Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 1
B-lístinn Símar: 1529 og 1629. IDA.Q>EHi5\C)IHÐ 6. ár. Reykjavík, föstudaginn 21. janúar 1938. 16. blaö ANNALL 21. dagur ársins. Sólarupprás kl. 9.44. Sólarlag kl. 3.41. Árdegisháflæður í Rvík kl. 8.50. Ljósatími bifreiffa er frá kl. 4 síðdegis til kl. 9.15 árdegis. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson, Lauga- vegi 98, sími 2111. Næturvörður er i Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 ísl.kennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Hljómplötur: Sónötur eftir Scarlatti. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Höfuðstefnur í bókmenntum á 18. og 19. öld, I: Fræðslustefnan (Jón Magnússon, fil. kand.). 20.40 Tónl. Tón- listarskólans. 21.20 Útvarpssagan: „Ka- trín“, eftir Sally Salminen (IX.). 21.50 Danslög. Póstferðir á morgun: Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar (Ölfusárbrú, Eyrarbakki og Stokkseyri), Hafnar- fjörður (2 á dag), Seltjamarnes. Fagranes frá Akranesi. Ftól 'Reykjavik: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar (Ölfusárbrú, Eyrarbakki og Stokkseyri). Hafnar- fjörður (2 á dag), Seltjarnarnes. Fagranes til Akraness. Grímsnes og Biskupstungur. Dómur í lögreglurétti. Kjartan Ólafsson, augnlæknir, var í fyrradag dæmdur í lögreglurétti Reykjavíkur í 200 kr. sekt og sviptur ökuleyfi æfilangt fyrir ógætilegan akstur og ölvun við stjórn bifreiðar, en eins og áður hefir verið frá skýrt, ók hann bifreið sinni, á aðra bifreið á Fríkirkjuvegi í növember í haust. Súffin lá veðurteppt við Vatnsnes á Húna- flóa síðdegis í gær. Félag ungra Framsóknarmanna hefir skemmtisamkomu á Hótel ís- land í kvöld. Skemmtunin hefst kl. 8,15. Byrjað verður á því að spila hina fjörugu Framsóknarvist, en síðan munu verða fluttar ræður og sungið. Að síðustu verður dansað fram eftir nóttu. — Aðgöngumiðar eru seldir á kosningaskrifstofu B-listans, Hafnar- stræti 16, símar 1529 og 1629. Vélbáturinn Þráinn, frá Norðfirði, sem lýst hafði verið feftir, kom til Hornafjarðar í fyrra- kvöld í góðu ásigkomulagi. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Hafnarstræti 16, símar 1529 og 1629. Messa á Kálfatjörn kl. 2 á sunnudag. Séra Garðar Þorsteinsson predikar. ísfisksala. Tryggvi gamli seldi 1206 vættir fiskj- ar í Grimsby i gær á 1255 pund sterling. Septíma heldur fund í kvöld kl. 9. Grétar Fells flytur erindi. Stefán Jóh. Stefánsson hefir ekki enn svarað fyr- irspurn J. J. um það, hvers- vegna það þótti réttmætt 1916 að sjómenn fengu sannvirði fyrir lifrarhlut sinn, én blað hans telur þaff nú svik við sjómenn, að tryggja þeim fullvirði hrásíldarinnar, sem þeir Ieggja inn f ríkisverksmíðj- urnar. Þolír íhaldið samanburð á stjórn ríkís og Reykjavíkur?! Fundurinn í Skuldír Reykjavíkur hafa hækkað um 55°|0 meðan skuldír ríkissjóðs hafa staðíð í stað Hræðsla íhaldsblaðanna við steSnuskrá Framsóknarflokksins í blöðum íhaldsins, Vísi og Morgunbl., hefir komið fram mikil hræðsla við stefnuskrá Framsóknarfl. í bæjarmálum. í fyrradag var aðalritstjórnargrein Vísis helguð henni og í gær er hún helzta umtalsefni Mbl. Jafnframt er sagt í Mbl. að hún hafi verið rædd sér- staklega á fundi Sjálfstæð- iskvennafélagsins í fyrra- kvöld. Og í Vísi í gærkveldi