Nýja dagblaðið - 05.02.1938, Blaðsíða 1
IWJIA
ID/^Q»IBIL?MÐH€)
J 6. ár. Reykjavík, laugardaginn 5. febrúar 1938. 29. blað
Aðaliundur Fiskífélagsíns í gær
Kosníng sýningarráds
til að undirbúa þátttöku fslands I
New York sýníng-unní
Stofnanir og einstaklingar hafa lagt fram
150 þúsund krónur
ANNÁLL
36. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 9,02. Sólarlag kl. 4,24.
— Árdegisháflæður kl. 8,15.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 4,25 síðdegis tU kl. 8,55
árdegis.
Næturlæknir
er í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há-
vallagötu 47, sími 4985. — Næturvörður
er 1 lyfjabúðinni Iðunn og Reykja-
víkurapóteki.
Dagskrá útvarpsins:
8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður-
fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Strokkvartett út-
varpsins leikur. 19,40 Auglýsingar. 19,50
Fréttir. 20,15 Kvöld Slysavarnafélags-
ins: Ávörp ,ræður, söngur, hljóðfæra-
leikur. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrár-
lok.
Veðrið (föstudag kl. 17):
Við vesturströnd íslands er alldjúp
lægð, sem þokast til NA. Vindur er
víðast hægur S—SV hér á landi með
snjóéljum á Suður- og Vesturlandi.
Frost er 1—6 st. Vindur mun verða
V—NV-lægur á Suður- og Vesturlandi
á morgun.
Veðurútlit í Reykjavík:
Vestan eða norðvestankaldi. Snjóél
en bjart á milli.
Póstferðir á morgun:
Frá Reykjavík: Þingvallapóstur. Til
Reykjavíkur: Dronning Alexandrine
að norðan og vestan.
Sig. Skagfield
syngur f Gamla Bíó þ. 9. þ. m. kl.
7,14.. Við hljóðfærið hr. C. BUUch. —
Þetta verður síðasta söngskemmtun
Skagfields hér, því hann fer utan með
Lyra 10. þ. m.
Ármenningar
fara 1 skíðaför á sunnudaginn og
verður lagt af stað frá íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar kl. 9 árdegis. Farmiðar
fást í Brynju fram tU kl. 6 og á skrif-
stofu félagsins kl. 6—9 í kvöld. Engir
fá far, sem ekki hafa tryggt sér far-
miða. Ennfremur fara bUar í dag upp
að skála kl. 3% og kl. 8 og þuría þeir,
sem ætla með þeim að panta far með
tveggja klukkustunda fyrirvara.
Tónlistarfélagið
gengst fyrir grímudanzleik (Kunst-
nerkarneval) á Hótel Borg, 24. þ. m.
Nokkrir þekktir listamenn bæjarins
troða upp 1 nýjmn, óvenjulegum hlut-
verkum. — Salurlnn verður skreyttur
skopmyndum af listamönnum o. fl.
Aðgangur kostar 12,50 fyrir manninn
(smjör og brauð innifalið). Grímur —
húfur o. fl. hefir félagið til sölu hjá
Hattav. Gunnlaugar Briem nokkru
fyrir danzleikinn. AUir verða að hafa
grímur, og æskilegt er að sem flestir
hafi einhvern grímubúning (domino).
Hlutavelta Æskunnar.
Gjöfum til hlutaveltu Æskunnar
verður veitt móttaka í Góðtemplara-
húsinu kl. 5—7. Ef sækja þarf munina,
þá hringið í síma 3355 kl. 5—7. Sjá
augl. í blaðinu í dag.
Leikfélag Reykjavíkur
hafði siðastliðinn fimmtudag frum-
sýningu á hinu ágæta leikriti „Fyrir-
vinnan“ eftir W Sommerset Maugham
og var því mjög vel tekið af áhorfend-
um. Næsta sýning verður annað kvöld.
