Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 21.01.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Leíkkvold Menntaskólans „Tímaleysíngmn“ Tímaleysinginn (Sig. Hannesson) og skrifarar hans. Sjónleikir Menntaskólans eru orðnir fastur þáttur í leik- listarlífi bæjarins. Þessar leik- sýningar hafa líka oft tekizt svo vel að undrum hefir sætt, og þess vegna munu margir sækja þær með nokkurri tilhlökkun. Það má t. d. marka vel á því, að að- göngumiðarnir að frumsýningu Menntaskólans á þriöjudags- kvöldið seldust upp á skömmum tíma og þurfti að vísa mörgum frá, sem ætluðu að komast þang- að. — Að þessu sinni hafa Mennta- skólanemendur valið eitt af leik- ritum Holbergs, Tímaleysingj- ann,til sýningar.Þótt það sé,eins og flest af verkum Holbergs, fjarstæðukennt, er hægt að hlæja að því. Holberg hefir oftast lag á þvi að koma áhorfendum í gott skap, og það gerir hann líka 1 þessu leikriti, þó mönnum finn- ist efni þess annars ómerkilegt. Meðferð flestra leikendanna er vel sæmileg, þegar miðað er við kringumstæðurnar. Bezt tekst Einari Ingimundarsyni. Drífa Viðar gerir hlutverki sinu yfirleitt góð skil og nokkuð svip- að má segja um leik Sig. Hann- essonar, Helga Bergs, og Guð- rúnar Vilmundardóttur. Lökust eru kærustupörin, Jón M. Árna- son og Guðrún Havstein; er hún þó .öllu betri, enda hæfir henni þetta hlutverk vel, hvað útlit snertir. ■ í fám orðum sagt, er leiksýn- ing þessi Menntaskólanemend- um til sóma og verðskuldar það, að hljóta góða aðsókn. BxL. Hálfrar aldar afmæli Lögbergs 14. janúar síðastliðinn voru 50 ár liðin siðan Vesturheimsblaðið Lögberg hóf göngu sína í Winni- peg. Boðsbréfið að stofnun blaðsins var dagsett 7. desember 1887 og undirritað af Sigtryggi Jónassyni, Einari Hjörleifssyni, Bergvini Jónssyni, Ólafi S. Þor- geirssyni og Sigurði Júl. Jóhann- essyni. Einar Hjörleifsson Kvaran var fyrsti ritstjóri Lögbergs og hafði hann það starf með höndum I sjö ár. Þá, 1895, fluttist hann heim til íslands. Sigtryggur Jónasson tók við ritstjórn af honum og stundaði hana 1 6 ár. Síðan hafa ritstjórar verið þessir: Magnús Paulsson, Stefán Björnsson, nú prófastur í Eskifirði, Sigurður Júlíus Jó- hannesson, Kristján Sigurðsson kandidat, bróðir Ögmundar heit- ins skólastjóra, Jón J. Bildfell frá Bíldsfelli í Grafningi, Einar Páll Jónsson frá Háreksstöðum i Vopnafirði, Finnur Jónsson frá Melum í Hrútafirði og Heimir Þorgrímsson, Adams prests frá Nesi í Þingeyjarsýslu. Núverandi ritstjóri Lögbergs er Einar Páll Jónsson. Meðritstjórar hafa ver- ið: Jón Ólafsson skáld, Hannes S. Blöndal skáld, Björn Pálsson, Ólafssonar skálds, Baldur Sveinsson blaðamaður og Egill Erlendsson. Blaðinu bárust ámaðaróskir og ávörp víða að, meðal annars frá forsætisráðherra Kanada, landstjóranum i Kanada, ríkis- stjóranum í Norður-Dakota og Hermanni Jónassyni forsætis- ráðherra íslands. Ávarp Hermanns Jónassonar var á þessa 'leið: „Á 50 ára afmæli heiðraðs blaðs yðar flyt ég yður af hálfu ríkisstjórnar íslands og hinnar íslenzku þjóðar hugheilar þakk- ir og hamingjuóskir. Ég þakka það mikilsverða starf, sem blað yðar hefir innt af hendi í hálfa öld til að vernda íslenzka tungu í Vesturheimi, auðga íslenzka menningu og treysta bróður- böndin milli