Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 2. MARZ 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 50. BLAÐ .■jw.w ivyja Bio .vvww ji Rembrandt i: í Stórmerklleg mjmd, er lýslr ;I í æíi og kjörum hins heims- í ;! fræga hollenzka málara, ,; Jj Rembrandts, er var uppi á J; :■ 17. öld. Aðalhlutverkið leik- J I; ur hinn frægi „karakter"- ;! ■| leikari, £ > Charles Laughton í .WWAVAVJV^AVAV.'AW Barnaskemmtun Gllmufélagsins Ármanns verður haldin i Iðnó i dag (öskudag) kl. 4 síðd. Skemmtiskrá: 1. Upplestur. — 2. Danssýning barna undir stjórn frú Rigmor Hanson. — 3. Munnhörpudúett. — 4. Fimleikasýning, úrvals- flokkur drengja. — 5. Aflrauna- sýning, Ármann og Grettir 4 og 5 ára. — 6. Step-dans. — 7. Söngur með gitar-undirleik. — 8. ? ? ? Oskudagsfagnaður félagsins verður í Iðnó í kvöld kl. 9y2 siðd. Til skemmtunar: 1. Step-dans. — 2. Aflrauna- sýningar. — 3. Söngur með gítar undirleik. — 4. Fimleikasýning, úrvalsflokkur kvenna. — 5. Dans Hljómsveit Blue Boys. Aðgöngumiðar að báðum skemmtununum fást i Iðnó í dag frá kl. 1. Ungmexmafélög og skíðaferðír (Frh. af 3. síBu.) hafa haldið skíðakappmót og iðkað skíðastökk fast að þrjátíu ár. — Vestfirzk Umf. fengu hingað norskan skíðakennara, Helge Torvö, ár eftir ár, og hygg ég hann hafa verið hér fyrstan erlendan skíðakennara. Skíðaskáli dýrfirzkra og örn- firzkra Umf. á Gemlufallsheiði er gott dæmi þess, hvernig jafn- vel fámenn og afskekkt Umf. búa að skíðaíþróttinni. Umf. hafa verið brautryðj- endur skíðaíþróttarinnar hér á landi. En sízt skal á móti því haft, að þau séu hvött til að verða það áfram, enn betur en hingað til. Aðalsteinn Sigmundsson. Um ísl. landbúnað (Frh. af 2. síBu.) NORSKE LANDBRUK. Fer hann mjög vingjarnlegum orðum um land og þjóð, móttökur og dvöl sína hér. í fyrirlestrinum eru allmargar og ítarlegar upplýs- ingar um ísl. landbúnað og at- vinnumál. Er þar flest allt rétt með farið eins og honum mun hafa verið frá skýrt og laust við þann misskilning, sem oft vill loða við slíkar greinar, sem von- legt er, er alókunnugir menn hafa fáa daga til umráða til þess að kynnast atvinnuháttum vorum. Ein slæm villa heíir þó slæðst inn hjá Hersoug, að ísl. mjólk- urkýr séu ekki nema um 250 kg. að þyngd að meðaltali. Sömu villu er að finna í bók Thorsten Odhe ritstjóra, DET MODERNA ISLAND OCH DESS KOOPE- RASJON, og líklegt að Hersoug hafi tekið hana þaðan. Er slæmt Skátar! # |l0-20ð| aísláttur þessa vihu á: | Manchettskyrtum, ij: | Dömutöskum, ij: Ullarnærfötum, | kvenna (lítilnr.), ij: :j: Prjónakjólum og ij: Prónadrögtum, ij: sllkl og ull, | Barnahúfum, | ij Treflum, :j: Karlmannsvestum ij: ij: Tölum, Hnöppum | ij: og ýmsum smávörum. ijj: Veslaj | Laugavegl 40. hve þessi misskilningur um smæð ísl. kúnna hefir komizt víða. Sanni nær mun að meðal- þyngd þeirra sé um 350 kg. Hin árlega skemtun Reykjavik- urskátanna verður haldin í Iðnó mánudaginn 7. þ. m. og hefst kl. 8 e. h. stundvislega. Aðgöngumiðasaia hefst i Bók- hlöðunni, Lækjarg. n.k. fimtud. Karlakór Rcyk j avík- ur boðíð til Ameríku (Frh. af 1. siSu.) við höfðum sett fyrir vesturför okkar. Verður förin okkur kostnaðarlaus frá því við stígum hér á skipsfjöl og þar til við tökum hér land aftur. Ameríska félagið fer hinsvegar fram á það, að ekki færri en 35 söng- menn taki þátt í