Skipafréttir.
Gullfoss kom til ísafjarðar i gær-
kvöldi. Goðafoss var í Reykjavik í gær.
Brúarfoss var Khöfn í gær. Dettifoss
var í gær á leið til Grimsby frá Vest-
mannaeyjum. Lagarfoss var í gær-
morgun á Hvammstanga. Selfoss var
í gær á leið til Leith frá Antwerpen.
— Esja var væntanleg til Raufarhafn-
ar kl. 6 í morgun.
Messur á morgun:
í Laugarnesskólanum á sunnud. kl.
5 e. h. (Sjómannadagur). — Barna-
guðsþjónusta kl. 10,30. Garðar Svaf-
arsson. — Messað 1 Aðventkirkjunni
sunnud. kl. 8,30 síðdegis.
Flugvélar spánskra
uppreísnarmanna
sökkva brezku skipi
LONDON:
Snemma í gærmorgun sökktu tvær
sprengjuflugvélar brezku skipi frá
Glasgow, skammt út frá Barcelona.
Flugvélarnar voru greinUega merktar
með merki uppreisnarmanna. Skip
spönsku stjórnarinnar björguðu skip-
verjum, en þeim hafði tekizt að kom-
ast í skipsbátinn rétt um leið og
skipið sökk. Með skipinu var eftir-
litsmaður hlutleysisnefndarinnar og
var honum einnig bjargað.
Skipstjóri og fyrsti stýrimaður hafa
sagt fréttaritara Havasfréttastofunn-
ar frá árásinni. Þeir segja, að flugvél-
arnar hafi fyrst flogið lágt, og skotið
úr vélbyssum sínum til aðvörunar.
Skipverjar hafi þegar búið sig undir
að fara í skipsbútinn en áður en hægt
var að setja bátinn út, féllu tvær
sprengjur á þilfarið, fremst í skipinu,
þriðja sprengikúlan lenti ofan í reyk-
háf skipsins, en sprakk ekki. Loks
féllu tvær sprengjur rétt framan við
stjórnpallinn, og köstuðust menn í
sjóinn við sprenginguna. Bátunmn var
komið út um það bil, sem skipið var
að sökkva.
Skipstjórinn og stýrimaðurinn segja,
að skipið hafi verið merkt 5 brezkum
fánum, og auk þess hafi verið við hún
fáni sá, sem átti að sýna að umboðs-
maður hlutleysisnefndarinnar var inn-
anborðs. Þeir segja, að þótt ekki hafi
verið orðið fyllilega ljóst af degi, þá
hafi ekki flugmönnum getað dulizt að
skipið var brezkt. Spanskt stjórnar-
skip bar að skömmu síðar og tók það
skipbrotsmenn um borð og flutti þá til
Barcelona. Brezka stjórnin lýsti því
yfir í dag, að hún ætlaði sér að auka
eftirlitið á sínu gæzlusvæði í Miðjarð-
arhafi án tillits til þess, hvað aðrar
þjóðir gera í þeim efnum. Frakkar
hafa lýst því yfir, að þeir muni gefa
fyrirskipanlr um að sökkva öllum kaf-
bátum, sem sjáist á kafi utan land-
helgislínu Spánar á þvi svæði, sem
þeim er ætlað að gæta.
í frétt frá Barcelona er sagt, að
flugvélar uppreisnarmanna hafi gert
árásir á fjórum stöðum innan valda-
svæðis spönsku stjórnarinnar í fyrra-
dag. FÚ.
Brezk heímsókn
I Arabíu
LONDON:
Hertoginn af Athlone, bróðir Mary
ekkjudrottningar í Bretlandi er í þann
veginn að leggja af stað, ásamt her-
togafrúnni, í heimsókn til Ibn Saud,
keisara í Saudi-Arabíu. Þetta er í
fyrsta skipti, sem nokkur meðlimur
brezku konungsfjölskyldunnar fer f.
heimsókn til Arabíu. FÚ.
