Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 1. FEBRÚAR 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 25. BLAÐ w'KvvÍGamla Bíóvvw/^ Landnáms- í hetjurnar Stórfengleg og vel gerð am- erísk kvikmynd eftir kvik- myndasnillinginn Cecil B. de Mille. Aðalhlutverkin leika JEAN ARTHUR og GARY COOPER í sínu allra bezta hlutverki, sem einn af hinum hug- djörfu og œfintýrafíknu brautryðjendum Vestur- í heims. Böm fá ekki aðgang. j V.'.V.V.V.VAVA'.SVWAV.V Framsóknarilokkur- ínn í örum vextí Framh. af 1. síðu. menn kosna og Sjálfstæðisflokk- ur 253 atkv. og 3 fulltrúa. í Borgarnesi fékk listi vinstri manna 145 atkv., Sjálístæðis- menn 144, en listi utan flokka manna 7 atkv. Kosningu náðu tveir Framsóknarmenn, Hervald Björnsson skólastjóri og Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri, einn kommúnisti og tveir Sjálfstæðis- menn. Á Sandi fengu Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn 51 atkv. og tvo menn kosna, en listi utanflokkamanna 57 atkv. og þrjá menn kosna. Innan við helmingur kjósenda neyttu at- kvæðisréttar. Framsóknarmað- urinn, sem hlaut kosningu er Guðlaugur Sigurðsson skósmið- ur. f Ólafsvík var aðeins um einn lista að gera og var hann því sjálfkjörinn. Skipa hreppsnefnd- ina einn Framsóknarmaður, tveir jafnaðarmenn og tveir Sjálfstæðismenn. í Stykkishólmi hlaut listi Fram sóknarmanna og Alþýðuflokks- ins 131 atkv. og þrjá menn kosna, en Sjálfstæðismenn 161 atkv. og fjóra kosna. Kosningu hafa því náð einn Framsóknar- maður, Sigurður Steinþórsson kaupfélagsstjóri, tveir jafnaðar- menn og fjórir Sjálfstæðismenn. Aígreiðsla Nýja dagblaðsíns er flutt á Lindargötu 1D. .‘■V.V.V IVýja Bíó .v.v.v Á Patreksfirði fékk Framsókn- arflokkurinn 62 atkv. og einn kosinn, Árna Gunnar Þorsteins- son, Alþýðuflokkur og kommún- istar 138 og tvo kosna, og Sjálfstæðismenn 128 atkv. og tvo menn. Á Flateyri fengu Framsóknar- menn og Alþýðuflokkurinn 135 atkv. og þrjá menn kosna, en Sjálfstæðisflokkurinn 120 atkv. og tvo menn kosna. Á Suðureyri við Súgandaf jörð fengu Framsóknarmenn 58 atkv. og hlaut einn maður kosningu, Sturla Jónsson. Alþýðuflokkur- inn fékk 68 og tvo menn kosna, en Sjálfstæðisflokkurinn 66 atkv. og tvo menn kosna. f Bolungarvík fékk listi Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna 159 atkv. og þrjá kosna og Sjálf- stæðisflokkurinn 180 atkv. og fjóra kosna. Á Blönduósi fékk Hsti Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna 86 atkv. og tvo menn kosna og listi Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna 105 atkv. og þrjá menn kosna. Á Sauðárkróki fengu vinstri menn 276 atkv. og fjóra menn kosna, en Sjálfstæðismenn 202 atkv. og þrjá menn kosna. Skipa því hreppsnefndina einn Fram- sóknarmaður, Friðrik Hansen kennari, tveir jafnaðarmenn, einn kommúnisti og þrír Sjálf- stæðismenn. í Ólafsfirði fékk listi verklýðs- félagsins á staðnum 102 atkv. og fékk tvo menn kosna, en listi, sem studdur var af ýmsum borg- urum, fékk 194 atkv. og þrjá menn kosna. f