Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
B-lístínn Hafnarstræti 16 Símar: 1529 og 1629.
Fitinur Jónsson alpm. heíir orðiðs
„KommúnistaSIokkarnír eru viljalaust
verkfæri í höndum Alþjóðasambands
kommúnista í Moskva“
Miðstjórn K. F. í. var einu sinni vikið Srá aS
Rússum og nýtt Sramkvæmdaráð sett í staðinn
Eftir að Finnur Jónsson al-
þingismað’ur hafði birt grein þá
í Alþýðublaðinu, sem getið var
um hér í blaðinu í gær, var
hafin mikil sókn gegn honum í
blöðum kommúnista. Sérstak-
lega reyndu kommúnistar að af-
sanna það, að þeir væru undir
áhrifum frá Moskva og sögðu að
Alþjóðasamband kommúnista
réði ekki meira yfir kommún-
istaflokknum en Alþjóðasam-
band jafnaðarmanna yfir Al-
þýðuflokknum.
Þessu svaraði Finnur í grein í
„Alþýðuflokkurinn er að öllu
sagði hann m. a.:
„Alþýðuflokkurinn er að öllu
leyti sjálfráður um sín mál, þó
hann sé í öðru alþj óðasamband-
inu, og eru engin dæmi þess, að
nokkrar fyrirskipanir hafi
nokkurn tíma verið gefnar
af þvi um framkvæmdir innan-
lands eða að alþýðusambandið
hafi nokkurntíma skotið málum
til Brússel til úrskurðar. Hins-
vegar vita allir að á hverju
einasta þingi alþjóðasambands-
ins eru samþykktar fyrirskipan-
ir (tesur), sem allir kommún-
istaflokkar verða skilyrðislaust
að hlýða. Valda skipanir þess-
ar eða „tesur“ oft miklum deil-
um innan kommúnistaflokk-
anna. Foringjarnir reka hver
annan á víxl og svo er öllu skot-
ið til úrskurðar til stjórnar al-
þjóðasambands kommúnista í
Moskva. Þar eð foringjar komm-
únista hér eru nú jafnvel farnir
að afneita þessum staðreyndum
skal í stuttu máli rifjuð upp
eftirfarandi dæmi:
Utanstefnur eins og á
Sturlungaöld.
Árið 1932 voru á flokksþingi
Kommúnistaflokks íslands í
Reykjavík lagðar fram „tesur“
frá alþjóðasambandi kommún-
ista. Nokkrir kommúnistar
sýndu mannskap sinn með því
að mótmæla þeim hluta trúar-
játningarinnar, er ákvað að Al-
þýðuflokkurinn væri höfuðstoð
borgarastéttarinnar á íslandi.
Meðal þessara fullhuga voru
Einar Olgeirsson, Haukur
Björnsson o. fl. Voru þeir nú
kærðir til höfuðstöðvanna í
Moskva fyrir trúvillu, hægri-
villu, af þeim rétttrúuðu. Úr-
skurðurinn frá Moskva kom um
haustið 1933 1 hinu fræga Opna
bréfi, sem birt var í Verklýðs-
blaðinu. Deilurnar innan Kom-
múnistaflokksins á íslandi héldu
þó áfram og risu klögumálin
fjöllunum hærra. Gekk mjög á
utanstefnum til Moskva, á sama
hátt og á utanstefnum til Nor-
egs á Sturlungaöld. Brottrekstr-
ar geröust tíðir, og var Stefán
Pétursson rekinn úr flokknum í
júlí 1934 fyrir „hægri villur“,
eftir að sýnt þótti, að hann
yröi ekki beygður; en um leið
var öll hin löglega kosna mið-
stjórn Kommúnistaflokks ís-
lands sett af fyrir „vinstri vill-
ur“ í baráttunni gegn „hægri
villum" Stefáns og í staðinn
skipað sjö manna framkvæmda-
ráð með allra hæstum úrskurði
frá Moskva. Einar og Haukur
krupu að krossinum eins og
Sinoviev og Kamenev á sínum
tíma, og fengu að vera áfram
í flokknum „í náð“.
Allt þetta og mildu meira er
opinbert, og má í því efni vísa
til Verklýðsblaðsins sáluga, og
vakti þetta talsverða athygli á
sinni tlð, og tjáir ekkert fyrir
kommúnistaforingjana að neita
þessu. Flokksaginn frá Moskva
hefir ætíð verið einvaldur í
Kommúnistaflokknum, og hefir
gegnt mestu furðu, hvernig
jafnvel duglegir og gáfaðir menn
hafa verið gerðir að bjálfum
frammi fyrir almenningi með
slíkum skrípaleik.
Um eitt skeið tíðkaðist að
kommúnistaforingjarnir voru
látnir vitna í Verklýðsblaðinu og
biðja opinberlega fyrirgefningar
á villum sínum. Einna mesta
eftirtekt vöktu vitnanir þeirra
ísleifs Högnasonar og Gunnars
Jóhannssonar, þar sem þessir
hörðu bardagamenn lýsa sjálf-
um sér sem skoðanalausum
vesalingum og Gunnar m. a.
biður frammi fyrir alþjóð afsök-
unar á því, að hann hafi látið
„félaga Steinþóru" (sem er kona
hans) „hafa á sig tækifærissinn-
uð áhrif“! Svo kom úrskurður-
inn frá Moskva, og sjá, Gunnar
og ísleifur höfðu haft rétt að
mæla. Einar Olgeirsson mun
einnig hafa skrifað álíka synda-
játningu, en verið hlíft við að
birta hana, vegna þinglcosninga
á Akureyri, sem voru að fara í
hönd.“
Ölltim þeim, skildum og vandalansnm,
I sciu glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, |
| með heifilaóskaskeytum, lteimsóknum og i
| gjöfum, votta ég innilegt Jsakklæti mitt. f
HSjarni Þorteelsson,
| skipasmiður. |
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Allir þeir sem viljavinnalyrir
listaun
eru beðnir að gefa upplýsingar á
skrifsiofu B-listans Hafnarstræti 16
Símar 1529
og 1629
Kjötverzlanir
Seljum hreinsaðar kindagarnír.
Garnastöðin, Reykjavík.
Sími 4241.
Fatadúka og föt
úr kambgarni, sem eingöngu er unnið úr fyrsta
ilokks íslenzkri ull, en ekki ítölsku eða þýzku
kambgarni, fáið þér aðeíns hjá G E F J U N.
Ullarverksmíðjan Geijun er eína verk-
smíðjan hér á landi, sem spunníð getur
kamhgarn.
Föt saumuð á einum degi. — Nýjasta tizka.
Fyrsta flokks vlnna og hraðsaumur.
Verksmiðjuútsalan
Gefjun -- Iðunn
Aðalstræti.
Skíða-
kvik-
myudin
einnig
ál skýr-
ingar öll
kvöldin
Skíðanámskeið
íþróttafélags Reykjavíknr í húsi K.F.U.M.
viö Anstmannsstíg, 1., 2., 3. og 4. febr., kl. 9
e. m. öll kvöldin, og að Kofiviðarhóli suirnud.
6. og 13. febráar. Þáittæka tilkynnist I síma
3811. —
Kennsla
í jjíví sem
»11 n
skíSafólkí
er nanð-
synlegt að
vita.
Kennslu-
gjald 5 kr.
Tækífærísverð.
Ýmsar vörur, svo sem:
Kvenpeysur,
Barnaföt o. fl.
sem hafa óhreinkast við mátun eða heimlán, eða sem á
eru smá prjónagallar, seljast með tækifærisverði.
Laugavegi 40. V esta Sími 4197.
ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ.