Nýja dagblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.01.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 \ÝJA dai;blaðis Útgefandi: Blaðaútgáfan h.í. Rltstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARENSSON. Ritstj órnarskrif stof imiar: Lindargötu li). Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Simi 2323. áskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. t lausasölu 10 aura eintakiö. Prentsmiðjan Edda h.í, Siml 3948. Tvær kr. ástyrkþcga Eín kr. til menníng- ar og íramíara Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir ákveðið að nú í ár skuli jafna niður á bæjarbúa hálfri fimmtu milljón króna. Eftir reynslunni árið sem leið um framlög til fá- tækrastyrks og óarðgæfrar vinnu verða útgjöld til þeirra hluta í ár ekki minna en þrjár milljónir. Ástand bæjarins er því þannig, að til styrkþega fara af tekjum Rvíkur tvær krónur, þegar ein króna fer til allra annarra þarfa bæjarins. Þetta er hryggilegt ástand. Bærinn er peningalaus til allra nauðsynlegustu framkvæmda. — Fundir bæjarstjórnarinnar hafa verið og eru enn haldnir í allra ódýrustu samkomustöðum sem til eru í bænum. Skrifstofur bæj- arins eru í leiguhúsum. Engin fundaherbergi fyrir bæjarstjórn. Allra minnst dreymir Mbl.meiri- hlutann í bæjarstjórn um að bærinn þurfi að eiga húsakynni til að taka á móti gestum sínum. En samhliða því, að bærinn telur sig ekki hafa ráð á að nota fé það, sem borgararnir greiða, til menningar eða framfara, þá vex her þurfalinganna svo að segja með hverjum degi. Eina gagnið, sem meirihlutinn hefir af þurfa- lingum, er að láta þá kjósa með sér í bæjarmálum og til þings. Það má fullyrða að Sjálfstæðis- menn fái við þessar kosningar nokkuð á 2. þúsund atkvæði frá þurfalingum. Hinir styrkþegarn- ir fylgja kommúnistum og Héðni Valdemarssyni. Á báðum stöðum er leikið með framfærslumálið og alla þá eymd sem því fylgir, bæði af almennu rænu- og hirðuleysi, og í von um að geta með hjálp þurfalinganna náð og haldið húsbóndavaldi yfir bæjarsjóðn- um. Ég ætla að nefna þrjú dæmi um framkvæmd fátækramál- anna. Eitt dæmið snertir komm- únista. Annað dæmið Alþýðufl. og hið þriðja Sjálfstæðismenn. Allir þessir flokkar eru í meðferð fátækramála nálega á sömu „lín- unni“, þó að deilt sé um önnur efni. Þriðja júlí 1932 sækja 42 fjöl- skyldufeður í Vestmannaeyjum um fátækrastyrk á einu og sama undirskriftaskjali, og færa sem ástæðu, að bæjarstjórn hafi ekki byrjað almenna dýrtíðarvinnu eftir kröfum þessara manna. Hinn sameiginlegi inngangur yf- ir undirskriftunum var með rit- hönd þekktasta æsingamannsins iiii iii iiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiu ii iii 111111111111 iii i iii ■iiiiiiiiiiiiuiiH „Vínir Reykjavíkur“ Þeir vonuðu að hafa 8 i i hendur móti 7 til að i i hindra að börn í skólum | I Rvíkur fengju mjólk og i = lýsi. En þá mundi Hjalti § 1 eftir að bætiefni þarf til i | að kiífa í Eldey og lét börn- | i in hafa mjólkina. „Vinir Rvíkur“ börðust i i móti almennum gagn- | | fræðaskóla í bænum á i = þingi, f bæjarstjórn og í i | blöðum sínum. Þeir hafa | í fram að þessu hindrað að | I skólinn fengi viðunanlegt 1 i húsnæði. | E 5 ............................ sem fylgir byltingastefnunni í Vestmannaeyj um. Næsta dæmið er Hafnarfjörð- ur. Þar kom til orða að kaupa jörð nokkra km. frá bænum handa styrkþegum. Eh þangað vildi enginn fara, heldur vera inni í bænum. Leiðandi menn bæjarmálanna fundu ennfremur að styrkþegarnir vildu ekki eiga heima í götunni við höfnina. Þar þótti þeim of mikil umferð. Ekki heldur yzt í bænum. Þar þótti þeim of afskekkt. Þeir vildu vera eins nærri óróanum og umferð- inni eins og unnt var, án þess að missa- ágæti kyrrðarinnar, nema að því leyti sem þeim sjálfum þótti góðu hófi gegna. Höfuðstaðurinn kemur næst. Ég hefi áður minnzt á dýra styrkþega í Reykjavík. Nú vík ég að eldri atburðum. Bærinn leggur fé til handa styrkþega að koma sér upp húsi sunnan og vestan til í bænum. Jafnframt er styrkþegi studdur til að gera út bát suður með sjó. Allt þetta endar með tapi i stór- um stil. Þá er manninum fengin jörð og bú austan við bæinn. Hætt við útgerðina en nú skyldi selja mjólk i bæinn. Þá kom á- rekstur við lögregluna. Hestur styrkþega, festur við mjólkur- vagn, er innanvert við bæinn í þvi ástandi, að lögreglan tekur klárinn og kemur honum fyrir í Tungu. Forráðamenn bæjarins sýna styrkþega í hesthús bæjar- ins og bjóða honum þar valinn hest til afnota, en hann svarar með stóryrðum og ásökunum í sama tón og kommúnistar temja sér. Nokkru síðar kemur styrk- þegi að máli við Jón Þorláksson, sem þá var borgarstjóri og biður um 3000 kr. til .að koma upp hænsnabúi. í það sinn fékk hann neitun, en brást illa við, sagði lausu ábýli sínu og sat um stund í alldýru húsi utanvert við aust- urbæinn og lifði þá eingöngu á útsvörum, en ekki á neinni framleiðslu. Eftir daga Jóns Þor- lákssonar sannfærðist fátækra- stjórnin um að búskapur sé þó hentugur slíkum manni, og út- vegar kostajörð til leigu. En í því að piltur er að stíga upp í bílinn og flytja sig í sveitina, man hann eftir að hann vantar diskherfi til jarðræktarinnar og neitar al- gerlega að fara úr bænum, nema að hann fái þetta jarðyrkjuverk- færi. Tókst að vísu að fá disk- herfi hjá manni, sem vildi styðja fátækrastjórnina. Styrkþeginn I Á KROSSGÖTUM Smákaupmenn! Sameinið ykkur! Smákaupmenn una sem von er illa skiptum við heildsalana, þegar takmarka þarf innflutn- ing vegna gjaldeyrisskorts. Til að raska ekki atvinnuhlutföll- um, hefir gjaldeyrisnefnd látið heildsalana hafa hlutfallslega innflutning eins og var, en þeir seldu aftur smákaupmönnum, eins og Sambandið kaupir inn fyrir sínar félagsdeildir'. Erlendis mynda smákaup- menn sínar eigin heildsölur. Hér eiga þeir að gera það líka. Það skiptir miklu meira máli at- vinnulega að 10 smákaupmenn séu bjargálna og geti rekið heilbrigða samkeppnisverzlun við samvinnufélögin, heldur en að skapa einn heildsala með óeðlilega háum tekjum, á kostnað margra smákaup- manna. í þessu sem fleiru geta sam- keppnismenn lært það, sem mestu skiptir af samvinnu- mönnum. Trúleysi borgarstjóra. Pétur Halldórsson er sagður kirkjurækinn maður og líklegur til að trúa því að heimurinn hafi verið skapaður á sex dög- um. En hann