Nýja dagblaðið - 22.02.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Fjárhagur sildarverksmiðia rikisins
« II —I II — II —III ■■ II ■■■!!■ II — II — II ■ II — II !■> n — I »
\ÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstj órnarskrif stof urnar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Stjórnarsamviiman
Eins og skýrt var frá hér í
blaöinu á sunnudaginn var,
samþykkti aöalfundur mið-
stjórnar Framsóknarflokksins,
„að Ieitað sé eftir samkomulagi
við Alþýðuflokkinn um stuöning
við ríkisstjórn og afgreiðslu mála
á yfirstandandi Alþingi“.
Var ályktun þessi samþykkt
með öllum atkvæðum viðstaddra
miðstjórnarmanna. Jafnframt
samþykkti miðstjórnin að
„hafna samstarfi við flokka, sem
ekki vinna undandráttarlaust á
þingræðis- og iýðræðisgrund-
velli.“
Þeim mönnum, sem stutt hafa
Alþýðuflokkinn, má af þeim vera
það ljóst, að klofningsstarfsemi
kommúnistavinanna úr Alþýðu-
flokknum er ekki til þess fallin
að styrkj a meirihlutasamstarf
gegn íhaldinu á Alþingi. Frá
sjónarmiði Framsóknarflokksins
getur slíkt samstarf ekki orðið
tryggt, nema styrkur Alþýðufl.
reynist svo mikill að hann geti
út af fyrir sig lagt hinn nauðsyn-
lega þátt frá „vinstri“ til sam-
starfsins. Fortakslaust verður
því að líta svo á, að þeir Alþýðu-
flokksmenn, sem nú snúast gegn
flokki sínum og flokksstjórn,vilji
ekki að stjórnarsamvinna bænda
og verkamanna haldi áfram.
Og væntanlega gerir Alþýðu-
flokkurinn sér grein fyrir því,
að ef áframhaldandi samstarf á
að vera mögulegt, verður hann
að koma fram sem fullkomlega
ábyrgur stjórnmálaflokkur. —
Hann má ekki láta yfirboðspóli-
tík frá kommúnistum eða Héðni
Valdemarssyni hafa áhrif á
gerðir sínar. Gagnvart þessum
„yfirboðsmönnum" frá vinstri,
verður hann að taka sömu af-
stöðu og Framsóknarflokkurinn
tók gagnvart sínum „kommún-
istum“, hinum svokölluðu
„Bændaflokksmönnum", fyrir 4
árum. Á því byggist framtíð Al-
þýðuflokksins og þá um leið nú-
verandi stjórnarsamvinnu, að
Alþýðuflokkurinn hafi þor og
manndóm til að segja og fram-
kvæma það, sem rétt er, óhjá-
kvæmanlegt og framkvæman-
legt. Hann má ekki gerast eftir-
herma kommúnista eða þeirra,
sem reknir hafa verið. Og vænt-
anlega ber hann líka gæfu til að
láta eigi svo verða.
Hitt verður Alþýðuflokkurinn
líka að gera sér grein fyrir, að
hann verður i sambúðinni að
láta ýmislegt það vera gleymt,
sem átti sér stað, meðan hann
enn hafði þá menn innan vé-
banda sinna, sem gjarnan vildu
stjórnarsamvinnuna feiga. Á-
deilur um gamlar væringar eiga
að geta fallið niður í blöðum
flokkanna, ef áframhaldandi
samvinna tekst. Því að slíkt er
hlutaðeigandi aðilum til einskis
gagns.
íslenzk stjórnmál standa nú á
mikilsverðum tímamótum. Fyrir
samstarf tveggja umbótafúsra
lýðræðisflokka hefir á umliðnum
árum skapazt þýðingarmikil þró-
un löggjöf landsins, menningu
og athafnalífi. Kyrstöðuöfl þjóð-
arinnar eru þess albúin að rjúfa
þessa þróun, hvenær sem tæki-
færi gefst. Slíkt væri ill nauðsyn.
