Nýja dagblaðið - 29.01.1938, Síða 1
B-listínnl
Símar:
1529 og 1629. H
ID/^GrlBILf^lÐIHÐ
6. ár. Reykjavík, laugardagrinn 29. janúar 1938. 23. blað
Stuðningsmenn B-listans í Reykjavík!
Dagurinn á morg’un verður þýðingarmlkill fyrir Rcykjavíknrbæ. Tekst Framsóknarflokknum að láta framfar-
irnar liyrja strax? Eða verða næsíu fjögur ár undirfeúuingur þess, að Reykjavík befji hina miklu sókn til að
tryggja aívinnu sína, fjárliag og siðferðislegan rétt til að vera höfuðborg í frjálsu landi?
Fyrir tæpum aldarf jórðungi hóf Framsóknarflokkurinn alhliða baráttu fyrir viðreisn landsins, að gera þjóð-
ina nútima menningarþjóð, en varðveita þó öll forn og þjóðleg verðmæti. Framsóknarflokkurinn tók við land-
inu í miðalda vanrækslu. En hönd Framsóknar var eins og töfrasproti. Hvar sem hún snerti hið gamla land,
tengdist veg'a- og símakerfið miili hyggða og bæja, stórbrýr komu yfir vötnin. Túnin urðu slétt og græn. Miklir
gróðurskálar voru reistir. Hafnir, iendingarbætur og vitar mættu auga sjómannsins hvar sem var á ströndinni.
Sundhallir, sundlaugar, íþróttasalir og skólar fyrir efnilega en efnalitla fólkið í landinu, fullkomnari en nokk-
ur önnur jafn fámenn þjóð liefir eignazt, risu þar, sem skilyrði voru bezt. Fullkomnar verksmiðjur I mjólkur-
iðnaði, dúkagerð og til síldarbræðslu, voru byggðar til að auka verðmætin, sem landið gaf.
Einn staður varð eftir í þessari miklu sókn. Það var sjálfur höfuðstaðurinn. Yfir honum hvíldi dökkt ský
kyrrstöðu og afturhalds frá dögurn útlendra selstöðukaupmanna. í skjóli kyrrstöðuandans grotnaði skipastóU
borgarinnar niður. Þúsundir manna, sem vildu vinna, fengu ekkert að gera, nema að vera styrkþegar eða höggva
klaka engum til gagns. Tveir þriðjungar af útsvörum bæjarbúa gengu í öreigaframfærslu. Bærinn hætti að vera
samkeppnisfær við önnur lönd eða aðra íslenzka kaupstaði, sökum eyðileggjandi dýrtíðar og hins gífurlega iil-
kostnaðar við fjölmennustu stéttina i bænum, þá sem ekkert unnu.
Framsóknarmenn hefja nú sókn til að tryggja fjárhag, atvinnu og menningu Reykjavíkur, hliðstæða þeirri
sókn, sem þeir hófu fyrir laiid allt, meðan stóð á hcimsstyrjöldinni. Níi þarf hér í höfuðstaðnum að tryggja
afkoimi heimilanna og hæjarins, framfarir og nútíma menningu, líkt og gert hefir verið undir áhrifavaldi Al-
þingis, þar sem það nær til.
Þegar útlendir gestir koma til Reykjavíkur og biðja að sýna sér það, sem höfuðstaðurinn hafi merkilegtsér
til ágætis, þá benda menn á sama vcrkið: SundhöUinu. Með fjórtán ára baráttu tókst Framsóknarflokknum að
þrýsta í fang hinna svcfnsælu forráðamanna bæjarins því eina menningarverðmæti, sem þeir leggja nú fram sem
einkenni á þei m bæ, sem þeir hafa svo lengi geymt í viðjum svefns og dvala.
Sundhöllin i Reykjavik sýnir vinnubrögð Framsóknarmanna. Sundlaugarnar, eins og þær líta út, sýna vinnu-
brögð valdhafanna í bænum. Framsóknarmenn vilja ummynda bæinn í samræmi við Sundhöllina. Þeir biðja um
það citt, að vit og þekking, og heilhrigðar hugsjónir megi vera drottnandi í bænum. Þeir vita, að þá koma
aftur i bæiim skip og bátar, framieiðsla, vinna, lífsfjör og kjarkur. Þá hefir Framsóknarflokkurinn sveiflað
burtu liinu dökka skýi vanrækslu, örhirgðar og atvinnuleysis, sem nú eitrar andrúmsloftið í bænurn.
Reykvíkingar! Á morgun hafið þið tækifæri til að leysa af ykkur, inni í kjörklefanum, hlekki gamallar
vanrækslu og deyfðar, með því að veita B-listanum svo mikið fylgi, að hann fái og hafi um mörg ókomin
ár, úrslitaatkvæði um málefni Reykjavíkur.
Jónas Jónsson frá Uriflu.
Semasta „bombana misheppnast
jr
Akveðnustu kröfur um mj ólkurhækk-
un eru frá frambjóðendum C-li
Ragnhildur í Háteigi og Einar í Ecefejur-
hvaninii hafa shorað á mjólhurverðlagsnefnd
a& luehha mjólhurverðið.
