Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Blaðsíða 1
B-listinn Símar: 1529 og 1629. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ < > o o o o o o O O o o O o ^ID/^Q.EIL^OIIt) 6. ár. * Reykjavík, fimmtudaginn 27. janúar 1938. 21. blað ........II ii lllllllll . I.IIII i IIII I llllllll lll III I 1IH IIIIII II lll■lll^■l 111111 II IIIIII I llll I IIMIIIHIIIllllll lllllll lll l■l■llll■H■llii| || 11| iwwwwwimí™ ANNALL 27. dagur ársins. Sólarupprás kl. 9.28. Sólarlag kl. 3.54. Næturflóð í Reykjavík kl. 2.35. Ljósatími bifreiða er frá kl. 4 síðdegis til 9.15 árdegis. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Bankastræti 11, sími 4348. Næturvörður er í lyfja- búðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veð- urfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Hljómplötur: Smálög frá 18. öld. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Uppeldi, IV. (dr. Símon Ágústsson). 20,40 Einsöngur (Gunnar Pálsson). 21.05 Frá útlöndum. 21,20 Útvarps- hljómsveitin leikur. 21,45 Hljómplötur: Andleg tónlist. 22.15 Dagskrálok. Póstferðir á morgun: Frá Rvik: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörður (2var), Sel- tjarnarnes. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Snæfellsnesspóstur, aust- anpóstur. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Öl- fuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður (2var). Seltjarnarnes. Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Bílpóstar úr Húnavatnssýslu. Framsóknarmenn, gætið þess, að koma stundvíslega á fundinn í KR-húsinu í kvöld. Innbrot var framið í fyrrinótt í brauðgerðar- hús Sófusar Jensen á Vesturgötu 14. Hafði verið farið inn bakdyramegin og brotnar upp láshespur. Þjófurinn hafði á brott með sér talsvert af pressugeri, umbúðapappír og einn hveitipoka. Prófessor Lodewyckx frá Ástralíu hélt fróðlegan fyrirlest- ur í útvarpið í gærkvöldi í tilefni af 150 ára byggð Eyjaálfunnar. Talaði hann á islenzku. Benti prófessorinn m. a. á, að líklegt væri að markaður •væri fyrir ísl. afurðir í Ástralíu, svo sem fisk, æðardún og loðskinn, og væri þá heppilegt fyrir þá þar syðra að láta ís- lendinga hafa í staðinn hveiti, ávexti o. fl. Kreppur og bágindi sagði pró- fessor Lodewyekx að væru alltíð í Ástralíu, er stöfuðu af náttúruöflunum, en þó einkum af óheilbrigðu braski og „spekulationum" ýmsra fjárgróða- manna. Hermann Jónasson forsætisráðherra, kom heim með Lyru í fyrrinótt. Óperettan. Ráðgert er, að 2. febrúar verði frum- sýning á óperettunni Bláa kápan, sem Hljómsveit Reykjavíkur hefir verið að æfa að undanförnu. Óperettan sjálf, lögin, er eftir Walther Kollo, en hafa verið raddsett nú, eftir stærð hljóm- sveitarinnar, af dr. Franz Mixa og tveimur nemendum hans, Árna Björns- syni og Karli Runólfssyni. Esperantó-fundur verður haldinn á Hótel Skjaldbreið kl. 9 í kvöld (fimmtudagskvöld). Búlg- arski blaðamaðurinn Ivan Krestanoff talar um mikilvægt mál. Skorað er vin- samlega á alla, sem einhverntíma hafa meira eða minna gefið sig að esperan- to, að sækja fundinn. Glítnumenn Ármanns eru beðnir að fjölmenna á æfingu í fimleikasal Menntaskólans kl. 8.30 í kvöld. Skíðanámskeið íþróttafélag Reykjavíkur efnir til skíðanámskeiðs í byrjun febrúar. Fer það fram með innanhúskennslu, að- stoð þýzkrar skíðakvikmyndar og skíða” æfingum að Kolviðarhóli. Kennslu- gjaldið er 5 krónur. Geta menn lært ótrúlega mikið á sliku námskeiði. B-listinn er Iisti Framsóknarflokksins. Umbætur í iátækramálunum fást að- eins með sigri Framsóknarilokksins Andsföðuilokkarnir keppa um atkvæði þurialinganna og þora því ekki að gang- ast iyrír neinni viðreisn Ef hugsandi Reykvíking- ingur væri spurður að því, hvað honum þætti ískyggi- legast í bæjarlífinu myndi hann svara, að það væri hin stöðuga fjölgun þurfa- mannanna, sem leiðir af sér síhækkandi útsvör. Með slíku áframhaldi hljóti fjár- hagur bæjarins fyr en seinna að komast í þrot, því gjaldgetu skattþegn- anna sé nú þegar að verða ofþyngt. Fátækraútgjöld vegna barna, gamalmenna, sjúkllnga og ann- ars óvinnufærs fólks eru full- komlega sjálfsögð og eðlileg. En aukning fátækraframfærisins undanfarin ár stafar ekki af því, að slíku fólki hafi fjölgað. Hún á orsakir sínar í því, að fjöldi vinnufærra manna hafa leitað á náðir bæjarins til að þiggja fátækraframfæri og at- vinnubótavinnu. Því meir, sem þessu fólki fjölgar og þessi bjargvegur verð- ur algengari, vex líka áhuga- leysi manna fyrir því að bjarga sér á annan hátt. Kröfurnar um forsjón bæjarins halda á- fram að vaxa, en kröfur manna um framtak til sjálfra sín minnka að sama skapi. Fátækraframfæri fullvinn- andi fólks er því einn vísasti vegurinn til aukins framtaks- leysis og ómenningar. Fjárhag og menningu bæjar- ins verður þvi ekki bjargað, nema öfluglega sé tekið í taum- ana og viðreisn hafin til að minnka fátækraframfærið og hjálpa þeim einstaklingum, sem fátækraframfærið er að gera að ósjálfbjarga aumingjum. Hvaðasi er foryst- iiEiuar að vænta? Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að ekki er hægt að vænta forystu frá ihaldinu í þessu máli. Undir stjórn þess hefir fá- Frh. á 4. síðu. Fundurínn á Akranesi Framsóknar- flokkurimi í örum vexti. Fjölmennur kjósendafundur var haldinn á Akranesi í fyrrakvöld. Af hálfu Framsóknarflokksins töluðu efstu menn listans, Siguröur Símonar- son kaupfélagsstjóri, Svavar Þjóð- björnsson verkamaður og Þórhallur Sæmundsson lögreglustjóri. Var ágætur rómur gerður að ræðum þeirra og var auðfundið að fundarmönnum líkaði frammistaða þeirra langbezt. Það vakti sérstaka athygli, að íhalds- menn og socialistar létu allar deilur sín á milli niður falla og sneru árásum sínum í sameiningu gegn Framsóknar- flokknum. En öllum árásum þeirra var hrundið jafnóðum og voru þeir lengst af í varnarstöðu. Er fylgi Framsóknarmanna sívaxandi á Akranesi, enda sýna tillögur þeirra 1 Samkvæmt ósk Búnaðarfélags Vest- mannaeyja, skrapp ég til Eyja síðast- liðinn laugardag og dvaldi þar tvo daga til þess að kynna mér búskap í Vest- mannaeyjum, og ræða við stjórn bún- aðarfélagsins og fleiri um búnaðar- mál. Almennt líta menn svo á, að sjávar- útvegur sé eini atvinnuvegur Vest- mannaeyinga. Þótt hann sé að sjálf- sögðu aðalatvinnuvegur þeirra, þá er þó rekinn þar myndarlegur landbúnaður. Búanðarfélag Vestmannaeyja hefir stuðlað mjög að ýmiskonar búnaðar- umbótum og orðið mjög mikiö ágengt. Formaður félagsins, Þorbjörn Guðjóns- son í Kirkjubæ og meðstjórnendur hans, eru áhugasamir og veita örugga forgöngu í búnaðarmálum. Meginhluti af landi 1 Vestmannaeyj- um er mjög grýtt og erfitt til ræktunar. Á síðustu árum hefir þó verið fram- kvæmd stórfelld ræktun og er mikið af henni mjög vel gert. Til eru þar tún- blettir, sem gefa af sér fulla 100 hesta af heyi af ha. Eitt er mjög til fyrir- myndar. Meðfram ræktunarvegum, sem lagðir hafa verið síðustu árin, hafa verið steyptar margar safngryfjur. í þessar gryfjur keyra ræktunarmenn- irnir slógi og öðrum fiskúrgangi á ver- tíðinni og nota síðan til áburðar. Hafa þeir á þennan hátt að mestu leyst á- burðarmálið fyrir sig. Yfirleitt má telja að ræktun sé vel gerð og til fyrir- myndar. Athafnamestu bændurnir eru byrjaðir að plægja upp gömlu túnin til þess að endurbæta ræktun þeirra. Höf- uðatriðið fyrir Eyjabúa er að