Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 —o—omh — ' > I\ÝJA DAGBLABIB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j ómarskrif stof urnar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Eindrægnin í Sjálistæðisilokknum Morgunblaðið hefir undanfar- ið gortað af því, að meiri ein- drægni sé ríkjandi innan Sjálf- stæðisflokksins en nokkurs ann- ars hérlends stjórnmálaflokks. í blaði Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, íslendingi, hefir Jón Sveinsson, efsti maður á lista flokksins, við bæjarstjórnar- kosningarnar, nýlega skrifað greinarflokk um sama efni. — Hann fer ekki með neinar full- yrðingar, heldur skýrir blátt á- fram frá staðreyndum. Vitnis- burður hans er líka á allt aðra leið. í upphafi greinarinnar segir Jón frá undirbúningi kosning- anna og virtist samheldnin þá í bezta lagi. Segist Jóni síðan svo frá: „Var nú prédikuð hin mesta eindrægni á þeim fundum, er stuðningsmenn D-listans héldu. En nú er komið á daginn hver heilindin hafa verið. Um leið og einhuginn er boö- aður, er sérstök klíka að verki. Klíka, sem heldur skóla hingað og þangað í bœnum, til að kenna mönnum að strika út og fœra til, án þess að ónýta atkvœða- seðilinn. Og það er sannanlegt, að nokkrir Sjálfstœðismenn liggja með Gróusögur í eyrum þeirra kjósenda, sem þeir vona að séu talhlýðnir.“ Þessi starfsemi bar þann ár- angur, að Jón, sem var efsti maður listans, var strikaður út á 157 seðlum, og náði því ekki kosningu, þó listinn kæmi 4 mönnum í bæjarstjórnina. Arn- finna nokkur Björnsdóttir var strikuð út á 114 seðlum og náði heldur ekki kosningu. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að annaðhvort séu þeir, sem hafa strikað hann út, „lítilsigld- ir fávitar“ eða „samvizkulausir flokksníðingar“, en á öðrum stöðum í greininni verður það helzt skilið, að í þeirra hópi séu ýmsir helztu leiðtogar Sjálf- stæðismanna á Akureyri. Afleiðingarnar telur Jón þess- ar: „Afleiðingin af þessari skemmdarstarfsemi og stiga- mennsku flokkssvikaranna, er fyrst og fremst sú, að tapazt hefir eitt sœti Sjálfstœðismanna í öœjarstjórn.... í öðru lagi er flokkurinn hér tvístraður um ó- ákveðinn tíma.... Og þegar þetta er um garð gengið, er sem hlakki í mörgum þeim, sem þykjast vera Sjálfstœðismenn.“ Þannig lýsir Jón Sveinsson eindrægni Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Og öll þessi óheilindi og baktjaldavinna stafar ekki af málefnaágreiningi. Átökin virð- ast stafa af því, að foringjar Sjálfstæðisflokksins koma sér ekki saman um, hvernig þeir eiga að skipta með sér þeim stöðum og smábitlingum, sem aðstaða þeirra í bæjarstjórninni var líkleg til að skapa þeim. Þetta minnir mjög mikið á framkomu Reykjavíkuríhaldsins, þegar Pétur Halldórsson var val- inn borgarstjóri. Samkvæmt yf- irlýsingu Ólafs Thors í Morgun- blaðinu 31. júlí 1935, höfðu „ýmsir áhrifamenn Sjálfstæðis- flokksins og allflestir meðlimir foringjaráðs Varðarfélags“ til- nefnt Jakob Möller. En „niður- staðan varð þó sú,“ segir 1 yfir- lýsingu Ólafs, „að annar maður var valinn og var orsök þess einkum sá undirróður, sem átti sér stað innan flokksins gegn Jakoö Möller.“ Þannig er Sjálfstæðisflokkur- inn. Hinir eigingjörnu foringjar hans geta staðið saman í nei- kvæðri baráttu gegn umbóta- málum hinna vinnandi stétta. Þar hafa þeir sameiginlegra hagsmuna að gæta. En þegar þeir eiga að skipta einhverju herfangi á milli sín, strax og hagsmunirnir rekast eitthvað lítilsháttar á, þá er eindrægnin búin. Sönn eindrægni er hvergi minni en í Sjálfstæðisflokknum, enda hlýtur það svo að vera, þar sem það eru persónulegir hags- munir en ekki hugsjónir, sem halda flokknum saman. Lækkun útgerðar- kostnaðar Á seinasta flokksþingi Fram- sóknarmanna var samþykkt að láta endurskoða lögin um at- vinnu við siglingar á íslenzkum skipum, m.a. með tilliti til þess að sjávarútveginum væri ekki iþyngt með kröfum um of mikið mannahald. Þessi ályktun flokksþingsins var byggð á þeirri