Styrkir úr Sáttmálasjóði.
Þeir, sem hafa 1 hyggju að sækja um
styrk úr sáttmálasjóði, skulu hafa sent
umsóknir ásamt fullnægjandi upplýs-
ingum til Bestyrelsen for Dansk-
Islansk Forbundsfond, ICristiansgade
12, Köbenhavn K, í síðasta lagi fyrir
1. marz.
Á síðastl. hausti var skipuð
nefnd af ríkisstjórninni til að
undirúa þátttöku íslands í
heimssýningunni í New York
næsta ár. Hafði ríkisstjórnin áð-
ur átt tal við fulltrúa ýmsra
stofnana til að kynnast áliti
þeirra. í nefnd þessari áttu sæti
Stefán Þorvarðarson fulltrúi,
Jón Árnason framkvæmdar-
stjóri, Júlíus Guðmundsson
kaupmaður, Ragnar E. Kvaran
landkynnir og Garðar Glslason
kaupmaður.
Nefndin hefir síðan snúið sér
til ýmsra stofnana og einstakl-
inga og fengið loforð hjá þeim
um fjárframlög til sýningarinn-
ar. Hafa alls safnast þannig um
150 þús. kr. Stærsta framlagið
er frá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga. Meðal annara þeirra,
sem styrkja sýninguna, eru
Landsbankinn, Útvegsbankinn,
Fisksölusambandið, síldarverk-
smiðjur ríkisins, Fiskimála-
nefnd, Lýsissamlag botnvörpu-
skipa, ýmsir stórkaupmenn o. fl.
Auk þess hefir Alþingi sam-
þykkt að veita 125 þús. kr. til
sýningarinnar. Reykjavíkurbær
mun sennilega leggja fram ein-
hverja fjárhæð.
Þessi undirbúningsnefnd kall-
aði fulltrúa þeirra, sem heitið
hafa framlögum, saman á fund
í gær til að kjósa sýningarráð.
Voru kosnir í sýningarráð af
ríkisstjórnin tilnefndi þriðja
Nýl vardbáturlnn
aShentur ríklnu
Pálmi Loftsson forstjórl fór norður
til Akureyrar nú í vikunni til að veita
nýja varðbátnum móttöku fyrir rík-
isins hönd.
í fyrrakvöld var haldið samsæti
fyrir þá, sem hafa unnið að bátnum.
Auk þess voru boðnir bæjarfógeti,
þingmaður kaupstaðarins, skólameist-
ari, bæjarfulltrúar o. fl.
í samsætinu flutti Pálmi Loftsson
ræðu og rakti þar sögu landhelgis-
málanna seinustu árin. Auk þess fluttu
ræður skólameistari, annar yfirsmiður
skipsins, þingmaður kjördæmisins o. fl.
Varðbáturinn kostar um 130 þús.
kr. og er um 70 smál. Hann gengur
11 mílur á kl.st. Frágangur hans allur
er talinn mjög vandaður. Fyrir smíði
hans hafa staðið Gunnar Jónsson og
H. Ryel.
| fundinum Aðalsteinn Kristins-
| son framkvæmdarstjóri, Ásgeir
Þorsteinsson forstjóri, Eggert
Kristjánsson kaupm., Finnur
Jónsson alþm., Guðmundur Vil-
hjálmsson forstjóri, Hallgrímur
Benediktsson kaupm., Helgi
Bergs forstjóri, Helgi Pétursson
fulltrúi, Matthías Þórðarson
forminjavörður og Thor Thors
alþm. Ríkisstjórnin tilnefndi
Jónas Jónsson alþm., Steingrím
Steinþórsson alþm., Árna Frið-
riksson fiskfræðing, Jón Bald-
vinsson alþm., Emil Jónsson
alþm. Eru því alls 15 menn í
sýningarráðinu.