íslendinga austan hafs og vestan. Fyrir allt þetta flyt ég yður þakkir vor íslend- inga og ég get á þessum degi flutt yður þau gleði-tíðindi, að nú er fyrir hendi á íslandi meiri áhugi en nokkru sinni áður fyr- ir því að auka og efla samstarf- ið milli heimaþjóðarinnar og ís- lendinganna vestan hafsins. Ég hygg að þess verði skammt að bíða, að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar í samræmi við þennan vaxandi áhuga. Og um leið og ég ber fram þá ósk. að slíkar ráðstafanir megi bera giftusamlegan árangur, bið ég yður að flytja íslendingum i Sporöskjarammar, Rúnnlr rammar, Veggmyndfr, Málverk, í fjölbreyttu úrvali. Myndir innrammaðar. Mynda- og ramtnav, Sími 2105. Freyjugötu 11. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. Borgarstjóri mótmælír Framh. af 1. síðu. ganga frá láninu fyrir áramót og fá nokkurn hluta þess greiddan í þessum mánuði. Borgarstjóri svaraði þessu á þá leið, að sökum annríkis í enska fjármálaráðuneytinu væri enn ekki búið að fá leyfi fyrir láninu. Annars vissi hann ekki annað en að allt stæði við það sama og lánið væri enn til boða „með góðum kjörum, að ég vona“! Vegna slúðursagna, sem gengið höfðu um bæinn, tók borgarstjóri það fram, að það væri algerlega rangt, að lán- veitendurnir vildu ekki veita lánið sökum bæjarstjórnarkosn- inganna. Þeir láta úrslit þeirra sig engu skipta, sagði borgar- stjórinn. Er þar með kveðinn niður sá rógur íhaldsmalanna, að lán þetta" muni ekki fást, nema íhaldið haldi meirihlut- anum áfram. Þá var borgarstjóri spurður að því, hvort hann hefði gert bindandi samninga um það við umræddan lánveitanda, að leita ekki eftir láni annarsstaðar. Ef svo væri ekki mætti strax hefja undirbúning að lántöku annars- staðar, svo framkvæmd hita- veitunnar þyrfti ekki að stöðv- ast, ef þessi lántökuvon brygð- ist. Borgarstjóri svaraði þessari fyrirspurn ekki, en var mjög órólegur meðan fyrirspyrjandi talaði. Bitnaði þessi tauga- óstyrkur hans m. a. á blaða- manni frá Alþýðublaðinu. Var þá borin fram tillaga þess efnis að fela bæjarráði að athuga nú þegar möguleika til annarar lántöku, ef þessi skyldi bregðast. Jakob Möller lagði til að þess- ari tillögu yrði vísað til bæjar- ráðs, en það er hin venjuleg- asta aðferð íhaldsins til að drepa mál andstæðinganna. íhaldið samþykkti þá tillögu Jakobs. Með seinasta verki sínu á kjörtímabilinu sýndi það hinn raunverulega áhuga sinn og einlægni i hitaveitumálinu. Vesturheimi kveðju frá heima- þjóðinni íslenzku og voru sam- eiginlega ættlandi." Mjög skrautleg og vönduð út- gáfa af Lögbergi kom út 22. desember, i tilefni af afmælinu. \ ár kambgarni, sem eingöngu er unníð úr beztu fiyrsta filokks /slenzkri ull, en ekki ítölsku eða þýzku efini, fiáið pér aðeins hjá G E F J U N. Ullarverksmíðjan Geijun er eina verk- smíðjan hér á landí, sem spunnið getur kambgarn. i Hafið hugfast að íslenzk ull hentar bezt íslenzkri veðráttu. Verksmiðjuútsalan Geíjun -- Iðunn Aðalstræti. Allir þeir sem viljavinnaiyrir lista.nn eru beðnir að gefa upplýsingar á skrifstofu B-lístans Hafnarstræti 16 Símar 1529 og 1629 Kjarnar — (Essensar) Höfium birgðir afi ýmiskonar kjörnum til iðnaðar Áfengisverzlun ríkisins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.