heldur Kristján Guðlaugs- son áfram þessum harmtöl- um íhaldsins út af stefnu- skránni. Þessi ótti, sem stefnuskrá Framsóknarflokksins hefir vakið í herbúðum íhaldsins er heldur ekki ástæðulaus. íhaldið hefir verið dáðlaust og úrræðalaust i stjórn bæjarins. Allsstaðar blasa við vanrækslusyndir þess og ó- nytjungsháttur. Vaxandi bæjar- útgjöld, hækkandi skattabyrði og fátækraframfæri, hrörnandi atvinnulíf og bágborin verzlun eru verk, sem tala svo rækilega á móti því, að það hefði átt að vegna er von að stefnuskrá Framsóknarflokksins valdi tals- verðum ruglingi hjá ritstjórum íhaldsblaðanna og sanntrúuðum ihaldskonum. Þeim er ljóst, að það er stefna og úrræði Fram- sóknarflokksins er verða íhald- inu hættulegust í bæjarmálun- um, alveg eins og í landsmálun- um. Blekkingar Vísis. í hræðslufáti sínu grípur Vísir einkum til þess úrræðis, að reyna að telja lesendum sínum trú um, að ihaldið sé raunverulega bú- ið að framkvæma allt saman, sem talið er upp í stefnuskrá Framsóknarflokksins! Það þarf ekki að nefna, nema örfá dæmi, til að afsanna slíka fjarstæðu. Er bærinn t. d. rekinn tekju- hallalaust? Hvar er ráðhús bæj- arins? Hvað hefir bæjarstjórnin gert til að hjálpa útgerðinni og iðnaðinum i bænum? Er búið að lækka rafmagnsverðið? Er búið að koma þvi skipulagi á fátækra- framfærið, sem krafizt er í stefnuskrá Framsóknarflokks- ins? Hvað hefir bæjarstjórnin gert til að koma skipulagi á fisk- söluna? Hvað hefir bæjarstjórn- K.R.-húsínu Glæsileg fundarsókn Stuðnlngsmenn B-listans héldu fund í K.R.-húsinu í fyrrakvöld. Fundurinn hófst klukkan hálf níu og var þá þegar hvert sæti skipað. Bættist þó enn við margt manna og varð alveg húsfyllir. Munu yfir fjögur hundruð manns hafa verið á fundinum. Fundarstjóri var Vigfús Guðmunds- son. Fyrstu ræðuna flutti formaður Framsóknarflokksins og efsti maður B-listans, Jónas Jónsson, við hinar beztu undirtektir. Aðrir ræðumenn voru Jón Eyþórsson, Guðm. Kr. Guð- mundsson, Jón Árnason, Þórir Bald- vinsson, Þórarinn Þórarinsson, Guð- brandur Magnússon, Steingrímur Steinþórsson og Eysteinn Jónsson. Var góður rómur gerður að ræðum þeirra. Yfirleitt sýndi þessi fundur, að þær vonir, sem Framsóknarmenn hafa gert sér um glæsilegan árangur kosn- ingabaráttunnar, eru sizt of djarfar. Borgarstjórí mótmæl ír söguburðí íhalds- smalanna Hítaveitumálíð rœtt á bæjar- stjórnarSundi Seinasti bæjarstjórnarfund- urinn á þessu kjörtímabili var haldinn í gær. Á fundinum kom fram fyrir- spurn um það til borgarstjóra, hversvegna væri ekki búið að ganga enn frá lántöku til hita- sem Framsóknarmenn hafa skemmtisamkomu að Hótel ís- land. Þangað verða allir áhuga- samir Framsóknarmenn að koma, jafnt eldri sem yngri. Mitt í önnum kosningabarátt- unnar er gott að koma saman og skemmta sér og ræða áhuga- málin. Við það skapast nýr þróttur til starfa, og nú er mikil þörf á því, að allir Framsóknar- menn vinni óskiptir og einhuga að sigri B-listans í bæjarstjórn- arkosningunum 30. jan. n. k. Munið að tryggja ykkur að- göngumiða í tæka tíð. Munið, að þeir fást á kosn- ingaskrifstofu B-listans, Hafn- arstræti 16. Símar 1529 og 1629 Munið að mæta stundvíslega og FJÖLMENNA. Verkamenn linna lík við Örlirisey Um kl. 2 í gær fundu verkamenn lík rekið við Örfirisey, norðaustan