Sýningarráðið- kýs síðan tvo
menn í framkvæmdarráðið, en
manninn, sem verður formaður
þess og framkvæmdarstjóri.
Skemmtikvöld
Bjarna Björnssonar
BJARNI BJÖRNSSON.
Á þriðjudagskvöldlð kemur heldur
Bjarni Björnsson skemmtikvöld í
Gamla Bíó, þar sem ýmsir mætir menn
munu birtast áheyrendum og skrafa
um hugðarefni sín í svipuðu formi og
útvarpsumræður fara fram. Helgi
Hjörvar hefir að sögn verið ráðinn
til þess að stjóma fundinum. Enn-
fremur mun Bjarni syngja gleðisöngva
ýmsa.
Það mun mála sannast, að ýmsa
Reykvíkinga sé farið að lengja eftir
að heyra til Bjarna og sjá hann á
sviði. Síðast þegar hann efndi til
gleðistundar með bæjarbúum, varð
hann að endurtaka skemmtun sína ell-
efu sinnum og ávallt við húsfylli. Það
er líka eins og fólk þurfi ekki að sjá
nema hrokkinn hausinn á Bjama til
þess að komast i gott skap.
Skýrslur frá starfs-
mönnurn Fískiíélags
Má vænta vaxandi
fiiskígengdar
á næstu árum?
- Friðun Faxaflóa -
Aðalfundur Fiskifélags íslands
var haldinn í Kaupþíngssalnum
í gær. Fundarstjóri var Bene-
dikt Sveinsson .
Forseti félagsins, Kristján
Bergsson, gaf skýrslu um störf-
in á síðastliðnu ári með stuttri
ræðu og gerði lítillega grein fyr-
ir fjárhagnum.
Að því loknu flutti Árni Frið-
riksson fiskifræðingur erindi um
fiskiransóknir sínar. Hann hef-
ir um sjö ára bil starfað á veg-
um Fiskifélagsins, en lætur nú
af þeim störfum og hefir ráðizt
í þjónustu atvinnudeildar há-
skólans, þar sem sköpuð hafa
verið prýðileg skilyrði til vís-
indarannsókna á ótæmandi
verkefnum, sem bíða.
Aðalstarfið á þessu ári hefir
nú sem fyrr verið rannsóknir á
þorski og sild. Mikill fjöldi
þorska hafa verið mældir og af
aldursákvörðunum er það ljóst,
að árgangurinn 1930 er mjög
efnilegur og er líklegt, að nokk-
ur hluti hans hryggni í fyrsta
skipti í ár. Þorskrannsóknir
virðast yfirleitt benda til þess,
að á næstu árum sé að, vænta
vaxandi gengdar af nýjum
þorsk-árgöngum.
Eldri síldarrannsóknir hafa
leitt í Ijós, að hér við land er um
tvö síldarkyn að ræða, annars-
vegar vorgotssíidina, sem veið-
ist að sumrinu fyrir Norður-
landi og hinsvegar sumargots-
síld, sem veiðist í hlýrri sjó í
Faxaflóa og víðar. Á milli þess-
ara síldarkynja er hægt að
greina með því að telja hryggj-
arliðina. Var haldið áfram rann-
sóknunum á þeim grundvelli.
í seinni tíð hefir á ári hverju
verið farin rannsóknarferð á
Þór og hefir rannsóknarstofa
verið útbúin í skipinu með til-
liti til þessa og bráðlega munu
verða sett í skipið sjálfrltandi
dýptarmælitæki. f þeim ferðum
hefir mikið verið unnið að mæl-
ingum á djúphita og yfirborðs-
hita sjávarins, svifrannsóknum,
rannsóknum á lifnaðarháttum
karfa, rækju og leturhumars og
fleiru.
Nýlega hefir verið tekin upp
nákvæm rannsókn á vatnafisk-
um. Hefir verið reynt að leysa
(Framhald & 4. siSu.)