Nýja dagblaðið - 22.02.1938, Blaðsíða 1
IVýjar vtiriar í
VORTÍZEU
koma í búðina ðaglega.
Þrátt fyrir hækkaða tolla hef-
ir verðið ekkert hækkað.
V—E—S—T—A
Sími 4197. Laugaveg 40.
rNVJ/\
ID/\Q»IBILf\C)H£)
6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 22. febrúar 1938. 43. blað
ANN ALL
52. ðagur ársins.
Sólarupprás kl. 8.05. Sólarlag kl. 5.20.
Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 10.40.
Ljósatimi bifreiða
er frá kl. 5.45 síðdegis til kl. 7.40 ár-
degis.
Næturlæknir
er I nótt Björgvin Finnsson, Vestur-
götu 41, sími 3940. Næturvörður er í
Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur
Apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
8.30 Dönskukennsla. 10.00 Veðurfr.
12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr.
18.45* Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20
Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50
Fréttir. 20.15 Erindi: „Menskir menn“
IV. Friðarhöfnin (Grétar Fells). 20.40
Hljómpl.: Létt lög. 20.45 Húsmæðra-
tími: Sálfræðilegt uppeldi barnsins
innan þriggja ára, II. frú Aðalbj. Sig-
urðardóttir). 21.10 Symfóníu-tónleik-
ar: a) Tónl. Tónlistarskólans. b) 21.45
Tónverk eftir Chopin (plötur).
Elður
varð laus á sunnudaginn síðdegis á
Skólavörðustíg 6 b. Hús þetta er tvílyft
timburhús. Er trésmiðavinnustofa
niðri, en uppi býr Jón Jónsson banka-
meður og kom eldurinn upp í íbúð
hans. Tókst að kæfa eldinn áður en
hann barst á neðri hæðina. Skemmdir
urðu talsverðar, bæði á húsinu sjálfu
og innanstokksmununum. Enginn var
heima, þegar eldurinn brauzt út. — í
gærmorgun, laust fyrir kl. 10, kviknaði
í út frá miðstöð í kjallara hússins nr.
15 við Laugaveg, eign Ludvig Storr.
Eldurinn varð fljótlega kæfður. Eitt-
hvað skemmdist þó af húsmunum, sem
geymdir voru í kjallaranum.
„Bláa kápan“
var leikin á sunnudaginn kl. 3. Allt
var útselt löngu áður. Næsta sýning
verður á miðvikudag. Sala hefst í dag
kl. 4. Leikhúsgestir eru áminntir um
að mæta stundvíslega.
Skipafréttir.
Gullfoss er í Khöfn. Goðafoss fór frá
Hull í gærkvöld. Brúarfoss var á
Blönduósi í gærmorgun. Dettifoss er í
Rvík. Lagarfoss fer frá Hamborg í dag.
Selfoss er á leið til Leith frá Vest-
mannaeyjum.
Fiskiþing,
hið fjórtánda í röðinni, stendur nú
yfiryfir. Var það sett 15. febrúar og er
búizt við að það sitji á rökstólum í
þrjár vikur. Forseti þingsins er Geir
Sigurðsson og Kristján Jónsson ritari.
Þingfundir eru haldnir i Kaupþings-
salnum, oftast kl. 4—7 dag hvern.
Hefir að undanförnu m. a. verið rætt
um lán til útgerðarinnar, fiskiiðnað,
verðuppbót á fiski, hraðfrystihús,
samgöngumál Austfjarða, síldveiðar
við Faxaflóa, verðlag á útgerðarvörum
og fleira.
1 Hornafirði
er vertíð nú að byrja. Komu fyrstu
Austfjarðabátamir þangað í gærmorg-
un. Ágæt loðnuveiði er nú í firðinum.
Vélbáturinn Björgvin hefir róið tvis-
var undanfarið, en afli verið tregur.
Frá Akranesi
róa allir bátar daglega og afli glæð-
ist verulega. í gær var mestur afli um
20 skippund á bát. Línuveiðarinn Ólaf-
ur Bjarnason losaði í gær um 200
skippund. Togarinn Sindri, nú eign
hlutafélags á Akranesi, losaði i gær
.um 110 smálestir af ufsa og þorski.
Þorskurinn er saltaður og stærsti ufs-
inn verður flakaður og saltaður, en
smærri ufsinn látinn í verksmiðjuna
og unninn i flskimjöl.
Póstferðir á morgun:
Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnames.
Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-,
Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Akra-
nesi og Borgarnesi.
Fjárhagmr síldarverksmiðja ríkísins
Greinargerð Edens
í neðri málstofunní
Allt þingið liylltl Eden, en ráðlierrarn-
ir einir kltippuðu fyrir €hamberlain.
LONDON:
Þegar neðri málstofa brezka þingsins
kom saman á fund síödegis í gær,
gerðu þeir Anthony Eden og Cranborn
lávarður, aðstoðarmaður hans, þing-
heimi grein fyrir afsögn sinni, en þeir
báðust lausnar frá ráðherrastörfum í
fyrrakvöld.
