum, Smithie.) Og vel sólbrenndan og-----Halló, ungfrú Trant!“ Ég hafði komið í tæka tíð til þess að forða rifrildi, — ég og dýri hatturinn minn frá frú Chérisette. „Hvað er þetta, ungfrú Trant? Þér eruð eins og ný- útsprungin rós,“ mælti ungfrú Holt gul af öfund. „Hvað kostaði þessi hattur? Ó, hvað hann er yndis- legur.“ „Hann er góður,“ samsinnti ég rólega. „Ég er fegin að ykkur fellur hann.“ Ég sagði ekkert meira, unz árdegisstörfunum var lokið. En þegar við gengum aftur inn í búningsher- bergið, til að búa okkur til hádegisverðar, sagði ég: „Ég get ekki komið með ykkur í dag,“ og setti upp fallegu, hvítu hanzkana, er ég hafði keypt um leið og hattinn. Ég leit i kring um mig, til þess að vera viss um, að þær tækju nú eftir: „Ég er boðin út.“ „Með hverjum?" kom eins og úr einum munni. Ég rétti úr mér og kæfði niður í mér ákafa löngun til þess að hlæja og skríkja, og svaraði virðulega: „Þið hljótið hvort sem er að frétta það: Ég ætla til hádegis- verðar með „steingerfingnum".“ „Ó, góða. Sleppið svona fyndnisagði Smithie, sem notaði hana oftar en nokkur önnur, og brann i skinn- inu af forvitni. „Segið okkur hver hann er! Þetta er alveg nýtilkomið, ungfrú Trant, er það ekki? Er hún ekki myndarleg, stúlkur? Vissi ég ekki, að þessi hattur hefði einhverja þýðingu? En hvað þetta er spennandi. Mér þykir vænt um það, góða vina, en segið okkur frá því. Auðvitað ekki nafn hans, en----“ Það er tæpast rétt, að skoðun þessara stúlkna, að spyrja um nöfn. „-----en skírnarnafnið!“ „William,“ mælti ég, og brosti eins feimnislega og ég gat. „William. Hljómar nokkuð hversdagslega,“ sagði ungfrú Holt. „Kallið þér hann nokkurntíma Billy?“ „Aldrei,“ sagði ég hátíðlega, „aldrei nokkurntíma." „Auðvitað ekki. Billy er ekki fínt nafn,“ mælti ung- frú Bobinson. „William? Ahem-hm. William,“ sagði hún meö djúpri og hátiðlegri röddu. „Ljóshærður eða dökk- hærður?“ „Ljóshærður.“ „Hm. Jú, ég hugsa, að ungfrú Trant kræki í einhvern ljóshærðan, því að sjálf er hún dökkhærð,“ sagði ung- frú Holt. „Fyrir mitt leyti vildi ég ekki ljóshærðan mann. Það myndi minna mig svo á ónýtt te. Álíka ljóshærður og forstjórinn, ungfrú Trant?“ „Ja-á, einmitt þannig.“ „Viljið þér ekkert breyta til?“ sagði ungfrú Robin- son hátíðlega. „Ég hefði haldið, að þér hefðuð viljað sjá annan lit, eftir að hafa þennan fyrir augunum allan seinni part dagsins. En ég vona, að hann sé hár?“ „Um þrjár álnir, býst ég við.“ „Ah, myndarlegur maður, hann William. Er það ungur maður úr borginni?“ „Já, hann er það.“ „Hún er góð, að svara öllum spurningum okkar. En eina ennþá, ungfrú Trant, og svo skulum við ekki ónáða yður meir. Hvar ætlið þér að hitta hann?“ „Ég býst ekki við, að hún hafi ætlazt til þess, að ég svaraði þessu, en ég sagði, mjög vingjarnlega: „Ég á að hitta hann við endann á Leadenhallstræti," og ég fór út úr herberginu að lyftunni. Ég sagði ekki við stúlkurnar: „Horfið út um gluggann og hinumegin á strætið, þá munið þið sjá hann.“ Ég vissi að þess þurfti ekki með. Tveim mínútum seinna var mér hjálpað upp í bif- reið af hinni veglegu hönd sjálfs forstjórans okkar. Ég leit beint upp i gluggann. Já, þær voru þarna allar þrjár og flöttu út nefin við rúðurnar. Ég kinkaði kolli og brosti drýldin. Svipurinn var ennþá meira undrandi en ég hafði gert mér í hugarlund. Ungfrú Holt stóð fremst. Þegar við ókum burt, sá ég, að hún lyfti augnabrúnunum og opnaði munninn. Ég gat næstum heyrt undrunina. „Stúlkur! Hafið þið nokkurntíma vitað annað eins? Hún heíir sagt satt! Hvað skyldi koma næst?“ 5. KAPITULI. Hádegisverðurinn. „Til Carlton veitingahússins,“ skipaði Waters, og við héldum af stað.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.