Nýja dagblaðið - 29.01.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 29.01.1938, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 „Fjandmenn Reykjavíkur“ ogþaðsem V estmenn sáu J> j óðhátíð aráríd Ræða Sígfúsar Halldórs Srá HöSnum á Sundi B-lístans í Syrrakvöld Fyrir rúmum þúsund árum nam Ingólfur landið, sem við byggjum nú við þessa vík, og I kjölfar hans sigldu aðrir for- feður okkar, sem á næstu öld komu hér á fót lýðveldi, grund- völluðu á löggjöf, sem þá og lengi síðan átti engan sinn líka um alla Norðurálfu. En alda- löng áþján ráðlausra yfir- drottna og einvalda, sem höfðu hér í seli, fóru svo með þetta þjóðfélag, að hver áfellir varð geigvænlegt hallæri um allar sveitir, unz svo var komið, er Canada tók að opnast fyrir inn- flytjendum, um sama leyti og Kristján IX. færði okkur stjórn- arskrá, er gaf okkur sæmilegt frelsi, að menn flykktust þús- undum saman vestur um haf, fjöldi sökum eigin vonleysis um að þetta aukna frelsi megn- aði að bæta hag þeirra, og fjöldi fátæklinga sökum von- leysis hinna, sem eftir sátu, um að nokkuð annað en sveitin lægi fyrir þeim framvegis. Og fjöldi þessa fólks tók með sér það óljúfar endurminning- ar, að þær sátu æ síöan efst í huganum; endurminningarnar um barsmíðina á beinhörðum þúfnakarganum, forarflóavos- búð og þjónustuannir fram yf- ir rauðan háttatíma, þegar þreyttir fingur gátu varla hald- ið á nálinni, að boði heilans og skyldunnar; endurminningar um sæmilega troðninga heim og heiman, þegar bezt lét, en ótræði og vegleysur milli byggða; endurminningar um óbrúuð, mannskæö stórfljót allan árs- ins hringinn, og daglangar tafir við bandóðar smásprænur í ferðalagsönnunum vor og haust, eða tafl um lífið að öðrum kosti; endurminningar um meira og minna hungur á hverju vori, bjargarbann og felli í sam- gönguleysi hafísáranna. En framar öllu öðru, ef til vill, end- urminningar um rakann, kuld- ann og myrkrið í bæjunum, sam- fara fræðsluþorstanum, sem þá voru engin tæki að slökkva, nema fyrir sárfáa, sem auðnað- ist langskólanám. Og svo verzl- unarkjörin, miskunnarlaus og seigdrepandi hverja tilraun alls fjölda fátæklinga, sem voru fyr- irfram fordæmdir til þess að sæta um aldur og æfi lakari verzlun- arkjörum en efnaðir bræður þeirra. Sumarið 1930 kom heim álit- legur hópur þessara manna, barna þeirra og barnabarna, fólk frá áttræðu til tvítugs. Það dreifðist um sveitirnar sínar eft- ir hátíðina, og ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Þó hafði það í heima- og vestur-ís- lenzkum blöðum lesið um allt, sem hafði verið gert. En, að svona mikil umskipti væru orðin, var ógerlegt að skilja, nema að svo að segja væri þreifað á þvi, öllu í einu. Þúfnakarginn var horfinn, eða að hverfa. Víða voru túnin orðin tvö-, þre-, fjórföld að stærð, slétt, véltæk, með töðufall af nýtízku áburði, sem gerði ó- þarfan votengjaheyskapinn. Hér gaf að líta brýr komnar á smá- sprænurnar, sem stórfljótin. Hraðvaxandi bílvegakerfi, stein- steypt bæjar- og peningshús,jraf- lýst og jarðhituð, og svo það, sem ekki var sízt furðulegt; Hvera- hitann tekinn i þarfir glæsilegra stórhýsa, er voru héraðsskólar á vetrum og gistihús og hressing- arstaðir á sumrum, stofnana, sem ekki áttu sína líka meðal er- lendra menningarþjóða, jafnvel ekki í hinni voldugu Vesturálfu. Og þessi umskipti vissu hinir vestrænu þjóðhátíðargestir að voru verk samvinnumannanna íslenzku, sem grundvöllinn höfðu lagt með verzlunarsam- tökum sínum, sem nú eru full- komnuð í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Þeir vissu, að þessi stórfenglegu umskipti, sem orðið höfðu og voru að gerast, voru langmest — og sum, hin merkilegustu, að öllu leyti — af- köst fárra ára tilveru Framsókn- arflokksins og framar öllu að þakka æfistarfi Jónasar Jóns- sonar, höfundar flokksins og höfuð-málsvara hans, hug- kvæmdasviðs og framkvæmda- stjóra frá upphafi. Þeir höfðu fylgzt svo vel með því, sem gerð- ist hér heima, að jafnvel sá á- róður, sem fyrr og síðar