Ræða Edens.
Eden talaði fyrstur. Það sem þá
Chamberlain greindi á um, væri það,
hvort tímabært væri, að hefja nú
samningaumleitanir við Ítalíu, í því
skyni að bæta sambúð Breta og ítala.
„Ég álít,“ sagði Eden, að jarðvegurinn
sé ekki nægilega vel undirbúinn, til
þess að slíkar samningaumleitanir geti
borið varanlegan árangur. ítalir reka
áróðursstarfsemi gegn Bretum út um
allan heim. Ég hefi gefið það loforð,
hér í þinginu, fyrir hönd stjórnarinn-
ar, að vér skulum ekki ganga að nein-
um samningum við ítali, fyrr en slík
áróðursstarfsemi er lögð niður."
Þá sagði Eden, að brezka stjórnin
hefði gert ýmsar kröfur til ítala i
sambandi við Spánarmálin, en þar
hefði lítið áunnizt, þótt mörgu fögru
hefði verið lofað. Hann væri þeirrar
skoðunar, að Bretar ættu að krafjast
þess, að ítalir stæðu við loforð sín í
Spánarmálunum og legðu niður áróð-
ur sínn gegn Bretum, áður en brezka
stjórnin tæki í mál að verða við til-
mælum þeirra um samningagerð.
Eden gerði síðan yfirlit um sambúð
Breta og ítala, undanfarin 3 missiri,
og sýndi fram á, hvernig ítalir hefðu
svikið loforð sin.
„Vér getum ekki haldið áfram að
láta slíkt viðgangast," sagði Eden. „Vér
verðum að útkljá vor á milli ekki ein-
ungis Spánarmálin, heldur og fleiri
mál, áður en vér getum setzt að samn-
ingum við ítali, eða gert vináttu-sátt-
mála við þá. Og vér verðum umfram
allt að sýna öllum heiminum, að vér
sættum oss ekki við loforðin tóm. Vér
krefjumst þess, að staðið sé við þau.
Vér höfum séð á síðustu mánuð-
um, síðustu vikum og jafnvel síðustu
dögum, dæmi þess. hvernig sáttmálar
ANTHONY EDEN
eru rofnir samvizkulaust og hvernig
stjórnmálalegu ofbeldi er beitt, og vér
eigum ekki að samþ. þær stjórnmála-
aðferðir á einn eður annan hátt, Vér
eigum að halda áfram að fylgja viður-
kenndum stjórnmálareglum í samn-
ingum vorum við aðrar þjóðir og
krefjast þess að aðrir fylgi þeim, að
minnsta kosti eigum vér ekki að láta
stjórnast af því, að einhver gefur í
skyn að nú eða aldrei sé tími til aö
semja. Þeir samningar, sem gerðir eru
vegna hótana, eru aldrei langvarandi,
enda eigum vér því ekki að venjast,
að láta kúga oss til samningagerða."
Þá tók Eden það fram, að þetta væri
ekki eina atriðið, sem þeim bæri á
milli, forsætisráðherranum og hinum.
Eitt annað stórmál heföi orðið að á-
greiningsatriði milli þeirra. Á því hefði
forsætisráðherrann ákveðnar skoðanir,
„en ég hefi líka ákveðnar skoðanir,"
bætti Eden við. „Þess vegna hljóta
leiðir okkar að skilja."
Þegar Eden lauk máli sínu, kvað við
lófaklapp um allan salinn.
Ræða Chamberlain’s.
Þá tók Chamberlain til máls. Hann
kvaðst þess fuliviss, að þegar nú einu
sinni samningar væru byrjaðir, myndu
ítalir leggja niður alla áróðursstarf-
semi gegn Bretum, án þess að frekar
væri um það rætt. Hann tilkynnti enn-
fremur, að Grandi hefði komið á fund
sinn í gærmorgun og tilkynnt honum,
að ítalska stjórnin gengi að kröfum
Breta um brottflutning sjálfboðaliða
(Frh. á 4. síðu.)
Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur
hélt aöalfund sinn í Nýja Bíó á sunnu-
daginn.
í fundarbyrjun gerðust þau tíðindi,
að borin voru upp nöfn 175 manna,
sem óskuðu inngöngu í félagið. Höfðu
þeir fengið félagsskírteini fyrirfram
og voru allir mættir. Mjög margir
þeirra eru flokksbundnir kommúnistar
og var hér auðsjáanlega um smala-
mennsku að ræða. Alþýðuflokksmenn
í félaginu mótmæltu því inntöku
þeirra, en það var að engu haft og
var inntaka þessara manna samþykkt
með atkvæðum þeirra sjálfra.
Er slík aðferð áreiðanlega einsdæmi,
og sýnir hvorttveggja, takmarkalausa
ósvífni Héðins Valdemarssonar og ótta
hans við fylgisleysi sitt í félaginu.