Hrísey fengu vinstri 81 atkv. og tvo menn kosna, þar af einn Framsóknarmaður, Björn Árna- son verkamaður. Sjálfstæðis- menn 51 og einn fulltrúa. Á Húsavík fengu Framsóknar- menn 131 atkv. og tvo fulltrúa, Karl Kristjánsson oddvita og Frestur til að skila framtölum rennur út kl. 12 í nótt (1. febrúar). Þau framtöl, sem berast eftir þann tíma verða eigi tekin til greina, nema sérstak- lega hafi verið samið um frest. Það skal tekið fram, að frestur verður. eígi veittur, nema full- gildar ástæður séu fyrir hendi og allir, sem hafa frest, verða að geta pess á framtali sínu Skattstofan er opin til kl. 7 í dag. Skattstofan. ■" ¥T * ■" U si gf m æ r a n :■ :; :■ Irene :■ í; Áhrifamikil þýzk kvikmynd ■! ;! frá Ufa, um þroskaferil ;! ;í tveggja ungra stúlkna, sem í í eru að vakna til lífsins. ;■ í í !■ Aðalhlutverkin leika .■ í í ;. Lil Dagover, Sabine Peters, ;. ;í Karl Schönböck o. fl. ;■ :■ Börn fá ekki aðgang. í; ’.V.V.V.'.V.V.'.V.V.V.V.’.V.V Útlönd — Hore-Belisha (Framh. af 3. síðu.) glæsilegri framtíð. Hore-Belisha telur það eigi að vera megintak- mark Englendinga að verða sterkasta hernaðarþjóð heims- ins. Aðeins í skjóli þess mikla valds geti heimsfriðurinn dafn- að. — Við vígbúumst, hefir hann líka nýlega sagt í blaðaviðtali, af meira kappi nú en nokkru sinnum fyr. En við auglýsum það ekki mikið, heldur vinnum mest í kyrþey. Okkur er ljóst það hlutverk, sem við eigum að vinna í þágu friðarins, og við ætlum að vera því vaxnir. Friðþjóf Pálsson símstöðvar- stjóra, jafnaðarmenn 94 atkv. og einn fulltrúa, kommúnistar 158 og þrjá fulltrúa og Sjálfstæðis- menn 95 atkv. og einn fulltrúa. Á Eskifirði fengu Framsóknar- menn 40 atkv. og tvo menn kosna, en jafnaðarmenn og kommúnistar 86 atkv. og fimm menn kosna. Alls voru um 400 manns á kjörskrá. Á Fáskrúðsfirði var aðeins einn lista um að ræða og stóð Alþýðu- flokkurinn að honum. Á Stokkseyri fengu Framsókn- armenn og jafnaðarmenn 98 at- kvæði og þrjá fulltrúa kosna, þar af einn Framsóknarmann, Sig- urgrím Jónsson. Sjálfstæðis- menn fengu 140 atkv. og fjóra fulltrúa og kommúnistar 31 atkv. Á Eyrarbakka fengu vinstri menn 154 atkv. og Sjálfstæðis- menn 154 atkv. Samkv. hlutkesti fengu Sjálfstæðismenn fjóra fulltrúa. Framsóknarmenn eiga einn íulltrúa, Bergstein Sveins- Skemmtikvöld Stúdentaiélags Reykjavíkur að Hótel Borg á kvöld kl. 8,30 stundvíslega. Til skemmtunnr verður: Ræðuhöld og ýms önnur skemmtiatriði. — Sigurverðlaun I bridgekeppni stúdentafélags- ins verða afhent. — — ÐANZ. — — Þeim félögum, sem ekki danza, verður séð fyrir spilaborð- um o. fl. i innri sölum. Verð aðgöngumiða kr. 2,50, seldir i Háskólanum kl. 5 — 7 í dag og 3—7 á morgun. — Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. Frjálsar veitingar. Karlmenn þurfa ekki að mæta samkvæmisklæddir. Skorað er á alla, eldri og yngri, að mæta. son, jafnaðarmenn einn og kom- múnistar einn. í Keflavík fengu vinstri menn 225 atkv. og þrjá fulltrúa kosna, einn Framsóknarmann, Danival Danivalsson, og tvo jafnaðar- menn. Sjálfstæðismenn fengu 349 atkv. og fjóra fulltrúa. FESTARMEY FORSTJÓRANS 15 Er við gengum upp að Piccadilly Circus, gat ég ekki lengur orða bundizt. Ég sneri mér að forstjóranum og sagði: „Mér þykir fyrir þessu, hr. Waters. Það virtist ekki vera neitt undanfæri. Þetta íólk var góðkunnugt föður minum. Það myndi hafa álitið það skrítið, að ég skyldi sitja alein með yður að hádegisverði.“ „Oh — einmitt það, já, einmitt það,“ sagði forstjór- inn sannfærandi, eins og þetta væri sjálfsagt. „Ég skil alveg kringumstæðurnar.“ Skildi hann þær? Ekki algerlega. Vesalings Sidney! Ég hefi aldrei verið nær því að verða ástfangin í Sidney á æfi minni. En forstjórinn var enn að tala. „Ef satt skal segja, var ég alls ekki leiður yfir því, að þetta kom fyrir. Auðvitað þýðir það, að trúlofunin verður að vitnast heldur fyrr.“ „Já,“ svaraði ég, auðmjúk að venju. Nú vorum við komin að hringleikhúsinu og áður en ég vissi hvað á seiði var, hafði Waters undið sér snögg- lega að blómsölukonu. í körfum hennar voru marg- lit blóm. Er hann kom aftur, hélt hann á vendi úr stórum, „Ó, þetta hefðuð þér ekki átt að gera----“ ætlaði ég að fara að segja, er ég sá, að þetta heyrði undir samninginn, þó að maður hefði aldrei gefið stúlkum blóm undir svo órómantiskum kringumstæðum, og bezt væri að taka á móti gjöf Waters með eins miklu stærilæti og hægt var.- Ég stakk yndislegu rauðu blómunum í barminn á bláu ullarkápunni minni. Þegar við þutum I bifreið á leiðinni inn í verzlunar- hverfið, tók forstjórinn aftur til máls: „Nú hefi ég eina uppástungu að gera yður, ungfrú Trant. Til að byrja með, með leyfi yðar að segja, þá fellur mér vel, hvernig þér klæðizt.“ Þetta voru stuttaraleg, meiningarlaus orð, sem eng- in stúlka gat tekið sem gullhamra. „Mér geðjast vel að, hvernig þér gangið að störfum yðar — ávallt snotur, ávallt kvenleg. Engir eyrna- hringir, ekkert prjál né flegnir kjólar eins og sumar nota. Alltaf hreinn kragi og látlaus slaufa — einmitt eins og það á að vera á skrifstofu. En er ég fer að taka yður meira með mér út, býst ég við að þér verðið að fá yður einn eða tvo kveldkjóla og eftirmiðdagsdragt- ir, leikhúskjóla og því um líkt. Ég veit ekki hvað þetta er kallað. Þér vitið efalaust hvað við á. Þetta er allt með í samningnum, skiljið þér. Ég ætla að fá heimilis- fang eins vinar míns, kona hans rekur fyrsta flokks klæðaverzlun. Svo skuluð þér fara til hennar----------“ Þetta var stutt og laggott, eins og allt hitt, en þó dálítið öðruvísi. „Þar birgið þér yður upp af öllu sem þér þurfið og sendið mér reikningana.“ „Nei, ekki það,“ heyrði ég sjálfa mig segja í flýti. Húsbóndi minn sneri sér að mér og undrunin hafði haggað lítið eitt við róseminni á andlitinu. „Hvað er nú?“ „Ef yður er sama — ég get ekki — ég vildi helzt ekki hafa það þannig,“ mælti ég og rétti úr mér. Ég fann, að ég varð eins rauð í framan og blómin í barmi mínum og röddin skalf lítilsháttar, enda var þetta í fyrsta

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.