hafði verið gerður á Jónas Jónsson af andstæðingum hans, en hatram- astur einmitt þá — og einstæður sem betur fer — fékk ekki hagg- að neinu um vitneskju gestanna um starf hans. Fimm árum síðar kom einn helzti merkisprestur Vestur-ís- lendinga, sr. Albert Kristjáns- son, hingað heim og fór víða um land. Þegar vestur kom, hélt hann fyrirlestur í Winnipeg, fyr- ir fullum, stórum sal, hlutlausa frásögn um staðhætti, mál og menn. En þegar hann nefndi Jónas Jónsson, þá varð hann að gera hlé á ræðunni, meðan lófa- klappið dundi um allan salinn. Þeir klöppuðu þarna, óvilhallir menn, menn af ólíkum trúmála- skoðunum og ólíkum stjórn- málaskoðunum, menn af öllum stéttum, á öllum aldri, sem áttu það eitt sameiginlegt á því augnabliki, að þeim rann ís- lenzkt blóð til skyldunnar — þeir klöppuðu þarna til þess að heiðra Jónas Jónsson og í gegn um hann Framsóknarflokkinn, fyrir það, sem þeir vissu og I höfðu séð, að hann hafði unnið I fyrir sveitirnar þeirra, fyrir gamla landið þeirra, sem þeir þrátt fyrir allt, aldrei gátu gleymt, og sem, — fyrir atbeina flokksins og mannsins, sem þeir heiðruðu, — þurfti ekki lengur, í meðvitund þeirra, að setja ofan fyrir héraðamenningu nokkurr- ar annarrar þjóðar. Og svo er okkur boðin sú ó- svífni vinstra megin að, að mæl- ast til þess að við strykum yfir nafn slíks manns á flokkslistan- um. Og vegna þess að slíkur flokk- ur sem Framsóknarflokkurinn býður slíkan mann sem Jónas Jónsson fram efstan á lista til bæjarstjórnar, þá ætlar íhaldið sér þá dul, að telja fólki trú um að við séum „óvinir Reykjavík- ur“. Við skulum, í því sambandi, lita nánar á réttmætið, skyn- semina, sem felst í þeirri nafn- gift. Við rákum fljótt augun í það, gamlir Reykjavíkurbúar, sem heim komum 1930, að hér í bæ höfðu ekki orðið miklar fram- farir í tíð íhalds- og Sjálfstæðis- flokks, borið saman við þær, sem orðið höfðu í tíð Framsóknar- flokksins — til sveita. Við, sem farið höfðum héðan um 1915, sáum hér undarlega litlar breyt- ingar við þann samanburð. Gas- ið og vatnið var þá löngu komið, og höfnin komin vel áleiðis, þótt ekki væri hún fullgerð þá — sem hún er að vísu ekki enn. Áberandi nýhýsi voru efna- mannahús, opinberar byggingar engar; bókasafn ekkert, íþrótta- hús engin, íþróttavellir engir, og það sem verra var; barnaleik- vellir engir. Börnunum voru ætl- aðar göturnar, raunverulega bor in út á þær af bæjarstjórninni, eins og þær eru nú líka, með for- ar- og tjörulöðrið i rigningum og grjótmylsnurokið, sandstorm- inn og steinmæðina í þurru. Og þá er ótalið það ískyggilegasta: orðbragðið og sú ægilega hátt- semi, sem gatan hér, eins og í öllum löndum, kennir þeim vesa- lings börnum, sem verða að leita á hennar miskunnarlausu náðir. En væri litið inn í bakgarðana, þá hafði hirðu- og eftirlitsleysi bæjarstjórnarinnar, sem engan leikvang hafði fundið börnun- um, þar búið rottunum paradís. Fimm árum síðar flutti ég hingað búferlum. Á hverjum fimm árum hafði Framsóknar- flokkurinn orkað heljartökum í sveitunum; hér var allt svipað að sjá: sama dáðleysið, sama ráðleysið í framkvæmdum, sami óþrifnaðurinn. Gleggsta dæmið og lærdómsríkasta er e. t. v. sag- an um afskipti íhaldsins af Leifsstyttunni, sem voldugasta menningarþjóð heimsins gaf hingað og kaus hér stað fyrir -tilstilli V.-íslendinga, er tókst með því, gegn harðvítugum á- róðri Norðmanna, að fá Norður- Ameríkumenn til þess að viður- kenna Vínlandsfundinn íslenzkt afrek. Svo hirðulaus hafði bæj- arstjórnin hér verið um sæmd höfuðstaðarins í þessu efni, að fáum dögum eftir að ég kom hingað, hringdi Einar Jónsson myndhöggvari til mín og bað mig að kynna mér og skrifa um það ástand, sem hver vindblær tilkynnti öllum, sem leið sína lögðu um Skólavörðuholtið: að stafnhol styttunnar var notað sem náðhús. Eg gerði þetta og þá rumskaðist loks bæjarstjórn- in, sem hafði látið þessa smán afskiptalausa vetur og sumar, og fékk forskrift hjá efnafræðingi um blöndu til að hreinsa stafn- holið, og setti