Og þess er að vænta að sam-
komulagstilraunir stjórnarflokk-
anna á næstunni sýni, að hún er
ekki fyrir hendi.
r
Utvarpíð ogklofníng-
urinn í Alþ.flokknum
Það mun yfii'leitt vera litið
svo á, að Útvarpið eigi ekki að
segja frá starfsemi pólitískra
flokksfélaga eða birta ítarlegar
útdrætti úr yfirlýsingum frá
flokksstjórnum, sem gefnar eru
út hlutaðeigandi flokki til fram-
dráttar. í slíku felst viss áróður
og hlutdrægni í garð annarra
flokka.
Þessari reglu hefir útvarpið
ekki fylgt í sambandi við atburði
þá, sem nú eru að gerast í Al-
þýðuflokknum.
Mörg undanfarin kvöld hefir
fréttatimi þess farið að verulegu
leyti í það, að lesa upp fundar-
fregnir, yfirlýsingar og leiðrétt-
ingar þessum málum viðkom-
andi. Bera leiðréttingarnar þess
merki, að útvarpinu hefir ekki
alltaf tekizt að þræða hinn rétta
meðalveg ellegar starfsmenn
þess orðið ginningarfífl manna,
sem reynt hafa að misnota þessa
aðstöðu.
Það er líka öllum ljóst, að erf-
itt er að fara svo með slíkar
fréttir, að þær verði ekki áróð-
urskenndar og hlutdrægar. Því
var t. d. alveg tilefnislaust skotið
inn í frásögn útvarpsins á
sunnudagskvöldið, af aðalfundi
verklýðsfélagsins á Norðfirði, að
þrír menn í nýju stjórninni væru
kommúnistar og tveir socialistar,
en slíkt gat gefið ranga hug-
mynd um styrkleika flokkanna
í félaginu.
Sama kvöld var einnig sagt frá
félagsmannafjölgun í Jafnaðar-
mannafélagi Rvikur á síðastl.
ári, án þess að nokkur ástæða
virtist vera til. Er útvarpið reiðu-
búið til að skýra frá félags-
mannafjölgun í öllum öðrum
pólitískum flokksfélögum, stjórn
arkosningum þar, ályktunum o.
s. frv.? Gæti þaö ekki tekið ríf-
legan hluta af fréttatíma þess?
Eða nýtur Jafnaðarmannafélag
Reykjavíkur annarra réttinda en
önnur pólitísk félög?
Það mun sameiginlegt álit
allra, að fréttir útvarpsins eigi
að vera hlutlausar og því beri
þess vegna að forðast frétta-
flutning eins og þennan. Hitt
væri frekar athugandi, hvort
ekki væri hægt að gefa aðilum
aðstöðu til kappræðna í útvarp-
inu um deilumál sín, heldur en
að vera með stöðugar yfirlýsing-
ar, ef útvarpinu endilega finnst,
að einhver hluti af notendum
þess telji upplýsingar um þessi
mál svo miklu skipta.
(Frh. af 1. síöu.)
Á Raufarhöfn — 75.114,45
Á Sólbakka — 27.413,26
Samtals á árinu kr. 582.752,80
Það af þessari upphæð, sem
hægt er að telja til eignaauk-
ingar nemur:
Ný tæki og endur-
bætur kr. 197.008,17
Nýja þróin á
Siglufirði — 70.000,00
Samtals kr. 267.008,17
Þá er eftir óráðstafað:
Af kostnaði við
áhöld, endur-
bætur, breyt-
ingar etc. kr. 136.713,06
Af kostnaði við
nýju þróna — 187.931,57
Samtals kr. 315.644,63
sem verður að afskrifast og að
litlu leyti að færast til útgjalda
fyrningar sjóðs á árinu 1937.
Þurrkofnarntr
Fyrir þessu vil ég færa nokkur
rök. í þessari upphæð kr.
