Nýja dagblaðið - 22.02.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 22.02.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 22. FEBRÚAR 1938 NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 43. BLAÐ CvXív.Gamla I5íó v.-.v.v i Rauðí $ í hershöfðinginn I; Stórfengleng þýzk talmynd í fráheimsstyrjöldinnimiklu og byltingunni í Rússlandi. í Aðalhlutverkin tvö leikur „karakter“-leikarinn Hans Albers. Börn fá ekkí aðgang. VAW.'AV.V.V.W.V.V.V.W 1 TUkyuiifir II ÚTRÝMI rottum, músum og skaðlegum skorkvikindum úr húsum og skipum. Aðalsteinn Jóhannsson, Sólvallagötu 32A. — Sími 1196. ÁRSHÁTÍÐ Og aðaldansleikur Stúdentafélags Reykjavíkur öskudaginn, 2. marz, að Hótel Borg, hefst með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Áríðandi að menn tryggi sér aðgöngumiða að borðhaldinu hjá formanni eða gjaldkera. Stjórnin. K AMJ P I » Fjárhagur síldar verksmí ð j anna (Frh. af 3. síöu.J Eins og sést á þessu, var varið úr sjóðnum kr. 201.386.72 til end- urbóta á árinu 1936. Þetta er þó ekki afskrifað úr sjóðnum, held- ur um leið fært sem eignaaukn- ing á efnahagsreikningi verk- smiðjanna. Og lítur því svo út, sem hér sé um lán úr fyrningar- sjóði að ræða, en þó fær sjóður- inn enga vexti af því. Og mun ég víkja nánar i síðari gxein að þessum færslum. Þegar allar afurðir verksmiðj- anna á síðastl. ári eru seldar, mun láta nærri, að það vanti ca. 270.000.00 til þess að greiða reksturslán verksmiðj anna við Landsbankann. Rekstursvöru- birgðir eru taldar af fyrrverandi framkvæmdaTstjóra og verk- smiðjustjórn nema kr. 125.059.00 og þó það allt væri gert að pen- ingum, þá nemur það af rekst- ursláninu, sem ennþá vantaði fé til að greiða, kr. 144.941.00. En hvar eru þá allar sjóðeignirnar, sem eiga að nema samkvæmt útreikningum fyrrverandi verk- smiðjustjórnar kr. 771.492.27, eða tekjuafgangur sl. árs, sem talinn var kr. 234.179.62? Ja, hvar er allt þetta fé, mun margur spyrja. Það er allt falið og fast í fram- kvæmdum, sumum mjög vafa- sömum, eins og nýju þrónni og eínnig í reksturshalla síðastlið- ins árs. Hefði hr. Þorsteinn M. Jónsson verið i meiri hluta í veTksmiðju- stjórninni síðastliðið ár, er eng- inn vafi á þvi, að fjárhagsaf- koma verksmiðj anna væri nú mikið betri en raun ber vitni um. Hin slæma útkoma i öðru eins Agætt norðlenzkt ærkjöt Kostar aðeíns 45aurapundið í irampörtum 60 - - lærum. Húsmæður! Reyníð þessa vöru. Kjötverzlunin Herðubreíð Fríkírkjuveg 7, sími 4565. eindæma veiðiári, er að nokkru leyti að kenna verðfalli á síldar- lýsinu. Lýsið hefir alltaf verið að lækka fram að þessum tíma. En það, sem gerir útkomu ársins j versta, er að á árinu hefir verið ' ráðizt í óhemju miklar fram- kvæmdir, sem að miklu leyti eru einskis virði. J. Gunnarsson. Greínargerð Edens (Frh. af 1. síðu.J frá Spáni, í öllum aðalatriðum. Þegar Chamberlain lauk máli sínu, kváðu við húrrahróp frá ráðherra- bekkjunum. Undirtektir stjórnarandstæðinga Attlee tók næstur til máls. Eftir að hafa hlustað á Chamberlain, kvaðst Attlee hafa hina fyllstu samúð með Eden. Þeir hefðu notað hann til þess að breiða yfir sínar eigin syndir, vegna þess að hann hefði verið hugsjóna- maður, sem þjóðin treysti, en nú hefðu þeir varpað honum fyrir borð. Allur heimurinn vissi, sagði Attlee, að Mus- solini væri gjaldþrota og að hann leitaði nú til Breta aðeins til að bjarga sjálfum sér. Eden væri sá eini í brezku stjórninni, sem ætlaði að standa við þau loforð, sem hún hefði gefið kjós- endum, en svik hennar gætu haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar út um allan heim og mundu áreiðanlega verða til þess að hún glataði áliti sínu meðal þjóðanna. Sir Archibald Sinclair, leiðtogi frjálslynda flokksins talaðí næstur Attlee. Hann sagði, að þegar menning- unni og heiðri alþjóða laga hefði verið hætta búin, vegna villimennsku ítala, hefði Eden gerzt málsvari lýðræðisins og afsögn hans myndi nú verða hryggðarefni öllum þeim, sem unna lýðræði, að sama skapi og hún vekti fögnuð meðal óvina Bretlands. Halifax lávarði hefir verið falið að gegna embætti utanríkismálaráðherra um stundarsakir. — FÚ. .w.v.v IVýja Bíó .wSíSr I Nótt í París ií I; Amerísk stórmynd er sýnir í I; áhrifamikla og viðburða- J ríka sögu, sem gerist í París Í og New York. J Aðalhlutverkin leika af mikilli snilid. Charles Boyer, Jean Arthur, Leo Carillo o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. — Börn fá ekki aðgang. — Sæbjörg (Frh. af 1. síðu.J stærsta 180 hestafla og brennir hrá- olíu. Hinar minni eru ætlaðar til ljósa og ýmissa annarra nota. Skipið er rúmar 60 smálestir að stærð, kostar að öllu samanlögðu röskar 130 þúsund kr. og gengur a. m. k. 9 mílur á vöku. Þorsteinn Þorsteins- son hafði umsjón með smíðinu. Skipstjóri er Kristján Kristjánsson, sem áður var skipstjóri á Skaftfellingi og Gottu í Grænlandsferðinni. Theo- dór Gíslason er stýrimaður, Jóhann Björnsson 1. vélstjórí, Guðjón Svein- björnsson 2. vélstjóri, Guðni Ingvars- son matsveinn og hásetar Jón Ing- varsson og Vilhjálmur Jónsson. Verkefni Sæbjargar verður að fylgja fiskibátunum, sem sækja á mið í Faxa- flóa, og vera þeim til aðstoðar og hjálpar, ef til kemur. Mmi skútan geta hafið starf sitt innan skamms, þegar lokið er skoðun á skipinu og annar nauðsynlegur undirbúningur heftr far- ið fram. LÉREFTSTUSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1D. FESTARMEY FORSTJÓRANS 29 að velja marga kjóla, sem eiga við undir ýmsum kringumstæðum, og í vissum litum. Loksins rættist ósk mín um rauðbleikan kjól úr þykku efni, með breiðum, gulleitum kniplingum hing- að og þangað, þar sem við átti. Hvað Sidney Vandeleur viðvék, þá vissi ég, að hann myndi hafa sagt----- * Mér datt allt 1 einu i hug, hvort það hefði verið rétt af mér að senda Sidney þetta stutta svar. Ég var að vlsu reið við hann, af því að hann kom i fyrsta lagi of seint, og í öðru lagi, að hann skyldi hefja upp bónorð, eftir að ég gat ekki lengur tekið því. Hann gerði allt erfiðara fyrir mér. En hann vissi ekki um málavexti. Hefði ég getað hætt við allt saman? (Ég hugsaði hraðar en nokkur lest kemst.) Hefði ég getað skrifað Waters það sama kvöld, sagt upp þessum fráleita samningi, sent honum peningana aftur og sagt---- Það var ómögulegt! Hundrað pundin voru farin og komu ekki aftur. Og svo hafði ég auk þess tekið út af þessum fjórum hundruðum í bankanum. Ég gat ekki einu sinni skilað þeim. Hvernig myndi það hafa verið, ef ég hefði svarað, þegar Sidney bað mín: „Ég get ekki játast þér. Meira get ég ekki sagt að sinni. En komdu aftur að ári liðnu.“ Hann hefði beðið svo lengi hvort eð var. Nei! Ég hefði heldur ekki getað gert það. Það hefði verið sama og að bregðast þeim sem treysti mér. Og ef maður átti að segja sannleikann, þá gæti Sidney kennt sjálfum sér um, að ég keypti ekki öll þessi fínu föt vegna hans------- Jæja, ég vonaði, að ekkert værí við útbúnað minn, sem ekki gæti staðizt ströngustu gagnrýni í hvaða húsi sem værl, þótt þjónustufólklð værl tallð með. Annars er víst erfitt að fá það til að láta nokkra hrifningu í ljós, af hvoru kyninu sem það er. En það var