förinni. í kórnum eru rúmlega 40 menn. Einsöngvari okkar í þessari för verður að öllu forfallalausu Stefán Guðmundsson. Við vonum, að þessum mál- um verði þannig fyrir komið, að við getum komið fram og sungið á heimssýningunni í New York, íslandi að kostnað- arlausu. Göríng ógnar nágrannaþjóðunum Þýzki herinn mun hjálpa Þjóðverjum, sem eru búsettir utanlands LONDON: X Þýzkalandi var í gær minnst af- mælis flugflotans. í ræðu, sem Göhr- ing marskálkur flutti við þetta tæki- færi sagði hann m. a.: „Leiðtoginn j .\WkWC„ml„ ní/. .v.v.v, .v.v.v.bíiml a Uio v.vav Með hnefnnum hefst það. Mjög spennandi Cowboy- mynd, gerð af Columbia- félaginu. Aðalhlutverk leikur: Ken Maynard, ásamt undrahestinum Tarsan. Aðrir leikarar eru: June Gale, Harry Woods, Jack Rockwel o. fl. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. V.V.V.W.VV.V.V.V/.SV.V.V Reykjavíkurannáll h.f.: REVYAN Fornar dyggðír verða leiknar fimmtudaginn 3. þ. m. kl. 8 e. h. í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó milli kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ekki tekið á móti pöntunum. ATH. Börnum verður eigi veittur að- gangur að almennum leiksýn- ingum revyunnar, en sérstök barnasýning mun verða haldin síðar. minntist í ræðu sínni í Ríkisþinginu um daginn, þeirra 10 milljóna ÞJóð- verja, sem búa utan landamæra Þýzkalands. Þjóðverjar heima í Þýzkalandi eru fúsir til þess að fórna öllu, til þess að vernda réttinda þessara þjóðbræðra sinna. Þýzki loft- flotinn er ekki stofnaður til þess að sýna fluglist á friðartlmum, heldur til þess að beita sem vopni, ef þess skyldi gerast þörf“. FÚ. FESTARMEY FORSTJÓRANS 33 Ég hefði viljað gefa minnst fimm pund af þessum fímm hundruðum, til þess að ungfrú Robinson hefði getað séð þetta litla kríli bjóða honum byrginn. Ég sé í anda hvernig hún leikur atriðið og hefir hvíta loðkragann hennar Smithie fyrir hund, sem „veit, að ekki er siðlegt að liggja á kjólaslóðum". Ég er farin að undrast, hve forstjóranum hefir lengi heppnazt að blekkja mig. Þetta er allt á yfirborðinu hjá honum. Eitt er vist, að hann skal ekki hræða mig lengur. Sé nokkur hræddur nú, þá er það helzt hann sjálf- ur; það vat áreiðanlegt, að hann var órólegur og 1 vandræðum við kveldverðarborðið. Hefði það verið í fyrsta skiþti, sem ég hitti hann, hefði ég haldið, að þessí hávaxni, ljóshærði, ungi, þöguli maður væri dauðfeiminn við mig. Mig, sem hann síðasta hálfa mánuðinn hafði farið með eins og honum sýndist. Eitt er þó gott, að þessi deyfð okkar á milli getur verið að kenna venjulegri feimni nýtrúlofaðs fólks — og, að ég hefi ekki verið nærri eins vandræða- og þegjandaleg og hann! Mér finnst, sem ég sitji álengdar og sjái aðra Moni — ég á við Nancy — sem brosir og masar við móður hans og systur. En hvað þær eru indælar. Allt í herberginu ber vott um kvenlegan smekk þeirra, ljósin hulin falegum hlifum og dökk fjólublá stjúpmóðurblóm á miðju kringlótta borðinu. Undir borðum snérist samtalið aðallega um blóm; mjög svo gott og heppilegt umræðuefni. Það lítur út fyrir, að forstjóranum þyki gaman að garðrækt. Hve hissa yrði ekki starfsfólkið, ef því væri sagt, að for- stjórinn hefði áhuga fyrir öðru í þessum heimi en að raka saman peningum. Að máltiðinni lokinni varð hann eftir 1 borðstofunni og reykti, en móðir hans stakk