til. Lá það i miðju fjöruborðinu, alklætt og óskaddað. Við athugun hefir þetta reynzt vera lík Jóns Pálssonar, sem kenndur er við Hlíð undir Eyjafjöllum. Líkskoðun hafði eigi farið fram í gær og verður eigi fullyrt um dauðaorsökina. Eigi hafði Jóns verið saknað fyrri en líkið fannst þarna. Stúlka, sem bjó í sama húsi og hann, nr. 38 við Skóla- vörðustíg, heyrði mannamál í herbergi hans snemma i fyrrinótt. Jón heitinn var ókvæntur maður, fæddur 1892 og hafði lengi verið bú- settur hér. vera búið' að missa völd sín í bænum fyrir löngu. Það, sem hefir hjálpað því, þrátt fyrir þetta allt, er fyrst og fremst slæ- leg sókn þeirra flokka, sem verið hafa aðalandstæðingar þess í bæjarmálunum, socialista og kommúnista. Þeir hafa ekki sýnt það í verki eða stefnumálum, að þeir væru hæfari til að stjórna bænum en íhaldið. Þess vegna hefir það getað haldið meiri- hluta sínum þrátt fyrir allt. Þess vegna er líka eðlilegt að íhaldinu bregði í brún, eftir að hafa barizt við slíka andstæð- in gert í húsnæðismálunum? Hvernig er það með byggingu gagnfræðaskóla og iðnskóla? Þannig mætti telja lengi áfram til að afsanna þær blekkingar Vísis, að íhaldið sé búið að fram- kvæma stefnuskrá Framsóknar- flokksins! En það sannar einna bezt, að íhaldið sjálft neyðist til að við- urkenna að stefnuskrá Fram- sóknarflokksins feli í sér hin réttu úrræði, þar sem annað að- alblað íhaldsins reynlr að eigna því þessi mál! veitunnar, þar sem borgarstjóri hafði áður tilkynnt, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að full- Framh. á 2. síðu. Brúðkaup Egíptalandskonungs Sjálf brúðuria var ekkí viðstödd LONDON: Ægileg loít- árás á Barce- lona LONDON: Barcelona og Valencia urðu fyrir stórkostlegum loftárásum í fyrradag. Það er opinberlega tilkynnt, að í loft- árásinni, sem gerð var á Barcelona hafi 220 manns farizt og rúmlega 400 særzt. Fréttaritari Reuters, sem stadd- ur var í borginni er árásin átti sér inga, þegar Framsóknarflokkur- inn, sem háð hefir sigursæla bar- áttu við það úti á landinu, tekur upp hér í bænum aðalforystuna í baráttunni gegn meirihluta- valdi þess í Reykjavík og sýnir fram á það með sterkum og ó- yggjandi rökum, hvernig hægt sé að stjórna bænum betur og öðru vísi en íhaldið hefir gert. Þess Heppilegur saniau- burður. Ekki tekst Morgunblaðinu þó fimlegar vopnaburðurinn, enda er það almennt viðurkennt að Valtýr sé ógáfaðri en Jakob. Aðalröksemd Morgunblaðsins er sú, að hvað sem stefnuskránni Framh. á 3. síðu. Faruk Egyptalandskonungur og heit- mey hans voru gefln saman i hjóna- band í gær. Athöfnin fór fram í kyr- þey í höllinni, að sið Múhameðstrúar- manna, og var enginn kvenmaður við- staddur — ekki einu sinni brúðurin — en faðir hennar koma fram fyrir henn- ar hönd. í gær voru mikil hátíðahöld í Egyptalandi í tilefni af giftingu kon- ungsins. FÚ. stað, segir, að ein sprengikúla, sem kom niður á fjölfama götu í miðri borg- inni, hafi á svipstundu breytt alfara- vegi, sem var iðandi af lifi, í auðn, þar sem ekkert heyrðist nema stunur deyj- andi manna, en brot úr bifreiðum og kerrum lágu um allt, og dauðir hestar innan um kerrubrotin. Sex sprengi- flugvélar tóku þátt í árásinni, en hún var gerð á miðja borgina. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.