Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Blaðsíða 1
Nýjar vöriar í
VORTÍZKU
koma í búðina daglega.
Þrátt fyrir hækkaða tolla hef-
ir verðið ekkert hækkað.
V-E-S-T-A
Sími 4197. Laugaveg 40.
rv*i/\
6. ár.
Reykjavík, laugardaginn 5. marz 1938.
6. ÁRGANGUR — 53. BLAÐ
ANN ÁLL
tíannsókn á hag og rekstri togaraútgerðarinnar
Ríkið verður að kynna sér á hvaða rökum
kröfurútgerðarmanna eru reistar og byggja
úrlausnir sínar á þeirri rannsókn
64. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 7,27. Sólarlag kl.
5,53. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
7,15. —
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 6.05 að kvöldi til kl. 7,15
að morgni.
Næturlæknir
er í nótt Kristján Grímsson, Hverf-
isgötu 39, sími 2845. — Næturvörður
er í Ingólfsapóteki og Laugavegs-
apóteki.
Veðurútlit í Reykjavík:
Suðvestan eða vestan átt með all-
hvössum snjóéljum.
0
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veð-
urfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40
Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Leik-
rit: „í leysingu", eftir Helge Krog
(Gestur Pálsson, Arndís Björnsdóttir,
Indriði Waage). 21,45 Danslög. 24,00
Dagskrárlok.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11 (Fr. H.) og
kl. 5 (B. J.). í fríkirkjunni kl. 2, barna-
guðsþjónusta, (Á. S.) og kl. 5 (Á. S.).
í Laugarnesskóla kl. 5 (G. S.), barna-
guðsþjónusta kl. 10%. í Aðventkirkj-
unni kl. 8% síðd. (O. J. Olsen).
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir á morgun fyrir lækkað verð
sjónleikinn Fyrirvinnan eftir W.
Sommerset Maugham.
Barnaskemmtun
Glímufélagsins Ármann í Iðnó á
öskudaginn fór hið bezta fram.
Skemmtiskráin var fjölbreytt mjög og
vöktu ýms atriði hennar óblandna
ánægju gestanna. Húsið var yfirfullt
og vegna þess að mörg börn urðu frá
að hverfa, verður skemmtunin endur-
tekin laugardaginn 12. þ. m.
Bjarni Björnsson
leikari ætlar að halda alþýðu-
skemmtun með lækkuðu verði á morg-
un^í Gamla Bíó kl. 3. — Verður þetta
8. skemmtikvöldið. Síðast hafði hann
fullt hús og skemmtu alþingismenn
sér ágætlega að hinum léttu og
skemmtilegu ræðuhöldum hans, enda
vel með efnið farið. Ættu þeir, sem
ætla að sjá hann, að fara á morgun,
því þetta er síðasta sinn, sem hann
skemmtir í Reykjavík að þessu sinni.
Stúdentafélag Reykjavíkur
hélt árshátíð sína að Hótel Borg á
öskudagskvöld. Meðal ræðumanna var
Hermann Jónasson forsætisráðherra.
Skemmtunin fór hið bezta fram.
Knattspyrnufélagið Fram
heldur skemmtun fyrir meðlimi sína
í Oddfellowhöllinni á morgun kl. 2.
Aðgöngumiðar afhentir við innganginn
og kosta kr. 1,50. Veitingar innifaldar
í inngangseyri.
íþróttafélag Reykjavíkur
efnir til skíðafarar á sunnudaginn
og verður lagt af stað frá söluturn-
inum kl. 9 árdegis. Farseðlar fást í
söluturninum kl. 9 árdegis. Farseðlar
fást í Stálhúsgögn, Laugavegi 11, eng-
ir farseðlar fást við bílana.
Golfíþróttin.
Enski golfkennarinn, Rube Arnesen,
sýndi og skýröi undirstöðuatriði golf-
íþróttarinnar í Golfskálanum við
Hafnarfjarðarveginn síðastl. sunnu-
dag. Kom margt gesta að horfa og
hlýða á. Á morgun kl. 2 endurtekur
Arneson þessa sýningu sína og eru
þeir, sem ætla að koma beðnir að mæta
stuhdvíslega.
Innbrot í kanínuhús.
í fyrrinótt var brotizt inn 1 skúr bak
við Arnarhvál, þar sem Karl H. Bjarn-
arson dyravörður, hefir nokkrar kan-
inur, er hann á. Einni kanínu var
stolið.
Sjálístæðí
Tékkoslovakíu
Hodza svarar
Hitlcr
LONDON:
Dr. Hodza, forsætisráðherra íTékkó-
slóvakíu lagði fram yfirlýsingu í þing-
inu í gær vegna þeirrar staðhæfingar
Hitlers, að þýzka stjórnin væri reiöu-
búin að vernda hagsmuni þeirra Þjóð-
verja, sem búa utan landamæra
Þýzkalands.
