Nýja dagblaðið - 05.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 5. MARZ 1938.
NYIA DAGBLAÐI®
53. blað
/.v.v.v
atav.v Gamla Bíó v.w.v
\ San
ÍjFrancísco jj
:j Heimsiræg, amer- >
j: isk stórmynd. ;j
|í Aðalhlutverkin leika í
íj af framúrskarandi snilld:
j: Janette McConald í
;! op Clark Gable. í
í í
.■.vv.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.
HKulfflS
»Fyrírvínnan«
Eftir W. Sommerset Maugham.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Sýning á morgun kl. 8.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til
7 i dag og eftir kl. 1 á morgun.
Norðlcnzkt ærkjot
mjög ódýrt
Nýsvíðín svíð
og margskonar
Grænmcti,
Kjötverzlunín
Herðubreíð
Fríkirkjuv. 7, símí4565
Vegna gífurlegrar aðsóknar
heldur
BJÆRNl BJÖRNSSON
ALÞÝÐIJSKEMMTm
í Gamla Bíó á morgun kl. 3.
Lækkað verð!
8. sinn.
Aðgöngumiðar hjá K. Viðar og i
Bókav. Sigf. Eymundssonar í dag
og við innganginn.
Verð kr. 2,00 og 1,50.
í síSastu sinn!
KAHPIÖ
Tilkynning.
Rafmagnseitirlit ríkisins bendír hér með
öllum peím, er búa til rafmagnsáhöld,
raflagnabúnad o. p. h., á pað, að peim
ber að senda eftirlitinu sýnishorn til
prófunar og viðurkenningar. Verður eígi
heimiluð sala og notkun slíkra áhalda,
búnaðar o. s. frv., fyrr en sýníshorn peirra
hafa verið skoðuð og prófuð og gengið
er úr skugga um að pau fullnægi gild-
andi öryggisreglum.
Nánari upplýsingar veitir rafmagnseftirlitið
Reykjavík, 1. marz 1938.
Raímagnseítírlit ríkisins.
Viðskiptakvittanir
Yíðskíptamenn KRON eru ámínntír um að
skíla víðskíptakvittunum frá árínu 1937
fyrir 15. marz næstk.
Gabriele D’Annunzio
(Frh. af 3. síðu.J
augað og sár á höku, sem
skekkti hann í andliti. Um skeið
lá við sjálft, að hann yrði al-
veg blindur, en allt fyrir það
bilaði ekki kjarkur hans, og las
hann þá skrifara sínum fyrir
sjúkrahússdagbók sína, sem gef-
in var út undir nafninu „Not-
turno“.
Eftir vopnahléið og friðar-
samningana varð D’Annunzio
talsmaður þeirrar óánægju-
hreyfingar, sem gerði vart við
sig meðal ítölsku þjóðarinnar út
af því, hve Ítalía varð afskipt
við utbýtingu herfangsins, og
einkum vegna andstöðu Wil-
sons Bandaríkjaforseta gegn
allri útþenslu ítalska ríkisins.
Skrifaði þá D’Annunzio bók-
ina „Contro uno e contro tutti“
(= gegn einum sem öllum),
eitthvert mergjaðasta ádeilurit,
sem út hefir komið um slik mál.
Og í framhaldi af þeim þjóð-
ernisæsingum, sem af þessu
hlutust á Ítalíu, gekkst D’ An-
nunzio fyrir hernámi Fiume-
borgar í fararbroddi sjálfboða-
liða sinna, eða „arditi“, eins og
þeir voru kallaðir. Stjórnaði
hann borginni sem einvaldur í
15 mánuði, þangað til ítalska
stjórnin beitti valdi til að reka
hann þaðan, því að dvöl hans
þar braut í bága við Rapallo-
samninginn við bandamenn.
Æfintýri D’Annunzio hafði
samt sem áður þau áhrif, að
bandamenn sáu loks fram á
nauðsyn þess að afhenda ítöl-
um hina umþráttuðu borg, og
var svo gert 1924.