136.713,06 af kostnaði við endur-
bætur, breytingar etc., sem ég
tel að ekki geti færzt til eigna-
aukningar, er t. d. kostnaður við
að rífa niður, breyta og stækka
þurrkofna í SR 30, SRP og SRS
verksmiðjunum og vil ég lýsa
nánar breytingum á þurkofni
SR 30 verksmiðjunnar. Upphaf-
haflega var þurkofninn gerður
samkvæmt fyrirmælum firmans
Edw. Renneburg í Baltimore, en
á árinu 1937 átti að stækka og
auka afköst þurkofnsins. Var
hann því rifinn niður lengdur
um helming og byggður upp að
nýju. Verkið var gert út í bláinn
og hafði öfug áhrif við það, sem
til var ætlazt. Og þyrfti ef tími
endist til að breyta þurkofnin-
um í samt lag aftur fyrir næstu
sildarvertíð. Þar að auki var
notaður síðastliðið ár svo léleg-
ur múrsteinn til að endurhlaða
upp þurkarana, að nú þegar er
búið að panta mikinn hluta af
nauðsynlegum múrsteini í þá
aftur. Það eru tilraunir og fram-
kvæmdir af þessari tegund, sem
ég legg eindregið á móti að fær-
ist til eignaaukningar á efna-
hagsreikningi síldarverksmiðja
ríkisins. Ég hefi tekið þurkofn-
ana aðeins sem dæmi upp á það,
sem ekki er hægt að færa til
eignaaukningar (kostnaður við
þá nemur ca. kr. 35.000.00), en
svipað mætti segja um þá aðra
liði þessarar upphæðar og mun
ég skýra þá frekar ef ástæða
þykir til.
\i/jíi þróin
Ástæðan fyrir því, að ég vil
ekki leggja til að fært verði
meira en kr. 70.000,00 af kostn-
nýju þróarinnar til eignaaukn-
ingar er sú, í fyrsta lagi að ég
fullyrði og get reikningslega
sannað, að það er hægt að
byggja þró af hentugri gerð, sem
geymir betur sama síldarmagn
en þessi þrö fyrir ca. kr.
70.000,00, og í öðru lagi vegna
þess, að það er fullt útlit fyrir,
að neðri hæð þróarinnar sé ó-
nothæf til síldargeymslu eða
nokkurs hlutar. Þetta „model“
af síldarþró er í senn svo dýrt og
óhentugt að furðu gegnir. í þessa
byggingu hefir meðal annars
verið eytt 100 smálestum af
steypustyrktarjárni og annað
þvílíkt. En verst er að ekki mun
vera hægt að geyma síld í neðri
hæð þróarinnar og mun ég skýra
það í grein, sem ég skrifa síðar
um þróna, því fjárhagur verk-
smiðjanna á árinu 1937 verður
ekki skýrður til fulls, nema með
nákvæmri lýsingu á nýju þrónni.
Ég hefi ekki viljað lækka þessa
upphæð undir kr. 70.000.00, en
ef neðri hæð þróarinnar reynist
ónothæf til síldargeymslu, eins
og búast má við, þá er upphæðin
of há.
Afkonian á sl. ári
Af grein Þorsteins M. Jónsson-
ar má ráða, að hann telji rekst-
urshalla verksmiðjanna á síðastl.
ári ca. kr. 120.000.00. En þar segir
hann að ekki sé meðtalin til
eigna úldin síld, sem nú liggur í
þrónum. Þessi síld er að mínu
áliti einskis virði, en það mun
kosta nokkur þúsund krónur að
koma henni í sjóinn.
Taki maður það allt saman í
eina heild, reksturshallann, það
af breytingum, endurbótum etc.
og kostnaði nýju þróarinnar, sem
ekki getur talizt til eignaaukn-
inga, þá verður útkoman á árinu
1937 þessi:
Samkvæmt grein
Þ. M. J. ca. kr. 120.000.00
Breytingar, áhöld
endurbætur etc. á
árinu 1937, er ekki
getur talizt til
eignaaugningar* — 136.713.06
Afskrift af nýju
þrónni — 178.931.57
Verður þá afkoma
ársins óhagst. um kr. 435.644.63
Þessar færslur voru í aðalatr-
iðum samþykktar af meirihluta
núverandi verksmiðjustjórnar á
fundi þann 18. þ. m. Tölurnar
geta breytzt lítilsháttar við end-
anlegt uppgjör verksmiðjanna
fyrir árið 1937.