er trúlaus á fram- tíð Reykjavíkur. Þegar komið er til hans með umbótahugmyndir, þá er vanasvar hans þetta: „Ég trúi ekki á þetta“. Það er lítið gagn fyrir bæinn, þó að borgar- stjórinn kunni að trúa á tilveru Kölska, ef hann trúir ekki á lífs- möguleika bæjarins og þeirra, sem í bænum búa. Trúleysi borg- arstjóra kemur m. a. fram í því að hann heldur að Reykjavík þurfi engan flugvöll. Honum fer eins og fyrirrennurum hans, sem héldu að götur bæjarins væru nógu breiðar, ef tvær hestkerr- ur gætu komizt leiðar sinnar í gagnstæðar áttir. Halda menn að þvílíkt fólk geti byggt mynd- arlega höfuðborg. íþróttamál Reykjavíkur. Tvö stóru og myndarlegu sporin, sem stigin hafa verið í íþróttamálum Reykjavíkur eru sundhöllin og íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. Nú er fyrir höndum að vinna ný þrekvirki. Enn hefir hin dauða hönd kyr- stöðunnar lagzt á hinar stóru ráðagerðir Framsóknarmanna, sem þeir hafa barizt fyrir í bæj- arstjórn Reykjavíkur í 8 ár. Þeir vilja gera alla Vatnsmýr- ina frá Tjörninni og suður að Öskjuhlíð að samfelldum skemmtigarði. Vestan við Öskju- hlíð vilja þeir koma upp stór- kostlegum og margbreyttum leikvangi fyrir allar útiíþróttir í bænum. f Nauthólsvík vilja þeir gera glæsilegan sjóbaðstað og innar í Skerjafirði bátahöfn fyr- ir skemmtibáta bæjarbúa. Vatns mýrin verður þá fyrir Reykjavík, það, sem Hyde Park er fyrir Lundúnabúa. Akranespólitík. Síldarbræðsla á Akranesi myndi alls ekki hafa komizt í framkvæmd nema af því að Ey- steinn Jónsson ráðherra útveg- aði lán til fyrirtækisins, sem öðrum reyndist ókleift að fá. í landi því hinu mikla, 500 ha. að stærð, sem J. J. seldi Akranes- kauptúni, er afarmikið mónám og mótekja og víst eftir rann- sóknum Guðjóns Samúelsonar húsameistara að þar verði innan skamms reist verksmiðja til að gera einskonar kol úr mónum. Rafleiðslan til Akraness frá Sog- lagði þá af stað, og nú er disk- herfið úti í mýri á leigubýiinu, sem sýnilegur vottur um þann búskap sem stofnað var til í því skyni að tryggja bæjarstjórnar- meirihlutanum atkvæði mann- margrar styrkþegafjölskyldu. Seinasti búhnykkurinn í sam- bandi við þennan mann er það, að hann heimtaði og fékk 300 kr. til að kaupa ökuhest til búsins. Á sama tíma keyptu aðr- ir menn slíka hesta fyrir sig á 180 kr. Þannig er blærinn á fátæra- málunum. Annarsvegar eru kommúnistar, sem segja til sveitar á einum lista 40 fjöl- skyldur í sláttarbyrjun — sama árið og þeir lögðu til efnið í 9. nóv. í Rvík. Aðstaða kommúnista er auðsæ. Þeir vilja sökkva þjóð- arskútunni í von um betri daga eftir byltingu þá, sem þá dreymir um. í Hafnarfirði hefir Alþýðu- flokkurinn ráðið fátækramálun- um, en Sjálfstæðismenn í Rvík. Enginn munur er á framkomu þessara flokka. Báðir leika at- kvæðaskopleik með fátækramál- in. í báðum bæjunum er hags- munum þeirra, sem vinna fyrir sér, fórnað vegna ímyndaðra hagsmuna styrkþeganna. í hvor- ugum bænum er sett upp mötu- neyti með einfaldri innlendri matargerð. í báðum bæjunum ráðstafa styrkþegarnir sjálfir framlaginu. Þeir geta keypt á- fengi og munaðarvöru, eða tízkuklæðnað fyrir útsvör þeirra, sem