Gabriele D’Annunzio var þá í
heiðursskyni útnefndur fursti
af Montenevoso, sem er fjall á
hinum nýju austurlandamærum
Ítalíu. Hann hafði þá sjálfur
fengið nóg af baráttu og æfin-
týrum, enda hniginn á efri ár,
og dró hann sig út úr skarkala
stjórnmálanna til landeignar
sinnar í Cargnacco við Garda-
vatnið. Þar átti hann fagra höll,
gjöf frá ítalska ríkinu, sem hann
skírði II Vittoriale — bústað sig-
urgyðjunnar, — og þar bjó hann
æ meira einangraður og gleymd-
ur til æfiloka, nema hvað ein-
staka viðhafnarmiklar gesta-
komur röskuðu einveru hans,
eins og t. a. m. kurteisisheim-
sóknir Mussolinis, foringja þeirr-
ar stefnu, sem D’Annunzio hafði
fyrstur vakið. Þrátt fyrir at-
burðasnauða einveru, eftir alla
sigrana, sjóndepru og ellilas-
leika, vann D’Annunzio daglega
við skrifborðið sitt í Vittoriale
fram til hins síðasta, og sendi
enn frá sér fjölda rita, einkum
sögur og ritgerðir sjálfsæfisögu-
legs efnis, eða þá um viðburði
líðandi stundar, en flest af því
hefir farið fyrir ofan garð og
neðan hjá fyrri aðdáendum
hans. Þó er ekki fyrir að synja,
segja þeir, sem kunnir eru síð-
ustu ritum hans (ég hefi fá ein
séð og get ekki um þau dæmt),
að enn bregði fyrir seiðmagni
skáldlegrar fegurðar í lýsingum
hans og bálandi fjöri æskuár-
anna í frásögninni.
ítalska þjóðin hefir búið vel
að þessum syni sínum. Hann
hefir verið sæmdur ótal heiðurs-
merkjum, hann hefir fengið það
fé, sem hann hefir þurft til að
lifa með meiri íburði en flestir
samborgarar hans, og ekkert
hefir verið til sparað af því op-
inbera til að halda nafni hans á
lofti. Þrátt fyrir bannfæringu
páfans í Róm á ritum hans, hef-
ir sérstakri stofnun (Istituto Na-
zionale per la Edizione di tutte
le Opere di Gabriele D’Annun-
zio) verið falið að hafa með
höndum skrautútgáfu alls þess,
sem D’Annunzio hefir ritað fyrr
og síðar, og lauk þeirri útgáfu*)
nú skömmu áður en höfundur-
inn dó.
Þórh. Þorgilsson.
*) Hún er í 49 stórum bindum og
kostar um 7500 lírur,
.V.W.V TVVV- n;/. .‘.V.V.V
/.v.v.v nyja »i« av.v.v
í
f
Gotfi geiur
aílt
(My man Godfrey).
Mjög skemmtileg gaman-
mynd, leikin af:
William Poovell,
Carole Lambard
Alice Brady o. fl.
Mynd sem allir munu
skemmta sér við að horfa á.
Bönnuð fyrir börn. —
í
Hljómsveit Reykjavikur
Bláa kápan
(Tre smaa Piger).
Operetta í 4 sýningum, eftir
WALTER KOLLO.
verður leikin á sunnudag kl.
3 e. h.
ÉTSELT!
Nánar auglýst síðar um næstu
sýningu.
Kaupið leikskrána og kynnið
ykkur söngvana.
Haíle Selassie
og Mussolini
(Frh. af 1. síSu.)
Abessiníu bæði fyrir sig og afkomend-
ur sína.
Haile Selassie fór í fyrradag á fund
Halifax lávarðar og átti við liann
langt viðtal. Geta menn þess til að
það hafi einmitt verið um þetta tilboð
ítölsku stjórnarinnar. FÚ.
[Það er mjög sennilegt að enska
stjórnin vilji fá Abessiníukeisara til
að fallast á þetta tilboð. Ef hann af-
salar sér yfirráðum yfir Abessiníu er
sjálfgert að viðurkenna yfirráð ítala,
en Mussolini mun krefjast þess af
Bretum í væntanlegum samningum].
Rannsókn á hag og
rekstri togara-
útgeröarinnar
(Frh. af 1. síðu.)
sjálfir með því að leita á náðir
r'íkisvaldsins. Þeir segja sem satt
er að þeir geti ekki leyst málið
hjálparlaust. Þeir krefjast sjálf-
ir opinberrar íhlutunar. Ríkið
skerst ekki í málið fyr en út-
gerðarmenn biðjast þess. Til hins
geta þeir ekki ætlast, að þeir
sjálfir en ekki ríkisvaldið ráði
því, hvaða hjálp það veitir og
hvernig það framkvæmir liana.
Og til þess geta þær sízt af
öllu ætlast, að ríkið veiti veru-
lega aðstoð, án þess að það hafi
tryggingu fyrir því, að hún komi
að fullum notum og verði til
þess að auka atvinnuna.
PRENTMYNDASTOFAN
LEIFTU R
Hafnarjtrætl 17, (uppi),
býr til 1. flokks prentmyndir.
Sími 3334