Nýja dagblaðið - 22.01.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 22. JANÚAR 1938
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 17. BLAÐ
B-lístinn Haínarstrætí 16 Símar: 1529 og 1629.
Kíw.Gamta BíóvXíw
í i
S Tíl drauma- ij
*- Jl
landsins ji
Efnisrík og hrífandi þýzk !■
I
talmynd, tekin af Ufa-fé-
laginu. — Aðalhlutverkið
leikur af framúrskarandi
snilld sænska söngkonan
ZARAH LEANDER
Börn fá ekki aðgang.
Síðasta sinn.
VV.V.V.W.V.V.V.V.V.V^.W
Ördugasti vetur
Hitlersstjórnarinnar
Framh. af 2. siðu.
til viðreisnar. Atvinnulif sér-
hverrar þjóðar á við sína örð-
ugleika að etja. Sumstaðar
vantar hráefni, sem annað land
hefir gnægð af. Þar þarf einn að
miðla öðrum. Atvinnulífið
stendur hallara fæti nú en
1929 og því álít ég, að maður
hafi ekki tíma til að láta nokk-
urt tækifæri ónotaö.
Hefði þessi grein
ekki birzt í blaði
Görings sjálfs,
myndi margur
hafa álitið, að hér væri stefnt
gegn fjögurra ára áætluninni,
sem fyrst og fremst byggist á
viðreisninni innanlands. En sé
þess gætt, hversu ástatt er um
ritfrelsi í Þýzkalandi, þar sem
vakað er yfír hverju smáplaggi
og enginn má í neinu atriði
ganga í berhögg við vilja stjórn-
Andstaða
gegn
Göring?
Árshátíð Samvinnumauna og starfis-
mannaíélags S. I. S.
verdur haldin í Oddfellowhúsinu sunnudaginn 23.
janúar og hefst kl. 9 síðdegís.
Fjölbreytt skemmtiskrá.
Skemmtínefndin.
arinnar, hefði samt verið fávís-
legt að skoða þetta öðruvísi en
sem liðveizlu við Göring. Þann-
ig er á málin litið af hálfu
þeirra mörgu manna heima í
Þýzkalandi, sem vona og óska
að hneigzt verði til þessarar
stefnu.
Dr. Schacht tel-
Birgðirnar ur viðleitnina til
á þrotum. viðreisnar innan-
lands góða og
þýðingarmikla, en hún nægir
ekki einu sinni hlutaðeigandi
þjóð. í Þýzkalandi skilja yfir-
menn sem undirgefnir hinn sára
brodd þessara orða. Hitler hefir
veitt sex milljónum atvinnu-
leysingja vinnu, lögleitt her-
þjónustu, sem ein milljón æsku-
manna verður að inna af hönd-
um ár hveTt, og komið á þegn-
skylduvinnu, þar sem nokkur
hundruð þúsund manna eru lög-
þvinguð til starfs. Allar þessar
ráðstafanir hafa orðið til að
auka hina almennu kaupgetu.
En til innkaupa á neyzluvörum
er ekki hægt að nota jafnmik-
inn gjaldeyri og áður, því að
þá væri ekki hægt að kaupa
Félag róttækra stúdenta
heldur DANZLEIK í Iðnó í kvöld, er hefist kl.10
5 manna hljómsveit leikur.
Hásinu lokað kl. 11,30.
Aðgöngumidar seldir í dag firá kl. 4 í Iðnó.
— ALLIR í IÐNÓ í KVÖLD. —
nóg hráefni til viðhalds fram-
leiðslunni. Þó voru kaup á
neyzluvörum orðin óeðlilega lít-
il, þegar Hitler kom til valda,
sökum atvinnuleysis og annara
erfiðleika. Sú alhliða vöntun,
sem nú gerir vart við sig, vegna
þess að eldri birgðir eru á þTot-
um, sanna það, að viðreisnin
verður auðveldari með alþjóð-
legu samstarfi en fjögra ára á-
ætluninni. En fyrst um sinn
verður þýzka þjóðin að spara
við sig, enn meira en hún hefir
gert hingað til. Frá áramótum
var smjörklípan, sem ætluð er
einum manni til vikunnar,
skert í 170 grömm, jafnhliða
því, sem enn strangari skömmt-
un fer fram
heldur feiti,
tólg.
á öllu, sem inni-
svo sem fleski og
Sök ann-
ara þjóða,
en ekki
Hitlers!
Það undarlega er,
að þessi skortur
allur hefir ekki
reynzt þess megn-
ugur að uppræta
trú manna á forsjá Hitlers. Hans
dýrð virðist jafn mikil og á þeim
dögum, er smjör og aðrar nauð-
synjar var auðfáanlegt án
minnstu hindrana. Menn hafa
snúið ásökunum sínum í garð
annara þjóða, þær hafi verið
þröskuldur í vegi Þjóðverja til
að ná á ný yfirráðum yfir lönd-
um, sem veita ríkulega þær lífs-
nauðsynjar, sem Þýzkaland get-
.v.v.w
w.-.w
.y.VmW Nýja Bíó .-.v.v.v
í Charlie Chan ■:
S . . . :=
i operunm
J; Óvenjulega spennandi og I;
^ vel gerð leynilögreglu- I;
^ mynd frá FOX'félaginu.
í %
Aðalhlutverkin leika
snillingarnir ;j
Warner Oland og í
Borís Karloíf.
Aukamynd:
frá Shanghaí. £
1
w.v.v.v.v.v.v.w.v.w.w
I* — Börn fá ekki aðgang.
3:
Á krossgölum
(Framh. af 3. siðu.)
Brýnjólfsson heldur. En þetta
hús hefði aldrei komizt upp og
aldrei getað byrjað sem kvik-
myndahús, nema fyrir öflugan
stuðning Framsóknarmanna. En
þetta hús er á hinn bóginn und-
irstaða sjálfstæðs félagslífs í
Keflavík.
ur ekki veitt sínum mörgu son-
um og dætrum. Margendur-
teknar upphrópanir hafa sem
sagt fallið í frjóan jarðveg.
Sökin hvílir á baki hinna er-
lendu ríkja, en ekki þýzku naz-
istastjórninni, segja þessir til-
biðjendur Hitlers.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 12
Ég hafðí ekki komið þar inn, síðan hrunið kom. —
frá því ég var laus og liðug, þegar mér datt sízt í hug
að ég myndi brátt erfiða sem vélritunarstúlka hjá
Vestur-Asíu-félaginu frá klukkan níu til sex, ganga í
heimasaumuðum kjólum og vera í stöðugum ótta um
að ég myndi missa þessa stöðu, sem launuð var með
tuttugu og fimm shillings á viku.
Siðast er ég hafði verið þarna og drukkið te, að af-
lokinni veizlu, voru þeir með mér, Jack bróðir minn
og Sidney Vandeleur, sem hafði keypt yndislegar
rósir til að skreyta kjólinn minn og hafði gert hljóm-
sveitinni orð, að spila uppáhaldsvalsana mína. Já,
eins og Jack sagði, þá myndi Sidney alltaf vilja gera
allt fyrir mig. Ég býst við, að Jack hafi haldið, þegar
þessi hundrað pund komu, sem björguðu heiðri hans,
að þau væru frá Sidney Vandeleur. Jæja, ég gat ó-
mögulega verið að lýsa fyrir honum stöðunni, sem
systir hans var komin í.
Hamingjunni sé lof, að Vandeleur-fjölskyldan var
hinu megin á hnettinum og ég hélt, að þau myndu
ekki koma heim næsta árið. Er að því kæmi, væri minn
timi úti og þau þyrftu ekkert um þessa málamyndar-
trúlofun að vita, — nema, að hún væri búin að vera.
„Ég hringdi og bað um borð,“ sagði Waters, er við
komum inn á veitingastaðinn, hlýjan og ilmandi , þar
sem fullt var af fallegum fötum og brosandi andlit-
um, yfir litlu borðunum.
Okkar borð var í yndislegu horni og rétt hjá var
autt borð, álagt fyrir þrjá. Borðið var skreytt með
ljósrauðum rósum, alveg eins og hjá Sidney Vandeleur
forðum. Hvílíkur munur og á marmaraborðinu í
„Ljónagryfjunni", þar sem ungfrú Robinson, Smithie
og Holt litla sátu nú og stóðu á öndinni yfir þessum
atburði, en hve mörgum sinnum heldur vildi ég ekki
vera hjá þeim.