annari hvítu hend- inni undir handlegg mér og hinni undir arminn á Blanche. Ég þóttist skilja, að þetta ætti að þýða, að hún hefði eignazt eina dóttur enn. Við gengum yfir flísalagðan ganginn og inn í setu- stofuna. Þar var einn hrærigrautur af gamaldags hús- gögnum og snotrum, nýjum munum, sem höfðu á sér þægilegan og heimkynnislegan svip. Frú Waters lét mig setjast hjá sér á lága, breiða legubekkinn og ég sá, að hún athugaði nákvæmlega hvern drátt í andliti mínu. Það var eins og hún væri að reyna að fá nýja þekkingu á syni sínum gegnum þessa ungu stúlku, sem væntanlega fékk tækifæri til að kynnast honum betur en jafnvel móðir hans hafði nokkurntíma átt kost á. Mér fannst sem stæði kökkur I hálsi mér. Ég beygði mig yfir vinnu mína — ísaumaðan dúk, sem ég hafði verið nógu hyggin til að taka með mér. Mér hafði nefnilega dottið í hug ein af lífsreglum ungfrú Robin- son: „Gleymið aldrei, stúlkur, að hafa handavinnu með ykkur, ef þið viljið láta lítast á ykkur. Karlmenn halda alltaf, að stúlkur séu yndislegar og kvenlegar, ef þær aðeins geta setið tímunum saman og heklað, og tilvonandi tengdamamma hefir beztar vonir um, að stúlkan verði góð húsmóðir, ef hún getur ekki haldið höndunum kyrrum í tíu mínútur. Takið þess vegna í- saum með ykkur. Það hefir lika þann kost, að maður hefir eitthvað að horfa á, er maður veit ekki vel, hvað skal segja.“ Af síðastnefndri ástæðu tók ég upp handavinnu mína. Ég vissi alls ekki hvað ég átti að segja, þegar móðir forstjórans mælti: „Veiztu, Nancy, að þú ert einmitt alveg eins og ég vonaði, að þú værir.“ „Er ég það?“ Ö, á þessari stund fannst mér ég vera óttalega vond. Já, Wílliam Waters, það fannst mér. Og hverjum er það að kenna? „Þú ert svo falleg, ljúf og góð og þó fylgjast þessi fallegu, brúnu augu vel með“, sagði frú Waters. „í fyrstu var ég hrædd um, að ungri stúlku, sem aðeins hefir séð son minn í vinnutimanum, er hann setur upp þennan kalda svip, gæti alls ekki þótt vænt um hann eins og okkur. En nú sé ég, að þú hefir skilið hann, þrátt fyrir það. Þú hefir séð, að þessi þurrlega, skipandi framkoma hans er aðeins gríma til að hylja, að hann er í eðli sínu alveg eins feiminn og óframfær- inn og Blanche og ég sjálf. Ég held“, — hún hló lágt, — „að það sé ástæðan fyrir, að hann vill aldrei leyfa okkur að koma upp á skrifstofu, þegar við erum í borginni. Starfsfólk hans gæti ef til vill, eT það sæi okkur, fengið grun um, að hann hefði líka aðra rödd en þessa hræðilegu, sem hann svarar með í símann. Ég er viss um, að þú hefir látið gabbast til að byrja með. Var það ekki rétt? Þú skoðaðir hann sem vél, unz hann sýndi þér sitt sanna eðli. Var það ekki, Nancy?“ „Jú, það gerði ég víst“, svaraði ég, og mér leið ver og ver með hverju orðinu, sem þessi góða, saklausa kona sagði og sem sýndi mér fullkomlega hve háar hug- myndir hún hafði skapað sér um lundarfar sonar síns. „Og hvenær fórstu að sjá hvernig hinn raunverulegi Billy var?“ Þetta var lagleg spurning. En guði sé lof fyrir að ég losnaði við að svara henni. í sömu svifum laukst stofuhurðin upp og önnur þjónustustúlkan, sú stærri, kom inn með bakka. Á honum var silfur-kaffikanna og smekkleg kaffiáhöld úr postulíni. Blanche stóð upp af púðanum, sem hún hafðl setið

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.