Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 6. MARZ 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR 55. BLAÐ er Opið til klxikkan ÍO i krvölcL Xv.Xv. Cíamla Kíó v.v.ív íi 1 0 0.0 0 0 dollarar Sundnir |: Afar skemmtileg og spenn- andi skemmtimynd, um gamlan letingja, sem finn- ur 100.000 dollara. Aðalhlutverkið leikur Wullace Beery. Reykjavíkurannáll h.f.: REVYAN Fornar dyggðír verður leikin í dag (þriðjnd. 8. |i. m.) kl. 8 í Itfnó. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag eftir kl. 3. Venjulegt leikliósverð. Allir aðgöngumiðar seldir í Iðnó, en ekki tekið á móti pöntunum. Sníðum kvendragtir, frakka og svaggera. Saumastofan Lækjar- götu 8. Sími 4940. íslenzka skátahreyt Störf norræna félagsins Hin mildu hönd ingin svívírt (Frh. af 1. síðu.) drengskap er hægt að bæta á einn og aðeins einn hátt. Að bæta fyrir brotið og biðja af- sökunar. Ef dr. Helgi Tómasson ætlar að taka við yfirstjórn skátahreyfingarinnar á íslandi, ; án þess að gera henni með því óbætanlegt tjón, verður hann fyrst að biðja þjóðina alla opin- berlega afsökunar á aðförinni frægu. Ef hann gerir það ekki, en gerist þó skátahöfðingi, þá fellur skugginn af yfirsjón hans á ji skátahreyfinguna. i s- »■ i PRENTMYN DAST0FAN l E-fFT U R Hoínarstrœti 17, (uppl), býr til 1. flokks prenimyndir. Sími 3334 . . . (Frh. af 2. síöu.) um, 24.—30. júlí, og námskeið fyrir kristindómskennara í á- gústbyrjun. í Finnlandi skóla- nemamót á hvítasunnunni í Helsingfors og verzlunar- og bankamannamót í júníbyrjun einnig í Helsingfors. í Noregi verður námskeið landbúnaðar- kandidata og búfræðinga. f Svíþjóð blaðamannanámskeið í Stokkhólmi 17.—25. maí, verka- mannanámskeið í nágrenni Stokkhólms í júlí og landa- fræðikennaranámskeið í Dölun- um 3.—11. ágúst. Á yfirstandandi ári er ráðgert að koma á listasýningum þar sem safnað verði saman mál- verkum frá öllum Norðurlönd- um og sýningin síðan flutt á milli landanna og sýnd í mörg- um bæjum. Ýmislegt fleira er og í undirbúningi hjá félögun- um. — Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Stefán Jóhann Stefánsson (form.), Guðlaugur Rósinkranz (ritari), Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Framsóknurflokhsins (Frh. af 3. síðu.) frjálsu landi. Við það starf þarf mikil átök, og við stærstu átök- in þarf að sameina alla þjóðar- heildina. Að ekki þarf kosningar í vor, kemur af því, að Fram- sóknarmenn kunna að stjórna, því að auk alls hins margþætta samstarfs í nefndum og ráðum, bera þeir ábyrgð á hinu full- komna jafnrétti allra héraða í meðferð á fjárlagaveitingum. Til beggja hliða kemur apa- hneigðin fram af og til. Stólfót- urinn er gripinn ef andstöðu- flokkurinn liggur vel við höggi. Venjulega stendur sá berserks- gangur skamma stund. Og sá ráðherra, sem nú nýskeð hefir gripið tækifæri til að brjóta lög sem hann hefir nýsamþykkt og nýlega undirritað, mun brátt reyna, að brot hans mun fljótt fyrnast, eins og minningin um tilveru hans yfirleitt. En hin réttláta og framsýna stjórnar- stefna Framsóknar, mun lifa jafn lengi og þjóðin sjálf. J. J. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ! ivýja Bí« AÍWSÍ í í :[ Gotii getwr :[ allt í í (My man Godfrey). í í í Mjög skemmtileg gaman- í; mynd, leikin af: !; % William Poovell, Carole Lambard ;■ :• Alice Brady o. fl. :■ ;« ;■ Mynd sem allir munu .; .; skemmta sér við að horfa á. í; — Bönnuð fyrir börn. — j; V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V D D RÍISfððÍ Vantar íbúð 14. maí. Runólfur Sigurðsson, Símar 1850 og 4719. Tilki'öaiafíi? Framúrskarandi gott saltkjöt nýkomið í Verzlun Kristínar J. Hagbarð. ÚTRÝMI rottum, músum og skaðlegum skorkvikindum úr húsum og skipum. Aðalsteinn Jóhannsson, Sólvallagötu 32A. — Sími 1196. FESTARMEY FORSTJÓRANS 36 látið þessa þögn vara fimm mínútur enn, ef ég hefði ekki óttast áð ég myndi hlæja. Þess vegna mælti ég sáttfús og alvarlega: „Ég á handavinnu yfir í setustofunni. Á ég að fara og sækja hana? Eða--------myndi það líta undarlega út?“ „Það er ég hræddur um“, sagði íorstjórinn bitur- lega. „Það er bjánalegt að sitja þannig aðgerðalaus, líka fyrir yður“, bætti ég við með hluttekningu. „Hefðuð þér bara tekið nokkur bréf með frá skrifstofunni, þá hefðuð þér máske getað lesið þau yfir----“. „Nei, þakka kærlega fyrir“, sagði Waters ákveðinn. „Ég fæst ekki við viðskiptastörf utan vinnutíma“. Ég fór aftur að fitla við hringinn minn. Ég vonaði, að hann gæti skilið, að méð því gæfi ég honum í skyn, að mín „viðskiptastörf stæðu allan daginn — verk kon- unnar, sem raunverulega er aldrei á enda. Næst spurði ég vingj arnlega: „Spilið þér piquet?