Dr. Hodza sagði að stjórnin í
Tékkóslóvakíu væri staðráðin í því að
vernda sjálfstæði ríkisins og öll rétt-
indi þess og borgara þess. Því miður
hefði komiö í ljós, að sambúð Þýzka-
lands og Tékkóslóvakíu stafaði nokk-
ur hætta af afstöðu Þjóðverja gagn-
vart þýzka minnihlutanum í Tékkó-
slóvakíu. Ef Hitler hefði með orðum
sínum átt við það, að hann ætlaði
sér að vernda hinar þrjár milljónir
Þjóðverja, sem búa í Tékkóslóvakíu,
þá gæti hann (Hodza) lýst því yfir
að þess gerðist engin þörf.
Dr. Hodsa sagði, að sáttmálar
Tékkóslóvakíu við Frakkland og Rúss-
Inad væru tékknesku þjóðinni ómet-
anleg trygging, en þó væri sterkasta
aflið til viðhalds friðinum í Evrópu
það, að utanríkismálastefna Breta
stæði óhögguð samkv. yfirlýsingu
Chamberlains á dögunum. FÚ.
Haile Selassie
og Mussolini
Víll enska stjórnin
láta keisarann
gangaaðtiiboðinu?
KALUNDBORG:
Enska blaðið „Daily Thelegraph"
segir að Mussolini hafi farið þess á
leit við Haile Selassie, að hann afsal-
HAILE SELASSIE.
aði sér formiega yfirráðum yfir Ab-
essiníu í hendur Ítalíu. Gegn þessu
skuli hann fá samskonar metorð og
réttindi í Abessiníu eins og indversku
furstarnir hafa í Indlandi, en jafn-
framt verður hann að viðurkenna
Ítalíukonung, sem löglegan keisara í
(Frh. á 4. síðu.)
í dag hefst aukafundur
Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda. Mun það
vera tilætlun stórútgerðar-
manna að fá Þennan fund
til að mæla með kröfum
þeim, sem þeir hafa gert til
ríkisstjórnarinnar. En þess-
ar kröfur hafa verið rædd-
ar undanfarið á fundum,
sem útgerðarmenn hafa
haldið með fulltrúum
helztu stjórnmálaflokk-
anna.
Kröfur útgerðarmanna eru
margar og hljóða um aflétt-
ingu tolla og skatta, frjálsan
gjaldeyri, að ríkið borgi inn-
flutningstolla á fiski í öðrum
löndum o. s. frv.
Eins og skýrt hefir verið frá
hér í blaðinu felldi seinasta Al-
þingi niður ýmsa tolla, sepi
hvílt hafa á útgerðinni. Mun
láta nærri að sú eftirgjöf nemi
6000 kr. á togara á meðalári.
í frv., sem Framsóknarmenn
hafa borið fram um fækkun
yfirmanna á skipum, er lagt til
að lækka útgerðarkostnað hvers
togara, um rúmar 4000 kr. á
ári. Einnig stendur til að létta
undir með útgerðinni á ýmsan
annan hátt.
Trygging, sem
ríkið verður
að hafa.
Það hafa því þegar verið
gerðar verulegar ráðstafanir til
þess að lækka rekstrarkostnað
stórútgerðarinnar. En þessi hjálp
hins opinbera leggur því jafn-
fram skyldu á herðar. Það væri
fullkomið gáleysi að gefa út-
gerðarmönnum eftir stórfelld-
ar fjárhæðir, án þess að jafn-
framt sé tryggt, að þessar ráð-
stafanir verði raunverulega til
þess að bæta rekstrarafkomu
útgerðarinnar. Ríkið veröur að
hafa tryggingu fyrir því, að
þessar eftirgjafir verðí ekki
gerðar tilgangslausar með auk-
inni eyðslu á öðrum sviðum.
Það verður einnig að gera kröfu
til þess, að þegar það leggur á
sig auknar byrðar til hjálpar
útgerðinni, verði jafnframt
framkvæmdur allur mögulegur
sparnaður á öðrum kostnaðar-
liðum útgerðarinnar eins og t.
d. launagreiðslum útgerðar-
manna og yfirmanna, öðru
starfsmannahaldi, gjöldum til
bæjarfélaga o. s. frv.
Það væri fullkomið óráð af
þvi opinbera að veita nokkra
verulega hjálp, án slíkrar
tryggingar.
Nauðsynleg
rannsókn.
Kröfur útgerðarmanna til
ríkisstjórnarinnar og lýsingar
þeirra á hinu bága ástandi út-
gerðarinnar eru þannig vaxnar
að ekki má daufheyrast við
þeim.
