Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Dr. Jón Ófeigsson andaðist þann 27. f. m., og er þar á bak að sjá einum merkasta kennara og fræðimanni þessa lands. Hann fæddist að Stóranúpi í Hreppum 22. apríl 1881. Foreldr- ar hans voru Ófeigur Guð- mundsson, síðar útvegsbóndi og kona hans, Kristín Jónsdóttir, prests á Stóranúpi, Eiríkssonar. Nokkra vikna gamall fluttist hann að Læknisnesi og ólst þar upp unz hann missti föður sinn 7 ára gamall, en síðan hér í bæn- um með móður sinni. Haustið 1895 settist hann í 1. bekk Lat- ínuskólans, lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið 1901 og sigldi samsumars til Kaup- mannahafnar. Þar las hann málfræði, með þýzku sem aðal- grein, en ensku og frönsku sem aukagreinar og lauk embættis- prófi á öndverðu ári 1908, með I. einkunn. Síðan hvarf hann heim. Árið 1911 varð hann stundakennari við Menntaskól- ann og hlaut skipun í kennara- embætti þar 1. jan. 1914. Kenndi hann þýzku og dönsku, unz skól- inn stækkaði, en þýzku síðan til síðustu áramóta, er hann lét af kennslu. Dr. Jón var frábær starfsmað- ur og gerðist brátt mikilvirkur kennari og mikils metinn. Hann samdi kennslubækur í greinum sínum og lagði drjúgan skerf til hinnar miklu orðabókar Sigfús- ar Blöndals, meðal annars kafl- ann um íslenzka hljóðfræði, sem talinn er merkilegt rit. Síðan samdi hann þýzk-íslenzka orða- bók, sem út kom árið 1934. Árið 1924 fór hann utan til að kynna sér nýungar í kennslu- málum. Þegar heim kom, tók hann upp kennsluaðferð, sem ég veit ekki til, að hér hafi verið áður höfð, að minnsta kosti í æðri skólum. Gerði hann þá og tillögur um skipun skóla hér á landi, sem voru merkilegar á marga lund, þó að ekki væri að þeim horfið. Árið 1936 var hann sæmdur doktorsnafnbót af Há- skóla íslands. Dr. Jón Ófeigsson var hár maður vexti, virðulegur og vel farinn. Hann var heilsugóður með afbrigðum, hversu mjög sem hann lagði að sér við vinnu, og virtist líklegur til langra starfsdaga og; margra. En árið 1934 tók hann að kenna dofa í hægri hendi. Fór sjúkdómurinn hægt, en seig jafnt á og létti ekki, hverra bragða, sem í var leitað. Var hörmulegt að sjá, hversu líkami þessa hrausta manns hrörnaði dag frá degi, að kalla. En dr. Jón bar mein sitt með mikilli karlmennsku. Hann heyrðist aldrei mæla æðruorð og gekk að starfi meðan kraftarnir entust og raunar miklu lengur. Hann var maður skyldurækinn með afbrigðum og vildi ekki láta bugast. En nú fyrir skömmu fékk hann kvef, og elnaði þá sjúkdómurinn, unz dauðinn kom til hans, hins örþreytta manns, líkt og líknsamur svefn. Hvort sem litið er á störf dr. Jóns Ófeigssonar sem kennara eða fræðimanns, skipar hann virðulegan sess meðal atorku- og manndómsmanna þjóðarinn- ar. Og í Menntaskólanum er mikið skarð fyrir skildi, þar sem hann var. Árið 1910 kvæntist hann Rig- mor Schultz, danskri konu. Þeir, sem eitthvað þekkja til, vita að hún hefir jafnan staðið fast við hlið manns síns, og látið eitt yfir bæði ganga, en þó einkum nú, í hinni hinztu, löngu raun. Fáir munu skilja til fulls, hve mikils hefir þar með þurft. Við, sem álengdar stöndum, vitum aðeins, að þar hafa miklar fórn- ir verið færðar. P. H. Störf Norræna félagsíns Félagið gengst fyrir mörgum inótuni í sumar og efnir til norrænnar listsýu- ingar. Aðalfundur Norræna félags- ins var haldinn síðastl. föstu- dagskvöld. Ritari félagsins gaf skýrslu um starf þess á síðastl. ári og fer hér á eftir útdráttur úr henni: Félagsmönnum hefir fjölgað meira á síðastliðnu ári heldur en nokkru sinni fyrr, eða um 165, þar af 5 skólar og félög. Skráðir félagsmenn voru nú um ára- mótin 650. En síðan um áramót hafa 80 manns gengið í félagið. Á siðastl. ári var ekkert nám- skeið hér á landi en 10 íslend- ingar tóku þátt í námskeiðum og mótum félagsins í Danmörku og Noregi. Nú í vetur hefir félagið komið upp dálitlu bókasafni og fengið 10 úrvalsbækur frá hverju af Norðurlöndunum, gefins frá út- gefendasambandi Norðurlanda. Tilgangurinn er að fá þannig árlega 10 úrvalsbækur af þeim sem út koma á hverju ári. Þá gengst félagið fyrir 5 útvarps- kvöldum, eitt kvöld fyrir hvert ríki. í sumar verða mörg mót og námskeið á vegum félags- manna, eins og venja er. Hér á landi er ákveðið að hafa kenn- aramót á Laugarvatni 11.