Seinasta „bomba“ Morgunbl
er á þá leið, að stjórnarflokkarn-
ir séu að undirbúa stórfellda
mjólkurhækkun i „ofsóknar-
skyni gegn fátæklingunum í
Reykjavík“.
Er auðfundið, að Mbl,, sem er hætt
að trúa á hitaveituna sem „aðaltromp"
íhaldsins, treystir nú mest á þessa
nýju „bombu“ íhaldinu til framdráttar.
En upptök hennar eru á þessa leið:
Mjólkurframleiðendum vestan heið-
ar, en það eru kjósendur Ólafs Thors
í Gullbringu- og Kjósarsýslu, hafa
undanfarið gert kröfur um hækkun
mjólkurverðsins. Á fundi, sem haldinn
var hér um þingtímann sl. haust, á
vegum Mjólkurbandalags Kjalarnes-
þings, var mál þetta tekið sérstaklega
til umræðu og samþykkt að skora á
mjólkurverðlagsnefnd að hækka mjólk-
urverðið. Þau, sem mest létu á sér bera
d þessuvi fundi og fastast studdu til-
löguna, voru Ragnlu Pétursdóttir
í Háteigi og Einar Ólafsson í Lœkjar-
hvammi, en þau eru nr. 15 og 19 á
framboðslista ihaldsins í bœjarstjórn-
arkosningunum, C-listanum.
Auk þess voru á fundinum og studdu
tillöguna Lorenz Thors á Korpúlfs-
stöðum, Magnús Þorláksson á Blika-
stöðum og Eyjólfur Jóhannsson í
Mjólkurfélaginu.
Aðrar kröfur mun Mjólkurverðlags-
nefnd ekki hafa borizt um mjólkur-
hækkun og nefndin hefir enn ekki haft
þessi mál neitt til athugunar.
Það eru þannig frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokslns í bæjarstjórnarkosning-
unum, sem hafa átt upptökin að kröf-
unum um mjólkurhækkunina.
En það veröur að teljast fullkomið
met í óheiðarleika og óskammfeilni,
þegar ihaldsblöðin fara þannig að nota
áhugamál sinna eigin frambjóðenda
til rógburðar um andstæðinga sína,
sem ekkert hafa nálægt þessum málum
komið.
Það eru vinnubrögð, sem veröskulda
þungan áfellisdóm og munu líka fá
hann í kosningunum á morgun.
Framkvæmd hitaveitunnar er
ekki örugg, nema íhaldíð bíði
ósígur
Borgarstjóri hefir ekkert lán víst eirnþá.
Stórfeldar blekkingar íhaldsmaima um
lánskjörin.
Morgunblaðið heldur áfram
rógi sínum um andstæðinga í-
haldsins sem fjandmcnn hita-
veitunnar, jafnframt stöðugu
hrósi um lántöku, sem borgar-
stjórinn hafði von um, en hefir
ekki getað fengið.
Skemmtíiundír Framsóknarm. í gærkvöldi
Húsfyllir bæði að Hótel Borg og Hótel ísland
Yfir 800 manns á báðum stöðunum
Framsóknarmenn boðuðu til skemti-
funda að Hótel Borg í gær. Aðsókn var
svo mikil, að aðgöngumiðar seldust
upp á skammri stund. Var þá það ráð
tekið að fá Hótel ísland fyrir þá, sem
urðu frá að hverfa vegna rúmleysis á
Hótel Borg. En svo fór, að húsfyllir
varð einnig á Hótel ísland og var yfir
800 manns á báðum stöðum.
Skemmtifundirnir fóru mjög vel
fram. Var þar spiluð Framsóknarvist,
sýndar skuggamyndir, „gamla og nýja
andlitið", ræður fluttar og dans stiginn.
Framh. á 4. síðu.
M. a. heldur Mbl. því fram, að þetta
lán borgarstjóra, ef það fengist, yrðí
hagstæðara en nokkurt íslenzkt ríkis-
lán, sem tekið hefir veriS.
Til að afsanna þessi ósannindi skal
aðeins bent á þessa staðreynd:
Seinasta ríkislánið var tekið af Ey-
steini Jónssyni í Englandi vorið 1935.
Lánsupphæðin var 530 þús. sterlings-
pund. Nafnvextir þess eru 4%, en raun-
verulegir vextir, þegar afföll eru reikn-
uð með og skipt á lánstímann (35 ár)
4.58%.
Samkvæmt upplýsingum Péturs Hall-
dórssonar sjálfs, eru nafnvextir hita-
veitulánsins, sem hann hefir von um,
4.50% eða hinir sömu og hinir raun-
verulegu vextir ríkislánsins 1935. Þar
að auki bætast svo við eftirfarandi
aukabaggar á láni Péturs eftir því,
sem hann sagði blaðamönnum 6. des.
sl.: Afföll á sölugengi skuldabréfanna
(Framhald á 4. síðu.)