„Jæja, ungfrú Trant, hvað viljið þér fá að borða?“
Eina tilbreyting mín um miðjan daginn síðasta árið
vað: Kjötsúpa og brúnuð epli, eða þá: Steikt egg og
brauð, með glasi af heitri mjólk.
„Mér er alveg sama.“
„Þá skal ég panta.“
Og afskaplega var það góður matur, sem hann
pantaði. Jafnvel steingerfingi þótti gott að fá bisque
de homard og frysta hvítsíld — það sýndi þó, að hann
líktist öðrum dauðlegum mönnum að sumu leyti.
Ég óskaði þess, að Cicely væri komin — henni þykir
svo góður svona matur, — góður matur, svo að hún
gæti notið þessa með mér. Ég vildi, að við hefðum getað
haft allt þetta út af fyrir okkur og masað saman
yfir því. Hve við hefðum notið alls þess dýrmætis, allt
frá fallega borðbúnaðinum, til ánægjunnar yfir að
spjalla í hálfum hljóðum en ótruflaðar, um allt, sem
við sáum í kring um okkur. Ég hefi heyrt sagt, að
konur tali gjarnan heldur við konur en karlmenn,
jafnvel þótt þær vilji hitt fremur. Ég held, að ég hafi
ekki oft hitt karlmenn, sem ég vildi frekar tala við,
en skemmtilega stúlku. Maður verður að segja flest
tvisvar við karlmennina og þeir skilja ekki alltaf samt.
En Waters er auðvitað ekki, eins og stúlkurnar
segja daglega, venjulegur karlmaöur. Samt var ég
ekki eins óstyrk í nærveru húsbóndans, þegar ég var
í umhverfi, sem ég kunni betur við mig í heldur en
skrifstofunum. Ég gat næstum gleymt, að hann var
svona. Hann varð — það er að segja, mér fannst
hann líkur því, er ég í gamla daga sat með þunglama-
legum manni til miðdegisverðar, eða hafði leiðinlegan
dansherra. Samtalið okkar á millí var nefnilega fá-
einar athugasemdir út í bláinn, þess á milli löng þögn.
Á meðan leit ég í kringum mig og sá hitt fólkið yfir
matnum hlæjandi og masandi, auðsjáanlega að
skemmta sér, en ekki í viðskiptabraski.
Stundum var horft yfir að borðinu sem við sátum
við. Ég hugsaði um, hvað fólk héldi um okkur — stóra,
ljóshærða unga manninn, með fas og látbragð yfir-
stéttarmannsins, vel greitt hár, skínandi, gljáburstaða
skó, og litlu, dökkeygu stúlkuna með svarta flauels-
hattinn, sem virtist margfalt dýrari en samræmzt gat
snotru, en ellilegu kápunni.
Ef til vill hugsaði það, að þessi ungi maður með
alvörugefna andlitið væri svona leiður yfir því að
þurfa að sýna frænku sinni úr sveitinni höfuðborgina.
Máske hélt það, að við værum raunverulega trúlofuð,
það stóð á sama. Það var enginn á veitingastaðnum,
sem þekkti okkur. Ég hugsaði kæruleysislega út í, hver
skyldi nú setjast við auða borðið rétt hjá okkur.
„Ungfrú Trant, þér hafið séð vel um, að hinar stúlk-
urnar vissu, með hverjum þér fóruð út?“
„Já, þær horfðu allar út um gluggann, þegar við
ókum af stað.“
„Gott,“ mælti Waters.
Nú fannst mér aftur sem brygði fyrir glettni í stál-
gráu augunum, eins og þegar hann var að tala um
hæfileika mína og vinnuna. En það var eins og þá.
' Glettnin var horfin áður en ég var viss í minni sök.
Ég var ánægð. Maður vill ekki, að vél beri skyn á glens
og gaman. Og mér myndi ekki veitast auðvelt að leika
opinbera trúlofun með öðrum en vél.
„Ég ætla að taka yður til miðdegisverðar tvisvar,
þrisvar sinnum þessa viku,“ mælti hann með sömu
raddbrigðum og hann var vanur aö skipa fyrir með,
„og ef til vill í te. Á laugardaginn ætla ég að biðja