vinna fyrir sér og halda uppi dýrum her hinna vinnulausu. Og nú er svo komið I Reykja- vík, að útsvörin ætla að sliga mikinn hluta þeirra gjaldenda, sem borga ennþá opinber gjöld. Og þegar ein króna gengur úr bæjarsjóði til menningar og framfara í Reykjavík, þá fara tvær í styrk til framdráttar hin- um sívaxandi h'er bæði þeirra sem ekki geta unnið, og þeirra, sem annaðhvort ekki vilja vinna eða fá ekkert að gera. Framsóknarflokkurinn einn allra flokka getur bjargað við þessu mesta máli Reykjavíkur. Hvort viðréttingin byrjar nú eða eftir nokkur misseri, fer eftir þeim liðsstyrk, sem bæjarbúar veita Framsóknarflokknum 30. janúar næstkomandi. J. J. UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII „Fjandmenn Reykjavíkur" I (Sbr. J. Möller og V. St.) Hvað finnst hinum | I „s ö n n u“ vinum Rvíkur § | um það að Framsóknar- | | menn hafa komið því til | 1 leiðar, að nú fá börnin í \ \ skólum bæjarins 1000 lítra I 1 af mjólk ðaglega og mik- 1 i ill fjöldi sömu skólabarna \ i meðalalýsi daglega. Og hvað á að segja um i I þá framkvæmd „fjand- 1 É mannanna", að koma upp i | „Ingimarsskóianum" til að | | veita unglingum af fátæk- | 1 um heimilum kost góðrar | | fræðslu. Mörg hundruð f i æskumenn i bænum eiga i I þessum skóla að þakka i | alla sína framhaldsmennt- 1 I ^n. | ............ inu er sérstakt áhugamál Fram- sóknarmanna á Akranesi og Sig- urðar Jónassonar. Olíusalan í Vestmannaeyjum. Magnús Kristjánsson og Fram sóknarflokkurinn brutu á bak aftur kúgun ameríska oliu- hringsins 1922 með einkasölu á olíu. íhaldið lagði það bjarg- ráð að velli 1924 með því að hleypa Shell inn í landið. Héð- inn Valdimarsson hafði verið aðstoðarmaður hjá M. Kr. við olíuverzlunina. Var reynt að byrja samkeppnisverzlun móti Shell um olíu, og var Héðni Valdimarssyni falin forustan. En innan skamms var hann bú- inn að gera fyrirtækið að sínum gróðarekstri, og féll síðan alger- lega í faðm Shell um oliuverð- ið. Var nú komið sama eymdar- ástand fyrir útveginn eins og var áður en Framsóknarmenn hófu baráttu sína móti olíuokr- inu fyrir 1922. Héðinn hafði nú algerlega brugðist í málinu, og lamaði Alþýðuflokkinn, sem annars myndi hafa fylgt Fram- sóknarmönnum í nýja sókn. Á síðasta kjörtímabili hafa ýmsir áhrifamiklir Framsóknarmenn stutt „Nafta“ til samkeppni við Héðinn og Shell og hefir sú starfsemi haft stórmikla þýð- ingu. En höfuðsóknina gera Vestmannaeyingar nú með sín- um 800 smálesta tank. Og Fram- sóknarmenn hafa stutt þá í bar- áttu sinni um innflutninginn. Úr Keflavík. Keflavík hfeir átt bágt í hönd- um íhaldsins. Kauptúnið er selt hæstbjóðanda á fárra ára milli- bili. Engin hafnarmannvirki sem bærinn á. Landið óræktað allt í kring, og bíður eftir fram- taki eins og því sem Vest- mannaeyjar sýna í ræktun. — Mesta byggingin í Keflavík er kvikmyndahúsið, sem reist var í fyrra, og Framsóknarmenn studdu mikið að, einkum Dani- val Danivalsson. í þessu kvik- myndahúsi er mesti fundarsalur kauptúnsins, gott leiksvið og tvær þægilegar stofur fyrir ung- lingaskólann, sem sr. Eiríkur (Pramhald á 4. siðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.