Vitanlega er hér reiknað með
fullum afborgunum og sjóða-
gjöldum, nema ekki hefir fremur
en undanfarið verið reiknuð
fyrning af því, sem talið er til
eignaaukn. verksmiðjanna. T. d.
kostaði Raufarhafnarverksmiðj-
an 1935 kr. 66.864.00, en er nú
bókfærð samkvæmt bráðabirgö-
ar-reikningsyfirliti fyrrverandi
verksmiðjustjórnar frá 16. nóv.
f. á. á kr. 207.128.06. Þó greiðist
aðeins fyrningargjald af kaup-
verði verksm. kr. 66.864.00, en
reksturinn er ekki látinn borga
neina fyrningu af nýjum breyt-
* Lítill hluti af þessari upp-
hæð færist sem afskrift úr fyrn-
ingarsjóði en ekki er enn ákveð-
ið hverju það nemur.
ingum og endurbótum, er nema
kr. 140.264.06 og nær þetta vitan-
lega ekki nokkurri átt.
Það sama er að segja um hin-
ar verksmiðjurnar. Sólbakki
greiðir aðeins fyrningargjald af
kaupverði verksmiðjunnar, kr.
350.000.00, en í viðbót er á efna-
hagsreikningi verksmiðjunnar
1936, „Ný áhöld, vélar og endur-
bætur“, er nema samtals kr.
105.141.46, af þessari upphæð er
ekki reiknað með, þó hún sé
færð til eignaaukningar, neinni
fyrningu á árinu 1937 og hefir
heldur ekki neitt af þessari fjár-
hæð verið afskrifað.
Þegar ég á sínum tíma gerði
rekstursáætlun fyrir karfa-
vinnslu á Sólbakka á árinu 1936,
áöur en ég lét af starfi við verk-
smiðjurnar, þá gerði ég ráð fyrir
þvi, að ný áhöld .og tæki til
karfavinnslunnar borguðust af
rekstrinum á þremur árum. —
Þetta kann að þykja til of mikils
ætlazt af rekstrinum, enda hefir
f yrrverandi verksmiðj ustj órn
þótt það. Því hún færir til eigna-
aukningar á Sólbakka á árinu
1936 kr. 99.125.52 og hvorki þá né
síðar hefir fyrrverandi verk-
smiðjustjórn afskrifað neitt af
þessari upphæð eða reiknað
rekstrinum af henni nokkra
fyrningu. Mörg fyrirtæki hefðu
nú afskrifað eitthvað af þessari
fjárhæð og öðrum svipuðum
fjárhæðum í öðru eins góðæri
fyrir verksmiðjurnar eins og árið
1936, eða að minnsta kosti reikn-
að af þeim eðlilega fyrningu, en
það hefir ekki verið gert, heldur
er tekjuagangur ársins færður
kr. 234.179.62. Hver aðferðin sé
farsælli, læt ég þá dæma, sem
þetta lesa.
Ég hefi ekki í mínum útreikn-
ingum viljað gera ráð fyrir fyrn-
ingarkostnaði á því, sem talið er
verksmiðjunum til eignaaukn-
ingar, því það hefir auðsjáanlega
ekki verið gert á undanförnum
árum, og ekki liggur ennþá fyrir
nein formleg samþykkt um þetta
atriði frá núverandi verksmiðju-
stjórn. Við endanlegt uppgjör
fyrir árið 1937, er ekki nema
sjálfsagt að færa til útgjalda
eðlilega fyrningu á þeim tekjum
og endurbótum verksmiðjanna,
sem talin eru þeim til eigna-
aukningar, og breytist þá af-
koma ársins til hins verra sem
því nemur.
Fyrninyarsjóður
Fyrningarsjóður er talinn að
nema í árslok 1936 kr. 363.306.50
og i hann bætist á árinu 1937, ef
vextir eru reiknaðir á sama hátt
og venja hefir verið, kr. 58.893.93.
Fyrningarsj óður lítur þannig
út á reikningum verksmiðjanna
fyrir árið 1936:
1. Sjóðeign óráðst. kr. 26.197.15
2. Útist. skuld vegna
íshúseignarinnar — 48.269.75
3. Greiðslur úr sjóðum:
a. Frá f. árum kr.
87.452.88. b. Til
endurb. etc. 1936
kr. 201,386.72 kr. 288.839.60
Kr. 363.306.50
(Frh. á 4. siðu.)