hvorki hátíðlegur þjónn né reigingslegur bifreiðarstjóri, sem tók á móti mér, er ég steig út úr lestinni á stöðinni í Sevenoaks. Hái, herðabreiði maðurinn, sem kom á móti mér, í stórri, grárri ökukápu, var svo ólíkur þeirri mynd, sem ég hafði verið að hugsa um alla leiðina, af grönnum, dökkhærðum manni með snoturt yfirvararskegg, og líka svo ólíkur forstjóranum, að ég ætlaði varla að þekkja hann aftur. Svo tók hann ofan og ég sá ljóst, vel greitt hár hús- bónda míns og bjart, skarpleitt andlitið. Margir þeirra, sem stóðu á stöðvarpallinum, horfðu á hann. Það leit út fyrir að hann væri næstum eins vel þekktur hér og í Leadenhall stræti. Það var horft forvitnislega á mig. Ég heyrði að ein- hver hvíslaði: „Þetta er unga stúlkan hans!“ Mér datt í hug, hvort sá, sem þetta sagði — hann leit út fyrir að vera ríkur slátrari — byggist við að fá að sjá blíðar móttökur. Sá hefði rekið upp stór augu, hefði hann heyrt hvað fram fór. „Jæja, þá eruð þér komin, ungfrú Trant,“ stuttara- legt að vanda. „Gott kvöld. Hvar er farangur yðar? Heyrið þér, burðarmaður, farið með þetta yfir að bíln- um. Ég ek yður sjálfur heim,“ sagði Waters við mig, um leið og við fórum af stöðinni, — „því að ég vildi minnast á ýmislegt smávegis, áður en þér hittið fjöl- skyldu mína.“ „Já,“ sagði ég í spurnartón, og i huganum eins og greip ég eftir blýanti og blaðamöppu. En þegar ég var setzt við hliðina á honum, upp í vagninn, með hlýtt teppi yfir hnjánum, og og blæjan sá um, að litli, snotri hatturinn fyki ekki út í veður og vind, þá fannst mér, sem allur sá hluti lífsins, sem tengdur var við blýant og blöð, hyrfi á braut eins fljótt og hvítþyrnarunnarnir við veginn hurfu aftur fyrir þjótandi bifreiðina. Þessar síðustu vikur höfðu verið hræðilegur tlmi fyrir mig — en nú var allt að lagast. Það var reyndar aðallega sú gleði, sem aðeins konur þekkja, er þær eru vel klæddar, sem olli þeirri breytingu. Svo voru líka áhrifin af að þjóta yfir veginn og anda að sér hreinu lofti undir berum himni, þar sem snjóhvítir skýhnoðr- arnir voru í eltingaleik — og geta nú aftur horft á hlýlegt sveitalandslagið. Það augnablik hugsaði ég ekki um hvernig ég haði öðlazt þetta. Það, sem ég hafði verið að hugsa um síðustu klukkutímana, var horfið, ásamt leiðinlegu götunum, hávaðanum og slæma loft- inu í City, litlu herbergjunum í Battersea, þar sem varla var hægt að snúa sér við og maður hafði á til- finningunni að vera aleinn innanum milljónirnar, og að enginn skiptir sér af manni! Áður en ég kynntist öllu þessu, hafði ég í nítján ár lifað öðru lífi, og nú fannst mér næstum að ég vera byrjuð á því á ný. Mér fannst ég vera eins og fiskur, sem kastað hefir verið á þurrt land, og sleppur svo aftur í vatnið. Ég gaf mig algerlega þessari unaðslegu tilfinningu á vald og naut gleðinnar yir hressandi hraðanum, 1 tæru, hreinu loftinu. Ég gleymdi alveg hver sat við stýrið. En þá mælti hann: „Ungfrú Trant! Skírnarnafn yöar er Monica, er það ekki? Ég sá það i bréfínu sem þér skrifuðuð móður minni.“ „Já“. Nú ætlaði hann liklega að spyrja mig, hvort ég hefði nokkuð á móti því, að hann kallaði mig þvi á meðan að ég væri gestur móður hans. Já, auðvitað varð hann að gera það. Þannig mátti ég til með að kalla hann William (Ú-ill-iam, eins og ungfrú Ro- binson bar nafnið svo hátíðlega fram). Það var skrit- ið að vera spurður að, hvort maður vildi láta kalla sig skírnarnafni sínu undir slíkum kringumstæðum. Hann hefði vel getað gengið út frá þvl, sem sjálfsögð-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.