—17. júlí og er 10 kennurum boðið frá hverju af Norðurlöndunum. í júníbyrjun kemur hingað sænskur fimleikaflokkur á veg- um félagsins. Námskeið í hinum löndunum verða: í Danmörku fyrir rektora menntaskólanna á Norðurlönd- (Frh. á 4. siðu.) Námskeið fyrír bífreíðastjóra undir meíra prólið heSst um 16. p. m. eS pátt- taka verður nægíleg. Umsókuir sendist ekki síðar en míðvíkudag 9. þ. m. til BiSreiðaeStir- litsins í Reykjavík. Happdrætti Háskóla Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svínum. Garnastöðin, Reykjavík, Síml 4241. Bankarnir verða 1 o k a ð i r laugardag fyrir páska Athyglí skal vakin á pví, að víxlar sem Salla í gjalddaga þriðjudaginn 12. apríl, verða aS- sagðir miðvikudaginn 13. apríl, séu peir eigi greíddir eða Sramlengdir Syrir lokunartíma bankanna pann dag. Reykjavík, 7. marz 1938. LANDSBANKl ISLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. IMaður í fastrl stöðu óskar eftir að \ fá leigða íbúð, 2—3 herbergi og eld- S hús, ásamt góðu geymsluplássi, í nýju # húsi, frá 14. mai n. k. — Ábyggileg C greiðsla mánaðarlega fyrirfram. Upp- \ lýsingar í síma 3948 eftir kl. 5 alla S virka daga. f Islands. Fimmti hver miði að meðaltali fær vinning á ári, 5000 vinningar af 25000 númerum fá samtals eina milljón og fimmtíu þúsund srónur. Hver vill ekki verða þátt- takandi í þessari stóru vinnings- upphæð? Frá starfsemi happdrœttisins. 39. Vann og gat greitt náms- kostnaðinn. Ungur sveitapiltur sótti um inngöngu á Laugarvatnsskólann og vann samtímis 1250 kr. á 14- miða. Var talið að þessir pening- ar hefðu komið sér mjög vel, því af miklum efnum var að taka. Fólk sagði, að þessi upphæð hefði komið eins og af himnum ofan, því að hún dugði til þess að pilt- urinn færi gegnum skólann. 40. Þeim gaf, sem þurfti. Á sveitabæ einum austanfjalls hafa búið um skeið bændurnir A. og B. í tvíbýli. Þeir voru báðir fátækir barnamenn, þó var fjöl- skylda B. mun þyngri, enda á- stæður hans í flestum greinum þrengri. Er líkt á komið um menningu þeirra og metnað. Fyrir tveim árum tæmdist A. mikill arfur. Hann komst úr skuldum, jók bú sitt og bætti að- stöðu sína til eins og annars. Fá- tækt B. varð nær tilfinnanlegri við happ A. Munur ástæðna þeirra varð öllum augljós, hvar sem á var litið. Þá vildi það til 1936, að B. vann í happdrættinu 7500 krónur. Fjárhagur þeirra A. og B. og allar ástæður jöfnuðust við það til mikilla muna. Þótti öllum vænt um og fögnuðu yfir happi hans. Hefir þó aldrei heyrzt öfundarorð hjá neinum manni yfir velfarnaði og hinni góðu fjárhagsafkomu A., enda er hann fullt eins vel látinn í sveit- arfélaginu sem B. „Þeim gaf, sem þurfti, sannast hér sem oft- ar. Fjórðungsmiðí kost- ar aðeíns 1.50 á mánuðí Ekki er nú hundraðið í hættunni Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttlr og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm. Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupmaður, Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, simi 3484. Prú Maren Pétursdóttir, Lauga- vegi 66, simi 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. — Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðjmenn í Hafnarfirði: Valdemar Long, kaupmaður, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.