staðreynd, að núgildandi lög krefjast í mörg- um tilfellum fleiri yfirmanna en nauðsyn krefur og gerir út- gerðarkostnaðinn þannig meiri en hann þyrfti að vera. Þannig er þess t. d. krafizt að bátar undir 30 smál., sem leggja afla daglega á land, skuli hafa lærð- an stýrimann með hærri laun- um en aðra bátverja. Bakar þetta smáútgerðinni talsvert aukin útgjöld og stundum hafa ekki fengizt menn, sem full- nægðu hinum tilsettu skilyrð- um. Togurum er t. d. gert að skyldu að hafa einum vélstjóra fleira en þörf krefur og eykur það útgerðarkostnað þeirra á 5. þús. kr. árlega. í samræmi við framangreinda ályktun hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins nú lagt fram tvö frv. Hið fyrra gengur í þá átt að fella niður óþarfa yfir- menn á skipum, en hitt nemur úr gildi þá reglu, að föstum árs- mönnum á skipum séu greidd laun í 5—6 daga umfram árs- launin. Ef bæði þessi frv. yrði að lög- um myndi útgerðinni sparast Skáldíð og hermaðurínn Gabríele D’ Annunzío Þórh. Þorgilsson D’Annunzio var heimskunnur maður. Hér hefir hann óefað verið kunnari lesendum er- lendra bóka en flestir aðrir rit- höfundar í rómönskum löndum. — Það sem hér fer á eftir, á ekki að vera neinn dómur um hann sjálfan né verk hans, að- eins örstutt yfirlit yfir hinn róstusama og viðburðaríka æfi- feril hans, sem út af fyrir sig er líkastur æfintýri. Gabriele D’Annunzio hét í rauninni bara Gaetano Rapag- netta, eins og hver annar rétt- ur og sléttur alþýðumaður. En í yfirlæti fyrstu rithöfundarára sinna mun honum hafa fundizt það nafn harla litilmótlegt, og tók hann því það ráð að skipta um nafn. En hversvegna hann seildist svo langt að kenna sig við erkiengilinn Gabríel, „boð- berann“ (D’Annunzio), verður ekki ráðið, þótt vel megi vera, að þetta eftirnafn hafi áð- ur verið til i ætt hans. D’Annunzio fæddist um borð í seglskipi úti á Adríaflóa árið 1863. Bernsku-og æskuárin lifði hann í Ítalíu og gekk á skóla í Róm; giftist ungur franskri greifadóttur, en skildi fljótt við hana, og til þess að fá hjóna- skilnaðinn staðfestan að lögum, sem þá var bannað í Ítalíu, sótti hann um borgararéttindi í Sviss, en var synjað. Nokkru síðar, eða 1898, var hann kjör- inn á þing. Þar kom hann fram sem sósíalisti og vöktu ræður hans og yfirlýsingar hrifningu — og undrun trúbræðra hans. Þeir voru í hálfgerðum vand- ræðum með hann. Hann fylgdi engri fyrirskipaðri „línu“. Sextán ára gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, og hafa margar komið út síðan, enda var hann, einkum framan af, mest dáður fyrir ljóð sín. Þykja þau prýðis- fögur að forminu til, en út á efnið hafa margir að setja. Hann syngur fýsnum og nautn- um lof með ögrandi, meitluðum lýsingum, hann dregur upp truflandi myndir af lastahneigð manna og glæpsamlegri hegðun, og kvæði hans eru gagnsýrð al- gyðishyggju, sjálfsdýrkun og hatri á öllu meðalhófi eða hálf- velgju. Þetta var nóg til að hrinda af stað ofsalegum deilum um hann talsvert fé, án þess að öryggi sjómanna yrði að nokkru leyti skert. Sézt það síðarnefnda m. a. vel á því að löggjöf nágranna- þjóðanna gerir yfirleitt minni kröfur um fjölda yfirmanna en frv. Það munu allir viðurkenna að nauðsynlegt sé að létta öllum óþörfum útgjöldum af útgerð- inni. En andstöðuflokkar Fram- sóknarmanna hafa þó ekki þor- að að hreifa þessu máli af ótta við óvinsældir nokkurra manna. Þess ber nú að vænta, að þeir láti hagsmuni útgerðarinnar skipa æðri sess en slíkan ótta. D’ANNUNZIO. og skáldskap hans, og tóku þátt í þeim margir þjóðkunnir menn, svo að jafnvel er spurning, á hverju frægð D’Annunzio kem- ur til með að byggjast meira i framtíðinni, hvort heldur á sjálfum verkum hans eða bók- menntunum, sem um þau hafa verið skrifaðar. Ekki tók fyrir ritdeilur þess- ar, heldur heppnaðist D’An- nunzio þvert á móti að hleypa nýju fjöri i þær, er hann byrj- aði að senda frá sér skáldsögur. Þau hneykslandi viðhorf, sem hjúpuð voru leikandi lipru, hreimþýðu rósamáli í ljóðum