svo vörð uppfrá. En bæjarstjórnin hafði rumskazt heldur seint, því að einhverjir af þeim mörgu Ameríkumönnum, sem hér koma, og eins og allir útlendingar leggja fyrst leið sína um Skólavörðuholtið, á safn Einars Jónssonar, höfðu þá þeg- ar klagað þessa óvirðingu fyrir sínum eigin stjórnarvöldum: að hér væru til menn, sem ekki væru stofuhreinni en þetta, og að bæjarstjórnin léti það afskipta- laust. Og árangurinn varð sá, að „diplomatisku" leiðina bárust hingað fyrirspurnir frá Wash- ington, hvort Bandaríkin myndu ekki líka þurfa að gefa mann- helda girðingu kringum stytt- una. Og það eru stuðningsblöð þeirrar bæjarstjórnar, sem á sök á slíku þjóðarhneyksli, — og á annarri þeirri vanrækslu, sem ég hefi nú minnzt á, og aðrir ræðu- menn hér í kvöld — sem telja okkur óvini Reykjavíkur. Erum við þá óvinir Reykjavíkur af því að við erum ákveðnir óvinir alls þessa dáðleysis bæjarstjórnar- innar, alls þessa óþrifnaðar, alls þessa rænuleysis um allt nema eigin hag, alls þessa menningar- leysis, sem við sjáum fram á fyrir uprennandi kynslóð í hönd- um Sjálfstæðisflokksins og þess- arar bæjarstjórnar? Nei, þá væri málum illa bland- að. Og það væri líka með full- komnum ósköpum — meiri ó- sköpum en ég vil væna jafnvel málgögn Sjálfstæöisflokksins um að halda áfram að stagast á, að athuguðu máli, ef nokkur sann- inda- eða vitglóra væri í því, að við værum fjandsamlegir Rvík. Því að hvað er Reykjavík? Og hvernig í dauðanum gætum við verið óvinir hennar? Reykjavík er, guði sé lof, ekki nema að litlu leyti það sem leitt er: óþrifnaðurinn, skipulags- leysið og framkvæmdaleysi hinn- ar hugkvæmdasnauðu bæjar- stjórnar til hægri og vinstri. Hún er í viðbót ekki aðeins það, sem við hversdagslega látum liggja milli hluta: húsaraðirnar og fólksgrúinn, sem býr þar. Hún er fyrst og fremst það sem hug- næmt er: útsýnið, umhverfið, NtJA M4SBLAÐIB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.í. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj ómarskrif stof umar: Lindargötu 1.1. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Simi 2323. áskriftargjald kr. 2.00 á mánuSi. í lausasölu 10 aura elntakið. Prentsmiðjan Edda hJ. Simi 3948. , — o—— I. , tindrandi snæfjöll, óendanlegir blálitir, yndisleg sólarlög. Hún er erfðaminning um sjálft land- námið, 150 ára minnissaga ís- lenzks höfuðstaðar. Hún er dag- legt starf okkar — og hún er vagga barnanna okkar, og fóstra þeirra í bráð og lengd. Og til þess að vera óvinir Reykjavíkur, þá þyrftum við að hata allt þetta ljúfa, ásamt hinu leiða; hata alla fegurð á himni, láði og legi, starf okkar sjálfra og afkomu, og meira til: alla önn okkar um börnin okkar, alla uppeldismöguleika þeirra, allar framtíðarvonir þeirra. Nei, ég held að það verði erfitt að telja það óvináttubragð og fjandskaparvott í garð Reykja- víkur, að við gefum henni nú í bæjarstjórn kost á atbeina þess flokks, sem lyft hefir mestu Grettistökunum um allar hinar dreifðu byggðir landsins undan- farin tuttugu ár, og þá fyrst og fremst fyrir hugkvæmd og eljan- þrótt mannsins, sem við höfum efstan á lista. Við vitum, að sú hugkvæmd og eljanþróttur er óskert enn í dag. Við vitum, að ef nokkur maður getur hrundið svefnugum og ráðvana mönnum í bæjarstjórn til framkvæmda, þá er það Jónas Jónsson. Og við vitum, að aldrei hefir nokkur flokkur, í nokkru landi, hvar sem leitað er, haft fram að bjóða, efstan á lista, mann með annan eins afreksferil að baki, eins og það þjóðmálastarf, sem Jónas Jónsson hefir þegar af hendi leyst. Og við vitum líka, að miklu fleiri hundruð kjósenda en nú troðfylla þennan sal, treysta engum manni til gagnlegra framkvæmda eins og Jónasi Jónssyni, og inna þess vegna með ljúfu geði þá skyldu af höndum, sem á þeim hvilir sem góðum borgurum, með því að krossa við B-listann á sunnu- daginn. ,Dettifoss‘ fer á mánudagskvöld 31. janúar, um Vestmannaeyjar, til Hull, sennilega Grimsby og Hamborg- ar. —

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.