Þegar kom að stjórnarkosningu. bar
Haraldur Guðmundsson fram þá til-
lögu, að Héðinn væri ekki kjörgengur,
þar sem hann væri kominn úr Alþýðu-
flokknum. Sigfús Sigurhjartarson bar
Sæb jorg
Sæbjörg, björgunarskútan nýja, kom
hingað litlu eftir hádegi á sunnudag-
inn, og fór vígsluathöfn fram við
Grófarbryggju. Stutt ávörp og ræður
,voru fluttar. Vígslubiskupinn, Bjarni
Jónsson, blessaði yfir skipið og skips-
höfnina. Mikill mannfjöldi safnaðist
saman á hafnarbakkanum til þess að
fagna komu skipsins og vera nær-
staddur vígsluna.
Eins og kunnugt er, var Sæbjörg
byggð í Frederikssund og var hleypt
af stokkunum 4. desember í haust.
Skipið er gert úr svo traustu og góðu
efni, sem unnt er að fá í Danmörku
og frágangur og smíði er vandað mjög.
Vélar eru þrjár i skipinu, hin
(Frh. á 4. síðu.)
þá fram frávísunartillögu og var hún
samþykkt með 280 gegn 106 atkv.
Er því sýnilegt, að Héðinn hefði orð-
ið í minnihluta, ef hann hefði ekki
notið fulltingis kommúnistanna.
Eftir þessa atkvæðagreiðslu gengu
Alþýðuflokksmennirnir á fundinum í
burtu og fóru upp í Alþýðuhús. Var
þar haldinn fundur og ákveðið að
stofna Alþýðuflokksfélag hér í bæn-
um.
Um 200 menn úr Jafnaðarmannafé-
laginu hafa þegar sótt um inngöngu
i nýja félagið, og ýmsir fleirl Alþýðu-
flokksmenn, sem ekki hafa verið fé-
lagsbundnir áður.
Stjórn Alþýðusambandsins ákvað i
gær, að, reka félag Héðins Valdemars-
sonar úr Alþýðuflokknum, þar sem það
kysi brottrekinn mann fyrir formann,
styddi blaðaútgáfu gegn Alþýðu-
flokknum og hefði marga yfirlýsta
fjandmenn Alþýðuflokksins innan
sinna vébanda.
Héðínn brýtur allar
félagsreglur
Kominúiiistunt safnað í Jafnatiarmaimafélagiti
og látnir greiða atkvæði með innttiku siiini.
Eítír JónGunnarsson
framkvæmdarstjóra
Ég er sammála herra Þorsteini
M. Jónssyni, stjórnarnefndar-
manni í stjórn síldarverksmiö'ja
ríkisins um, að það sé sjálfsagt,
að þjóðin fái að vita um fjárhag
verksmiðjanna eins og hann er
á hverjum tíma. Ég vil því til
viðbótar því, sem hann hefir rit-
að um þetta mál í Nýja dag-
blaðinu þ. 19. þ. m. gefa nokkrar
fyllri upplýsingar um einstök at-
riði viðkomandi fjárhag verk-
smiðjanna. Mér hefði samt þótt
æskilegar, að ekki hefði verið
skrifað í dagblöð um þetta mál,
fyr en endanlega var frá öllum
reikningum gengið fyrir árið
1937.
Ef talið er með allt, sem fyr-
verandi verksmiðjustjórn vill
telja til eignaaukningar á árinu
1937, þá nemur stofnkostnaður
allra síldarverksmiðj a ríkisins til
samans með viðbótum og endur-
bótum, sem hafa veriö taldar til
eignaaukingar ca kr. 4.070.049,72.
Þessi upphæð skiptist þannig á
verksmiðjurnar:
Á Siglufirðí.
Samkv. efnahags-
reikningi 1936 kr. 2.900.241,85
Ný áhöld, tæki og
endurbætur á
árinu 1937 — 231.193,52
Nýja þróin byggð
árið 1937 — 248.931,57
Samtals kr. 3.380.366,94
A Raufarhöfn.
Kaupverð síldar-
smiðjunnar 1935 kr.
Lóðin Hola —
Áhöld, tæki og
endurbætur 1935 —
Áhöld, tæki og
endurbætur 1936 —
Áhöld, tæki og
endurbætur 1937 —
66.864,00
55.119,60
5.238,20
54.791,81
75.114,45
Samtals kr. 207.128,06
Á Sólbakka.
Kaupverð síldarverk-
smiðjunnar 1935 kr. 350.000,00
Áhöld, tæki og
endurbætur 1935 — 6.015,94
Áhöld, tæki og
endurbætur 1936 — 99.125,52
Áhöld, tæki og
endurbætur 1937 — 27.413,26
Samtals kr. 482.554,72
Af þessu sést að varið hefir
verið í ný tæki ásamt viðbótum
og endurbótum árið 1937:
Á Sigluflrði kr. 480.125.09
(Frh. á 3. siðu.)