rækta sem allra bezt, fá sem mest fóður af hverri flatareiningu. Til þess þurfa þeir að plægja upp túnin öðru hvoru og bera áburð í. Innan fárra ára ætti meðal heyfall að geta orðið 80—100 hestar á MlllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllMUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIjl f Framsóknarmenn! i Gœtið þess, að koma stundvís- i E lega á fundinn í KR-húsinu í í = kvöld. i [ Framsóknarmenn! f i Samkoman að Hótel Borg \ l hefst kl. 8.15 annað kvöld. Hefst | | hún á hinni vinsælu Framsókn- i i arvist. Síðan fjörugar rœður, i | söngur og dans. Ef dœma má | i eftir hinni mjög svo ánœgjulegu i I samkomu, sem haldin var að | i Hotel ísland sl. föstudagskvöld i | og þeim fjölda manna, sem þar i | varð jrá að hverfa, vegna hús- i | rúmsleysis, þá er stuðnings- i i mönnum B-listans ráðlegra að i | tryggja sér aðgöngumiða sem | i allra fyrst. "mmiMMmillMmmmillMIIIMHMMmiHMIMMMMMIHMMMMM atvinnumálum og öðrum framfaramál- um flokksins, að þeim sé bezt treyst- andi til skynsamlegrar og ötullar for- ystu. Steinþórsson. ha. Með aukinni ræktun og með því að bæta þá ræktun sem fyrir er, má fjölga kúnum úr 300 eins og þær eru nú og upp í 600. En það þurfa þær að verða til þess að næg mjólkurfram- leiðsla sé fyrir íbúana. Stjórn búnaðarfélagsins hefir mikinn áhuga fyrir því að nota ræktanlegt land eyjanna sem bezt, sumpart þannig að þau býli, sem eru milli 20 og 30 að tölu, sem nú eru til — noti sín lönd sem allra bezt og sumpart á þann hátt, að úthluta nokkru landi til manna í kaup- staðnum, sem aðallega yrði þá notað til garðræktar. Þetta mál þarf að leysa (Framhald á 4. síðu.) Bæjarlandíð Taða eða kartöflur? Það er nú leigt út með okurverði. Margir, sem hafa tekið það á leigu, hafa sýnt mikinn dugnað og umbóta- huga, með því að breyta forarmýrum og urðarholtum í tún eða garða. Eink- um hefir þó túnræktin tekið miklum framförum hér umhverfis Reykjavík á síðustu árum og er nú talsverð fram- leiðsla af mjólk á bæjarlandinu. Þó er ekki mjólkurframleiðslan meiri en það, að t. d. yfir allan október sl. — meðan erfiðast var að ná í nóga mjólk handa bæjarbúum — þá hefði mánaðarfram- leiðslan af bæjarlandinu aðeins nægt bæjarbúum í tvo daga. Og þó var sú mjólkurframleiðsla knúin fram að miklu leyti á fóðurbætisgjöf. Sýnir þetta dæmi, hve Reykvíkingar væru Frh. á 4. síðu. | Kaupíélag Reykjavíkur og nágrennís Vurnsalau var 2 milljóuir og 127 þiisimd | ' síðastliðið ár. í ágústmánuði sl. komst til framkvæmda sameining i á fimm samvinnufélögum í Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla- 1 vík og Sandgerði. Starfar þetta sameinaða félag undir | nafninu Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Fer hér á eftir skýrsla um vörusölu allra þessara fé- | laga á síðasta ári, fyrir og eftir sameininguna: f VÖRUSALA 1937. 1 Kaupfélag Reykjavíkur 1/1—9/8 .............. 158.000.00 | Pöntunarfélag Verkamanna 1/1—9/8 ........... 701.000.00 É Pöntunarfélagið í Hafnarfirði 1/1—9/8 ...... 80.000.00 f Pöntunarfél. í Sandgerði og Keflavík 1/1—9/8 60.000.00 f KRON 9/8—31/12 ............................. 1168.000.00 Samtals 2167.000.00 Nýir félagsmenn frá 9/8—31/12 eru 374 Félagsmenn eru nú samtals ... ca. 3400 Þessari víðtæku samvinnu er það að þakka, að verðlag i | á vörum þeim sem þetta stóra kaupfélag verzlar með, hefir | I aldrei áður verið jafn hagstætt í Reykjavík, miðað við verð- í f lagið á erlendum markaði. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMUMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM Landbúnaður í Vestm.eyjum Eftir Steingrím

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.