hans, komu nú fram í allri sinni nekt á auðugu og fáguðu „sa- lon“ máli gagnrýnendanna sjálfra. „Nautnin“, „Sigur dauð- ans“ (1894), o. s. frv., voru að efni til, þrátt fyrir gullfagra kafla innan um, nokkurskonar úppsölumeðal fyrir heiðarlega borgara í þá daga; „Eldurinn” (kom út um aldamótin) er guð- spjall sjálfsdýrkunarinnar, en um leið lofgerð lista, fegurðar og samræmis. Skáldsögurnar erfðu samt af ljóðunum hylli almennings, og rak nú hver sagan aðra, þrátt fyrir nöldur ritdómaranna. Jafnframt voru leikrit eftir D’Annunzio, eins og „La figlia di Jorio“, „Dauða borgin" og „Vormorgunsdraumur“, sýnd í stærstu leikhúsum Ítalíu, með Eleonora Duse í aðalhlutverk- um, fyrir fullum sölum áhorf- enda. Og þegar svo við það bættist, að smásögusafn eins og „San Pantaleone", „Ósnortin jörð“, „Bók meyjanna" o. s. frv. fengu slíkar viðtökur, að því var spáð, að þær myndu fyrst og fremst halda nafni höfundar- ins á lofti á ókomnum tímum, þá fór hinum lærðu gagnrýn- endum ekki að verða um sel og lækkuðu þeir seglin, meðan þess var enn kostur: Þeir áttu þarna auðsjáanlega í höggi við „skrýmsli“, — eins og sagt var um Lope de Vega, — sem gat brugðið sér í allra kvikinda líki og ávalt borið sigur af hólmi. í kring um árið 1910 stóðu á- rásirnar gegn Gabríele D’An- nunzio upp á sitt hæsta. Þá gaf hann út skáldsögu sina „Forse che si, forse che no“ (= ef til vill, ef til vill ekki), lofsöng um fluglist, sem þá var á bernsku- skeiði, þar sem rauði þráðurinn er sá, að upphefja sjálfan sig og fórna öllu fyrir sællífi og munað. Hann var ákærður fyrir það að hafa siðspillandi áhrif á æskulýðinn. Sumir áfelldust hann líka fyrir að stæla frek- lega verk annara höfunda, og áttu þeir þar einkum við sál- arlífslýsingar hans, sem að vísu voru bergmál frá Bourget, Dostojefski, þýzkum og skandi- naviskum höfundum. Til 1910 hafði D’Annunzio lif- að hóflausu munaðarlífi í alls- nægtum, þrátt fyrir látlaust rithöfundarstarf. En um það leyti missti hann landsetur sitt, Cappoccina, í nánd við Flórenz, í hendur skuldunautum sinum og flæktist til Frakklands. Þar hélt hann áfram að skrifa og gaf nú út skáldrit jöfnum hönd- um á frönsku og ítölsku. Það var ekki fyr en styrjöldin skall á 1914, að sá D’Annunzio, sem núlifandi kynslóð er í ferskustu minni, lét fyrst á sér bæra, enda hafði þá skáldfrægð hans dalað nokkuð í bili. Hann var í Frakklandi, er stríðið hófst. Sendi hann þaðan ofsaþrungin og vígreif ávörp til þjóðar sinnar um það, að nú væri tækifærið til að færa út landamæri Ítalíu og sameina alla ítali, og það yrði að gerast, þótt rifta þyrfti gerðum samn- ingum („Per la piu grande Italia“, 1915). Fór hann siðan til Ítalíu og hélt æsingarstarfsemi sinni áfram gegn Austurríki með slíkum árangri, að raddir gagnrýnenda hans þögnuðu nú með öllu, og þjóðin fagnaði hinum endurheimta skáldjöfri eins og herforingja, sem leiða mundi hana fram til sigurs i væntanlegu stríði. D’Annunzio átti vafalaust sinn mikla þátt í því að ítalir rufu samninga sína við banda- þjóðir sínar, miðveldin svo- nefndu, og sögðu þeim stríð á hendur. í ófriðnum tók D’An- nunzio sjálfur virkan þátt; fyrst sem riddaraliðsforingi, en þar sem sú deild hersins gat lít- ið beitt sér í hinum vélræna hernaöi nútímans, bað hann um að vera fluttur yfir í fótgöngu- liðið, og var hann þá settur í fremstu skotgrafir Karst-há- sléttunnar, þar sem bardagar voru skæðastir. Honum leiddist þó von bráðar þófið í skotgröf- unum og fékk sig innritaðan í sjóherinn. Stóð hann.þá fyrir kafbátaárásum inn í sjálfa að- alherskipahöfn óvinanna, Pola. Úr sjóhernum fór D’Annunzio svo yfir í flugherinn. Þar fann hann loks ótakmarkað svigrúm fyrir áræði sitt, hugkvæmni og fífldirfsku. Flaug hann þá m. a. yfir Vínarborg, sem frægt er orðið, og dreifði yfir borgina á- vörpum og flugritum eftir sjálf- an sig, í stað sprengikúlna. Á- ræði hans kostaði hann hægra (Frh. á 4. siðuj

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.