Það fyrsta, sem ríkið verður
því að gera, er að kynna sér á
hvaða rökum þessar kröfur og
lýsingar eru reistar. Það verður
að láta fara fram rannsókn á
efnahag og rekstri stórútgerðar-
innar.
Hver einasti kostnaðarliður
útgerðarinnar þarf að vera tek-
inn tli nákvæmrar athugunar
svo séð verði, hvaða sparnaði
verði þar viðkomið.
Þessi rannsókn verður jafn-
fram að vera það ítarleg, að hún
leiði það fullkomlega i ljós,
hvaða rekstarfyrirkomulag henti
útgerðinni bezt og tryggi lengst-
an úthaldstíma skipanna.
Á niðurstöðum slíkrar rann-
sóknar verður ríkið að byggja
úrlausnir sínar í þessum málum.
Hitt væri fullkomin fávizka að
fara aðeins eftir kröfum útgerð-
armanna, án nokkurrar annarar
athugunar og tryggingar fyrir
því, að slíkar ráðstafanir yrðu
ekki gerðar þýðingarlausar með
aukinni eyðslu á öðrum sviðum.
Almeiuit vaudamál
en ekki einkamál
atviiiiiurekencla.
Einhverjir kunna að telja að
með slíkri aðferð og ráðstöfun
gangi ríkið inn á friðhelgi ein-
staklingsréttarins.
Þetta er fullkomin misskiln-
ingur. Rekstur stórútgerðarinn-
ar er ekki lengur neitt einkamál
atvinnurekendanna. Það er orðið
almennt vandamál, sem fram-
tíð þjóðarinnar getur oltið á.
Þetta viðurkenna útgerðarmenn
(Frh. á 4. siöu.)
Skíðamótíð
Skíðamenn frá Siglufirði og ísa-
firði komu hingað til bæjarins í
fyrradag meö Dettifossi til þess að
taka þátt í skíðamótinu, er ákveðið
hefir verið að fari fram við Skála-
fell á Hellisjjeiði dagana 12. og 13.
marz. Komu 8 menn úr Skíðafélagi
Siglufjarðar, 10 úr skíðafélaginu
Siglfirðingur, og 6 úr skátafélaginu
Einherjar á ísafirði. í hópi þessara
manna eru Jón Þorsteinsson, Viktor
Jónsson og Magnús Kristjánsson, þeir
er fræknastir reyndust í fyrra. Skíða-
mennirnir fóru í gær upp að Kol-
viðarhóli og í Jósefsdal.
Á skíðamótinu verður keppt í 18
rasta göngu, sniðbrekkuhlaupi og
stökkum og er undirbúningur þegar
hafinn efra.
íþróttafélög bæjarins hafa ekki enn
tilkynnt þátttöku sína, en munu gera
það í dag. Dregur það sennilega
nokkuð úr áhuganum, hversu veður-
far hefir verið óhagstætt til skíða-
iðkana að undanförnu.
Samkomulag
í Noregí
KALUNDBORG:
Milli stuðningsflokka norsku stjórn-
arinnar, verkamannaflokksins og
bændaflokksins varð á síðustu stundu
samkomulag um ágreining þann sem
kominn var upp á milli stjórnarflokk-
anna um lögfestingu viðskiptasátt-
málans við Finnland. Það er enn ekki
vitað í hverju samkomulagið er fólg-
ið. Samningurinn hefir verið sam-
þykktur. FÚ.
Schussnígg
maldar í móinn
LONDON:
Austurríska ráðuneytið hefir neitað
að staðfesta ráðstafanir þær er dr.
Seyss-Inquart inanríkisráðherra, gerði
í Steinermark, er hann í málamiðlun-
arskyni leyfði Nazistum að bera
flokksmerki sín og heilsa með nazista-
kveðjunni.
Yfirmaður austurríska herforingja-
ráðsins hefir látið af embætti sínu.
— FÚ.
Færeysk skip
sem stödd voru fyrir sunan land
í ofviðrinu í fyrrakvöld, urðu flest
fyrir talsverðum skemmdum. Eitt kom
inn til Vestmannaeyja með þrjá menn
meidda og voru þeir lagðir á sjúkra-
húsið þar. A. m k. 7 skip verða að
hætta vertiðinni og fara heim til við-
gerðar.
Hótel Borg
hefir fengið þrjá nýja hljóðfæraleik-
ara frá Englandi. Meðal þeirra er Páll
Dalman frá Winnipeg, sem dvalið
hefir í Englandi 4 undanfarin ár. Er
hann sonur Páls Dalmann, sem var
organleikari í Sambandskirkjunni í
Winnipeg. Með Páli er kona hans og
ungur sonur.