“ „Nei, ég þekki ekki einu sinni spilin. Ég andvarpaði eins og þessar fréttir yllu mér bæði áhyggjum og leiðindum. En það var ekki minnsta hreinskilni í því andvarpi. í fyrsta lagi hata ég spil. Ég held, að spil hafi áreið- anlega ekki verið fundin upp til að skemmta vit- lausum kóngi. Sönnu nær mun vera, að hann hafi orðið vitlaus af spilamennskunni. í öðru lagi leiddist mér ekki vitund. Ég naut þess beinlínis að sjá þennan ruglaða unga mann — að hugsa sér að nota þvílík orð um sjálfan höfðingjann. — Þennan örvílnaða unga mann, sem var svo ósköp vandræðalegur og vissi alls ekki, hvað til bragðs átti að taka. Með ánægju lét ég enn verða langa og þreytandi þögn. Svo lyfti ég hendinni — þeirri vinstri — upp að munninum eins og til að fela geispa. Þá horfði ég á skipið, sem vaggaði fram og aftur fyrir fullum segl- um á skífunni á gömlu klukkunni og sagði mæðilega: „Aðeins tuttugu mínútur gengin í tíu“. „Ég er smeykur um, að þessi klukka sé tíu mínút- um á undan“, mælti húsbóndi minn. Ég andvarpaði aftur, ennþá dýpra. Svo svipaðist ég um í þessu þægilega herbergl, eins og ég árangurs- laust væri að leita að ráði til að forða mér. Þá varð mér starsýnt á undarlega málmþræði, sem lágu þvert yfir loftið. „Til hvers eru þessir þræðir", spurði ég. „Slmi?“ „Nei; ég lét setja þá upp til að fá betri hljómun í herbergið. Það var svo slæmt að syngja og spila í því“. „Svo-o“. Ég var hissa á, að Blanche skyldi ekki nota setustofuna, þegar hún vildi syngja. Ég leit á stóra flygelinn í hinum enda herbergisins. „Má ég æfa mig stundum hér inni — náttúrlega aðeins á morgnana", spurði ég feimnislega. „Þegar ég kem aftur til London ætla ég neínilega að svipast um eftir stöðu sem sönglistarkennari. Ég verð að hafa eitthvað ákveðið að gera — fyrir utan hjá yður, vitaskuld — þess vegna verð ég að byrja með að rifja upp kunnáttu mína“. „Svo þér spilið þá“, mælti Waters eins og honum létti stórum. „Það var yndislegt“. Hann stóð upp, kveikti á fleiri ljósum og opnaði flygelinn. „Getið þér annazt undirleik?" „Það ætti ég að geta“, mælti ég og brosti nokkuð biturlega með sjálfri mér. Ég hafði eytt mörgum tímum við píanóið með Sidney Vandeleur, við að reyna að æfa hljómverk eftir hann. Hann er mjög laginn við að búa til lítil, falleg, angurblíð lög. „Viljið þér reyna að spila undir eitt lag fyrir mig?“ (Hvað er þetta? Það var þá hann, sem söng). „Já, með ánægju“. Þetta var ekki minn venjulegi, undirgefni skrif- stofurómur. Þetta var í sama róm, sem ég hefði talað við Sidney eða Montresor majór eða Tommervilles, eða einhvern hinna, sem komu heim til okkar í gamla daga, og sem ég spilaði fyrir á kvöldin. „Bíðið andartak. Þennan verður að taka af. Hann skellur við nóturnar", sagði ég og horfði á stóra dem- antshringinn, sem ljómaði á fingri mér. Ég tók hring- inn hans ofan og senti honum kæruleysislega eftir gljáandi, svörtum flygelinum. — Hann hafði sett fyr- ir framan mig lagið „Still wie die Nacht“, eftir Schu- bert. Hamingjan góða, hve þetta átti vel við steingerf- inginn. „Þögull sem nóttin, djúpur sem vatnið--------“ Ég sló fyrstu tónana. Þá varð ég fyrst hissa. Ég hafði búizt við að heyra sterka, dimma bassa- rödd, kraftmikla, án nokkurra tilfinninga. En mér til mikillar undrunar reyndist rödd hans vera ó- venjulega fallegur ósvikinn tenór. Maður þurfti að- eins að loka augunum, og þá gat maður haldið, að það væri sérstaklega viðkunnanlegur, hrífandi, ung- ur maður, sem syngi, í stað forstjórans. Gat fleira verið jafn óvænt hjá þessum mannl? Ég get að minnsta kosti hælt mér af því, að ég hefi sýnt honum jafn margar óvæntar hliðar og hann mér. Hin hnuggna lotningarfulla skrifstofustúlka, i heimasaumuðu ullarblússunni, og með ritvélarsvert- una á fingrunum, sem skulfu af óstyrk þegar þeir áttu að skrifa niður eftir hröðum upplestri hans, var alger mótsetning þeirrar yndislegu, vel klæddu ungu stúlku, sem nú blátt áfram gerir allt, til þess að láta hann sjá, að hún hlæi að honum með sjálfri sér. Nú var komið að því, að hann átti að sýna mér virðingu. „Þakka yður kærlega — hm — Nancy“. Hann lagði mikla áherzlu á síðasta orðið. „Það er beinlínis nautn

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.